Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELISABET JÓNSDÓTTIR + Elísabet Jóns- dóttir var fædd á ísafirði 15. júní 1934. Hún lést á Landspítalanum 7. apríl sl. Foreldrar hennar voru Jón Ingigeir Guðmunds- son og Asdís Katrín Einarsdóttir frá ísafirði. Systkin hennar voru: Jón Kr., Anna, Guð- riður, d. 1961, og Garðar, d. 1986. El- ísabet giftist Þóri Hinrikssyni og eign- uðust þau tvö börn, Hinrik Jón og Kristínu. Maki Kristinar er Vincent Newman og eiga þau tvö börn, Erlu og Allan. Elísabet og Þórir slitu samvistum. Seinni maður Elísa- betar var Sveinn H. Valdemars- son, f. 16. maí 1930, d. 18. maí 1991. Börn þeirra eru: Sólveig, maki hennar er Benedikt Þ. Ólafs- son og eiga þau þrjú börn, Svein Steinar, Arndísi og Ólaf Þor- björn; Valdemar, sambýliskona hans er Ingunn Stella Björnsdóttir. Valdi- mar á eina dóttur Karen Rós; Ingi Geir, sambýliskona hans er Særún Ragnarsdóttir og eiga þau þijú börn, Theodór Þór, Jó- hann Svein og Ragnheiði Katrínu. Berglind og Haukur búa í heima- húsum og eru ógift og bamlaus. Elísabet bjó með siðari manni sínum í Reykjavík lengst af, í Heiðarbæ 9. Útför hennar var gerð frá Árbæjarkirlg'u 21. apríl síðastlið- inn. í GÆR kvöddum við elskulega föðursystur mína, Elísabetu Jóns- dóttur. Það er dálítið undarleg til- finning að hugsa til þess að þessi dugmikla og hressa frænka mín eigi ekki oftar eftir að hella uppá kaffísopann í Heiðarbænum, svo spjallið geti byijað. Þau eru ófá skiptin sem ég hef rennt þangað og fengið hressilegar og tæpitungulausar skoðanir henn- ar með kaffísopanum, þannig var hún alla tíð, hress og skemmtileg heim að sækja. Því var það að í hvert sinn er ég fór af hennar fundi fannst mér að ég yrði að fara fljót- lega aftur og fá meira að heyra. En nú mun ég ekki fá meira að heyra, hún er farin og það allt of fljótt, en hún skilur eftir sig góðar minningar í sálum þeirra er hana þekktu, minningar er við munum nú ^ylja okkur við. Eg stend ávallt í mikilli þakkar- skuld við hana, hún og fjölskyldan hennar öll hafa ávallt sýnt mér mikinn vinskap og frændsemi, eins hef ég notið gestrisni þeirra og rausnar er af ber. Það er ómetan- legt að eiga slíka að. Elsu hefði líkað að líf hennar væri borið á torg í minningargrein, enda ákaflega hæglát og heima- kær kona, hún vann sitt starf af þeirri trúmennsku sem henni var í blóð borin, böm hennar og tengdaböm hafa notið umhyggju hennar og síðan hafa bamabömin tekið við, þannig var hún alla tíð umkringd börnum og líf og fjör í kringum hana. Að leiðarlokum er mér það bæði ljúft og skylt að þakka þessari góðu konu fyrir mig og mína, í huga mér verður hún alltaf þessi trygga og góða frænka með hlýja og ríka hjartað er bauð alla vel- komna að dymm sínum, undi glöð við sitt og gerði aldrei neinum neitt nema gott, hún gerði líf mitt ríkara með nærveru sinni og ég er henni þakklát fyrir. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Guð blessi þau og styrki alla tíð. Úr minningum og munarblómum smáum ég mynda brú, að andans tignar hugarlöndum háum, þann heim átt þú. (Ólína Andrésdóttir.) Hvíl þú í friði, elsku frænka mín. Hildur. Elsa er látin, það er undarlegt að segja þessi orð og vita að þetta '"er raunveruleikinn. Og það er allt- af jafn erfitt að kveðja vini og ERFKDRYKKfUR Glæsilegir salir, gott verö oggódþlííimsta. íV'uvrmiHoiusii) ^gp^ÁLFHEIMUM 74 - S. 568-6220 ættingja, ekki síst þegar kallið kemur svona óvænt og var í þetta sinn. Ekki eru liðin nema fá ár síðan eiginmaður hennar lést, en hann veiktist við skyldustörf á sjónum og var fluttur á sjúkrahús í Noregi þar sem hann lést skömmu síðar. Það var erfítt tímabil fyrir fjöl- skylduna, en Elsa var sterkur per- sónuleiki, fjölskyldan samhent og þau studdu hvort annað í gegnum þetta tímabil eins og ég veit að systkinin munu gera núna. Það eru margar minningar tengdar Elsu, frá því hún var litla stúlkan í Króksbænum. En þó ekki síst frá heimili hennar hér í Reykja- vík, þar sem var okkar annað heim- ili þegar við vorum hér á ferðinni. Sá tími gat orðið ansi langur, eða jafnvel mánuðir. En aldrei fann maður sig óvelkominn eða sem gest. Þau hjón Elsa og Svenni voru góð heim að sækja og samhent í að taka vel á móti fólki. Það kost- aði oft mikið skipulag og umstang að koma gestunum fyrir sem tókst þó ævinlega. Börnin viku úr rúmunum sínum án þess að á þeim sæi óánægju- svip sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Elsa var greind og skemmtileg kona og oft sátum við fram á nætur og spjölluðum um lífið og tilveruna, gátum hlegið, verið ós- ammála og allt þar á milli. Við áttum margar minningar frá ísafirði, sérstaklega úr Króksbæn- um þar sem hún ólst upp yngst fimm systkinanna. Ekki er langt síðan við ræddum um að fara vest- ur næsta sumar, og hvað það væri ömurlegt að byggðin í skóginum væri ekki lengur sú sama. En ferð- imar þangað og í Múlann í beijamó var kapítuli út af fyrir sig. Nú er Króksbærinn horfinn fyrir löngu, og fólkið sem þar bjó látið nema tvö elstu systkinin. Anna búsett í Hveragerði og Jón giftur undirrit- aðri. Guðríður lést 33 ára gömul frá eiginmanni og börnum og Garðar 55 ára einnig frá stórri fjöl- skyldu. Elsa eignaðist stóran bamahóp, sem lifir allur móður sína. Fjögur hafa stofnað eigin heimili, en þijú eru enn ógift. Við Jón og börnin okkar vottum þeim og öllum öðrum vandamönnum hennar okkar inni- legustu samúð. Jón kveður nú kæra systur, börnin okkar kæra frænku og þakka henni fyrir allar góðu stundirnar. Blessuð sé minn- ing mágkonu minnar. Öllum sorgum sínum hjartað gleymir. Svalinn ljúfi um það streymir, eins og regn um sviðinn svörð. Blómin sofna, bömin litlu dreymir við bijóst þín, móðir jörð. (Davíð Stefánsson) Sigríður Aðalsteins. JÓNA ELÍSABET OG ÓLAFÍA KATRÍN GUÐMUNDSDÆTUR + Jóna Elísabet Guðmunds- dóttir og Ólafía Katrín Guðmundsdóttir frá Núpi í Haukadal, Dalasýslu. Jóna fæddist 11. júní 1915 og lést á Landspítalanum 16. mars síð- astliðinn. Ólafía fæddist 27. mars 1918 og lést á Sjúkra- húsi Suðumesja 7. apríl síðast- liðinn. Foreldrar þeirra vora hjónin Guðmundur Guð- mundsson, f. 29.9. 1879, d. 14.3. 1926, og Sólveig Ólafs- dóttir, f. 21.10. 1885, d. 12.1. 1935. Þeim hjónum varð níu barna auðið. Elst systkinanna frá Núpi er Sigríður er býr í Englandi. Næstelst var Sigur- laug sem nú er látin, og því næst var Jóna. Jóhannes er einnig látinn, sem og Ólafía sem var fimmta í systkinaröð- inni. Guðmundur lifir enn. Lengst af bjó hann á Kolsstöð- um I Miðdölum, býr nú í Kefla- vík. Kjartan er látinn, en Jón Kr. býr í Borgamesi. Yngst systkininna er Guðfinna, sem býr í Keflavík. Með seinni manni sínum eignaðist Sólveig Ingva Gíslason, er bjó lengst af á Mjóabóli í Haukadal, en dvelst nú á Akranesi. Jóna OKKUR langar með örfáum orðum að minnast móðursystur okkar, Ólafíu Katrínar Guðmundsdóttur, frá Núpi í Haukadal, en hún lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 7. apríl sl. Stórt skarð er nú höggvið í systkinahópinn frá Núpi. Með fárra vikna millibili eru þær burtkvaddar systumar Lóa, eins og hún var alltaf kölluð, og Jóna móðir okkar. Allt frá blautu bamsbeini voru þær systur mjög nákomnar og margar sögur sagði mamma okkur af leikj- um þeirra og uppvexti heima á Núpi. Seinna á lífsleiðinni átti svo fyrir þeim að liggja að búa saman síðustu æviárin í Keflavík, en þær höfðu þá báðar misst eiginmenn sína. Móðir okkar var þá farin að missa heilsuna og eigum við systk- inin Lóu ómælda skuld að gjalda fyrir umhyggjusemi hennar, hjúkr- un og fórnfúsa hjálpsemi í garð mömmu, síðustu árin. Ekki gat hún séð fyrir hversu mikil binding og vinna það yrði að vera með mömmu hjá sér, þegar hún bauð henni að koma til sín. Aldrei kvartaði hún, sagðist varla geta sofið þegar mamma var á spítala. Við systkin- in kynntumst Lóu frænku lítið fyr- ir þennan tíma, þó að vegalengdin væri ekki löng frá Reykjavík til Keflavíkur. En mikið var gott að eiga hana að og koma til hennar enda var oft kátt á hjalla og gesta- gangur mikill. Gestrisni hennar var með eindæmum, hún smurði brauð og skreytti, og bakaði pönnukökur á tveim pönnum í einu. Það höfðum við aldrei séð fyrr. Hún tók alltaf svo mikinn þátt í því sem við vorum að gera og fylgdist með af áhuga. Það var til siðs hjá þeim systrum að veðja um allt milli himins og jarðar en litlum sögum fer af því uppá hvað þær veðjuðu eða af greiðslum. Það er svolítið erfitt að minnast Lóu öðruvísi en nefna mömmu í leiðinni, þær voru orðnar eins og framlenging hvor af ann- arri. Það voru þung skref sem við systkinin stigum, þegar við fórum uppá Borgarspítala að kvöldi 16. mars sl. til að segja Lóu að mamma væri látin. Hver, hefði trúað því að aðeins þremur vikum seinna mundum við kveðja hana líka? Minningin um Lóu frænku fylgir okkur alltaf enda var hún ein af þessum samferðamönnum okkar í lífinu, sem með glaðværð sinni og Guðmundsóttir giftist Stein- grími Guðjónssyni, f. 15.4. 1917, d. 13.12. 1982, bónda og síðar verkstjóra hjá Skeljungi hf. Börn þeirra eru: 1) Dreng- ur, f. 22.12.1951, d. 14.4.1952. 2) Eiður, sambýliskona hans er Soffía Guðbjörg Þorsteins- dóttir. Eiga þau einn son, ívar. 3) Rósa Sólveig, sambýlismað- ur hennar er Már Þorvarðar- son. Eiga þau tvíbura, Gústaf Þór og Eið Inga. Fyrir átti Rósa dreng, Jón Inga. Ólafía giftist Óskari Jóseps- syni 20.10. 1938. Hann var sonur Jóseps Jósepssonar og Ólafíu Ólafsdóttur. Ólafía missti mann sinn árið 1987. Eignuðust þau fjögur böm: 1) Sólveigu, gift Júlíusi _ Guð- mundssyni. Þau eiga Óskar, Friðbjöra, Agnar og Kjartan. 2) Sigríði Helgu, gift Braga Finnssyni. Böra þeirra era Ólafía, Freyr og Óskar. 3) Trausta, kvæntur Sangwan Sinprú. 4) Jónas, giftur Jó- hönnu Long. Böm þeirra eru Hilmar, Jónas, Stefán og Bergþór. Ólafía var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 18. aprfl sl. léttleika skilja svo mikið eftir sig í hjörtum okkar. Elsku Sólveig, Diddí, Trausti, Jónas og fjölskyldur, þið eigið alla okkar samúð og hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku Lóa frænka, takk fyrir allt og allt og Guð gefi þér góða nótt. Eiður og Rósa Sólveig. Ólafía og Jóna ólust upp í for- eldrahúsum að Núpi í fjörmiklum systkinahópi, sem alla tíð hefur verið tengdur traustum tilfinninga- böndum. Ljóst er að systkinin voru mikillar bíðu og umhyggju aðnjót- andi í foreldrahúsum þótt oftast væri þröngt í búi, enda marga munna að metta, en bústofn og jörð takmörkuð. Við það bættist að Guðmundur faðir þeirra var með óþol fyrir heyi, svo að hann þurfti að leita sér vinnu við sjósókn að vetri. Sólveig var því ein ábyrg fyrir búi og bömum. Úr einni sjó- ferðinni átti Guðmundur ekki afturkvæmt að Núpi — hann lést úr vosbúð er bátur sá er hann reri á frá Grindavík fórst. Stóð þá Sól- veig ein eftir með níu börn og enga samfélagshjálp að hafa eins og nú tíðkast. Þessi lífsreynsla mótaði systk- inahópinn á þann veg að hann varð næmur fyrir kjörum og erfið- leikum meðbræðra og systra sinna. Systumar sem við kveðjum nú höfðu þá lyndiseinkunn í ríkum mæli. Jóna útskrifaðist frá Ljós- mæðraskóla íslands árið 1939 og hóf störf sem ljósmóðir á Flatey á Skjálfandaflóa. Árin 1942-46 starfaði hún einnig í Ás- og Sveins- staðahreppi í Austur-Húnavatns- sýslu. Bjuggu þau Steingrímur í Vatnsdal, síðast á Másstöðum í Þingi til ársins 1955, þegar þau fluttust til Reykjavíkur. Jónu móðursystur minni kynnt- ist ég ekki persónulega fyrr en á unglingsárum mínum, er Jóna og Steingrímur fluttust suður til Reykjavíkur. Alltítt var að koma við hjá Jónu systur eins og móðir mín kallaði hana gjarnan. Þar nut- um við gestrisni af bestu gerð, hlýju og góðs atlætis. Þótt mikill aldursmunur væri á okkur frænk- unum áttum við það sameiginlegt að eignast börn á svipuðum tíma. Það tengdi okkur enn frekar að móðursystir mín, ljósmóðirin, tryggði að ég, ung, verðandi móð- ir, fengi besta mæðraeftirlit sem völ var á. Heimili Jónu bar vott um snyrti- mennsku og alúð er mætti manni strax og komið var inn á heimilið. Jóna var gamansöm í orði og átti stundum til að dylja hlýjuna og næmleikann sem undir bjó. Þeir sem ekki þekktu til hennar gátu því álitið að hún væri köld í við- móti. Eg hef oft hugsað til þess af hve miklu æðruleysi hún tók missi maka síns og síðar margra ára heilsuleysi sínu. Hún hafði ein- stakan hæfíleika til að taka því sem að höndum bar á þann hátt að hún hélt ætíð reisn sinni. Eg var svo gæfusöm að kynnast Jónu vel í veikindum hennar. Þá kynntist ég einstaklega hlýrri óg næmri mann- eskju og er ég afar þakklát fyrir þau kynni. Ólafía flutti til Reykja- víkur 1933 þar sem hún bjó um tíma hjá föðursystur sinni, Helgu Guðmundsdóttur. Hún lauk gagn- fræðaprófí frá Ingimarsskóla. Ól- afía fékkst við margvísleg störf sem til féllu með uppeldi barn- anna. Um tíma vann hún hjá Flug- leiðum og á Elliheimilinu Hlévangi í Keflavík. Hún var elskuð og virt af öllum sem til hennar þekktu bæði í leik og starfí. Allir sem kynntust henni minnast hennar fyrir heiðarleika, bróðurkærleik, stéttvísi og gamansemi. Að ógleymdri stríðni sem engan meiddi en var svo mikill hluti af daglegu lífí hennar og kryddaði oft umhverfi hennar. Börn hennar og frændsystkini fóru ekki á mis við það fremur en aðrir. Söngelsk var hún og margar minningar eig- um við vinir og ættingjar frá því er hún tók lagið með ungum og öldnum í Dölum vestra eða á þorra- blótum Dalamanna. Vinsemd hennar í garð frænd- systkinanna er okkur ógleymanleg þegar móðir okkar lá banaleguna. Hún vakti yfír henni og veitti okk- ur stuðning í öllu sem til þurfti. Ólafíu var hjúkrun í blóð borin. Hún hjúkraði Óskari manni sínum í veikindum og blindu hans síðustu árin. Jóna systir hennar naut einn- ig umhyggju hennar í átta ár eftir að Jónu þraut heilsu. Þær systur bjuggu saman eftir að báðar voru orðnar ekkjur. Ólafía aðstoðaði systur sína rúmliggjandi, en Jóna færði systur sinni gleði með glað- værð sinni. Ólafía var með eindæmum snyrtileg í allri umgengni — aldrei sást ryk né kusk á nokkrum hlut þó að heimilið væri stórt eins og tíðkaðist í þá daga. Óskar vann langan vinnudag og sá vel fyrir sínu. Þau voru samstillt hjón í uppeldi barna og umönnun bús. Það var alltaf gott að koma að Faxabraut 10, en þar bjuggu þau lengst af. Þaðan á ég margar góð- ar minningar er ég ung fór í heim- sókn með móður minni Sigurlaugu til að vitja frændsystkinanna. Það er yndislegt að eiga svo ljúfar minngar frá æskuárunum, þar sem stuðningur, væntumþykja og virð- ing er samtengd daglegu lífi. Ólafía fann til veikinda sinna í janúarmánuði síðastliðnum. Síð- ustu vikurnar lá hún á Sjúkrahúsi Suðurnesja og naut þar góðrar umönnunar lækna, hjúkrunarliðs, ættingja og vina. Hún háði sitt dauðastríð eins og hún lifði — með æðruleysi, þolinmæði og reisn. Ól- afía skilur eftir sig ríkulegan arf sem við getum tekið okkur til fyrir- myndar. Minning hennar mun því lifa með okkur þótt hún sé horfin á braut. Það var stutt á milli þeirra systra sem bjuggu saman að Aðalgötu 5 síðustu árin. Það er gott til þess að vita, að þær fái áfram að njóta samverunnar í húsi Guðs. Þær sýndu það í verki að þar eiga þær vísan samastað. Kæru frændsystkini, börn og tengdaböm, ykkur bið ég guðs blessunar í sorg ykkar. Sólveig Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.