Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjáið „Ódauðlega ást" í Sjónvarpinu í kvöld kl. 19.55. Forsýning mánudagskvöld kl. 9. STREET FIGHTER LEIKURINN STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Derhúfur og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓi. Verð kr. 39,90 mínútan. BARDAGA- MAÐURINN Van Damme er kominn aftur og hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 5, 7 9 og 11. Mánud. kl. 5, 7 og 11. Bönnuð inna 16 ára. MATUR, DRYKKUR, MAÐUR, KONA Sýnd kl. 4.50. Síðustu sýningar. Stuttmynd Ingu Lisu Middleton, „I draumi sérhvers manns" verður sýnd á undan. Á KÖLDUM KLAKA *** A.l Mbl. *** Ó.H.T. Rás 2. *** Þ.Ó. Dagsljós *** Ö.M. Timinn Sýnd kl. 7 . Verð 700 kr. Síð. sýningar. JÖRNU 551 6500 Siml ST VINDAR FORTIÐAR Vegna aukinnar aðsóknar verður VINDAR FORTÍÐAR sýnd í A-sal kl. 8.50 og 11.15 um helgina. BÍÓ FOLK SAMUEL L. Jackson var til- nefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Reyfara. John Grisham vinsæll ►RITHÖFUNDINUM John Grisham gengur allt í haginn um þessar mundir. Nýjasta skáldsaga hans „Rainmaker" er efst á sölulista blaðsins USA Today, skáldsaga hans „The Chamber“ frá árinu 1994 er í öðru sæti og neðar á listanum er fyrsta bókin hans, „A Time to Kill“ frá árinu 1989. Samkvæmt fréttum blaðsins voru bækur Johns Grishams fjórtán prósent af seldum bók- um í síðustu viku og þar af var skáldsagan „Rainmaker" í tíu prósentum. Hann hefur ekki enn selt kvikmyndaréttinn af sögnnni, en vill fá rúmar 360 milljónir fyrir réttinn. í bígerð er að gera kvikmynd eftir sögn hans „A Time to Kill“ og mun Samuel L. Jackson verða í aðalhluverki, en hann sló eftirminnilega í gegn í Reyf- ara Tarantinos. Sandra Bullock og Val Kilmer munu að öllum líkindum einnig fara með stór hlutverk í myndinni. Sagan fjallar um réttarhöld yfir blökkumanni. Hann er ásakað- ur um morð á mönnum sem beittu dóttur hans kynferðis- legu ofbeldi. Dustín alltaf á toppnum HOFFMAN og Rene Russo í hlutverkum sínum í Outbreak sem nú er sýnd í Sambíóunum. SAMBÍÓIN sýna þessa dagana spennumyndina „Outbreak" eða í bráðri hættu eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Með aðal- hlutverk fer Dustin Hoffman sem sést nú aftur á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé. í öðrum stórum hlut- verkum eru Rene Russo, Morgan Free- man og Patrick Dempsey, en leik- stjóri myndarinnar er Wolfgang Petersen, sem áður hefur leikstýrt m.a. „In The Line of Fire“ og „Das Boot“. Outbreak segir frá dr. Sam Daniels (Dustin Hoffman), vís- indamanni í bandaríska hernum, sem sendur er til regnskóga Afríku til að rannsaka útbreiðslu hættu- legrar veiru. Þegar til Afríku er komið finnur Daniels þorp þar sem allir íbúarnir eru látnir af völdum veirunnar. Daniels hræðist að veir- an gæti verið á leið til Bandaríkj- anna og sendir viðvörum til yfír- manna sinna. Hann lætur jafn- framt fyrrverandi konu sína vita, en hún vinnur við rannsóknir á smitsjúkdómum. Án nokkurra skýringa er Dani- els látinn hætta öllum rannsóknum og hvorki yfirmaður hans né yfir- maður smitsjúkdómastofnunar fara að ráðum Daniels og aðstoð- armanna hans í málinu. Daniels og kona hans búast við hinu versta og þegar fréttir berast af undar- legri flensu í smábæ í Kaliforníu vita þau að veiran er að verki. Fólk sem smitast verður strax al- varlega veikt og flestir deyja að- eins nokkrum klukkustundum eftir smit. Verstu spár Daniels hafa ræst og nú verður að stöðva út- breiðslu veirunnar, hvað sem það kostar. Einn af risunum Sem fyrr segir er Dustin Hoff- man nú mættur á hvíta tjaldið eftir nokkurt hlé frá kvikmynda- leik, en hann lék síðast í myndinni Accidental Hero sem frumsýnd var 1993. Hoffman sem alltaf er á toppnum á að baki glæsiiegan fer- il í kvikmyndum og verður að telja hann meðal risanna í hópi bandarí- skra leikara. Dustin Hoffman er fæddur í Los Angeles 8. ágúst 1937. Hann ætlaði sér í fyrstu að verða kon- sertpíanisti, en svo fór að hann innritaðist 19 ára gamall í leiklist- arnám hjá Pasadena Playhöuse. Að því loknu fluttist hann til New York þar sem hann í mörg ár vann fyrir sér við ýmis kon- ar verkamanna- og þjónustustörf til að hafa í sig og á meðan hann reyndi í frístund- um að komast að hjá leikhúsum borgarinn- Svo fór að lokum að hann fékk hlutverk í leikritinu The Journey of the Fifth Horse sem sýnt var Off-Broadway og fyrir það hlaut hann Obie-verðlaunin sem besti leikari. Fyrir þann árangur áskotnaðist honum hlutverk í leik- ritinu Eh? sem einnig var sýnt Off-Broadway og þá var það sem kvikmyndaleikstjórinn Mike Nic- hols kom auga á hann. SIó strax í gegn Fyrsta kvikmyndahlutverk Hoffmans var smáhlutverk í myndinni Madigans Millions árið 1966, en sú mynd var ekki frum- sýnd fyrr en tveimur árum seinna, og einnig lék hann smáhlutverk í myndinni The Tiger Makes Out. Mike Nichols valdi hann svo í aðal- hlutverk myndarinnar The Gradu- ate sem frumsýnd var árið 1967 og þá skaust Hoffman varanlega upp á stjörnuhimininn þrítugur að aldri, en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á námsmanninum unga, Benjamin Bradley. Hoffman sneri sér um skeið aftur að sviðsleik, en árið 1969 sló hann aftur í gegn í kvikmynd og nú fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Midn- ight Öowboy sem John Schlesinger leikstýrði. í henni lék hann Ratso Rizzo, al- gjöra andstæðu hins snyrtilega Benjamins Bradley, og fyrir frammistöðuna var hann á ný til- nefndur tii Óskarsverðlauna. Hoff- man hafði þar með sýnt fram á það í aðeins tveimur kvikmyndum að hæfileikar hans spönnuðu ótrú- lega vítt svið og varð það til þess að hann skipaði sér í flokk með mestu kvikmyndaleikurum sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. Þetta undirstrikaði hann svo varanlega með túlkun sinni á Litla risanum í mynd Arthurs Penn, Little Big Man, sem gerð var 1970. Hoffman vandaði upp frá þessu nokkuð vel valið á þeim hlutverkum sem hon- um stóðu til boða, en nærvera hans átti einatt þátt i því að tryggja að fólk streymdi í kvik- myndahúsin. Loks kom Óskarinn Eftir Litla risann lék hann m.a. í hinni ofbeldisfullu mynd Sam Peckinpah, Straw Dogs, sem gerð var 1971 og árið 1973 lék hann á móti Steve McQueen í Papillon. Árið eftir lék hann í mynd Bob Fosse, Lenny, en í henni var hann lang- tímum saman einn fyrir framan kvik- myndavélarnar. Myndin var um- deild en enginn var í vafa um að Hoffman sýndi stjörnuleik og var hann í þriðja sinn tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir frammi- stöðu sína. Dustin Hoffman sýndi svo áfram stjörnuleik í hverri kvik- myndinni á fætur annarri. Þar á meðal eru All the President’s Men (1976), Marathon Man (1976) og Kramer vs. Kramer (1979), en fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hann sín fyrstu Óskarsverðlaun. Hann var einnig tilnefndur til verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Tootsie, sem gerð var 1982, og svo fór að honum áskotnuðust verðlaunin í annað sinn fyrir hlut- verk sitt í Rain Man sem gerð var 1988. Meðal mynda sem Hoffman hefur leikið í síðan eru Dick Tracy (1990), Billy Bathgate (1991), Hook, sem einnig var gerð 1991, og fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hann enn á ný tilnefningu til Ósk- arsverðlauna.. Síðast á undan Outbreak sást Hoffman á hvíta tjaldinu í Accidental Hero, sem gerð var 1993, og næsta mynd hans verður væntanlega American Buffalo. í henni leikur Hoffman . á móti Dennis Franz, sem þekktastur er fyrir að leika aðalhlutverk í sjón- varpsþáttunum NYPD Blue. Þrátt fyrir mikla velgengni í kvikmynd- um hefur Dustin Hoffman aldrei sagt skilið við leiksviðið, og þann- ig hefur hann t.d. unnið til verð- launa fyrir hlutverk sitt í Death of a Salesman, og hann fór með hlutverk Shylocks í uppfærslum á Kaupmanninum frá Feneyjum bæði á Broadway og í London árið 1989. Dustin Hoff- man er nú að nálgast sex- tugt og enn í fremstu röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.