Morgunblaðið - 22.04.1995, Page 52

Morgunblaðið - 22.04.1995, Page 52
52 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjáið „Ódauðlega ást" í Sjónvarpinu í kvöld kl. 19.55. Forsýning mánudagskvöld kl. 9. STREET FIGHTER LEIKURINN STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Derhúfur og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓi. Verð kr. 39,90 mínútan. BARDAGA- MAÐURINN Van Damme er kominn aftur og hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 5, 7 9 og 11. Mánud. kl. 5, 7 og 11. Bönnuð inna 16 ára. MATUR, DRYKKUR, MAÐUR, KONA Sýnd kl. 4.50. Síðustu sýningar. Stuttmynd Ingu Lisu Middleton, „I draumi sérhvers manns" verður sýnd á undan. Á KÖLDUM KLAKA *** A.l Mbl. *** Ó.H.T. Rás 2. *** Þ.Ó. Dagsljós *** Ö.M. Timinn Sýnd kl. 7 . Verð 700 kr. Síð. sýningar. JÖRNU 551 6500 Siml ST VINDAR FORTIÐAR Vegna aukinnar aðsóknar verður VINDAR FORTÍÐAR sýnd í A-sal kl. 8.50 og 11.15 um helgina. BÍÓ FOLK SAMUEL L. Jackson var til- nefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Reyfara. John Grisham vinsæll ►RITHÖFUNDINUM John Grisham gengur allt í haginn um þessar mundir. Nýjasta skáldsaga hans „Rainmaker" er efst á sölulista blaðsins USA Today, skáldsaga hans „The Chamber“ frá árinu 1994 er í öðru sæti og neðar á listanum er fyrsta bókin hans, „A Time to Kill“ frá árinu 1989. Samkvæmt fréttum blaðsins voru bækur Johns Grishams fjórtán prósent af seldum bók- um í síðustu viku og þar af var skáldsagan „Rainmaker" í tíu prósentum. Hann hefur ekki enn selt kvikmyndaréttinn af sögnnni, en vill fá rúmar 360 milljónir fyrir réttinn. í bígerð er að gera kvikmynd eftir sögn hans „A Time to Kill“ og mun Samuel L. Jackson verða í aðalhluverki, en hann sló eftirminnilega í gegn í Reyf- ara Tarantinos. Sandra Bullock og Val Kilmer munu að öllum líkindum einnig fara með stór hlutverk í myndinni. Sagan fjallar um réttarhöld yfir blökkumanni. Hann er ásakað- ur um morð á mönnum sem beittu dóttur hans kynferðis- legu ofbeldi. Dustín alltaf á toppnum HOFFMAN og Rene Russo í hlutverkum sínum í Outbreak sem nú er sýnd í Sambíóunum. SAMBÍÓIN sýna þessa dagana spennumyndina „Outbreak" eða í bráðri hættu eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Með aðal- hlutverk fer Dustin Hoffman sem sést nú aftur á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé. í öðrum stórum hlut- verkum eru Rene Russo, Morgan Free- man og Patrick Dempsey, en leik- stjóri myndarinnar er Wolfgang Petersen, sem áður hefur leikstýrt m.a. „In The Line of Fire“ og „Das Boot“. Outbreak segir frá dr. Sam Daniels (Dustin Hoffman), vís- indamanni í bandaríska hernum, sem sendur er til regnskóga Afríku til að rannsaka útbreiðslu hættu- legrar veiru. Þegar til Afríku er komið finnur Daniels þorp þar sem allir íbúarnir eru látnir af völdum veirunnar. Daniels hræðist að veir- an gæti verið á leið til Bandaríkj- anna og sendir viðvörum til yfír- manna sinna. Hann lætur jafn- framt fyrrverandi konu sína vita, en hún vinnur við rannsóknir á smitsjúkdómum. Án nokkurra skýringa er Dani- els látinn hætta öllum rannsóknum og hvorki yfirmaður hans né yfir- maður smitsjúkdómastofnunar fara að ráðum Daniels og aðstoð- armanna hans í málinu. Daniels og kona hans búast við hinu versta og þegar fréttir berast af undar- legri flensu í smábæ í Kaliforníu vita þau að veiran er að verki. Fólk sem smitast verður strax al- varlega veikt og flestir deyja að- eins nokkrum klukkustundum eftir smit. Verstu spár Daniels hafa ræst og nú verður að stöðva út- breiðslu veirunnar, hvað sem það kostar. Einn af risunum Sem fyrr segir er Dustin Hoff- man nú mættur á hvíta tjaldið eftir nokkurt hlé frá kvikmynda- leik, en hann lék síðast í myndinni Accidental Hero sem frumsýnd var 1993. Hoffman sem alltaf er á toppnum á að baki glæsiiegan fer- il í kvikmyndum og verður að telja hann meðal risanna í hópi bandarí- skra leikara. Dustin Hoffman er fæddur í Los Angeles 8. ágúst 1937. Hann ætlaði sér í fyrstu að verða kon- sertpíanisti, en svo fór að hann innritaðist 19 ára gamall í leiklist- arnám hjá Pasadena Playhöuse. Að því loknu fluttist hann til New York þar sem hann í mörg ár vann fyrir sér við ýmis kon- ar verkamanna- og þjónustustörf til að hafa í sig og á meðan hann reyndi í frístund- um að komast að hjá leikhúsum borgarinn- Svo fór að lokum að hann fékk hlutverk í leikritinu The Journey of the Fifth Horse sem sýnt var Off-Broadway og fyrir það hlaut hann Obie-verðlaunin sem besti leikari. Fyrir þann árangur áskotnaðist honum hlutverk í leik- ritinu Eh? sem einnig var sýnt Off-Broadway og þá var það sem kvikmyndaleikstjórinn Mike Nic- hols kom auga á hann. SIó strax í gegn Fyrsta kvikmyndahlutverk Hoffmans var smáhlutverk í myndinni Madigans Millions árið 1966, en sú mynd var ekki frum- sýnd fyrr en tveimur árum seinna, og einnig lék hann smáhlutverk í myndinni The Tiger Makes Out. Mike Nichols valdi hann svo í aðal- hlutverk myndarinnar The Gradu- ate sem frumsýnd var árið 1967 og þá skaust Hoffman varanlega upp á stjörnuhimininn þrítugur að aldri, en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á námsmanninum unga, Benjamin Bradley. Hoffman sneri sér um skeið aftur að sviðsleik, en árið 1969 sló hann aftur í gegn í kvikmynd og nú fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Midn- ight Öowboy sem John Schlesinger leikstýrði. í henni lék hann Ratso Rizzo, al- gjöra andstæðu hins snyrtilega Benjamins Bradley, og fyrir frammistöðuna var hann á ný til- nefndur tii Óskarsverðlauna. Hoff- man hafði þar með sýnt fram á það í aðeins tveimur kvikmyndum að hæfileikar hans spönnuðu ótrú- lega vítt svið og varð það til þess að hann skipaði sér í flokk með mestu kvikmyndaleikurum sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. Þetta undirstrikaði hann svo varanlega með túlkun sinni á Litla risanum í mynd Arthurs Penn, Little Big Man, sem gerð var 1970. Hoffman vandaði upp frá þessu nokkuð vel valið á þeim hlutverkum sem hon- um stóðu til boða, en nærvera hans átti einatt þátt i því að tryggja að fólk streymdi í kvik- myndahúsin. Loks kom Óskarinn Eftir Litla risann lék hann m.a. í hinni ofbeldisfullu mynd Sam Peckinpah, Straw Dogs, sem gerð var 1971 og árið 1973 lék hann á móti Steve McQueen í Papillon. Árið eftir lék hann í mynd Bob Fosse, Lenny, en í henni var hann lang- tímum saman einn fyrir framan kvik- myndavélarnar. Myndin var um- deild en enginn var í vafa um að Hoffman sýndi stjörnuleik og var hann í þriðja sinn tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir frammi- stöðu sína. Dustin Hoffman sýndi svo áfram stjörnuleik í hverri kvik- myndinni á fætur annarri. Þar á meðal eru All the President’s Men (1976), Marathon Man (1976) og Kramer vs. Kramer (1979), en fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hann sín fyrstu Óskarsverðlaun. Hann var einnig tilnefndur til verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Tootsie, sem gerð var 1982, og svo fór að honum áskotnuðust verðlaunin í annað sinn fyrir hlut- verk sitt í Rain Man sem gerð var 1988. Meðal mynda sem Hoffman hefur leikið í síðan eru Dick Tracy (1990), Billy Bathgate (1991), Hook, sem einnig var gerð 1991, og fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hann enn á ný tilnefningu til Ósk- arsverðlauna.. Síðast á undan Outbreak sást Hoffman á hvíta tjaldinu í Accidental Hero, sem gerð var 1993, og næsta mynd hans verður væntanlega American Buffalo. í henni leikur Hoffman . á móti Dennis Franz, sem þekktastur er fyrir að leika aðalhlutverk í sjón- varpsþáttunum NYPD Blue. Þrátt fyrir mikla velgengni í kvikmynd- um hefur Dustin Hoffman aldrei sagt skilið við leiksviðið, og þann- ig hefur hann t.d. unnið til verð- launa fyrir hlutverk sitt í Death of a Salesman, og hann fór með hlutverk Shylocks í uppfærslum á Kaupmanninum frá Feneyjum bæði á Broadway og í London árið 1989. Dustin Hoff- man er nú að nálgast sex- tugt og enn í fremstu röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.