Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 15 Guðmundur Jónasson hf. fékk Út- flutnings- verðlaunin ÚTFLUTNIN GSVERÐLAUN forseta Islands voru veitt á sum- ardaginn fyrsta og komu þau í hlut Ferðaskrifstofu Guðmund- ar Jónassonar hf. fyrir framlag fyrirtækisins til íslenskrar ferðaþjónustu. Börn stofnand- ans Guðmundar Jónassonar, þau Gunnar, Signý og Kristín, sem nú reka fyrirtækið, veittu verðlaununum viðtöku úr hönd- um Vigdísar Finnbogadóttur, forseta, en verðlaunin sem kennd eru við embættið eru veitt í samráði við Útflutnings- ráð. Gunnar Guðmundsson, for- stjóri fyrirtækisins, hefur í sam- tali við Morgunblaðið fyrr í mánuðinum rakið upphaf fyrir- tækisins til 18. desember 1929 eða til dagsins sem faðir hans fékk bílpróf. Þá strax fór Guð- mundur heitinn sem lést 1985, að starfa við akstur og varð fljótlega nafntogaðastur ís- lenskra fjallabílstjóra. Úr þessum jarðvegi er fyrir- tækið sprottið. Það skiptist nú í bifreiðadeild, ferðaskrifstofu- starfsemi, sem bæði flytur út- lendinga til Islands og íslend- inga til útlanda, og í þriðja lagi gistiheimilisrekstur. Bandarísk blöð inn á Internetið New York. Reuter. ÞAÐ var stór dagur hjá bandarískum dagblöðum á miðvikudag en þá tóku átta stærstu blaðahringimir hönd- um saman um að gefa lesend- um sínum kost á beinni net- tengingu. Hefur hún hlotið nafnið New Century Network og mun notast við Internetið í stað þess að koma á fót sérstöku upplýsinganeti. Auk blaðahringanna átta munu að minnsta kosti þrír aðrir bætast í hópinn síðar á árinu en nú þegar er um að ræða 185 dagblöð víða um Bandaríkin með um 20.000 starfandi blaðamenn. í þessu samstarfi verða þó ekki blöð, sem gefín eru út um allt landið eins og til dæmis Wall Street Journal en þó er hugsanlegt, að fréttastofur eins og Assoc- iated Press tengist New Cent- ury. Fyrirhugað er einnig að koma auglýsingum á fram- færi með þessum hætti en það mun taka einhvem tíma og kosta mikið fé að þróa það. Sjábu hlutina í víðara samhengi! - kjarni málsins! SYSTKININ Kristín, Gunnar og Signý Guðmundarbörn. A Alverð hækkar London. Reutcr. ÁLVERÐ hækkaði allnokkuð á málmmarkaðinum í London í gær vegna fyrirframsamninga og ótta við ónógt framboð í júní. Fór verð á tonni í þriggja mánaða samningum í 1.888 dollara, 55 dollurum hærra en deginum áður. Albirgðir á málmmarkaðin- um í London hafa minnkað mikið að undanförnu og búist er við, að þær fari niður fyrir milljón tonn á næstu vikum. Birgðir framleiðenda jafnt sem stórra kaupenda hafa einnig minnkað og kaupendur reiða sig nú mikið á skammtíma- samninga í álkaupum. Allt stuðlar þetta að ótta við ónógt framboð miðað við eftirspurn þegar fram á sumarið kemur. um helgina m m Opiö: laugardag frá kl. 10-17 sunnudag frá kl. 13-17 xrAtrMwaL $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF SKEIFAN 17, SÍMI 568 5100, FAX 588 8211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.