Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 33 MINNINGAR JULIA GUÐJÓNSDÓTTIR •4- Júlía Guðjóns- ■ dóttir, Þing- skálum, fæddist í Nefsholti í Holtum 7. júlí 1902. Hún lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu 15. apríl sl. Foreldrar hennar voru Guð- jón Jónsson bóndi í Nefsholti í Holtum og kona hans, Sol- veig Magnúsdóttir. Júlia giftist 22. júlí 1926, Sigurði Ei- ríkssyni frá Keld- um, f. 11. nóv. 1894, d. 15. apríl 1973. Börn þeirra voru Málfríður, f. 22. nóv. 1927, d. 24. sama mán., Ingólfur f. 10. mars 1930, verkamaður á Þingskálum, Valgeir, fræði- maður og bóndi, f. 16. nóv. 1934, d. 3. febrúar 1994, og Sólveig, f. 8. des. 1939, verka- kona á Þingskálum. Júlía verður jarðsungin frá Keldnakirkju í dag, 22. april, og hefst athöfnin kl. 14.00. LÁTIN ER í hárri elli heiðurskonan Júlía Guðjónsdóttir á Þingskálum á Rangárvöllum nákvæmlega 22 árum seinna en eiginmaður henn- ar, Sigurður Eiríksson. Það er ekki ætlun mín að rekja hér lífsferil hennar, hann var eins og flestra kvenna, sem fæddar voru uppúr aldamótum, helgaður bónda, búi og börnum. Eflaust hefði Júlía vilj- að læra meira en hún hafði tök á, því hún var góðum gáfum gædd, fróð vel og minnug svo af bar. Við sem yngri erum vorum oft undr- andi og dáðumst að því ótrúlega minni sem hún hafði, hún var svo lánsöm að fá að halda þessum eig- inleikum næstum óskertum til hinstu stundar. Þegar hugurinn reikar til baka, til æskuáranna, rifjast ýmislegt upp. Það er stundum sagt að góð- ur vínur sé gulli betri og er það vissulega satt, en það má líka segja að góður granni sé gulli betri. Við systk- inin. vorum svo heppin að alast upp í næsta nágrenni við Þing- skála og þangað var stundum skroppið, bæði að þörfu og óþörfu. Það var alltaf svo gaman að koma að Þingskálum og fá kaffi, pönnukökur og kleinur, enginn gerði eins góðar kleinur og hún Júlla, enda voru þeim gerð góð skil. Júlla var ákaflega barngóð, og nutum við nágranna- börnin þess. Það er í sjálfu sér ekki harmsefni að háöldruð kona kveðji þetta líf, en hún skilur eftir tómarúm, það verður áreiðanlega skrítið að koma að Þingskálum, þegar hún situr ekki lengur á rúm- inu sínu. í febrúar á síðasta ári varð Júlla fyrir því þunga áfalli að Valgeir, sonur hennar, lést fyr- irvaralaust og hefur það áreiðan- lega verið henni erfíðara en orð fá lýst. Nú að leiðarlokum vil eg þakka henni Júllu minni fýrir vináttu og tryggð á liðnum árum, og síðast en ekki síst vil eg þakka henni kærleika og hlýju sem dótturdóttir mín ung að árum naut hjá henni og þeim öllum á Þingskálum, þeg- ar hún var svo heppin að dvelja þar tvö sumur, við leik og störf. Hún sagði nú einhvern tíma að sér fyndist að hún hefði lært eins mik- ið á sumardvölinni á Þingskálum og heilan vetur í skóla. Innilegar samúðarkveðjur til 'systkinanna Ingólfs og Sólveigar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðbjörg Böðvarsdóttir. Mig langar að minnast ná- grannakonu minnar örfáum orðum nú að leiðarlokum. Ég var á sjötta ári þegar Júlía kom að Þingskálum og vorum við því nágrannar í sex- tíu og fimm ár. Öll þau samskipti sem okkar heimili áttu voru á sama veg, ánægjuleg og óð. Júlía barst ekki mikið á, hennar fas bar allt vott um festu og traust. Hún var mjög minnisgóð og fram undir það síðasta miðlaði hún þeim sem ræddu við hana miklum fróðleik, ekki síst um ættfræði og liðna tíð. Júlía hafði búið í tæp 69 ár á Þing- skálum þegar hún lést, sem mun vera mjög fátítt ef ekki einsdæmi að eiga svo langa búskaparsögu að baki á sama stað. Þingskálar var ein af þeim jörðum á Rangár- völlum sem var við það að fara í auðn vegna ágangs sands, en nú hefur því verið snúið við, sandurinn hörfar fyrir gróðri. Þar á Land- græðslan mestan þátt í, en þó má ekki gleyma eða vanmeta verk heimamanna á Þingskálum í því starfi sem þeir unnu og ber þeim fagrar minnisvarða. Valgeir, yngri sonurinn, varð bráðkvaddur fyrir rúmu ári, mun það hafa verið mikið áfall fyrir aldraða móður, en hún bar þann harm af karlmennsku og æðru- leysi. Valgeir stundaði ritstörf og kom út eftir hann árið 1982 gagnmerkt verk í tveimur bindum. „Rangvell- ingabók"; saga býla og búenda í Rangárvallahreppi. Þá var hann og með í vinnslu sögu nokkurra hreppa í sýslunni, er hann lést langt um aldur fram. Börn og unglingar hændust mjög að þeim Þingskálahjónum, þar var ævinlega hlýja og skilning- ur fyrir hendi sem böm og ungling- ar kunnu að meta. Margt sporið áttum við Heiðarsystkini til þeirra og síðar okkar börn, það eru stund- ir sem ekki gleymast eða týnast úr sjóði minninganna. Júlía dvaldi á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu síðustu vikumar sem hún lifði, annars alltaf heima á Þingskálum þar sem Sólveig dóttir hennar annaðist hana af nærgætni og alúð eins lengi og hægt var. Júlía hafði fótavist fram undir það síðasta. Að endingu þakka ég fyrir öll þau góðu kynni sem ég hefi haft af þessum góðu grönnum, veit ég að mér er óhætt að mæla þetta einnig fyrir munn systkina minna, maka okkar og bama. Þorsteinn Oddsson frá Heiði. OLINA JONSDOTTIR + ÓIina Jónsdóttir fæddist 6. júní á Borgarfirði eystra. Hún andaðist 21. mars sl. á Fjórðungssjúkrahúsi Akur- eyrar. Utför hennar fór fram í Seyðisfjarðarkirkju þann 29. mars sl. Sendu nú frið þinn i syrgjandi ástvina hjörtu. Sýn þeim hinn dána í upprisuljósinu björtu. Eilífa ást, aldrei er syrgjendum brást, - hastaðu á harmélin svörtu. Sjúkleikans þungbæru þjáningarspor eru gengin, þrautunum lokið - og gröfína hræðast skal enginn. Dauðinn er líf. Drottinn vor styrkur og hlíf. Vissa um framhaldslíf fengin. Vinir og ættmenn, er harmþrungin shjið í sárum, sólarljós æðra heims brotnar í jarðneskum tárum. Guðs góði son gaf öllum samfundar von. - Kviðum ei komandi árum, (V. Briem) ELSKU amma, þegar ég fyrst heyrði að nú værir þú farin á vit annarra heima þá hugsaði ég að nú værir þú loksins búin að fá frið fyrir öllum lífsins þjáningum. Þetta var búið að vera langt stríð veik- inda en allan tímann barðist þú, gafst aldrei upp. Það var þinn stfll í gegnum lífið, að gefast aldrei upp. En, amma mín, nú færðu að hvíla þig. Þegar við komum í heimsókn til þín, amma, var alltaf fullt borð af alls kyns góðgæti. Það var ein af þínum sérgáfum að baka og fást við alls kyns matargerð. Kleinurnar þínar voru algjört lostæti og ég veit að margir eiga eftir að sakna þeirra mikið. Mér finnst ég finna Iyktina af þeim þegar ég hugsa til þeirra. Við systkinin gerðum oft góðlátlegt grín að því þegar við komum frá Seyðisfirði að við vær- um örugglega búin að fitna um nokkur kíló. Þegar fór að líða á kvöldið Var svo notalegt að koma í hlýjuna til ykkar afa og fá sér kakó og klein- ur og spjalla svolítið. Okkur systkinunum fannst líka mikið tilhlökkunarefni í því að þú kæmir að passa okkur á kvöldin, því að þá sastu hjá okkur og last allar heimsins bækur fyrir okkur. Það var alltaf svo notalegt and- rúmsloft í kringum þig, amma mín. Á jólunum voru pakkarnir frá þér mjög kærkomnir. í þeim voru ullarsokkar, vettlingar, útsaumað koddaver, dúkar eða hvað annað sem þú tókst þér á milli handa. Það verður skrýtið að fá engan mjúkan pakka frá þér í ár. Þetta var nefnilega gjöf sem var búið að leggja vinnu og gleði í. Gjöf sem manni þótti vænt um að fá. Og nú spyr ég eins og þú spurðir sjálfa þig alltaf að: Hver prjónar nú á okkur sokkana, eða leistana? Þú hafðir miklar áhyggjur af því, hver myndi sjá um að pijóna á okkur þegar þú myndir hverfa frá. Þú varst meira að segja búin að ptjóna fyrir mig barnasokka og vettlinga til þess að geyma á barnið mitt ef að þú værir farin til annarra heima þegar að það kæmi. Þú hugsaðir og spekúleraðir mikið um allt sem viðkom fegurð. Þú tókst vel eftir klæðnaði fólks og lést í ljós skoðun þína á öllu sem viðkom því. Þú varst búin að mynda þér þínar skoðanir á öllum hlutum. Þegar ég kom í heimsókn eftir ein- hvern tíma þá spurðir þú mig alltaf tveggja spurninga: „Telma mín, er hárið á þér alltaf jafn ljóst?“ og svo „Hefurðu aldrei fengið skemmd í tennurnar?“ Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur skrifað þér bréf. Þú sagðir alltaf að þér þætti vænt um að fá þau þó að þau væru nú ekki löng. Maður á eftir að sakna svo margs í fari þínu, amma mín, og minnast margs, en ef maður trúir og treystir á það að við eigum eft- ir að sjást aftur þá hlýtur að draga smátt og smátt úr söknuðinum. Þú varst svo yndisleg á allan hátt, svo notaleg og hlý. Ég held að ég eigi ekki eftir að kynnast mörgum jafn kærleiksríkum og gefandi einstaklingum og þér, elsku amma. Ég veit að ég á eftir að hugsa oft til þín á lífsleiðinni. Og þú verður vonandi mikið í kring- um okkur. Elsku afi, megi góður guð styrkja þig og leiða þig í gegnum þessa erfiðu raun. Tehna, Kjartan, Sigurður og Guðborg. JOHANNES BJARNI EINARSSON 4- Jóhannes Bjarni * Einarsson fædd- ist á Leirárgörðum Leirársveit 8. október 1917. Hann lést á Landspítalan- um 7. apríl sl. For- eldrar hans voru Einar Gíslason bóndi í Leirárgörð- um, f. 6. feb. 1876, d. 1951, og Málm- fríður Jóhannes- dóttir, f. 3. apríl 1894, d. 1977. Jó- hannes var næ- stelstur sex alsystk- ina: Guðfinna, f. 13. feb. 1916, Hannes og Adolf, f. 20. mars 1920, Guðrún, f. 9. sept. 1923, og Guðríður, f. 13. júní 1929. Tveir eldri hálfbræður hans eru Theódór, f. 9. maí 1908, og Óskar, f. 10. mars 1912, látinn. Eiginkona Jóhannesar er Jó- hanna Sigríður Þorgeirsdóttir, f. 3. júlí 1925. Jóhannes og Jó- hanna eignuðust tvo syni, Flosa Má Jóhannesson, f. 1. maí 1958, maki Arna Bernharð Friðriks- dóttir, og Gunnar Þór Jóhannesson, f. 12. mars 1962, maki Sigurborg fris Vilhjálmsdótt- ir. Barnabörn Jó- hannesar eru fimm og eitt barnabarna- barn. Jóhannes fluttist suður til Reykjavíkur og hóf störf í Bretavinn- unni eftir 1941. Þá hóf hann nám í bif- vélavirkjun Iijá Hrafni Jónssyni og starfaði hjá honum nokkur næstu ár. Því næst vann hann hjá Brunabótafélagi ís- lands við viðhald brunatækja og að útbúa brunatæki fyrir landsbyggðina. Síðan fer hann og starfar aftur í nokkur ár við bílaviðgerðir þar á meðal hjá Agli Vilhjálmssyni og síðustu 20 ár hefur hann unnið á hjálp- artækjaverkstæði Halldórs Arnórssonar sem stoðtækja- smiður. Jóhannes var jarðsung- inn 19. apríl sl. VIÐ VILJUM með nokkrum fátæk- um orðum minnast föður, tengdaföð- ur og afa. Þegar sár þín eru skoðuð áttar maður sig á því hversu hetjuieg barátta þín var við illvígan sjúkdóm og þjáningar þínar hafa verið miklar. Þegar farið er yfir þau ár sem við lifðum saman er ekki hægt annað en að brosa og þakka guði fyrir þær samverustundir sem við áttum sam- an. Það er svo dásamlegt að fara yfir minningu þína því hún er svo hrein og björt. Allt sem þú gerðir var svo heiðarlegt, einlægt og rétt. Sannleikurinn var þitt sterka vopn í lífinu jafnt sem og skyldurækni, allt sem þú sagðir og tókst þér fyrir hendur stóðst eins og stafur á góðri bók. Allt er varðaði sjúkdóm þinn skyldi meðhöndlað á réttan hátt og í sannleika við okkur öll. Þú skildir tár okkar svo vel og minntir okkur á gleði lífins í sama andartaki og þú byggðir okkur upp með þínum miklu orðum, Það er fátæk sál sem ekki getur grátið og glaðst í senn. Minningar okkar um þig eru margar og fallegar, allar þess eðlis að gleði og glæsileiki fylgir þeim um ókomna framtíð, allt þitt viðmót einkenndist af brosi og hlýleika sem tók á móti manni hvenær sem var. Ein af okkar mörgum ferðum út í náttúruna var fyrir tveimur árum. Fórum við þá saman í beijaferð á æskuslóðir þínar, kepptumst öll við að tína ber. Það þótti okkur frekar furðulegt að yngsti fjölskyldumeð- limurinn var búin að tína mest allra þegar sest var niður til að borða nestið og afi ekki nema þriðjung af því sem barnabarnið hafði tínt. Þeg- ar við spurðum svo að því hvort bam- ið hefði tínt allt þetta sjálf brostir þú bara og þá vissum við strax hver var búinn að aðstoða hana í sinni fyrstu beijaferð. Þú hafðir unun af öllum afabörnunum þínum og varst jafn stoltur af þeim öllum, afabömin voru öll jöfn í þínum augum og þú talaðir við þau eins og þú talaði við okkur fullorðna fólkið, fyrir*bragðið öðlaðist þú mikla virðingu frá þeim, sú virðing verður að minningu sem aldrei gleymist. Alltaf þegar þú komst í heimsókn komstu færandi hendi, og sannaðir þú hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja. Það var alveg sama hvaða mál komu upp, ef leitað var til þín varst þú alltaf tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd og gafst okkur góð ráð sem verða alltaf virt og varðveitt. Velferð annarra var alltaf þitt leið- arljós og alltaf leitaðist þú við að ráða heilt. Við skildum sem næst þér vorum hvaða vin þú barst alla þína ævi. Þú varst klettur í lífi okkar allra sem seint'verður byggður aftur og Ijós sem aldrei slokknar. Saga þín verður aldrei sögð öll en geymd hjá þeim sem þér kynntust. Þín gleði, þín sorg, þín ást, þín heimspeki var sönn. Við biðjum Guð að taka við þér með opnum örmum og kveðjum þig með söknuði. Ég lifí nú þegar í drottni í dag, ég dey, svo að erfí ég lífið, ég ferðast mót eilífum unaðarhag. Hví er þá mín sál ei með gieði brag? Ég á þegar eilífa lífið. (Ingemann - Sb. 1886 - Stef. Thor.) Elsku mamma, Flosi okkar og fjöl- skylda, Við biðjum Guð að veita ykk- ur styrk á þessum erfiðu tímamótum. Gunnar Þór Jóhannesson, Sigurborg I. Vilhjálnisdóttir, Helena Yr og Dagný Ósk. KRISTINN VILHJÁLMSSON + Kristinn Vilhjálmsson fædd- ist í Vetleifsholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 13. mars 1912. Hann lést í Borgarspítal- anum 4. apríl síðastliðinn. Krist- inn var jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 12. apríl sl. VORIÐ 1987 kom hópur fólks saman til að stofna Borgaraflokkinn og vann stærsta kosningasigur á lýð- veldistímum á Islandi. Kristinn Vil- hjálmsson var í þeim hópi og sat í einu af heiðurssætum framboðslist- ans í Reykjavík. Kristinn starfaði með Borgaraflokknum og sat marga fundi þingflokksins. Kristinn Vil- hjálmsson var hugsjónamaður og eldhugi. Skoðanir hans á mönnum og málefnum voru einarðar og af- dráttarlausar. Af atorku sinni og eljusemi lagði Kristinn mörgum góðum málum lið og kunnastur er hann fyrir sextíu ára starf sitt fyrir Góðtemplararegl- una. Síðustu árin rak Kristinn Veltubæ og Vinabæ fyrir regluna og fjármagnaði kaupin á stórhýsinu Skipholti 33, áður Tónabíó. Við Kristinn Vilhjálmsson vorum ekki alltaf sammála um leiðir að sama marki en það skyggði ekki á góðan vinskap á meðan báðir lifðu. Fyrir þau kynni er þakkað hér í dag. Gamlir félagar og samherjar í Borgaraflokknum þakka líka fyrir samfylgdina og senda ástvinum Kristins Vilhjálmssonar alúðarkveðj- ur að leiðarlokum. Ljúf minningin um hlýjan og góðan mann er huggun harmi gegn á skilnaðarstundu. í guðs friði. Ásgeir Hannes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.