Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Nýr her Rússa raskarjafn- vægi í Evrópu Moskvu. Daily Telegraph. RÚSSAR hafa ákveðið að stofna nýjan her í suðurhluta landsins en það stangast á við sáttmálann um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) sem undirritaður var árið 1990. í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) er óttast að þetta raski hernaðatjafnvægi í álfunni og verði til þess að sam- skipti NATO og stjómvalda í Moskvu versni. Vladímír Semjonov hershöfðingi og yfirmaður rússneska landhersins, segir að nauðsynlegt sé að fjölga í hemum vegna tvísýns ástands í Norður-Kákasussvæðinu og upp- lausnarástands í Tsjetsjníju, þar sem rússneski herinn hefur barist um fjögurra mánaða skeið við sveitir aðskilnaðarsinna. 18.000 manna her Að sögn Semjonovs verður 58. herinn formlega stofnaður 1. júní. Telja vestrænir sérfræðingar, að í honum verði allt að 18.000 her- menn. Munu sveitir sem nú þegar eru á svæðum í norðurhluta Kákaks- us heyra honum til ásamt sveitum sem verið er að byggja upp og skipu- leggja. Þannig verður 3.000 manna stórfylki, sem mun tilheyra hernum, með fastar bækistöðvar í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju. Með stofnun hersins ganga Rúss- ar þvert á alla gerða sáttmála um afvopnun. Þannig er útilokað að þeir geti staðið við þá afvopnun sem á að vera komin til framkvæmda í nóvember samkvæmt CFE-sáttmá- lanum. Sáttmálinn kveður .á um að þá megi Rússar hafa að hámarki 700 skriðdreka samanlagt á norður- og suðurvængnum í Evrópu, þar með talið á Pétursborgarsvæðinu og norðanverðu Kákasussvæðinu. Röksemdir Rússa Rússneskir hershöfðingjar hafa barist gegn því að vopnum yrði fækkað í samræmi við sáttmálann og vísa til þess að ástandið í Evrópu sé með allt öðrum hætti en þegar CFE-sáttmálinn var undirritaður 1990. Þá hafi verið um að ræða samkomulag tveggja bandalaga, NATO og Varsjárbandalagsins, en í millitíðinni hafi síðamefnda banda- lagið liðið undir lok og Sovétríkin orðið 15 sjálfstæð ríki. Þó svo þetta eigi við ákveðin rök að styðjast er lítill áhugi fyrir því innan NATO að taka samninginn upp til endurskoðunar og veita þann- ig rússneska hemum, sem er að efl- ast á ný, pólitískan sigur. Tyrkir sætta sig t.a.m. ekki við hemaðar- lega uppbyggingu Rússa í grennd við landamæri sín í austri. Reuter LIONEL Jospin, frambjóðandi sósíalista, kynnir sér úrval osta frá Korsíku á markaðstorginu í Ajaccio í gær. Var heimsóknin liður í kosningabaráttu hans. Mögiileiki talinn á að Jospin hafi signr París. Reuter. FRANSKIR stjómmálaskýrendur em teknir að velta fyrir sér því sem þeir hafa hingað til talið óhugs- andi; að Lionel Jospin, forsetaefni franskra sósíalista, fari með sigur af hólmi í seinni umferð forseta- kosninganna, 7. maí næstkomandi. Jacques Chirac, frambjóðandi hægrimanna, játaði að erfið barátta væri framundan þó svo skoðana- kannanir sýndu að hann hefði for- skot á Jospin. „Kapphlaupi lýkur ekki fyrr en maður slítur marksnúr- una,“ sagði hann í gær. Samkvæmt könnun sem gerð var á mánudag fengi Chirac 55% atkvæða^ en Josp- in 45% í seinni umferðinni og sögð- ust 80% aðspurðra hafa tekið end- anlega ákvörðun um hvemig þeir ætluðu að kjósa. Óvæntur sigur Jospins í fyrri umferðinni sl. sunnudag kom þó stjómmálaskýrendum í opna skjöldu. Segja þeir nú, að þó svo kannanir bendi til sigurs Chiracs sé viðhorf almennings Jospin í hag. Skoðanakönnunin á mánudag sýni hins vegar að fylgi við Chirac hafí minnkað um tvö prósent. Reyndar benda þeir á, að úrslitin á sunnudag staðfesti að hægri viðhorf séu enn ríkjandi því samanlagt fylgi hægri- manna hafi verið 60%. Kommúnistar styðja Jospin Jospin reyndi í gær að notfæra sér sigurinn yfír Chirac á sunnudag og sakaði mótframbjóðanda sinn um mótsagnakenndan málflutning að undanförnu. „Hvemig getur þjóðin treyst honum á forsetastóli. Hann segir eitt í dag en gerir allt annað á morgun?" sagði Jospin í útvarpsviðtali. Kommúnistaflokkurinn lýsti í fýrradag stuðningi við Jospin í seinni umferðinni. Getur hann sömuleiðis reitt sig á að hljóta at- kvæði trotskista og umhverfissinna, sem samtals fengu 8,3% á sunnu- dag. Talið er að það myndi vega mjög þungt fyrir Jospin ef hann gæti myndað kosningabandalag með Jacques Delors, fyrrverandi forseta framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins (ESB). Delors nýtur mik- ils trausts og útilokaði hann það ékki í útvarpsviðtali í gær að hann gæti hugsað sér að gegna starfi forsætisráðherra yrði Jospin for- seti. Á miðvikudag hafði Delors vís- að slíku á bug þar sem stjórn af því tagi hefði ekki þingmeirihluta. Balladur ítrekar stuðning Edouard Balladur forsætisráð- herra ítrekaði í gærmorgun stuðn- ing við Chirac og hvatti kjósendur sína í fýrri umferðinni til að kjósa hann. Chirac og Jospin mætast í sjón- varpskappræðum næstkomandi þriðjudag og er talið að þær geti ráðið úrslitum. Reyndar hefur Josp- in það orð á sér að vera slakur í kappræðum af því tagi en Chirac njóti sín hins vegar við slíkar að- stæður. Fórnarlamba Sértrúarsöfnuðurinn Æðsti sannleikur í Japan helfararinn- ^xi ar minnst Mlkll 10lt clð 101ÖtO^3,Illllll BARUCH Avraham, 73 ára, bendir á sjálfan sig á mynd sem tekin var í útrýmingarbúðum nasista í Buchenwald fyrir hálfri öld. Myndin er í Yad Vashem-safninu í Jerúsalem sem reist var til minningar um helförina gegn gyðingum í heimsstyjöldinni siðari. í gær minntust ísraelar þeirra sem létu lífið í helför- inni. Kl. 10 hljómuðu sírenur í borgum og bæjum og stöðvuðu þá allir för sína, störf eða ann- að sem þeir fengust við í tvær mínútur. Fánar voru í hálfa stöng og í sjónvarpi voru sýnd- ar myndir um helförina. „Fimmtíu ár eru liðin frá því að dyrum helvítis var lokið upp og hinar rniklu hörmungar gyðinga urðu ljósar," sagði Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, í gær. Sagði hann að helförin myndi ævin- lega skyggja á sigur Banda- manna. Ottast að safnað- arfólk grípi til hermdarverka verði „meistar- inn“ handtekinn Tókýó. Reuter. JAPANSKA lögreglan hóf í’ gær mikla leit um allt Japan að Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsafnað- arins Æðsta sannleiks, en hann er talinn hafa staðið fyrirtaugagasárá- sinni í neðanjarðarlestinni í Tókýó. Sjö háttsettir félagar í söfnuðin- um voru handteknir á miðvikudag, þar á meðal helsti efnafræðingur hans, og á fimmtudag var gefin út handtökuskipun vegna annars frammámanns í honum, Yoshihiro Inoue. Hann er yfirmaður leyniþjón- ustudeildar safnaðarins og er grun- aður um að hafa rænt ættingja fyrr- verandi félaga. Asahara, leiðtogi safnaðarins, hef- ur ekki sést síðan 3. mars en sjón- varpið í Japan. birtir mikið af mynd- um af honum, ýmist ljósmyndir eða mynd- bandsupptökur af hon- um við ýmsar athafnir. Á einni situr hann á gólfi með krosslagða fætur og býr sig undir að takast á loft. Fylgis- menn hans segja, að hann geti gert það að vild en á upptökunni gerir hann ekki annað en að hossa sér kröft- uglega á rassinum. Sagt er, að Asahara þjáist af skorpulifur, sé veill fyrir hjarta og haldinn einhverjum sjúkdómi öðr- um. Sást síðast tií hans í bænum Aichi í Mið-Japan en talsmaður safnaðarins segir, að hann sé enn í Japan og ræði þeir saman í síma tvisvar á dag. Efnafræðingur safn- aðarins, sem var handtekinn á mið- vikudag, fannst í leynilegu neðan- jarðarherbergi, sem ekki var búið neinum húsgögnum eða hreinlætis- aðstöðu. Hugsanlegt þykir, að Asa- hara leynist í einhverju slíku skoti en ströng gæsla er með öllum rússneskum skip- um, sem koma í höfn í Japan. Asahara er með vegabréfsáritun til Rússlands og þar er stærsti söfnuður hans utan Japans. Fyrirmæli til safnaðarins Sú kenning er líka á kreiki, að yfirvöldin viti hvar Asahara er nið- urkominn en hafi beðið með að handtaka hann þar til þau hefðu nægar sannanir í höndum um aðild safnað- arins að taugagasárásinni. Þá er einnig óttast, að einhveijir safnaðar- menn kunni að grípa til ofbeldis eða hermdarverka þegar hann verður handtekinn. Dagblaðið Tokyo Shimbun sagði í gær, að lögreglan hefði fundið fyrirmæli um, að safn- aðarfólkið skyldi nota taugagasið sarin til að stytta lögreglumönnum og sjálfu sér aldur yrði Asahara handtekinn. Breytingar í heila lystar- stolssjúkra London. Reuter. VÍSINDAMENN við Great Ormond Street sjúkrahúsið i London segjast hafa fundið merki um að heili bama sem þjást af lystarstoli (anorexiu) sé frábrugðinn heila annarra barna. Er blóðflæði minna í ákvéðnum hlutum heila hinna fýrrnefndu en þeirra sem ekki eiga við slíkt vandamál að etja. Bryan Lask, sem fór fyrir rannsóknarhópinum segir að ekki hafi áður orðið vart þeirra breytinga á blóðflæði i heila sem hópurinn uppgötvaði er hann rannsakaði sex börn sem þjást af lystarstoli. Minna blóð- flæðis gætti hjá fimm börnum af sex en hópurinn var á aldrin- um sjö til ellefu ára. Lask segir enn of snemmt að fullyrða um tengsl þessara breytinga og lystarstolsins en að hann telji þó að rannsóknin muni varpa einhveiju ljósi á ástæður lystarstols. Gangi hún að óskum, verði ef til vill hægt að finna lækningu á vandan- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.