Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR + Þuríður Dagný Skeggjadóttir fæddist 23. febrúar 1930 á Kollafjarðar- nesi í Kollafirði i Strandasýslu. Hún andaðist á Landspít- alanum í Reykjavík 11. apríl sl. Foreldr- ar hennar voru Skeggi Samúelsson frá Miðdalsgröf í Tungusveit í Strandasýslu, járn- smiður, fæddur 17. október 1897, dáinn 24. september 1979, og Ragnheiður Jónsdóttir frá Kollafjarðarnesi, húsmóðir, fædd 8. maí 1909, búsett í Kópa- vogi. Þuríður Dagný átti þijú alsystkini, Rögnu Guðnýju, Ormar Odd og Elínu, og tvö hálfsystkini samfeðra, Knút og Brynhildi. Öll lifa þau systur sína. Hún ólst upp hjá foreldr- um sínum á Felli í Kollafirði til sex ára aldurs er hún flutti með þeim til ísafjarðar og síðan til Reykjavíkur, þá sextán ára. Þar lauk hún stúdentsprófi úr stærðfræðideild MR 1950 og cand.phil. frá HÍ 1951. Nam við Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1951-52. Þuríður trú- lofaðist sumarið 1951 eftirlif- andi eiginmanni sinum, Gutt- ormi V. Þormar, Geitagerði í Fljótsdal í N-Múlasýslu, fædd- um 19. febrúar 1923 í Geita- gerði. Guttormur og Þuríður gengu í hjónaband 19. júlí 1952. Þeirra böm em: Ragnheiður, f. 26. maí 1953. Maki hennar er Gunnlaugur Sigurðsson frá Hallormsstað og eiga þau sex Brámáni skein brúna brims und ljósum himni. Hriáar hörvi glæstrar haukfránn á mik lauka. Þessi vísuhelmingur kemur ósjálf- rátt upp í hugann þegar ég lít til baka og minnist þess er ég sá Þur- íði í fyrsta sinn í X-bekknum okkar í MR árið 1946. Við vorum að lesa Gunnlaugssögu Ormstungu um þessar mundir og sagan segir að svo hafí kveðið Gunnlaugur er hann horfði til Helgu yfir ána. Það voru þessi sindrahdi dökk- brúnu augu þessarar ungu stúlku sem vöktu athygli mína. Það fór að jafnaði ekki mikið fyrir Þuríði, hún var dagfarsprúð með hlýlegt viðmót, en oft brá fyrir glettni í augum. Aftur á móti fór það aldrei fram hjá neinum hversu góðum gáfum hún var gædd, enda var hún dúx í okkar bekk í gegnum árin og útskrifaðist með láði. X-bekkur- inn samanstóð af piltum og stúlkum nokkum veginn að jöfnu. Þetta var samstilltur hópur og innan hans mynduðust traust vináttubönd, sem haldist hafa alla tíð síðan. Það var eftirtekarvert hve skólasystkinum Þuríðar var sérstaklega hlýtt til hennar, enda létu þau oft orð falla í þá veru. Við urðum þess áskynja skólafé- lagar Þuríðar að hún átti á þessum árum vin fyrir „austan". Þar átti hún sinn hulduprins. Þegar hún var innt eftir því hvað tæki við að afloknum prófum sagði hún fátt, en þeir sem best þekktu til gátu lesið úr augum hennar svarið. „Til austurheims vil ég halda þar hjartkærust ástin mín býr.“ Sú varð einnig raunin. Skömmu cftir að stúdentsprófí lauk flutti hún austur og giftist Guttormi Þormar, sem var einn fremsti fijálsíþrótta- maður Austurlands í þann tíma. Þau gerðu sitt bú á föðurleifð Gutt- orms að Geitagerði á Fljótsdal og bjuggu þar alla tíð síðan. Fjarlægðarinnar vegna sáum við jítið af Þuríði næstu árin en atvikin högðuðu því þannig að fundum börn; Vigfús, f. 3. ágúst 1954. Maki hans er Eva Dup- ont frá Sjálandi og eiga þau eitt barn; Jóhanna, f. 29. október 1955. Maki hennar er Her- mann Ottósson frá Neskaupstað og eiga þau þijú börn; Skeggi, f. 28. mars 1957. Maki hans er Ásdís Elva Aðal- steinsdóttir frá Akureyri og eiga þau þijú börn; Stef- án, f. 24. apríl 1961. Maki hans er Kristjána Jónatansdóttir úr Keflavík og eiga þau tvö börn. Þuríður og Guttormur tóku fljótlega við búsforráðum í Geitagerði þar sem hún ól síðan aldur sinn til dauðadags. Auk heimilis- og bústarfa var Þuríð- ur virkur þátttakandi í félags- og menningarmálum á Héraði. Má nefna að hún var um ára- bil formaður Menningarsam- taka Fljótsdalshéraðs, sat i hreppsnefnd Fljótsdalshrepps, var formaður sóknarnefndar, sat í skólanefndum Húsmæðra- skólans á Hallormsstað og Menntaskólans á Egilsstöðum, formaður Kvenfélags Fljóts- dalshrepps, og prófdómari við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað. Útför Þuríðar Dagnýjar Skeggjadóttur verður gerð í dag, 22. apríl, frá Egilsstaða- kirkju og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í kirkjugarðin- um á Valþjófsstað í FljóLsdal. okkar bar saman við stúdentaút- skrift úr MA 1981. Þau útskrifuð- ust þetta ár, Stefán Þormar og Auður og Margrét, tvíburadætur okkar Patricíu. Þetta varð aftur til þess að Skeggi Þormar, elsti sonur Þuríðar og Guttorms, og dóttir okk- ar Ásdís Elva hittust við þetta tæki- færi og felldu hugi saman. Þau eru nú hjón með tvær dætur og búa í Kaliforníu. Þuríður festi fljótt rætur á Fljótsdal og var að vonum falin þar mörg ábyrgðarstörf. Hún hafði tek- ið ástfóstri við þennan stað og það var í senn gaman og fróðlegt að ganga með henni um skógræktar- lendur þeirra hjóna og heyra hana segja frá. Sonardætrunum frá Kalifomíu þótti gott að koma í heimsókn til ömmu og afa í Geitagerði og eiga ljúfar minningar frá veru sinni þar. Það er sárt til þess að hugsa að þessi mikilhæfa kona skuli nú vera öll, en síðustu árin háði hún harða baráttu við sjúkdóm þann, er að lokum bar hana ofurliði. Aldrei heyrðist æðruorð af hennar vörum meðan á hennar veikindum stóð, slík var hennar ofurró og hugprýði. Við hjónin erum þakklát fyrir kynni okkar af Þuríði og við erum viss um að hún hafði mannbætandi áhrif á alla sem urðu þeirra kynna aðnjótandi. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinn Jónsson. Elskuleg vinkona okkar og bekkjar- systir, Þuríður Skeggjadóttir, er lát- in. Haustið 1946 settumst við allar í 3. bekk Menntaskólans í Reykja- vík, komum hver úr sinni áttinni, höfðum þá tekið landspróf um vorið. Þurý kom frá Isafírði með fjölskyldu sinni sem fluttist suður um það leyti. Næsta vetur þegar nemendur höfðu valið sér námsbraut, aðra af tveimur sem þá var völ á, settumst við vin- konurnar í stærðfræðideild. Þuríður var mikil námskona og skarpgreind, var jafnvíg á allar greinar, tungu- mál sem raungreinar, og hefði þess vegna getað valið hvora deildina sem var, en stúdentsprófi lauk hún úr stærðfræðideild vorið 1950. Um haustið innritaðist hún í Háskóla íslands og tók próf að vori í for- spjallsvísindum. Með náminu vann hún á skrifstofu í Reykjavík. Vetur- inn 1951-52 var hún í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og nutu hæfileik- ar hennar sín prýðilega þar sem annars staðar. Hún hafði jafnan mikla ánægju af allri handavinnu og greip til hennar þegar tími gafst, enda var hún bæði listfeng og hög. Einhverju sinni á menntaskólaár- unum lét Pálmi rektor í ljós óánægju yfir vanþekkingu okkar á föðurland- inu. Þuríður var ósátt við þá einkunn og afréð að reyna að bæta úr því með því að kynnast landinu af eigin raun. Hún réði sig í kaupavinnu austur í Fljótsdal 1949, ásamt ann- arri í bekknum. Þá kynntist hún Austurlandi og hreifst af fegurð þess. Það sumar hitti hún bóndason- inn og íþróttamanninn Guttorm Þormar í Geitagerði og örlögin voru ráðin. Þau giftu sig í júlí 1952 og bjuggu með foreldrum hans fyrstu árin. Heimilið í Geitagerði var rót- gróið menningarheimiii og sinnti Þuríður störfum sínum þar með miklum ágætum, jafnt úti sem inni. Hún tileinkaði sér m.a. hefðbundna íslenska matargerð, svo sem að búa til skyr, smjör, osta, slátur, bjúgu o.m.fl. Börnin komu ört, þau urðu fimm, tvær dætur og þrír synir. Þau hafa nú öll stofnað sín eigin heimili og eiga afkomendur. Þurý var um- hyggjusöm og góð móðir og amma, sem öllum þótti vænt um. Eftir að Þuríður flutti austur var vík milli vina, en við vinkonurnar heimsóttum hana þó öðru hveiju. Var alltaf jafn notalegt að koma til þeirra hjóna og eru góðar og skemmtilegar minningar tengdar þeim heimsóknum. Þurý unni sveit- inni sem hún hreifst af frá fyrstu tíð, enda er Fljótsdalur með fegurstu sveitum landsins. Hún undi sér hvergi betur, brá sér þó stundum ýmissa erinda til Reykjavíkur og var þá ævinlega efnt til samfunda hjá einhverri okkar, ef nokkur tök voru á. Þegar við vorum í 4. bekk mennta- skólans stofnuðum við saumaklúbb, sjö stelpur úr bekknum. Þar var fengist við fleira en að sauma og pijóna. Umræður urðu oft æði lífleg- ar enda skoðanir skiptar. Þurý var sú sem átti auðveldast með að draga fram aðalatriðin og rökstyðja skoðun sína, var þó skilningsrík á skoðanir annarra. Hún átti auðvelt með að tjá sig, bæði munnlega og skriflega. Bréfín frá henni voru vel samin og oft bráðskemmtileg. Nú eru aðeins þijár eftir (tvær látnar) í þessum bráðum hálfrar aldar gamla sauma- klúbb. Eftir að Þuríður veiktist fjölgaði ferðum hennar suður og gaf hún sér þá oftast tíma til að hitta okkur, eina eða fleiri, eða hafa símasam- band. Það var okkur mikils virði. Hún tók veikindum sínum með stakri hugprýði og æðruleysi, stóð þau af sér ótrúlega lengi og var jafnan fremur veitandi en þiggjandi. Við söknum vinkonu okkar mikið og þökkum henni langa samleið, sem aldrei bar skugga á. Við sendum Guttormi kærar kveðjur og vottum honum, börnunum, Ragnheiði móður Þuríðar og öðrum aðstandendum innilegustu samúð. Ásdís, Guðfinna og Sigríður. Ég sá hana í fyrsta sinn svo ég muni út um gluggann á „Norður- kvistinum" á Hallormsstað, í því húsi sem í þá daga bar nafn staðar- ins. Það var snemma vors 1958 eða 9 held ég því ég hafði einmitt feng- ið nýja gúmmískó númer 33 þegar þetta var. ísinn í Fljótinu var farinn að fá á sig græna slikju á köflum af vaxandi sólfari og komin auð skil við land því að vatnsborðið hafði hækkað í byrjuðum vorleysingum. Hún var unga konan í Geitagerði í Fljótsdal og var að stytta sér leið fótgangandi þessa tvo til þijá kíló- metra sem aðskilja land á milli gagn- stæðra bæjanna. Fyrst birtust tveir deplar upp við landið að norðanverðu — svolítið flöktandi í fyrstu — kannski vegna vaka sem komnar væru á ísinn þeim megin. Svo staðnæmdust deplarnir nokkra stund og annar sneri aftur til sama lands en hinn tók stefnuna þvert „austur“. Það var búið að lýsa ísinn bann- svæði fyrir okkur krakkana þetta vor og því var spennandi og óvænt að sjá slíka mannaferð — meira að segja að norðanverðu þar sem ísinn gaf sig að jafnaði einna fyrst. Á árum áður hafði Fljótið verið talsverð samgöngubraut á ís en sú tíð var liðin og virtust flestir því fegnir og stigu sjaldan fæti á það úr því nauðsyn bar ekki til. Unga konan í Geitagerði tók Fljót- inu hins vegar alveg fordómalaust og þáði með þökkum þessa sam- göngubót náttúrunnar þegar hún gafst. Og þarna varð hún smám saman greinilegri og stærri fyrir augum mér á „Norðurkvistinum" og nú gat ég séð að hún dró litla sleða- grind á eftir sér — án þess auðvitað að ég vissi ennþá að þetta var hún — og innan tíðar myndi hún hverfa undir sjónarrönd skógarins á fljóts- bakkanum niður af bænum. Þau voru íjárbændur eins og aðr- ir Fjótsdælingar — þetta fólk sem mér fannst lengi vel vera dálítið dularfull blanda af nútímanum og útilegumannasögum. Handan dals- ins tóku við sex eða sjö nátta afrétt- ir allt vestur að Vatnajökli — en um leið var hún fyrsta konan sem ég sá aka jeppa eða bíl yfirhöfuð — og á hlöðustafni í Geitagerði — undir vetrardimmu fjallinu — logaði skært ljós frá heimarafstöðinni nótt sem dag... Ég tók stigann niður af loftinu í fjórum skrefum og var kominn niður í fjöru — á skyrtunni og gúmmískóm — um það bil sem hún kom að auðri lænunni sem þarna var því breiðari sem ijaran var talsvert aflíðandi þar sem okkur bar að. Við stóðum litla stund með jakahröngl og lygnt vatn- ið á milli okkar en óravíð ísbreiðan og fyallið hinum megin gerðu augna- blikið dularfullt og konuna með. Hún kallaði kveðjuorð til mín — eiginlega hærri rómi en fjarlægðin krafðist — og heilsaði með nafni án þess ég vissi hvernig hún þekkti mig. Svo gengum við samsíða, ég í fjörunni, hún á ísnum í áttina að lágri klett- anös þarna spölkom frá þar sem ísinn var ennþá landfastur. Hér þakkaði hún mér móttökumar með handabandi og lofaði foreldra mína fyrir að senda á móti sér. Ég sagði ekkert og allra síst að ég hefði kom- ið af óviðráðanlegri löngun að sjá andlit þeirrar manneskju sem gekk yfír grænleita ísbreiðuna. Hún sá að mér var kalt á skyrt- unni og ullarsokkalaus í gúmmískón- um og bauð mér breiðan trefilinn sinn eða sjal. Ég reyndi að sveija af mér hrollinn með hreysti þess sem fer klæðlítill út í nepjuna í leyfis- leysi, en var þó feginn að hún tók ekki mótbárum og við röltum af stað upp skógarstíginn utan við „Lamba- ból“. Sleðann skildi hún eftir undir tré á fljótsbakkanum og tók létta töskuna í hönd sér. Ég reyndi að virða hana fyrir mér þar sem við gengum en það var dálítið óhægt um vik, en jafnvel á gúmmískóm númer 33 skildi ég að í augum þeirra sem slitu stærri skó- númerum fór þama óvenjulega þokkafull kona. Brekkan var brött og mér hitnaði undir sjalinu og fípaðist í tilsvörum við spurningum hennar og beinlínis laug því að ég væri orðinn læs. Við vegamótin að Húsmæðraskólanum kvaddi hún mig með handabandi og þakkaði eins og bjargvætti sínum og bað fyrir kveðjur í bæinn um sinn. Við vorum komin steinsnar sitt í hvora áttina þegar ég sneri á rás á eftir henni með sjalið . .. Hún tók við því af sama velviljaða raunsæi og hún hafði léð það og kankvíslegt bros hennar tók ég sem loforð um að segja þetta engum . .. Svo liðu tæp 40 ár eða svo og nóttina áður en hún dó sat ég á stól við rúmið hennar og rifjaði þetta upp í huganum. Hún opnaði augun og spurði: „Fer ekki illa um þig?“ Ætíð hugrökk, ætíð umhyggju- söm, ætíð ástrík. Og við sem þess nutum! í anda mjög persónulegrar kímni sem hún hafði þegar umborið þess- ÞURIÐUR DAGNY SKEGGJADÓTTIR um tengdasyni sínum í 22 ár svar- aði ég: „Jú, satt best að segja!“ Hún leit við mér og dulítið kank- víslegt bros lék um andlit hennar um leið og hún lokaði augunum ... Ég skildi það svo að hún myndi ekki segja það neinum ... Gunnlaugur Sigurðsson. Æskuvinkona mín, Þuríður Dagný Skeggjadóttir frá Geitagerði í Fljótsdal, lést 11. apríl sl. eftir ströng og erfið veikindi. Undanfarin ár átti hún við þungbæran sjúkdóm að stríða, sem lengi var von um að sigrast mætti á, en síðar reyndist ekki við ráðið. Dauðann bar því að hennar garði sem líkn, úr því sem komið var. Þrátt fyrir þá vissu syrt- ir að á skilnaðarstund. Foreldrar Þuríðar, Ragnheiður Jónsdóttir og Skeggi Samúelsson, voru bæði Strandamenn og bjuggu sín fyrstu búskaparár að Felli í Strandasýslu. En árið 1936 var fað- ir hennar ráðinn bústjóri við Selja- landsbúið, sem ísafjarðarkaupstaður rak um árabil, og gegndi hann því starfi næstu tíu árin. Þar ólst Þuríð- ur upp í glöðum systkinahópi við starf og leik. Foreldrar hennar voru bæði miklar ræktunarmanneskjur og höfðu mikið yndi af því að reyna margvíslegar nýjungar á sviði rækt- unar, ekki hvað síst garðyrkju. Hún hafði því hlotið góðan undirbúning undir lífsstarfið í föðurgarði. Þuríður gekk í barnaskólann á Brautarholti í Skutulsfírði og þaðan iá leiðin í gagnfræðaskólann á Isafirði. Þar lágu leiðir okkar saman haustið 1943. Við komum þar báðar inn í framandi heim og þekktum fæst af okkar nýju skólasystkinum, þegar við konium í skóla. Með okkur tókust strax náin kynni, sem fljót- lega þróuðust í einlæga vináttu, sem aldrei hefír borið skugga á. Þótt fjar- lægðin hafí verið mikil á milli okkar alla tíð og við því hist sjaldnar en báðar hefðum kosið, hefír vináttu- sambandið aldrei rofnað og þegar við hittumst, var eins og við hefðum aldrei skilið. Fjarlægðina brúuðum við með bréfaskriftum og símhring- ingum. Þuríður . fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur að loknu mið- skólaprófí og settist í menntaskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún stúd- entsprófí vorið 1950. Hún var gædd góðum námshæfileikum, sem komu strax í ljós í gagnfræðaskóla og mikil samviskusemi einkenndi strax öll hennar verk. Einnig var hún mik- ill lestrarhestur, var víða heima og kunni góð skil á hinum ólíkustu hlut- um. Hugur hennar stóð því til frek- ara náms og hugðist hún nema veð- urfræði. En þá gripu örlagadísirnar inn í lífshlaup hennar. Á vegi henn- ar varð glæsilegur ungur maður austan af Héraði, Guttormur V. Þormar frá Geitagerði. Hún skrifaði mér línu og sagði mér, að nú væru örlög sín ráðin. Nú væri hún ákveð- in í að leggja langskólanám á hilluna og gerast bóndakona á Héraði, því fengi enginn mannlegur máttur breytt. Þuríður og Guttormur gengu í hjónaband 19. júlí 1952 og höfðu því búið á Geitagerði röska fjóra áratugi. Þau eignuðust fímm böm, sem nú eru öll flutt úr foreldrahús- um. Það var mér mikil upplifun að heimsækja þau hjón með fjölskyldu minni í fyrsta skipti að Geitagerði. Það duldist engum, að Þuríði leið vel á Héraði. Lífskrafturinn og starfsorkan fengu útrás í ræktunar- starfi og fjölþættu menningar- og félagsstarfi meðal sveitunga hennar. í veikindum sínum sýndi Þuríður fádæma viljaþrek og hugrekki. Hún ræddi veikindi sín eins og eðlilegan hlut og var þakklát góðum Guði fyrir hvern dag, sem hann gaf henni með fjölskyldu sinni. Hún stóð með- an stætt var, studd af yndislegri fjöl- skyldu, ástríkum eiginmanni og börnum, sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera henni lífið létt- ara. Að leiðarlokum kveð ég vinkonu mína með söknuði og þakka henni áralanga vináttu og tryggð. Við Jón Páll sendum Guttormi, börnum þeirra og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um einstaka konu vera þeim huggun harmi gegn. Hulda Pálmadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.