Morgunblaðið - 22.04.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 22.04.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 15 Guðmundur Jónasson hf. fékk Út- flutnings- verðlaunin ÚTFLUTNIN GSVERÐLAUN forseta Islands voru veitt á sum- ardaginn fyrsta og komu þau í hlut Ferðaskrifstofu Guðmund- ar Jónassonar hf. fyrir framlag fyrirtækisins til íslenskrar ferðaþjónustu. Börn stofnand- ans Guðmundar Jónassonar, þau Gunnar, Signý og Kristín, sem nú reka fyrirtækið, veittu verðlaununum viðtöku úr hönd- um Vigdísar Finnbogadóttur, forseta, en verðlaunin sem kennd eru við embættið eru veitt í samráði við Útflutnings- ráð. Gunnar Guðmundsson, for- stjóri fyrirtækisins, hefur í sam- tali við Morgunblaðið fyrr í mánuðinum rakið upphaf fyrir- tækisins til 18. desember 1929 eða til dagsins sem faðir hans fékk bílpróf. Þá strax fór Guð- mundur heitinn sem lést 1985, að starfa við akstur og varð fljótlega nafntogaðastur ís- lenskra fjallabílstjóra. Úr þessum jarðvegi er fyrir- tækið sprottið. Það skiptist nú í bifreiðadeild, ferðaskrifstofu- starfsemi, sem bæði flytur út- lendinga til Islands og íslend- inga til útlanda, og í þriðja lagi gistiheimilisrekstur. Bandarísk blöð inn á Internetið New York. Reuter. ÞAÐ var stór dagur hjá bandarískum dagblöðum á miðvikudag en þá tóku átta stærstu blaðahringimir hönd- um saman um að gefa lesend- um sínum kost á beinni net- tengingu. Hefur hún hlotið nafnið New Century Network og mun notast við Internetið í stað þess að koma á fót sérstöku upplýsinganeti. Auk blaðahringanna átta munu að minnsta kosti þrír aðrir bætast í hópinn síðar á árinu en nú þegar er um að ræða 185 dagblöð víða um Bandaríkin með um 20.000 starfandi blaðamenn. í þessu samstarfi verða þó ekki blöð, sem gefín eru út um allt landið eins og til dæmis Wall Street Journal en þó er hugsanlegt, að fréttastofur eins og Assoc- iated Press tengist New Cent- ury. Fyrirhugað er einnig að koma auglýsingum á fram- færi með þessum hætti en það mun taka einhvem tíma og kosta mikið fé að þróa það. Sjábu hlutina í víðara samhengi! - kjarni málsins! SYSTKININ Kristín, Gunnar og Signý Guðmundarbörn. A Alverð hækkar London. Reutcr. ÁLVERÐ hækkaði allnokkuð á málmmarkaðinum í London í gær vegna fyrirframsamninga og ótta við ónógt framboð í júní. Fór verð á tonni í þriggja mánaða samningum í 1.888 dollara, 55 dollurum hærra en deginum áður. Albirgðir á málmmarkaðin- um í London hafa minnkað mikið að undanförnu og búist er við, að þær fari niður fyrir milljón tonn á næstu vikum. Birgðir framleiðenda jafnt sem stórra kaupenda hafa einnig minnkað og kaupendur reiða sig nú mikið á skammtíma- samninga í álkaupum. Allt stuðlar þetta að ótta við ónógt framboð miðað við eftirspurn þegar fram á sumarið kemur. um helgina m m Opiö: laugardag frá kl. 10-17 sunnudag frá kl. 13-17 xrAtrMwaL $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF SKEIFAN 17, SÍMI 568 5100, FAX 588 8211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.