Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 31 í húsi við Rafstöðina við Elliðaár, þar sem stórfjölskyldan bjó þá en Jón bróðir hans var vélstjóri við Rafstöðina. Seinna tók Einar á leigu verslunarhúsnæði á Berg- staðastræti 61. Þá var hann búinn að stofna fyrirtækið Toledo. Dóttir húsráðandans, Karlotta, fékk vinnu við fyrirtækið. Brátt felidu þau hugi saman og gengu í hjóna- band. Karlotta var falleg og glað- lynd og frábær húsmóðir. Þau reistu sér hús í Nökkvavogi 54. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, sem öll bera góðu uppeldi vitni. Barnabörnin eru orðin fjórt- án. Heimili þeirra var sérlega fal- legt, það var mannmargt og þau hjónin samhent { gestrisni sinni og ræktarsemi við frændfólk og vini. Eg minnist margra góðra stunda í Nökkvavoginum, gamlárskvöld- anna og allra fjölskylduboðanna. Ég minnist líka margra góðra gjafa sem Einar frændi færði okkur af sínum einstaka rausnarskap. Einn- ig eigum við hér á Laugalandi góðar minningar frá helgarheim- sóknum hans og fjölskyldu hans fyrr á árum. Eftir fjóra áratugi í Nökkvavog- inum fluttust þau Karlotta árið 1986 í Hvasaleiti 56 og undu hag sínum vel þar. Karlotta lést 1987. Var hún öllum harmdauði og miss- ir Einars var mikill. Einar bjó áfram í Hvassaleitinu. Hann tók þar þátt í félagsstarfi aldraðra og hann hafði alltaf gott samband við börn sín og fjölskyldur þeirra. Hann hafði yndi af að hlusta á óperur og klassíska tónlist og það stytti honum oft stundir. Nú að leiðarlokum kveð ég góð- an frænda og móðir mín kveður kæran bróður. Ásgeir, Sigurveig, Guðrún, Einar Karl, Magnús og fjölskyldur, við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðs blessun fylgi Einari í hinstu ferð. Lea K. Þórhallsdóttir. Nú er hann Einar afi okkar lát- inn, varð bráðkvaddur 20. apríl síðastliðinn. Einar afi fæddist á Uppsölum á ísafirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs en lang- afi og langamma, Ásgeir Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir, ráku þar gisti- og veitingahúsið Uppsali. Einar afi útskrifaðist úr Verslunar- skóla íslands árið 1937. Árið 1940 íjölskyldan í sama húsi og amma og afi í Rauðagerðinú. Þaðan eru margar góðar og skemmtilegar minningar. Þetta var stórt og mikið hús með fallegum garði með tijám til að klifra í, dúkkuhúsi til að leika sér í og gómsætum rifsberjarunn- um. Ef okkur systkinum mislíkaði eitthvað á neðri hæðinni var alltaf hægt að hlaupa upp og voru þá móttökurnar ávallt góðar. Það var ótrúlegt hve góðar smákökur, heitt sultubrauð og mjólk var fljótt að róa lítil hjörtu. Ámma fann alltaf tíma fyrir alla og fallega andlitið hennar með hlýja brosinu yljaði öll- um. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til þeirra afa á Miklu- brautina og seinna til ömmu bæði á Kleppsveginn og Hrafnistu, þar sem hún átti heima síðustu árin. Amma hafði mjög gaman af að segja frá og var fræðandi að hlusta því hún var af þeirri kynslóð sem muna má tímana tvenna. Dugleg í handavinnu var hún og alltaf til í að hjálpa hvort sem var að sauma jakka við nýja pilsið eða árshátíðar- kjólinn. Þeir eru einnig ófáir ullar- sokkamir og vettlingarnir sem hún hefur gefið okkur og börnum okkar í gegnum tíðina. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) stofnaði afi Tóledó og kom sér upp saumastofu sem meðal annars framleiddi hinar vinsælu Tóledó- úlpur. Starfrækti afí Tóledó allt til ársins 1963. Skömmu síðar stofn- aði afi heildsöluna Grófina og stóð fyrir innflutningi á ýmsum vörum fram til ársins 1983. Einar afi gekk að eiga Karlottu Karlsdóttur 27.11. 1943 en Karlotta amma lést 1987. Eignuðust amma og afi fimm börn og eru barnabömin orð- in fjórtán. Fluttust amma og afi inn í Nökkvavog 54 5. júní 1948 en það hús var reist af og eftir hugmyndum Karls langafa. Hinn 5. júní 1986 fluttu amma og afi í VR-húsið í Hvassaleiti og bjuggu þar það sem eftir var. Þegar dauðinn ber svo snöggt að dyrum vakna ótal spurningar í huga manns, af hveiju hann? Af hveiju núna? En hann var við góða heilsu, af hveiju? Ósjálfrátt vakna ásakanir í garð sjálfra okkar um að hafa ekki haft tækifæri til að segja allt sem maður ætlaði sér og að geta ekki kvatt hann Einar afa. Það var svo margt sem við áttum eftir að segja honum, þó ekki væri annað en að við elskuðum hann. Nú kom meirihluti barna og barnabama hans saman um pásk- ana til að fagna afmælisdegi hans og hátíð páskanna, engum hefði dottið í hug þá að þetta væri í síð- asta skipti sem við myndum sjá hann og kveðjur vom einskorðaðar við lítið bless en ekki umvöfnum kossi með þökk fyrir allt sem hann hafði veitt okkur í okkar lífi. í sorginni reynir maður að opna hugann fyrir þeim góðu stundum sem við áttum í æsku heima hjá Einari afa og Karlottu ömmu niðri í Nökkvavogi þar sem við í ófá skipti lékum okkur í hinum stóra garði, stálumst í jarðarberin henn- ar ömmu, stukkum fram af svölun- um, földum okkur í hitakompunni, sníktum nammi úr heildsölunni hjá afa og ef enginn var við læddumst við inn í skúr og nældum okkur í góðgæti án þess að afí vissi, en afí vissi nú samt alltaf ef við höfð- um stolist í nammið en aldrei sagði hann neitt. Eftir langan dag við leik í Vogunum kölluðu amma og afí í okkur og þegar inn var kom- ið beið okkar hvíta kakan hennar ömmu sem var eitt mesta lostæti sem til var, og var ekkert betra en að sitja í eldhúsinu með ömmu og afa með glas af mjólk í hönd og gæða sér á hvítu kökunni. Elsku amma Magga, við vitum að afí, Addi sonur þinn og Binni taka vel á móti þér. Blessuð sé minning þín. Gunnar, Einar og Birna. Mig langar að minnast tengdamóð- ur minnar Margrétar Gunnlaugs- dóttur sem lést 19. apríl sl. Margar minningar frá liðnum áruim mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Hún var húsmóðir á stóru heimili með marga unglinga þegar ég kynntist henni sem væntanleg tengdadóttir. Hún tók mér mjög vel og var alla tíð kært með okkur. Það urðu mikl- ar breytingar á stuttum tíma hjá henni þegar tengdafaðir minn lést og yngstu börnin þeirra giftu sig og fóru að heiman. Barnabörnunum fjölgaði og sum árin fæddust þijú á ári. Hún lét sér ávallt annt um hópinn sinn. Það var oft glatt á hjalla þegar allur hópurinn hittist hjá Margréti í kaffi á sunnudögum og tyllidögum. Hún var með boð fyrir okkur öll á jóladag meðan þrek og heilsa leyfði. Hún fagnaði okkur alltaf þegar við komum til hennar og alltaf átti hún eitthvað gott með kaffinu. Hún hafði mikla ánægju af alls kyns hannyrðum. Þær eru ófáar flíkurnar sem hún hefur saumað og pijónað handa sínu fólki. Hún var oft hjá okkur á aðfangadagskvöld okkur til mikillar ánægju ekki síst börnum okkar sem hlökkuðu alltaf til þess að amma kæmi brosandi og glöð í jólaskapi. Það munu alltaf verða ótal góðar MINNINGAR Afí var stoltur maður, bæði af sjálfum sér og fjölskyldu, sérstak- lega hafði hann í miklum hávegum þá muni sem Ásgeir langafi smíð- aði og þá sér í lagi þær níu fiðlur sem hann smíðaði. Afí varði ómældum tíma við að útbúa bækl- ing fyrir okkur barnabörnin og börn um þessa muni svo að við gætum verið eins stolt af því sem faðir hann hafði smíðað og hann. Einnig vann hann ötullega að því að útbúa ættarskrá fyrir okkur svo að við gleymdum ekki hverra manna við værum. Á seinni árum hóf afí að læra listmálun og er það samdóma álit margra að mikill glæsi'.'úki og fag- mennska sé yfír þeim verkum sem hann lætur nú eftir sig, fjöldi lista- verka hans prýðir nú veggi VR- hússins í Hvassaleiti og man ég hvað stoltur afí var er hann leiddi mig um allt húsið til að sýna mér verkin sín eftir að ég kom úr námi mínu. Afí gantaðist við mig, þann sem ritar þessi orð, oftar en ekki um það að upphafíð að mínum ákvörð- unum um að læra hótel- og veit- ingarekstur væri komið frá honum þar sem foreldrar hans Ásgeir og Guðrún sáu um rekstur á Uppsöl- um, litlu hóteli og veitingastað við Hafnarstræti. Vel má vera að það sé arfgengt eins og afí vildi í gamni meina, en ef svo er þá mun það vera ánægjuleg minning um hann afa hvert skipti sem ég fer í vinn- una. Þegar andlát verða með svo snöggum hætti eins og varð með hann afa okkar getum við ekki annað en hugsað um okkar kveðju- stund, hvernig, hvenær, og þá hvar hún muni verða. En sem betur fer veit enginn sinn tíma fyrr en hann kemur. Sumir munu halda að sá er ritar þau orð sem á eftir fara sé kaldhæðnislegur. Kannski var þetta besta leiðin til þess að kveðja þennan heim, að hafa notið góðrar og mikillar gleði í leikhúsinu aðeins skömmum áður, og heldur maður í þá trú að þar hafí afi hlegið mik- ið og skemmt sér vel. En nú er Einar afi farinn og kannski á vit einhvers sem betra er, en a.m.k. hefur hann nú sameinast Karlottu ömmu aftur og vitum við að þau munu vaka yfír okkur eins og amma hefur gert hingað til. Bamabömjn, Stefán Örn Þórisson, Ingibjörg Ásta Þórisdóttir, Sigþór Þórisson. minningar tengdar henni. Við sökn- um hennar öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Margrétar Gunnlaugsdóttur. Inga. Hún elsku amma okkar er dáin. Það er svo skrýtin tilfinning að amma sé farin af því að það var alltaf svo gott að koma til hennar. Hún var svo hlý og góð og tók manni alltaf opnum örmum. Við systkinin eigum svo ljúfar minningar því oft fengum við að gista hjá ömmu þegar við vorum lítil og þá var svo gaman að spila og spjalla saman. Hún sagði okkur svo margar sögur frá æskuárum sínum. Við munum alltaf eftir há- degisstundunum okkar saman því þá báðum við yfirleitt um fiskiboll- urnar hennar og meðlæti og þetta var svo ofboðslega gott. Steina fannst þetta svo gott að hann bað hana einu sinni þegar hann var sjö ára að elda svona fyrir sig á að- fangadagskvöld sem hún og gerði og hann borðaði þetta með bestu lyst meðan við, mamma og pabbi borðuðum hamborgarhrygg. Þessar minningar munu ylja okk- ur um hjartarætur um ókomna GUÐMUNDUR DIÐRIK SIG URÐSSON Guðmundur Diðrik Sigurðs- son fæddist 25.8. 1914 að Stekk í Garðahreppi. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 18. apríl sl. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon frá Digranesi í Kjós og Helga Eiríksdóttir frá Kjarnholtum í Biskupstungum. Hann var kvæntur Guðrúnu Hansdótt- ur, f. 21.10. 1920, d. 2.11. 1993. Þau eignuðust saman sjö börn og eru sex á lífi: Hlöðver, f. 25.8. 1939, Hjalti Már, f. 23.12. 1940, Ás- laug Hrund, f. 2.2. 1942, Guð- mundur Helgi, f. 2.1. 1947, Hildur Rannveig, f. 13.12.1952, Kristín Lilja, f. 28.2. 1956, og Sigrún Helga, f. 9.9. 1958. Dið- rik verður jarðsunginn frá Hrunakirkju í dag, 28. apríl, og hefst athöfnin kl. 14. dýravinur. Hann var næmur maður á allt sem óx og greri hvort sem það var blómið eitt eða mannssálin sjálf. • Ég veit að þú varst sáttur og ég vil þakka þér, elsku afi, fyrir allt sem ég fékk upp- lifað með þér og ömmu sem nú tekur þér opnum örmum. í dag dvelur hugurinn hjá ykkur sem voruð mér svo kær og sam- eiginlega förum við með bænina okkar sem er minn styrkur. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt Ijósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að skoða. (Matthías Jochumsson) NOKKUR kveðjuorð til þín, elsku afi, sem í dag verður til moldar borinn frá Hruna í Hrunamanna- hreppi. Margt ber að þakka og kveðju- stundin er tregabundin en í leiðinni minnist ég góðra stunda sem ég átti með afa og ömmu heima á Kanastöðum, þar sem við bama- bömin þeirra vomm umvafin góð- vild þeirra og hlýju. Hjá afa og ömmu dvaldi ég oft og kom nær daglega enda bjó ég í nábýli við þau. Þau bjuggu stóru búi og þar voru næg verkefni fyrir smáar hendur og alltaf eitthvað spennandi að gerast. Afí var glaðlyndur og gamansamur maður og við hlið hans var gott að vinna, hann fræddi okkur um lífið og tilveruna og gat svarað forvitnum barnsspurningum okkar endalaust. Hann lagði mikið uppúr því að gera okkur að góðum þegnum þessa la'nds, lagði áherslu á heiðarleika og æðruleysi. Afí var vel gerður maður, ákaf- lega fróður um land og þjóð, hann var búmaður af lífi og sál, hafði næmt auga fyrir náttúmfegurð enda mikill náttúruunnandi og framtíð og við munum sárt sakna hennar. En nú vitum við að hún er þar sem hún mun ekki lengur vera þjáð. Blessuð sé minning hennar elsku ömmu okkar. Katrín og Steinar. Síðustu daga hefur hugur minn reik- að til þeirra stunda sem ég átti með Möggu ömmu. Ég get séð fyrir mér eldhúsið hennar á Kleppsveginum þar sem ég sit við eldhúsborðið með mjókurglas og kökusneið og hún að sýsla í eldhúsinu. Amma átti alltaf kökur þegar gesti bar að garði sem var ansi oft enda stór fjölskylda. Oft bað ég hana að sýna mér gervi- tennurnar sínar við misjafnan fögn- uð viðstaddra en iðulega varð mér að ósk minni og á eftir skellihló hún, líklega að svipnum á andliti mínu því mér fannst þetta alveg stórmerkilegt. Amma bjó í nágrenni við mig þegar ég var lítil og hjólaði ég þá stundum til hennar og fékk að drekka hjá henni og hlustaði á hana segja prakkarasögur af pabba eða sögur af lífinu I sveitinni en hún hafði alltaf gaman af að segja frá sveitinni sinni. Á þessum árum kenndi hún mér líka að pijóna og hekla en hún var mjög lagin í hönd- unum og prjónaði og saumaði mikið í gegnum tíðina. Góður guð geymir nú ömmu en minningarnar um hana lifa í huga mínum. Blessuð sé minning Möggu ömmu' Margrét. Guðrún Svava Hlöðversdóttir. Okkur langar til að kveðja afa okkar Diðrik Sigurðsson, eða „afa á Kanastöðum" eins og við kölluð- um hann alltaf, með fáeinum orð- um. Afi og amma á Kanastöðum voru meðal miðpunkta tilveru okk- ar systkinanna. Við eldri systkinin vorum í sveit hjá þeim öllum sumrum og þau yngri komu reglulega í heimsókn. Það var alltaf líf og fjör á Kanastöð- um, mikið af fólki og stöðugur gestagangur, því var það ágætis tilbreyting fyrir okkur borgarbörn- in að hoppa inn í hringiðu sveitar- innar á vorin eftir tilbreytingarleysi skóladaganna, skipta um umhverfi og sjá og skynja lífið ög tilveruna frá öðru sjónarhorni. Afi hafði alltaf dálæti á börnum og því var það í hans reikning að við höfðum helstu kennileiti Suður- landsundirlendisins á hreinu og ■ kunnum íslensku flóruna betur en skólabækurnar eftir sumardvöl á Kanastöðum. Við systkinin eigum okkur öll sérstakar minningar, og eflaust mismiklar frá afa og sveit- inni hans og hvort sem þessar minn«— ingar fela í sér fjöruferðir um Land- eyjasand, ferðalög um sveitimar í Land Rovernum hans afa (í augum okkar krakkanna virtist afí þekkja alla), sauðburðinn, heyskapinn, dag- legt líf í sveitinni eða bara sunnu- dagsbíltúra fjölskyldunnar úr borg- inni austur á Kanastaði, þá skilja þær eftir í hugum okkar sjónarhom sem við áttum ekki tækifæri á að kynnast annarstaðar og færðu okk- ur nær náttúrunni. Fyrir einu og hálfu ári kvaddi amma okkar, Guðrún Hansdóttir, eftir langvarandi veikindi og þá brá afí búi og fluttist í fæðingarbæ sinn Hafnarfjörðinn. Þar með voru tengsl okkar við sveitina rofín og skrýtin tilfinning að geta ekki leng- ur farið austur í Landeyjar og horf- ið á vit sveitarómantíkur um stund. Það hefur því án efa verið erfítt fyrir afa að slíta sig upp með rótum eftir hartnær 50 ára farsæla bú- setu á Kanastöðum. Athafnamenn eins og afi þurfa ætíð að hafa eitt- hvað fyrir stafni og því undi hann sér illa í fjötrum lúins líkama. Hann er því eflaust frelsinu feginn og kominn í félagsskap ömmu. Megi Guð geyma þau. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast, fær aldregi, eilífð að skilið. (J. Hallgrímsson) Vilborg, Álfhildur, Hjalti, Áslaug og Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.