Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum sjöfaldast að raungildi á 25 árum Voru24% 1980 en orðnar 136%ífyrra SKULDIR heimilanna gagnvart lánakerfmu hafa vaxið úr 36 millj- örðum króna frá árslokum 1968 í 293 milljarða um síðustu áramót, eða alls um 257 milljarða. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtalna mánað- arins og miðað er við verðlag í árslok 1994. Meirihluti skuldanna, eða 162 milljarðar, er við byggingarsjóði rík- isins. Þá eru 233 milljarðar af skuld- um heimilanna til langstíma. Það eru skuldir við byggingarsjóði, lífeyris- sjóði og Lánasjóð íslenskra láns- manna. Skuldir heimila hafa aukist úr 24% af ráðstöfunartekjum þeirra árið 1980 í 136% árið 1994. Sem hlutfall af eignum hafa skuldir heimila aukist mjög á þessum tíma. Þær voru 40% árið 1994, án áætlaðrar eignar heim- ila í líféyrissjóðum, en 31% að þeim meðtöldum. Samsvarandi tölur árið 1980 voru 11% án áætiaðrar eignar í lífeyrissjóðum og 10% að þeim meðt- öldum. Greinileg aukning er í vægi lífeyrissjóða í eignum heimila. I Hagtölum mánaðarins er fjallað um skuldir heimila við banka, íjár- festingarlánasjóði, þ.m.t. byggingar- sjóði ríkisins, llfeyrissjóði, lánasjóði ríkisins, tryggingarfélög og verð- bréfasjóði. Hvorki er gert ráð fyrir að heimilin skuldi erlendum aðilum né eignarleigum, enda þó þess séu dæmi að eignarleigur fjármagni t.d bifreiðakaup einstaklinga. Vægi húsbréfakerfis Af skuldum heimilda er meira en helmingur, 162 milljarðar, við bygg- ingarsjóði ríkisins. Fram kemur að þær skuldir hafa aukist um 90 millj- arða á föstu verði frá árslokum 1989 þegar húsbréfakerfinu var komið á. Ennfremur segir að með tilkomu húsbréfanna hafi átt sér stað nokkur kerfísbreyting á markaði fyrir íbúð- arhúsnæði þar sem í stað beinna ráðstöfunartekna á milli kaupenda og seljenda í viðskiptum með íbúðar- húsnæði kom milliganga byggingar- sjóða ríkisins. Með húsbréfakerfínu hafí orðið umtalsverð aukning lána til kaupa á notuðu húsnæði, þannig að verið væri að endurfjármagna stóran hluta íbúðarhúsnæðis sem áður var að mestu skuld við einkaað- ila utan lánakerfis. Önnur breyting sem skýrir auknar skuldir heimila við byggingarsjóði ríkisins er að þeir hafa að nokkru tekið við hlutverki lífeyrissjóða. Þannig hefur hlutdeiid lífeyrissjóða í skuldum heimila lækkáð úr 33% árið 1983 í 12% I árslok 1994. Skuldir heimila við innlánsstofn- anir voru 57,7 milljarðar í árslok 1994 eða um 20% af skuldum heimil- anna gagnvart lánakerfínu. Þær hafa aukist um tíu milljarða að raungildi frá 1991. Fjórði stærsti lánardrottinn íslenskra heimila er Lánasjóður ís- lenskra námsmanna. Skuldimar við hann vom 34,5 milljarðar í árslok 1994 og hafa þær skuldir aukist með svipuðu móti og aðrar skuldir heim- ila frá 1983. Meiri eignir Á móti skuldum heimila standa tölu- vert meiri eignir í fasteignum, bifreið- um og ýmsum fjáreignum, s.s. fijáls- um spamaði og innistæðum í lífeyris- sjóðum. Rauneignir heimila í árslok 1994 vom metnar á um 542,5 millj- arða og ýmsar fjáreignir á um 185,1 milljarð. Miðað við skuldir upp á 293 milljarða er fjáreignastaða heimila neikvæð um 107,8 milljarða. Þegar tekið er tillit til eignar heimila í Iífeyr- issjóðum, sem er metin á um 229,5 milljarða, er fjáreignastaða heimil- anna jákvæð um 121,7 milljarða. Eigjð fé heimila, að meðtalinni eign I lífeyrissjóðum var 664,1 millj- arður í ársiok 1994 á verðlagi þess árs, og hafði aukist um 163% frá 1968. Eigið fé heimila án lífeyris- sjóða, sem er metið á 435 milljarða í árslok 1994, hafði hins vegar minnkað að raungildi frá árinu 1990 þegar það var um 482 milljarðar. AÐALFUNDUR 1995 Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl 1995 í mateal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnartil að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega uþþ borinn. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK Skuldir heimilanna 1980-1994 Hlutfall af ráðst.tekjum .rtrH H H '80 ‘82 '84 '86 ‘88 Hlutfallsleg skipting skulda heimilanna 1975-1994 1975 1980 1985 1990 1994 Bankar og sparisjóðir Lausafjárstaðan réttir úr kútnum LAU S AFJÁRSTAÐA banka og sparisjóða hefur verið að batna upp á síðkastið eftir mikla rýmun und- angengna 12 mánuði. I lok mars áttu bankarnir 15,8 milljarða í lausafé og hafði það rýrnað um 7,6 milljarða frá sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur stafaði af aukn- ingu á almennum útlánum en þau jukust um 8,8 milljarða á tímabil- inu. Því fé var ráðstafað til að greiða niður endurlánað. erlent lánsfé sem hefur dregist saman um 9-10 milljarða. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, segir að lausafjár- staða banka og sparisjóða hafi verið að lagast að undanförnu. „Bankarnir áttu mikið af ríkisvíxl- um síðastliðið vor og sumar en töldu sig fá of lága ávöxtun. Þeir virðast hafa tekið þá ákvörðun að auka almenn útlán á kostnað ríkis- víxla. Ég held að þessi þróun hafi verið að snúast við því bankar eru byijaðir að kaupa ríkisvíxla að ,nýju.“ Hann benti á að Seðlabankinn hefði gripið til aðgerða þann 10. mars sem hefðu knúið bankana til að mynda meira lausafé. Svokall- aður reikningskvóti banka í Seðla- bankanum hefði verið lækkaður um helming og viðskiptum hætt með endurkaupasamninga. Aðspurður um hvort einhver bankanna hefði farið undir tilskilið 10% lausafjárhlutfall Seðlabank- ans að undanförnu og þurft að greiða sektir af þeim sökum sagði Yngvi Örn að svo væri ekki. „í síðasta uppgjöri frá því í lok mars var meðaltal lausafjárhlutfallsins rúmlega 13% en lægsta hlutfallið var 11,08%. Hins vegar er apríl- mánuður bönkunum oft þungur í skauti vegna greiðslu virðisauka- skatts en þeir virðast hafa rétt lausafjárstöðuna við eftir það.“ Spariskír- teini keypt og seld til að fá þóknunar- tekjur FULLVÍST er talið að hluti viðskipta með spariskírteini í þessari viku á verðbréfamark- aði hafi haft þann tilgang ein- an að afla verðbréfafyrirtækj- um þóknanatekna frá Lána- sýslu ríkisins. Frá því Seðlabankinn setti fram ný og hærri tilboð í spari- skírteini á þinginu í byijun vikunnar hafa viðskipti þar nær eingöngu falist í að bank- inn hefur keypt skírteini af verðbréfafyrirtækjum. Þannig seldu Fjárfestingarfélagið Skandia hf. og Kaupþing hf. spariskírteini til bankans fyrir samtals 406 milljónir í vik- unni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. í útboði Lánasýslu ríkisins á miðvikudag voru samþykkt til- boð í ný spariskírteini með svip- uðum kjörum og kaupávöxtun- arkrafa Seðlabankans á Verð- bréfaþingi í sambærileg skír- teini. Lánasýslan tók tilboðum að fjárhæð 611 milljónir þannig að fyrirtækin gátu tryggt sér ný skírteini I stað þeirra sem Seðlabankinn hafði keypt deg- inum áður á sömu kjörum. Þar að auki greiðir Lána- sýsla ríkisins verðbréfafyrir- tækjunum 0,04-0,06% þóknun fyrir spariskírteini sem þau kaupa í útboðinu. Ef miðað er við að þóknun hafi verið að meðaltali nálægt 0,05% skila 400 milljóna kaup um 2 millj- ónum í þóknunartekjur. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var a.m.k. hluti þessara viðskipta settur á svið í þeim tilgangi að afla þóknanatekna. Ef 406 milljónir hafa farið áðumefnda leið í fjármálakerfínu nema nettó- kaup á spariskírteinum einung- is liðlega 200 milljónum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu einhver verðbréfafyrirtækjanna hafa leikið þennan leik margoft í kringum útboð Lánasýslu rík- isins meðan Seðlabankinn stundaði öfluga viðskiptavakt með spariskírteini á síðasta ári og þau haft af því nokkrar tekjur. Umhverfisviðurkenning Iðnlánasjóðs veitt í fjórða sinn Hver fær Vemd? UMHVERFISVIÐURKENNING Iðnlánasjóðs verður veitt í fjórða sinn á næstunni. Nefnd skipuð fulltrúum frá sjóðnum, umhverfisráðuneyti og Vinnu- eftirliti ríkisins hefur síðustu vikur verið að skoða fyrirtæki sem koma til álita og verður niðurstaða nefndarinnar kynnt á ársfundi sjóðsins 2. maí næst- komandi, að því er fram kemur í frétt frá Iðnlánasjóði. Þar kemur einnig fram að fljótlega eftir að Iðnlánasjóður hóf sjálfstæðan rekstur var tek- in ákvörðun um að gera um- hverfismálum skil í stefnu og starfsemi sjóðsins. Sveitarfélög- um og fyrirtækjum er boðið upp á fyrirgreiðslu til umhverfis- verndar og hafa nýtt sér það í nokkrum mæli. Árlega eru veitt sérstök verðlaun eða viðurkenn- ing til fyrirtækis sem skarar fram úr fyrir góðan aðbúnað, öryggi starfsmanna og um- hverfisvernd. Viðurkenningin er listaverk eftir Magnús Tóm- asson myndlistarmann, „Vernd“, sem listamaðurinn gerði sérstaklega fyrir sjóðinn. Árið 1992 hlaut lyfjafyrir- tækið Delta hf. umhverfisviður- kenningu Iðnlánasjóðs, Hekla hf. 1993, Sæplasthf. 1994 og þriðjudaginn 2. maí kemur í ljós hver fær „Vernd“ í ár. Nefnd sú sem velur viðkom- andi fyrirtæki er skipuð Sigur- björgu Sæmundsdóttur frá um- hverfisráðuneytinu, Guðmundi Emilssyni frá Vinnueftirliti ríkisins, Geir Gunnlaugssyni, sljórnarformanni Iðnlánasjóðs og Braga Hannessyni forstjóra sjóðsins. LISTAVERKIÐ Vernd eftir Magnús Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.