Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 21 LISTIR Norsk kvikmynd hlut- skörpust í Rouen NORSKA myndin „Ti kniver í hjert- et“ eftir Maríus Holst var af dóm- nefnd kjörin besta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen í Frakk- landi í ár. Og sama mynd var af kvik- myndagestum líka valin besta myndin á hátíðinni. Dönsku leikaramir Kim Bodnia og Ulla Henningsen hlutu verðlaun fyrir bestan leik í karlhlut- verki og í kvenhlutverki. Pressuverð- launin fékk sænsk mynd, Stóra hjólið eftir Clas Lindberg, og í hennar hlut komu líka verðlaun dómnefndar ungs Evrópufólks. Átta myndir frá Norðurlöndum og Eistlandi tóku þátt i' aðalkeppninni. Þar á meðal ein frá Islandi, Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar. Ekki voru aðrar íslenskar kvikmyndir sýndar í ár. I sambandi við kvikmyndahátíðina stóð Arkitektaskóli Normandí fyrir sýningu er nefndist Börn og arkitekt- úr. Kolbrún Þóra Oddsdóttir frá Borgarskipulagi kynnti þar m.a. með videomynd leikvelli og gæsluvelli í Reykjavík. Verðlaunamyndin „Ti kniver i hjertet" fjallar um 13 ára gamlan dreng, sem eftir að faðir hans verð- ur fyrir slysi og móðir hans fer að hegða sér undarlega, kynnist dular- fullum pilti, Frank, og þetta sumar verður drengurinn fullorðinn. Þetta er fyrsta kvikmynd Norðmannsins Mariusar Holst í fullri lengd. En hann er upprennandi kvikmynda- stjóri, er hlaut Dramaverðlaunin hjá BBC þegar hann útskrifaðist 1990 í London og var tilnefndur til Stud- ent Aeademy Award í Los Angeles fyrir aðra mynd. Ulla Henningsen hlaut verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk móður í dönsku mynd- inni Carmen og Adrian eftir Jon Bang Carlsen. Og Kim Bodnia var af dómnefnd kjörinn besti norræni karlleikarinn fyrir titilhlutverkið í dönsku myndinni Næturvörðurinn eftir Ole Bornedal. Drengurinn Ottó í norsku verðlauna- myndinni „Ti kniver i hjertet", en hann upplifir þar dularfullt sumar. Belvedere söngvárakeppnin Jóhann Smári kom- inn í undanúrslit BASSASÖNGVAR- INN Jóhann Smári Sævarsson er kominn í undanúrslit alþjóð- legu söngvarakeppn- innar Belvedere sem hefjast í Vínarborg 10. júlí næstkomandi. Tvö þúsund óperusöngvar- ar tóku þátt í undan- keppninni sem haldin var nýverið í 25 borg- um víðsvegar um heiminn og komust 75 þeirra í undanúrslit. Jóhann Smári spreytti sig í Dublin en þar komust þrír af þrjátíu söngvurum áfram. Jóhann Smári mun ljúka námi frá Royal College of Music í London í vor. Hann er afar ánægður með árangurinn enda mun keppnin hafa verið óvenju hörð þar sem fjöldi atvinnusöngvara var meðal þátttak- enda. Flest helstu óperuhús heimsins munu eiga fulltrúa í dómnefndinni i Vínarborg. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir ungan söngvara í atvinnuleit. Jóhann Smári er í það minnsta sannfærður um að það muni spara sér mikinn tíma að geta sungið fyr- ir alla þessa aðila í einu. „Þessi keppni er svo stór og sterk að ef eitt- hvað gerist í mínum atvinnumálum fyrir næsta ár þá verður það í tengslum við hana. Þetta er í raun besti stökkpallurinn sem ég gat óskað mér.“ Sjö söngvarar í úrslit Keppnin í Vinarborg mun standa í viku. Fyrstu tvo dagana fá keppendurnir 75 að syngja eina aríu hver. Að sögn Jó- hanns Smára þurfa þeir að ná 17 stigum af 20 mögulegum til að komast áfram í aðra umferð. Að lokum muni síðan sjö söngvarar reyna með sér í úrslitum. Jóhann Smári hefur í mörg horn að líta um þessar mundir. Næsta stóra verkefnið sem hann tekst á hendur verður flutningur á völdum atriðum úr frægum óperum ásamt nokkrum öðrum söngvurum í Royal Albert Hall. Jóhann Smári Sævarsson prentarar loksins fáanlegir á Islandi Canon prentarar hafa margsinnis fengið frábæra dóma í virtum tölvublöðum og hina eftirsóttu viðurkenningu Best Buy. Nú eru þeir loksins fáanlegir hér á landi. i „Bestu kaupin á prentara (dag“ Printers Buyer’s Guide and Handbook 1995 Winter, um BJ 200 og BJ 230. BJ1 Osx bleksprautuprentari 360 punkta upplausn 83 stafir á sek. Tilvalinn fyrir þá sem vilja mikil gæði en ekki kosta miklu til, hentar einnig fartölvueigendum, þar sem hann getur gengið fyrir raflilöðum. Mjög hljóðlátur. Kynningarverð: Aðeins 19.900 kr. (í stað 24.900 kr.). BJ 200 bleksprautuprentari 360 punkta upplausn 248 stafir á sek. Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A4 Tilvalinn skrifstofuprentari. Snöggur, mjög hljóðlátur og tekur lítið pláss. Kynningarverð: Aðeins 26.900 kr. (í stað 29.900 kr.) BJ 230 bleksprautuprentari 360 punkta upplausn Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A3 248 stafir á sek. Tilvalinn fyrir þá sem starfa í útlitshönnun og aðra sem vilja geta prentað í stærðinni A3. Kynningarverð: Aðeins 44.900 kr. (í stað 51.900 kr.). BJC 600 litableksprautuprentari 360 punkta upplausn Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A4 240 stafir á sek. Tilvalinn fyrir þá sem prenta mikið og gera kröfu um góðan lit. Mjög hagkvæmur í rekstri. Stök blekfylling er fyrir hvern lit og kostar hver fylling innan við 1300 kr. Getur prentað á venjulegan pappír. Kynningarverð: Aðeins 57.900 kr. (í stað 69.900 kr.). BJC 800 litableksprautuprentari 360 punkta upplausn Prentar á umslög, glærur og allar stærðir allt að A3 600 stafir á sek. Apple- og PC samhæfður Tilvalinn fyrir hönnuði og aðra sem vilja gæða-litprentun. Mjög hagkvæmur í rekstri. Prentar á venjulegan pappír. Stök blekfylling fyrit hvern lit. Kynníngarverð: Aðeins 169.900 kr. (í stað 189.900 kr.). 2 •r 5 * Komdu og skodadu = ÖRTÖLVUTÆKNI = ~ Sjón er sögu ríkari Skeifunni 17, sími 568 7220 Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 80 ára afmœli mínu 17. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Una Thorberg Eliasdóttir, Tjarnarhraut 19, Bíldudal. Eitt blab fyrir alla! iNorgpmMabíb - kjarni málsius!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.