Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 AÐSENPAR GREINAR ~ Framtíð Lyfja- verslunar Islands NOKKUR umræða hefur verið um Lyfjaverslun Islands að undan- förnu vegna væntanlegs aðalfund- ar félagsins sem haldinn verður laugardaginn 29. apríl næstkom- andi. Ég er einn af forsvarsmönn- um hluthafahóps sem hefur ákveð- ið að standa að stjómarframboði .á væntanlegum aðalfundi og vil I því sambandi nota þetta tækifæri til að skýra hvað fyrir okkur vakir og hveijir verða í framboði fyrir okkur. Núverandi staða Eftir að Lyfjaverslunin var gerð að hlutafélagi á síðasta ári og allt hlutafé ríkisins selt í tvennu lagi eru hluthafar 1.629 talsins, allir með mjög lítinn hlut. í íslenskri atvinnusögu eru ekki mörg dæmi um hliðstæða dreifingu á hlutafé í einu félagi og þarf hugsanlega að fara allt aftur til stofnunar á óskabami þjóðarinnar, Eimskip, til að fínna hliðstæðu, þótt valdahlut- föll í því félagi hafí breyst verulega frá stofnun þess. Aður en hlutaféð í Lyfjaversluninni var selt skipaði fyrrverandi eigandi, þ.e. ríkissjóð- ur, félaginu fímm manna stjóm og situr hún enn. Hún mun því hafa starfað frá því síðla á síðasta ári. Það má færa fyrir því gild rök að hlutverk þessarar stjórnar hafí eingöngu verið að tryggja það að sala á hlutabréfum ríkisins færi eðlilega fram og að undirbúa félag- ið undir þá breytingu sem er því samfara að hætta að vera ríkisfyr- irtæki, en verða í staðinn að hluta- félagi í almenningseign og upplýsa hluthafa um gang mála hjá félag- inu. Þess vegna teljum við að hlut- verki þessarar stjómar Ijúki á næsta aðalfundi félagsins. Núverandi stjórn félagsins hefur algerlega brugðist upplýsinga- skyldu sinni við okkur hluthafana. Frá því að við keyptum hluti okkar höfum við ekki verið upplýstir, hvorki í fréttabréfí né auglýsing- um, um hvað stjórnin er að hafast að og hvað hún hyggst fyrir. Með öðram orðum hafa hluthafar verið í algera myrkri um hvað hefur verið að gerast í félaginu síðustu mánuði. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu einni, hlaut að koma að því að hópar hluthafa létu frá sér heyra. Þá má benda á augljósa hags- munaárekstra sem nokkrir núver- andi stjómarmenn hljóta að vera í vegna daglegra starfa sinna. Læknar og sérstaklega yfírlæknar era einn stærsti markhópur lyfja- fyrirtækja og sölumenn lyfjafyrir- tækja vita sem er að val um lyfja- kaup fer m.a. fram á þeirra vegum og er það slæmt ef einn stjómar- manna í Lyfjaverslun, sem jafn- framt tilheyrir þessum markhópi, hefur ekki áttað sig á þessu. Mér er það einnig til efs að sjúklingar verði reiðubúnir að leggjast inn á sjúkra- hús þar sem innkaupa- stjóra er alfarið falið að sjá um lyfjakaup en læknar spítalans komi þar hvergi nærri eins og skilja má á Einari Stefánssyni Mbl. 22. apríl sl. að sé fyrirkomulagið þar sem hann starfar. Hugmyndir okkar Það var sérstaða á dreifíngu hlutafjár í Lyljaversluninni og þögn núverandi stjórn- ar sem varð kveikjan að því að við ákváðum að láta á það reyna hvort grandvöllur væri fyrir því að mynda stóran hóp hlut- hafa, sem hefði það að markmiði Við stöndum í þessu sem óbreyttir hluthafar, segir Jón Þorsteinn Gunnarsson, ogtengj- umst á engan hátt nein- um hagsmunahópum. að komast til áhrifa í stjóm félags- ins og þar með standa vörð um hagsmuni hinna smáu hluthafa og tryggja áframhaldandi góðan rekstur félagsins og sjálfstæði þess í síbreytilegu umhverfí íslenskra fyrirtækja. Við leggjum á það sérstaka áherslu að við erum að þessu ein- göngu sem óbreyttir hluthafar og einstaklingar, en tengjumst ekki á neinn hátt neinum hagsmunahópi eða fyrirtækjum sem kynnu að vilja komast til áhrifa í Lyfjaverslun- inni. Við viljum stuðla að því að Lyíjaverslunin eflist og dafni sem leiðandi fyrirtæki í sinni starfs- grein undir stjórn hæfra stjórn- enda, notfæri sér þau sóknartæki- færi sem kunna að bjóðast, og verði á hveijum tíma með í þjón- ustu sinni besta fáanlega starfs- menn sem völ er á. Við erum á engan hátt, með aðgerðum okkar, að lýsa vantrú á núverandi starfs- menn félagsins eða störf þeirra til þessa. Við viljum þvert á móti stuðla að því að það myndist gagn- kvæmt traust milli starfsmanna og hluthafa um velferð Lyfjaversl- unarinnar. Innan Lyfjaverslunar er gríðar- leg þekking á lyfjum og lyfjafram- leiðslu og er það mat margra að fyrirtækið sé frekar framleiðslu- sinnað heldur en markaðssinnað. Einmitt þess vegna teljum við heppilegt að fá meiri breidd inn í stjórn þess, sem nýtist einnig til að styrkja félagið í því að beita réttri aðferða- fræði við stefnumótun þess til lengri og skemmri tíma, en nú- verandi stjórnarmenn hafa einmitt viður- kennt að slík vinna hafí ekki farið fram. Það eru ekki mjög sjó- aðir stjórnarmenn sem halda því fram að slík vinna skuli helst vera framkvæmd af lækn- um og lyíjafræðingum í félagi sem þessu. Þau rök hafa einnig heyrst að mikil þekking og reynsla sé til staðar hjá núverandi stjórn. Á það ber þá að benda að stjómin hefur ein- ungis starfað í níu mánuði og það ætti því að vera auðvelt fyrir nýja stjórnarmenn að setja sig inn í ruálin á tiltölulega skömmum tíma. Það er Lyfjaversluninni fyrir bestu að í stjórn hennar séu ein- staklingar sem hafa til samans faglega þekkingu á fyrirtækja- rekstri, almenna yfirsýn yfir ís- lenskt og erlent atvinnulíf, tækni- þekkingu á framleiðslustarfsemi og þekkingu á lyíjafræði. Raunar hlýtur þekking á lyfjafræði að vera svo yfirgripsmikil hjá öllum þeim fjölda lyfjafræðinga sem starfa hjá félaginu, að þeim kann að vera hollt að heyra sjónarmið aðila með annan bakgrann. Stjórn félagsins þarf síðan að vinna faglega að málefnum þess og sinna upplýs- ingaskyldu sinni við hinn almenna hluthafa. Frambjóðendur Upphaflega var það hugmynd okkar að bjóða fram tvo til þijá menn til stjórnar Lyfjaverslunar. En eftir að ljóst var að fjórir af núverandi stjórnarmönnum ásamt einum starfsmanni höfðu samein- ast um stjórnarkjör og vilja þannig hindra að nokkur nýr aðili komist til valda sem fulltrúi nýrra eig- enda, þá höfum við ákveðið að bjóða einnig fram fimm manns. Þeir era: Bolli Héðinsson, sérfræðingur í erlendum viðskiptum hjá Búnaðar- bankanum. Jón Bernódusson verk- fræðingur. Jón Þorsteinn Gunnars- son, rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri. Dr. Pétur K. Maack, prófessor í rekstrarverk- fræði við verkfræðideild Háskól- ans. Úlfur Sigurmundsson hag- fræðingur, fyrrv. framkvæmda- stjóri Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins. Lokaorð Nú hefur ársreikningur Lyfja- verslunarinnar fyrir 1994 verið birtur. Því miður veldur afkoman vonbrigðum, en vonandi munum við sjá hana betri á næstu árum. Raunar er ég fullviss um að afkom- an mun verða önnur og betri þegar fyrirtækinu hefur verið mörkuð metnaðarfull stefna til framtíðar. Markmið þess hluthafahóps sem ég er í forsvari fyrir er að standa vörð um hlutafé okkar í Lyíjaversl- un Islands og tryggja að félagið haldi áfram að vaxa og dafna eig- endum sínum og starfsmönnum til hagsbóta um ókomna framtíð. Ég vil hvetja alla hluthafa sem tök hafa á að mæta á aðalfund félags- ins næstkomandi laugardag og taka þátt í því að kjósa félaginu öfluga og framsækna stjórn. Höfundur er rckstrar- hagfræðingur og í forsvari fyrir hóp hluthafa sem býður fram tii stjórnar Lyfjaverslunar íslands. Ltm Vinningstölur r------------ miðvikudaqinn: 26.04.1995 VINNINQAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING II 6 af 6 2 108.180.QQ0 5 af 6 +bónus 2 727.010 5 af 6 12 64.050 Wa 1 4 af 6 625 1.950 3 af 6 +bónus 2.380 220 Aðaltölur: 32 36 BÓNUSTÖLUR 8)(31)(|) Helldarupphæð þessa viku: 220.324.970 á fst: 3.964.970 UPPltSINGAH, SÍMSVARI91- 88 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEKTAVARP 451 OIRT MEO f VRIRVARA UU PRENTVILLUR | Winníngur: fór til Danmerkur og Noregs Jón Þorsteinn Gunnarsson ______MINNIIMGAR___ EINAR ÁSGEIRSSON + Einar Ásgeirs- son var fæddur á ísafirði 16.4. 1918. Hann lést 20. apríl sl. _ Sonur hjónanna Ásgeirs Jónssonar renni- smiðs, f. 29.11. 1879, d. 10.3. 1966, og Guðrúnar Stef- ánsdóttur hótel- stýru og veitinga- manns, f. 4.9. 1885, d. 24.6. 1964. Systkini _ Einars voru Jón Ásgeirs- son, f. 26.10. 1908, d. 20.2. 1978, og Steinunn Ás- geirsdóttir, f. 21.7. 1911. Eigin- kona Einars var Karlotta Karls- dóttir, f. 15.8. 1921, d. 8.12. 1988, og áttu þau fimm börn: 1) Ásgeir Einarsson, f. 15.4. 1944, eiginkona Elín Elíasdóttir og börn þeirra Elías, Karlotta Sigurveig og Jónas Freyr. 2) Sigurveig Einarsdóttir, f. 24.11. 1948. Eiginmaður Þórir Gunn- laugsson og börn þeirra Stefán Örn, Ingibjörg Ásta og Sigþór. 3) Guðrún Einarsdóttir. Eigin- maður hennar Sölvi M. Egilsson og börn þeirra Einar Mikael, Svavar Egill, Lárus Arnar og Daníel Rúnar. 4) Einar Karl Einarsson. Fyrrverandi maki hans er Hólmfríður Jónsdóttir og börn þeirra Irena Dögg, Ingibjörg Ósk, Karl Óttar og Jón Kari. 5) Magnús Stefán Einarsson. Maki hans Dana Lind Lúthersdóttir. Útför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 28. apríl, og hefst athöfnin kl. 15.00. KÆR frændi er látinn, 77 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þegar lífsþráðurinn slitnar svona snöggt er höggið þungt og það tekur tíma fyrir aðstandendur að sætta sig við orðinn hlut. Síðasta símtal mitt við Einar móðurbróður minn var á páskadag, afmælisdag hans. Þá var hann á leið til barna sinna, sem ætluðu að halda upp á afmæli hans. Erindi mitt við hann var að þakka honum fyrir ættartölur, sem hann hafði látið gera og gefið okkur systkina- bömunum og afkomendum okkar. Við töluðum um að gaman væri að hittast og halda ættarmót. „Ég skal útvega sal,“ sagði hann. Ég hafði á orði að e.t.v. væri betra að bíða haustsins því margir væru á faralds- fæti á sumrin. Þá svar- aði hann: „Það verður nú að halda þetta áður en ég hrekk upp af.“ Dauðinn er alltaf svo íjarlægur manni. Mér datt ekki í hug að hann ætti svo skammt eftir ólifað. Einar fæddist á Isafirði og ólst þar upp. Hann var yngstur þriggja systkina. Eldri voru Jón og Steinunn, móðir mín. Guðrún móðir hans rak matsölu- og gistihúsið Uppsali af mikilli áræðni og miklum dugnaði. Ásgeir faðir hans var rennismiður, en hann var mjög hagur maður á flesta málma og tré. Hann unni einnig allri hljómlist og lék á ótalmörg hljóðfæri. Hann smíðaði fiðlur og lék einnig mjög vel á þær. Til marks um hagleik föður hans má segja frá atviki einu, sem átti sér stað er Einar var aðeins eins til tveggja ára. Dag nokkurn var hann að leika sér með skóhnepp- ara, sem notaðir vora á sínum tíma til að krækja hnöppum í gegnum leðrið á kvenskóm. Hann krækti króknum í augnholdið og reif niður neðri hluta augnkróksins. Var þá kallað á Vilmund lækni. Hann sagði að það yrði að klippa augnlokið í burtu, en foreldrar Einars vildu það ekki. Vilmundur sagði að ekki væri til nál til þess að sauma augað. Spurði þá faðir Einars hvernig nál- in þyrfti að vera og sagði þá Vil- mundur að hún ætti að vera bogin í hálfhring. Faðir hans fór upp í smiðju og beygði nálar og Vilmund- ur saumaði síðan. Þarna vora tveir snillingar að verki. Minningarnar frá uppvaxtarár- unum á ísafirði voru alltaf sterkar hjá Einari. Á veturna var farið á skíði upp í dal og á skauta á pollin- um. Á sumrin voru stundaðar íþróttir_ og farið í útilegur inn í skóg. Árið 1936 fluttu foreldrar hans til Reykjavíkur. Einar stund- aði nám í Verslunarskóla íslands. Einar var hugmyndaríkur at- hafnamaður. Á stríðsáranum byij- aði hann á vefjariðnaði í kjallara MARGRÉT GUNNLA UGSDÓTTIR + Margrét Jónína Gunnlaugsdótt- ir fæddist að Reyn- hólum í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, 3. ágþist 1912. Hún lést í Hrafnistu, Reykjavík, 19. april síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gunnlaugur Ei- ríksson bóndi, Reynhólum, f. 2.12. 1880, d. 19.10. 1947, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 19.8. 1878, d. 2.5. 1915. Systkini Margrétar eru Ingólfur, f. 1906, látinn, Þor- björg, f. 1908, látin, Ingunn, f. 1910, Guðmundur, f. 1911, Þór- dís, f. 1914 og Eiríkur Ólafur, f. 1915, látinn. Margrét giftist 31. október 1935 Einari Guðjónssyni. Hann var fæddur 27.9.1909 að Svarf- hóli, Geiradal, A-Barðastrand- arsýslu, dáinn 26.6. 1973. For- eldrar hans voru Guðmundina Jóns- dóttir og Guðjón Sig- urðsson. Börn þeirra eru: Þorbjörg Ragn- hildur, f. 11.10. 1934, gift Gunnlaugi Gunn- arssyni, Árni Ágúst, f. 29.1. 1936, d. 18.6. 1988, Kristín, f. 20.6. 1942, gift Ein- ari Hjaltasyni, Jón Hólm, f. 20.5. 1947, kvæntur Huldu Björnsdóttur, Gunnlaugur Guð- jón, f. 9.11. 1947, kvæntur Jónu Har- aldsdóttur, Hafdís Margrét, f. 2.4. 1950, gift Gunnari Fjeldsted, Ingvar, f. 28.3. 1952, kvæntur Ingiríði Þórisdóttur, og Kjartan, f. 22.11. 1953, kvæntur Katrínu Ingólfsdóttur. Barnabörn Margrétar eru 23 og barnabarnabörn 9. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 28. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. OKKUR systkinin langar til að minnast ömmu okkar í nokkrum orðum. Þegar horft er til baka er efst í hugum okkar þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu. Amma var fyrst og fremst húsmóðir og móðir alla tíð og stjórnaði hún stóru heimili af miklum myndarskap. Fyrstu ár ævi okkar bjuggum við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.