Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT .. Reuter LOGREGLUMENN í hlífðarbúningum kanna gólf verslunarhúss- ins í Yokóhama eftir gastilræðið. Þjóðveijar deila um hvernig minnast beri heimsstyijaldarloka Kohl hneyksl- aður, undr- andi og dapur Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, segir að deilur þær sem upp hafa bloss- að í landinu um hvemig minnast beri loka seinni heimsstyijaldarinnar fylli sig hneykslan, undrun og depurð. Þann 8. næsta mánaðar verður loka styij- aldarinnar minnst víða í Evrópu en í Þýskalandi þykir umræðan um þessi þáttaskil í sögu þjóðarinnar einkennast af pólitískri rétthugsun. Stjómmálamenn þýskir og menntamenn hafa að undanfömu deilt um hvern skilning Þjóðveijum beri að leggja í lok síðari heimsstyij- aldarinnar fyrir 50 ámm. í grófum dráttum má segja að yngra fólk telji rétt að leggja áherslu á að bundinn hafi verið endi á ógnarstjórn nasista en hinir eldri freistast heldur til þess að vekja athygli á hörmungum sem þjóðin mátti líða. Yfirlýsing þjóðernissinna Deilan magnaðist um allan helm- ing þegar opinbert varð að Alfred Dregger, fyrrum formaður þing- flokks kristilegra demókrata, hafði ritað nafn sitt undir yfirlýsingu þjóð- ernissinna þar sem einkum er lögð áhersla á þjáningar þýsku þjóðarinn- ar í stað ábyrgðar hennar á hildar- leiknum mikla. Kohl kanslari segir að með því að benda á yfirlýsingu þessa hafí fjandmenn kristilegra demókrata viljað freista þess að koma þeim áróðri á framfæri að áhrif hægri öfgamanna færu vaxandi innan flokksins. „Þessi umræða veid- ur mér mikilli depurð," sagði kanslar- inn í viðtali við ARD-sjónvarpsstöð- ina. „Mér þykir það með ólíkindum að hún skuli nú koma upp í Þýska- landi.“ Kohl kanslari hefur reynt að stað- setja sig í miðju deilu þessarar og sagt að lok ófriðarbálsins hafi í senn markað frelsun undan oki nasismans og hemaðarlegan ósigur þýsku þjóð- arinnar. „Ég er öldungis sannfærður um að þessir tveir þættir fara saman og eiga að fara saman. Lok styijald- arinnar fólu í sér frelsun fyrir heims- byggðina sem barðist gegn Þjóðveij: um til að frelsa þá undan Hitler. í huga milljóna Þjóðveija er þetta stund ósigurs, niðurlægingar og óþægiiegra endurminninga. I þessu felst engin réttlæting. Þannig var þetta einfaldiega." Áskorun Kinkels Klaus Kinkel utanríkisráðherra hefur tekið í sama streng. Ráðherr- ann sagði í ræðu er hann flutti í háskólanum í Dusseldorf að þeir sem mest hefðu sig í frammi í þessu sam- hengi vildu stuðla að klofningi meðal þýsku þjóðarinnar. Þriðja gastilræðið á skömmum tíma á Tókíó-svæðinu í Japan Ihuga að uppræta söfnuð Yókóhama. Reuter. TUTTUGU og fjórir að minnsta kosti urðu fyrir dularfullri gaseitrun í verslunarhúsi í Yokóhama, í gær. Virðist sem um hafi verið að ræða þriðja gastilræðið á Tókíó-svæðinu á innan við mánuði. Talsmaður lögreglunnar sagði, að farið hefði verið með a.m.k. 24 menn á sjúkrahús vegna sárinda í hálsi og sviða í augum. Enginn þeirra var þó alvarlega haldinn. Ekki hafði tekist að leiða afdráttarlaust í ljós hvað olli veikindum fólksins. Einkenni sem rakin eru til taugagassins sarin höfðu ekki komið fram. Fólkið var statt á þriðju hæð verslunarhúss í Yokóhama, sem er í 25 km fjarlægð frá Tókíó, er það kenndi iasleiká. Byggingunni var lokað meðan rannsókn fór fram, en talið er að um gastilræði hafi verið að ræða. Tilræði voru framin á tveimur lestarstöðvum í Yokóhama á miðvikudag er rúmlega 500 manns urðu fyrir gaseitrun. Tilræðin í gær og miðvikudag hafa ekki verið rakin til sértrúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo sem talinn er hafa staðið á bak við taugagasárás á lestarstöðvum í Tókíó fyrir skömmu. Þá biðu 12 manns bana iog rúmlega 5.000 fengu eitrun. Japanska -lögreglan varðist frétta í gær af gangi rannsóknarinnar á tilræðinu í Tókíó í mars en stöðugt aukast kröfur um að sértrúar- söfnuðurinn verði upprættur. Kaoru Yosano menntamálaráðherra sagði í gær, að nægar ástæður væru fyrir hendi til þess að leysa söfnuð- inn upp og sagðist hann myndu ráðfæra sig við aðra ráðamenn um aðgerðir af því tagi næstu daga. Mannréttindafulltrúi SÞ vill herða baráttuna gegn barnaþrælkun Fordæmir morð á barnungimi þræl JOSE Ayala-Lasso, mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fordæmdi í gær morð á 12 ára pakistönskum dreng sem bar- ist hafði gegn bamaþrælkun. Morðið hefur orðið til þess að beina sjónum manna að þessu félagslega böii sem er viðvarandi vandamál í Asíuríkjum. Pilturinn, Iqbal Masih, var seld- ur að heiman er hann var fjög- urra ára og vann hann nauðung- arvinnu í teppaverksmiðju til 10 ára aldurs, eða í sex ár. Kaupið var ein rúpía á dag en er hann fékk lausn úr þrælkuninni skuld- aði hann eiganda sínum samt 13.000 rúpíur vegna framfærslu. Ayala-Lasso minntist hetju- legrar baráttu Iqbals Masihs gegn barnaþrælkun um heim allan, en að mati SÞ sæta sex milljónir barna undir 14 ára aldri þrælkun í Pakistan. Hann sagðist vonast til þess að morðið yrði til þess að herða baráttu gegn bamaþrælk- un. Masih hafði hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir að vekja at- hygli á slæmum kjörum barn- ungra þræla í heimalandi sínu. Hafði hann haldið erindi víða um lönd á alþjóðlegum fundum og ráðstefnum. Masih var myrtur í heimaþorpi sínu, Muritke, skammt frá La- hore. Var hann að hjóla um með leikfélögum sínum er hann var skotinn. Grunur leikur á að mafía, sem kennd er við pakistanska teppa- framleiðendur, beri ábyrgð á verknaðinum. Honum hafði oft- lega verið hótað lífláti af teppa- framleiðe.ndum sem gramdist frá- sagnir hans af ánauðinni í teppa- verksmiðjunum þar sem aðbúnað- ur allur er hörmulegur. Draumur Iqbals Masih var að verða lögmaður og hugðist hann nota 15.000 dollara verðlaunafé, sem honum hafði áskotnast, til þess að standa straum af náms- kostnaði. IQBAL Masih. Myndin var tekin er hann lýsti þrælkun- arvinnu barna í Pakistan á ráðstefnu í Stokkhólmi í nóvember. Líbýu- menn rjúfa flug- bann SÞ LÍBÝUMENN rufu loftferða- bann Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á miðvikudagskvöld er líbýsk þota flaug með 150 píla- gríma til Jeddah í Saudi-Arab- íu. SÞ höfðu gefið leyfí fyrir því að egypska flugfélagið Egypt Air flygi með um 6.000 pílagríma frá Trípolí og Beng- hazi. Hafði félagið flutt um 1.000 pílagríma en hlé var gert á því í fyrradag vegna fiugs líbýsku þotunnar í heim- ildarleysi. Grið rofin á Sri Lanka SKÆRULIÐAR Tamíla á Sri Lanka bönuðu fimm lögreglu- mönnum í gær í borginni Trincomalee í kjölfar árásar hersveita á stöðvar þeirra í Jaffna í norðurhluta landsins. Skæruliðar rufu grið í landinu á miðvikudag með því að sökkva tveimur varðskipum. Banvænt boltaél ÓVEÐUR gekk yfir héraðið Guangdong í suðurhluta Kína á miðvikudag með þeim afleið- ingum að 37 manns biðu bana. Varð það þeim til ólífís að snjókorn hagléls reyndust sum hver eins og körfuboltar að stærð, að sögn embættis- manna. Sautján manns til við- bótar var saknað. Uppræta smyglhring SLÓVAKÍSKA lögreglan hef- ur upprætt alþjóðlegan smygl- hring sem helgaði sig smygli með úraníum, að sögn innan- ríkisráðuneytisins í Bratislava. Hald var lagt á 17 kíló af geislavirku efni sem talið er vera úraníum en rannsókn á efninu og hreinleika þess er ólokið. Níu menn hafa verið handteknir, frá Úkraínu, Ung- veijalandi og Slóvakíu í tengsl- um við smyglið. Vilja hjálp til að loka Tsjernobýl ÚKRAÍNUMENN fóru þess á leit við þjóðir heims í gær, að þeim yrði veitt fjögurra millj- arða dollara aðstoð til þess að loka kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl. Leoníd Kútsjma forseti hét því í síðustu viku að verinu yrði lokað fyrir alda- mót. Jevhen Martsjúk, starf- andi forsætisráðherra, sagði í gær að Úkraínumenn gætu ekki einir og sér lokað verinu á svo skömmum tíma. Mesta kjarnorkuslys sögunnar varð í verinu 1986. Þingmönnum refsað TVEIR þingmenn breska Ihaldsflokksins, Graham Riddick og David Tredinnick, hafa verið reknir af þingi tíma- bundið og sviptir launum fyrir að láta múta sér til að bera upp fyrirspurnir í þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.