Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 13 LANDIÐ Katta- mergð í Vogum Vogum - Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum, segir erf- itt að finna lausnir til að leysa vandamál sem hafa komið upp varðandi lausagöngu katta en nokkurrar óánægju gætir vegna ónæðis sem íbúðaeigendur verða fyrir af þessum sökum. Hún segir eina leiðina sem komi til greina vera að banna lausagöngu katta en sú aðgerð hafi verið reynd í einu sveitarfé- lagi en ekki reynst vel. Einnig væri hægt að auglýsa að allir villikettir sem sæjust úti yrðu skotnir einhveija daga, þá er hætta á að kettirnir verði lokað- ir inni þá daga þannig að enginn árangur næðist. Þá geta húseig- endur fengið búr hjá heilbrigðis- fulltrúa Suðurnesja til að veiða kettina en sú aðferð er fyrirferð- armikil fyrir húseigendurna og vilja ekki grípa inn í með þessum hætti. Helstu vandamálin sem koma upp eru þegar kettirnir fara inn í hús og valda tjóni á innan- stokksmunum og á matvælum og vegna óþrifnaðar. -----♦ ♦ ♦ Reykjanesbraut Ahugi fyrir bensínsölu Vogum - Tveir aðilar hafa sótt um byggingu bensín- og veitingasölu við Reykjanesbraut í Vatnsleysu- strandarhreppi. Fyrir sfðustu áramót var sótt um bensín- og veitingasölu við Fögru- vík í landi Hvassahrauns og í apríl barst umsókn um byggingu bensín- og veitingasölu við Vogavegamót. Aður en framkvæmdir geta haf- ist þarf umsagnir íjölmargra aðila, þar á meðal Vegagerð ríkisins, og ganga frá skipulagi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson BIRGIR Karlsson, skólastjóri Heiðarskóla, við nýju sundlaugina. Færriat- Ný sundlaug byggð vinnuiausir við Heiðarskola á Húsavík Húsavík - í lok marsmánaðar voru heldur færri atvinnulausir á Húsavík en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysisdagar voru þó 1.272 í mars á móti 1.613 í sama mán- uði í fyrra. A Húsavík var 61 á atvinnuleys- isskrá á móti 77 manns á sama tíma í fyrra. í sveitunum heldur atvinnuleysið áfram að aukast. í mars var þar 1.841 atvinnuleysis- dagur en voru 1.668 á sama tíma í fyrra. Fjöldi atvinnulausra þar er samt sem áður lægri nú en í fyrra, 78 manns á móti 86 í fyrra. Eftir nýgerða kjarasamninga eru fullar atvinnuleysisbætur á dag 2.308,64 kr. og með hveiju barni undir 18 ára aldri eru greidd- ar 92,35 kr. á dag. Akranesi - Nú er unnið að bygg- ingu sundlaugar við íþrótta- og félagsheimilið Heiðarborg í Leirár- sveit sem að mestu leyti verður notuð til kennslu nemenda Heiðar- skóla. Áætlað er að þessum fram- kvæmdum verði lokið í júnímánuði í sumar. Við Heiðarskóla hefur verið starfrækt lítil útisundlaug mörg undanfarin ár, ætluð til sund- kennslu nemenda skólans og fyrir íbúa Leirár- og Melahrepps. Það eru sveitarfélögin sem standa að rekstri Heiðarskóla sem kosta byggingu nýju sundlaugarinnar og eins hefur sjúkrasjóður Verkalýðs- félagsins Harðar veitt myndarleg- an styrk til framkvæmdarinnar að upphæð 5 millj. kr., en áætlaður heildarbyggingarkostnaður er 25 millj. kr. Sundlaugin er innisund- laug, 8x12,5 m að stærð og mun hún, að sögn Birgis Karlssonar, skólastjóra Heiðarskóla, bæta mjög úr brýnni þörf, því gamla útisundlaugin nýtist illa yfir vetr- artímann. 30 ára afmæli Heiðarskóla Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því að Heiðarskóli hóf starf- rækslu. Þessara tímamóta verður minnst laugardaginn 22. apríl í skólanum með hátíðardagskrá og um kvöldið sama dag munu gaml- ir nemendur, velunnarar og starfs- fólk skólans hittast og rifja upp gamlar minningar á skemmti- kvöldi í félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfj arð arströnd. í Heiðarskóla hafa í vetur verið 112 nemendur. Kennarar eru 11 talsins 'auk skólastjórans Birgis Karlssonar. Sungið í kirkju- kómum í 64 ár Húsavík - Laufey Vigfúsdóttir frá Húsavík sem sungið hefur í Kirkjukór Húsavíkur í 64 ár söng í síðasta skipti með kórfé- lögum sínum á páskadags- morgni. í sambandi við lok þessarar þjónustu minntist formaður sóknarnefndar, Björn G. Jóns- son, þessa mikla og fórnfúsa starfs Laufeyjar og færði henni ávarp og gjöf til staðfestingar á þakklæti kirkjunnar fyrir hið ómetanlega starf sem hún hefur lagt kirkju sinni. Einnig ávarp- aði formaður kirkjukórsins, Geirfinnur Svavarsson, hinn aldna félaga og færði honum blóm sem vott um þakklæti. Það munu ekki vera margir og síst í kaupstað sem svo lengi hafa þjónað kirkju sinni og ávallt endurgjaldslaust eins og allir meðlimir Kirkjukórs Húsa- víkur hafa gert. Morgunblaðið/Silli BJORN G. Jónsson afhendir Laufeyju Vigfúsdóttur þakklætis- vott fyrir ómetanlegt starf. Til hliðar við stendur sr. Sighvatur. Norðan stormur á fyrsta sumardaginn Garði, Þistilfirði - Á sumardag- inn fyrsta var norðan stormur í Þistilfirði og él auk skafrennings. Svona hefur veðrið verið það sem af er þessu ári með örfáum undan- tekningum þó, svo sem kosninga- deginum og nokkrum hálfum og heilum dögum á stangli. Samgöngur hafa þó gengið sæmilega á þjóðveginum því starfsmenn Vegagerðarinnar hafa verið oft bæði nótt og dag að að- stoða fólk og halda veginum opn- um oft við mjög erfiðar aðstæður og eiga þeir þakkir skildar fyrir það. Sveitavegir eru flestir ill- eða ófærir þó stundum hafi tekist að leggja slóðir. Sauðburður hefst hér um miðjan maí og fara bændur að vonast eftir hláku fljótt því hér er mikill snjór og svell á túnum sem legið hafa síðan um jól. Þegar svo er má búast við kali þó enn megi vona að svo verði ekki að þessu sinni. Þá er bara að vona að sumarið verði gott og skemmtilegt eftir svo leiðinlegan vetur. r OPIÐ HÚS í nýju húsnæði í Árinúla 15 laugardaginn 22. apríl. Komdu og skoöaöu og/eða prófaðu: Rðgangur óktypis. Jrítt íjóga viíqina þar á eftir. 07.30-08.30 Kripalujóga 09.30-10.30 Kripalujóga 11.30- 12.30 Kripalujóga 13.30- 14.30 Kripalujóga 15.30- 16.30 Kripalujóga 17.30- 18.00 Hugleiðslutími 20.00-21.30 Samverustund IÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Ármúla 15, 2. hæ&. S. 588-9181/588-4200 (kl. 17-19 alla virka daga). Einnig sínisvari. J Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. 10-17, sunnudaga kl. 13-18. Toyota Corolla XLI 1600 '93, 5 g., ek. 19 þ. km., rafm. í rúðum, centralæsingar, spoiler. V. 1.080 þús. MMC Colt EXE '91, hvítur, 5 g., ek. 58 þ. km., samlitir stuðarar o.fl. V. 760 þús. Sk. ód. Toyota Corolla Touring XL '90, hvítur, 5 g., ek. 170 þ. km., gott ástand og útlit. V. 790 þús. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur 4x4 '90, blár, 5 g., ek. 65 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. Toyota 4Runner V-6 ’91, steingrár, 5 g., ek. 99 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 2.150 þús. Daihatsu Feroza EL II '94, blár, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., tveir dekkjagangar. V. 1.490 þús. MMC Lancer GLX Station 4x4 88, 5 g., ek. 103 þ. km. Góður bíll. V. 670 þús. Toyota 4Runner V-6 '91, steingrár, 5 g., ek. 99 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 2.150 þús. Toyota Landcruiser diesel (langur) '87, blár, 5 g., ek. 265 þ. km., læstur aftan og framan, 4:88 hlutföll, 38“ dekk o.fl. V. 1.950 þús. Honda Civic DX '92, rauður, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 790 þús. BMW 3181 '92, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 39 þ. km. Toppeintak. V. 1.890 þús. Sk. ód. Toyota Corolla 5 dyra '87, 5 g., ek. 100 þ. km., mikið endurnýjaður, gott útlit. V. 390 þús. Cherokee Laredo '88, 5 dyra, blár, sjálfsk., ek. 120 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.400 þús. Ford Escort GLX 1300 '92, 5 g., ek. 49 þ. km. V. 750 þús. Peugeot 205 XR '90, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km. V. 480 þús. Nýr bíll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4 '95, sjálfsk., álfelgur, rafm. í ruðum o.fl. V. 2,5 millj. Toyota Corolla Liftback '92, hvítur, 5 g., ek. 41 þ. km. V. 980 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, 5 g., ek. 143 þ. km., uppt. gírkassi og drif. V. 980 þús. MMC Lancer GLX '89, 5 g., ek. 95 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 670 þús. Til- boðsverð 540 þús. BMW 3161 '90, 2ja dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 72 þ. km. Toppeintak. Reyklaus. V. 950 þús. Toyota Carina II GLI '90, vínrauður, sjálfsk., ek. 61 þ. km, rafm. í rúöum o.fl. V. 1.050 þús. Skipti á dýrari, t.d. Carina '93. Toyota Corolla GLI Liftback '93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ. km., spoiler, rafm. í rúð- um o.fl. V. 1.290 þús. V.W Golf GT '93, 3ja dyra, rauöur, 5 g., ek. 28 þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. V. 1.300 þús. Suzuki Vitara JLXi 4ra dyra '92, 5 g., ek. 62 þ. km. V. 1.650 þús. Sjaldgæfur bíll: Audi 1,8 Coupó '91, grás- ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. Ford Bronco 2.9 XLT '88, rauður/grár, 5 g., ek. 112 þ. km., fallegur jeppi. V. 1.090 þús. Daihatsu Feroza EL II '94, blár, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., tveir dekkjagangar. V. 1.490 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.