Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. V AXT AHÆKKUN EINS OG fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag hefur verðbréfasala ríkissjóðs gengið illa, það sem af er árinu. Sala á ríkisverðbréfum öðrum en ríkisvíxlum hef- ur nánast engin verið um skeið en meðalávöxtun ríkis- víxla hefur hækkað um hvorki meira né minna en 0,8% frá áramótum. Af þessum sökum hefur ríkissjóður orðið að taka erlend lán í verulegum mæli að undanförnu. í gær tilkynnti Seðlabanki íslands, að bankinn hefði hækkað ávöxtunarkröfu sína á spariskírteinum um 0,55% og jafnframt lýsti bankinn þeirri skoðun, að ríkissjóður yrði að sætta sig um sinn við hærri vexti á uppboðnum spariskírteinum. Augljóst er, að fjármagnsmarkaðurinn hefur knúið Seðlabankann til þessara aðgerða. Fjárfestar hafa haldið að sér höndum og ekki keypt ríkisverðbréf vegna þess, að þeir hafa getað fengið betri ávöxtun fyr- ir fjármuni sína annars staðar. Það er athugunarefni, hvar þeir ávöxtunarmöguleikar eru. Sveitarfélögin hafa verið umfangsmiklir lántakendur á hinum opna fjár- magnsmarkaði á undanförnum misserum. Eru sveitarfé- lögin að stuðla að vaxtahækkun með miklum lántökum? Og hvers vegna eru lántökur sveitarfélaganna svo miklar? Að einhveiju leyti er skýringar að leita í því, að öllum hömlum á fjármagnsflutningum á milli landa hefur verið aflétt, Seðlabankinn bendir á, að skv. þeirri reynslu, sem nú hafi fengizt af því fyrirkomulagi og vaxtahækkunum erlendis megi gera ráð fyrir, að ávöxtun spariskírteina ríkissjóðs þurfi að vera hærri en hún hefur verið að undanförnu. Þessi vaxtahækkun er að sjálfsögðu verulegt áhyggju- efni. Sú vaxtalækkun, sem fráfarandi ríkisstjórn knúði fram haustið 1993, átti mikinn þátt í að bæta afkomu fyrirtækja mjög á síðasta ári. Hækkun á ávöxtunarkröfu spariskírteina er hins vegar líkleg til að ýta undir al- menna vaxtahækkun á fjármagnsmarkaðnum. Það er því ekki að ástæðulausu, að oddvitar hinnar nýju ríkisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki við völd- um næstu daga, hafa brugðizt hart við og boðað aðgerð- ir til þess að sporna við þessari þróun. Þannig segir Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið í dag, að vext- ir ættu að lækka eftir að stjórnarsáttmálinn verði birt- ur. „Ég á von á því, að þau boð, sem koma frá þessum stjórnarsáttmála, ýti undir stöðugleika og að vextir fari lækkandi frekar en hækkandi," segir forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag: „Það verður fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir, að vextir hækki.“ Það er hins vegar ekki auðvelt verk fyrir ríkisstjórn að koma í veg fyrir vaxtahækkun. Á hinum alþjóðlegu fjármálamörkuðum er staðan sú, að jafnvel sameiginlegt átak seðlabanka öflugustu iðnríkja heims dugar ekki til að hafa áhrif á þróun markaðarins. Með sama hætti er ekki ólíklegt að aðstæður á fjármagnsmarkaðnum hér, ekki sízt eftir að fjármagnsflutningar á milli landa voru gefnir frjálsir, séu að verða þannig að það sé afar erfitt fyrir ríkisstjórn að hafa áhrif til vaxtalækkunar nema með almennum aðgerðum. Þær hljóta annars vegar að miðast að því að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs sjálfs og hins vegar hlýtur að vera spurning, hvort ekki sé tíma- bært að koma einhveijum böndum á lántökur sveitarfé- laganna. í þessu sambandi vekja ummæli Guðmundar Hauksson- ar, forstjóra Kaupþings, athygli en hann segir í Morgun- blaðinu í dag: „Að vísu á eftir að koma í ljós, hvernig markaðurinn metur þessar aðgerðir og hvort þeir vextir, sem bankinn býður á þessi bréf, standist. eða hvort mark- aðurinn hefur aðrar hugmyndir. Það er rökrétt framhald á þeirra aðgerðum að láta markaðinn finna nýjan flöt á þessum vöxtum fremur en að viðhalda ákveðnum vöxt- um, sem eru ákveðnir annars staðar.“ Vaxtalækkunin haustið 1993 átti áreiðanlega mestan þátt í batnandi afkomu fyrirtækja á árinu 1994. Vaxta- hækkun nú getur auðveldlega kæft í fæðingu þá efna- hagslegu uppsveiflu, sem bersýnilega er komin af stað. Þess vegna bíður atvinnulífið með eftirvæntingu eftir því að sjá til hvaða ráðstafana ný ríkisstjórn grípur til að koma í veg fyrir almenna vaxtahækkun. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er frág Báðir flokkar telja hugmyndum hau Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks ogFram- sóknarflokks er nú frágenginn, svo og skipt- ing ráðuneyta milli flokkanna. Val á ráðherr- um er hins vegar enn nokkurri óvissu háð. Sérstakt samkomulag hefur verið gert um sjávarútvegsmál. Ólafur Þ. Stephensen, Ómar Friðriksson og Egill Ólafsson fylgdust með lokaspretti stjómar- myndunarviðræðnanna. STJÓRNARSÁTTMÁLI vænt- anlegrar ríkisstjómar Sjálf- stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins er fremur almennt orðað plagg, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Sáttmálinn er heldur ýtarlegri en stefnuyfírlýsing sú, sem fráfarandi stjórn kom sér saman um í upphafi, eða fimm vélrit- aðar síður. Gert er ráð fyrir að ýtar- legri starfsáætlun stjórnarinnar verði, líkt og fyrir fjórum árum, tilbúin fyrir haustþing. Þingmenn beggja hinna væntan- legu stjórnarflokka lýstu yfir ánægju með sáttmálann, þegar þeir höfðu kynnt sér hann á þingflokksfundum í gær. Á báðum var að heyra að það hefði komið þeim á óvart, hvað sátt- málinn bæri mikinn keim af hugmynd- um þeirra flokks. Athugasemdir við sáttmálann af hálfu þingmanna munu því ekki hafa verið stórvægilegar og einkum snert orðalag. Eftir þingflokksfundina settust Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Halldór Ásgrímsson for- maður Framsóknarflokksins niður í Stjórnarráðshúsinu, gengu frá síðustu breytingum á sáttmálanum og settu stafi sína undir hann. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að tekið hefði verið tillit til flestra at- hugasemda þingmanna flokkanna. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjóm Framsóknarflokksins fjalla um sáttmálann í dag og kemur hann þar til endanlegrar staðfestingar. Hallalaus fjárlög á kjörtímabilinu Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er í inngangi stjórnarsáttmál- ans gengið út frá varðveizlu stöð- ugleika í efnahagslífi. Fram kemur í sáttmálanum að tryggja þurfí jafnvægi í ríkisfjármál- um og stefna að hallalausum íjárlög- um á kjörtímabilinu. Þar er jafnframt kveðið á um að gera eigi arðsemiskr- öfu til ríkisfyrirtækja. Fram kemur að breyta eigi ríkisbönkunum og opin- berum ijárfestingarlánasjóðum í hlutafélög. Rætt er um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, en einstök fyrirtæki ekki tilgreind. Kveðið er á um að tekjuskatts- kerfínu verði breytt, í því skyni að draga úr jaðarskattheimtu, og eiga þær breytingar að liggja fyrir áður en árið 1996 er úti. Jafnframt á að herða skatteftirlit og stuðla að jöfnuði innan skattkerfisins. Þá er tekið fram að skattkerfið verði sambærilegt við það, sem bezt gerist í samkeppnislönd- um Islands og mun það ákvæði vera rökstutt með tilvísan til þess að auð- veldara verði að laða hingað erlenda fjárfestingu. Húsnæðiskerfið til bankanna Kveðið er á um breytt hlutverk Húsnæðisstofnunar og að skoðað verði að færa framkvæmd húsnæðis- lánakerfisins til bankanna. Þá er rætt um að breyta lánstíma húsnæðislána, þannig að hann gæti orðið 15-40 ár, í stað 25 ára nú, og komið verði sér- staklega til móts við ungt fólk. Rætt er um að taka á vanda heim- ila, t.a.m. að stuðla að skuldbreytingu húsnæðislána, sem komin eru í van- skil. Stefnt er að því að lækka húshit- unarkostnað. Endurskoðun búvörusamnings í landbúnaðarmálakafla stjórnar- sáttmálans mun ekki vera vikið að framkvæmd GATT-samningsins. Eft- ir þingflokksfundi í gærmorgun munu forystumenn flokkanna hafa samþykkt að bæta inn í kaflann að taka bæri tillit til sjónarmiða neyt- enda. Kveðið er á um að búvörusamn- ingurinn við bændur verði endurskoð- aður, dregið úr framleiðslustýringu og stuðlað að aukinni hagræðingu í framleiðslu og úrvinnslu landbúnað- arvara. Sérstaklega á að taka á vanda sauðfjárbænda. Stuðlað verður að útflutningi landbúnaðarafurða, með áherzlu á vistvæna framleiðslu og hreinleika. Endurskoða á hlutverk Byggða- stofnunar í atvinnumálum, og skoða starfsemi atvinnuráðgjafa og At- vinnuleysistryggingasjóðs samhliða. Þjóðareign á fiskimiðum í stjórnarskrá Kveðið er á um að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar verði sett í stjórnarskrána. Þá eru í sáttmálanum ákvæði um breytingu á banndagakerfi króka- leyfisbáta og að þeim smábátum, sem fiska samkvæmt aflamarki, verði bætt upp skerðing á þorskk- vóta. í sáttmálanum segir að að mestu verði byggt á aflamarkskerf- inu við fiskveiðistjórnun. Önnur atr- iði, sem urðu að samkomulagi milli væntanlegra stjórnarflokka í sjávar- útvegsmálum, verða sett fram í verkáætlun sjávarútvegsráðuneytis- ins, sem koma á fram um leið og stjórnarsáttmálinn sjálfur, ólíkt áætlunum annarra ráðuneyta. Auka á valfrelsi og samkeppni í líf- eyriskerfinu, tryggja sem líkust lífeyr- isréttindi landsmanna og auka áhrif sjóðfélaga í stjórnum lífeyrissjóða. Þá er samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kveðið á um að leita beri Þingflokkar velja ráðher Framsókn fa krata og lai FORMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks náðu í gær samkomulagi um skiptingu ráðuneyta í nýrri ríkisstjóm. Fram- sóknarflokkurinn mun taka við þeim ráðuneytum sem Alþýðuflokkurinn fór með í síðustu ríkisstjóm, auk landbún- aðarráðuneytisins. I dag ræðst hvaða ráðherrar verða í hinni nýju ríkis- stjórn. Á fundi Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar eftir hádegi í gær náðist samkomulag um að Sjálfstæð- isflokkurinn færi áfram með forsætis- ráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, fjármálaráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, -sjávarútvegsráðu- neytið, samgönguráðuneytið og ráðu- neyti Hagstofu íslands. Framsóknar- flokkurinn mun fara með utanríkis- ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, land- búnaðarráðuneytið og umhverfisráðu- neytið. Samstarfsráðherra Norð- urlandanna verður einnig framsókn- armaður. Framsóknarmenn lögðu talsvert mikla áherslu á að fá menntamála- ráðuneytið og buðu heilbrigðisráðu- neytið í skiptum. Sjálfstæðismenn voru ekki tilbúnir til að sleppa mennta- málaráðuneytinu. Sumir þingmenn Framsóknarflokksins voru vonsviknir yfír þeirri niðurstöðu. Davíð Oddsson mun í dag ræða einslega við alla þingmenn Sjálfstæð- isflokksins um afstöðu þeirra til spurningarinnar um hveijir eigi að vera ráðherrar flokksins í nýrri ríkis- stjórn. Hann mun síðan leggja fram tillögu á þingflokksfundi í kvöld. Greidd verða atkvæði um tillöguna. Staða Ólafs G. óljós Davíð hefur lýst því yfir að hann vilji sjá ný andlit í ríkisstjórninni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur jafnframt tekið fram að það sé á valdi þingflokksins hvort breytingar verði gerðar á ráðherraliði flokksins. Eins og fram hefur komið þykir Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráðherra standa höllum fæti í baráttunni um ráðherrastól. í samtölum við þing- menn -Sjálfstæðisflokksins í gær kom fram að alger óvissa ríkir um hvaða tillögu Davíð gerir í kvöld. Flest bend- ir þó til að valið standi á milli Ólafs og Bjöms Bjamasonar, formanns ut- anríkismálanefndar. Verði Ólafur áfram ráðherra þykir líklegt að hann skipti við Halldór Blöndal og Halldór verði menntamálaráðherra og Ólafur samgönguráðherra. Verði Björn val- inn ráðherra þykir líklegt að hann setjist í stól menntamálaráðherra. Ölafur G. Einarsson hefur verið frá störfum vegna veikinda í nokkra daga, en hann kom heim af sjúkrahúsi í gær. Hann hefur ekki enn rætt stöðu sína innan ríkisstjómarinnar við Davíð Oddsson. Það mun hann hins vegar gera í dag. Ólafur hefur heldur ekki rætt þetta mál við aðra þingmenn flokksins, utan þingmenn Reykjaness. Davíð Oddssyni hefur verið gerð grein fyrir því að hann megi búast við mjög hörðum mótmælum af Reykjanesi ef Ólafur G. eða enginn annar þingmaður Reykjaness verði ráðherra. Ráðherra hefur yfirleitt alltaf kom- ið af Reykjanesi þegar Sjálfstæðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.