Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Afmælisráðstefna
um mannréttindamál
HJALPARSTOFNUN kirkjunnar
stendur fyrir ráðstefnu um mann-
réttindamál laugardaginn 29. apríl
nk. í Áskirkju í Reykjavík. Efnt
er til ráðstefnunnar í tilefni af 25
ára afmæli stofnunarinnar og
verða þar fluttir fyrirlestrar um
ýmsar hliðar mannréttinda og
hjálpar- og þróunarstarfs. Ráð-
stefnan stendur til kl. 13.30 til
16.30 og er öllum opin.
Framsöguerindi og
pallborðsumræður
Afmælisráðstefnan hefst kl.
13.30 í safnaðarheimili Áskirkju
með ávarpi Margrétar Heinreks-
dóttur formanns stjómar Hjálpar-
stofnunar og verður dagskrá síðan
sem hér segir: Hvað em mánnrétt-
indi? Ragnar Aðalsteinsson,
hæstaréttarlögmaður og fyrsti for-
maður Mannréttindaskrifstofu ís-
lands. Á að tengja hjálparstarf
mannréttindum? Christian
Balslev-Olesen, framkvæmdastjóri
hjálparstofnunar dönsku kirkjunn-
ar. Vandi hjálparsamtaka á starfs-
vettvangi: Sigríður Guðmunsdótt-
ir, deildarstjóri hjá Rauða krossi
íslands. Njóta íslendingar fullra
mennréttinda? Séra Ólafur Oddur
Jónsson, sóknarprestur í Keflavík.
Að framsöguerindum loknum
er kaffíhlé og síðan verður efnt
til pallborðsumræðna um efni ráð-
stefnunnar og leyfðar spumingar
úr sal. Ráðstefnustjóri verður Har-
aldur Ólafsson, lektor við Háskóla
íslands, en hann hefur setið í
stjórn Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar.
Sumarhátíð
hjá Jöfri
ÞRÍ R nýir bílar verða sýndir hjá
Jöfri hf. um næstu helgi. Frá
Skoda verður kynntur nýr bíll,
Skoda Felicia. Felicia er ný kyn-
slóð bíla sem hannaður var í
samstarfi við Volkswagen sam-
steypuna og var miklu kostað til
við hönnun bílsins sem hefur
hlotið mikið lof bílagagnrýn-
enda.
Felicia er 5 dyra hlaðbakur
og fáanlegur í tveimur útfærsl-
um, LX og GLX með 1,3 lítra
vél. Verð er frá 795.000 kr.
Frá Peugeot verður kynnt ný
útfærsla af Peugeot 306. Um er
að ræða stallbak sem fáanlegur
er í tveimur útfærslum og val
um 1,4 lítra og 1,8 lítra vélar.
Bílarnir kosta frá 1.234.000 kr.
og er m.a. loftpúði í stýri staðal-
búnaður.
NÝR Skoda Felicia.
Chrysler Stratus er þriðji nýi
bíllinn sem verður kynntur.
Stratus er nýr fólksbíll frá
Chrysler og var hann valinn bíll
ársins i Bandaríkjunum 1995.
Stratus er fáanlegur með 2,0
lítra eða 2,5 Iítra V6 vélum.
Verðið er frá 2.167.000 kr. Mikið
er lagt upp úr öryggi farþega
og er t.a.m. öryggispúði fyrir
ökumann og farþega staðalbún-
aður. I tengslum við sýninguna
verða sýndir ýmsir hlutir sem
tengjast bilum og útivist, s.s.
fellihýsi á pallbíla, tjaldvagnar
og fleira. Sýningin verður opin
laugardag og sunnudag frá kl.
12-17 báða dagana.
HAFNARFJARÐARBÆR
TIL SÖLU - TILBOÐ
Hafnarfjarðarbær auglýsir til sölu íbúðarhúsið að Suðurgötu 11, Hafnarfirði, járnklætt timbur-
hús, hæð og ris á steyptum kjallara. Húsið, sem er allt ný endurnýjað, er um 317 m2. Tilboð
óskast í húsið og skal þeim skilað á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, fyrir kl. 14:00
- þriðjudaginn 9. maí n.k. og verða
þau opnuð þar að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum. Til
að fá nánari upplýsingar, uppdrætti
og að skoða húsið, vinsamlegast
hafið samband við skrifstofu
bæjarverkfræðings sími 555-3444.
Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði.
Forstjóri Sjóvár um grein Jóns Steinars
Endurteknar dylgj-
ur og rangfærslur
„ÞESSI grein er, eins og fyrri
greinar lögmannsins, full af rang-
færslum og dylgjum. Það sem er
nýtt í þessu er að nú tekur hann
upp róg á forsendum sem hann
veit að eru rangar,“ sagði Einar
Sveinsson, forstjóri Sjóvár-
Heillaóskir
frá Clinton
SENDIHERRA Bandaríkjanna
hefur fært Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra heillaóskir Bills
Clinton Bandaríkjaforseta í tilefni
af skipun hins nýja ráðuneytis.
í kveðju forsetans segir m.a. að
hann vænti þess að þjóðimar muni
áfram byggja gott og gjöfult sam-
starf á áratugalangri samvinnu
sem bandamenn og samheijar.
Almennra þegar leitað var við-
bragða hans við grein Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar hæstaréttar-
lögmanns í Morgunblaðinu á laug-
ardag.
Greinin birtist undir fyrirsögn-
inni Slasaðir látnir borga en þar
sagði lögmaðurinn m.a. að sig
grunaði að hundruð milljóna króna
afkomubati tryggingafélaga und-
anfarin ár skýrðist m.a. af því að
tryggingafélögin hefðu með verk-
lagsreglum um bætur vegna lík-
amstjóna hlunnfarið slasaða um
þær bætur sem þeim hefðu borið
að réttum lögum.
Ekkert nýtt
Að öðru leyti vildi Einar Sveins-
son ekki tjá sig um grein Jóns
Steinars en sagði að rangfærslum
hans og dylgjum um þetta efni
hefði áður verið svarað.
Axel Gíslason, forstjóri VÍS,
sagði að ekkert nýtt væri í grein
lögmannsins; aðeins endurtekning
á því sem hann hefði skrifað mörg-
um sinnum áður. Axel kvaðst því
ekki sjá ástæðu til að tjá sig um
málið.
------»-----------
Breytingar á
skipulagi
skrifstofu Dag-
vistar bama
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
i
\
i
i
i
i
i
i
i
BORGARRÁÐ samþykkti í febr-
úar sl. nýtt skipurit fyrir skrifstofu
Dagvistar barna. Hefur verið unn-
ið að frekari útfærslu á þeim
breytingum sem voru samþykktar.
Á fundi stjórnar Dagvistar
bama 19. apríl sl. var samþykkt
að ráða Steinunni Hjartardóttur
félagsráðgjafa í nýtt starf, yfir-
mann þjónustusviðs, og tekur hún
til starfa á komandi sumri. Stein-
unn hefur gegnt starfí félagsmála-
stjóra á Dalvík frá árinu 1990 en
vann áður sem yfirfélagsráðgjafi
hjá Unglingaheimili ríkisins.
Þjónustusvið Dagvistar barna
mun sjá um innritun í leikskóla
og afgreiðslu og hafa umsjón með
daggæslu á einkaheimilum og
gæsluleikvöllum.