Morgunblaðið - 28.04.1995, Síða 41

Morgunblaðið - 28.04.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS i i i i i t i < i i t i Skýr svör óskast Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: ÁGÆTUR Velvakandi fékk fyrir nokkru línur frá mér vegna máls Sophiu Hansen og dætra hennar. Þar beindi ég spurningum til for- sætis- og dómsmálaráðherra um þeirra aðstoð til handa þessum íslensku ríkisborgurum sem eiga í miklum vanda. Ekki hefur verið látið svo lítið að svara, enda kannski ekki af svo miklu að státa. Nú hefur okkur birzt 20. apríl furðuleg afgreiðsla tyrkneska dómarans í þessu máli og enn og aftur spyr ég: Ætla dómsmálaráð- herra og forsætisráðherra endan- lega að missa andlitið í þessu máli með afskiptaleysi sínu? Ég spyr aftur og óska skýrra svara, hvers vegna hafa ráðherr- arnir ekki stöðugt kynnt þetta mannréttindamál í nágrannalönd- um okkar? Og auk þess sett það fyrir Evrópuráðið, þar sem Tyrkir rembast við að komast í samfélag Evrópu. Sá þrýstingur kæmi tyrk- neskum stjórnvöldum ekki vel og yrði kannski til að þau tækju á máli konunnar af réttsýni og hættu að leika sér að henni eins og köttur að mús. Okkar fámenna þjóð á kröfu á að dóms- og réttlæ- tiskerfið íslenska standi vel að baki hveijum einstaklingi sem á því þarf að halda. Heilsu konunnar eftir fimm ára þrotlausa baráttu getum við ekki bætt henni, en „skúffupeningar" ráðherra geta greitt gjaldþrot hennar. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSD., Markarflöt 37, Garðabæ. Ofgert í íþróttum Frá Sigdóri Ó. Sigmarssyni: HVAÐ er að gerast í íþróttahreyf- ingunni hér í Reykjavík? Ósætti og æsingur í hámarki; hvað er að gerast? Höfum við smáþjóð eins og íslendingar efni á því miðað við stórþjóðir að láta íþróttir snú- ast um embætti og fjármuni? Sem betur fer hefur þessum íþrótta- frömuðum fækkað á Alþingi og úr borgarstjórn Reykjavíkur. Samt sem áður píndi „íþrótta- mafían“ í Reykjavík borgarstjóra til að stækka Laugardalshöllina fyrir þetta handboltamót. Vona að því verði ekki klúðrað; margir ætla sér að græða. Hvað er að gerast? Þjálfunarfyr- irtæki vaxa í tugatali eins og gor- kúlur í höfuðborginni. Mikill part- ur dagblaða með sama efni. Fjölg- un fréttamanna hjá sjónvarpinu. Hvað kostar fjölmiðla að snapa allar íþróttafréttir utan úr heimi, útvarp, sjónvarp, dagblöð, ferða- lög keppenda og aðstoðarlið út um allan heim? Hvar eru nú allar þessar kannanir sem dynja yfir? Hér er sagt að efnahagur íþróttafélag- anna sé bágborinn. Það eru ekki þau sem græða; það eru aðrir. Enda hafa skýrslugerðir og skattaskýrslur verið götóttar hjá sumum íþróttafélögum. Nei, íþróttafrömuðir og íþrótta- fólk, hættið að æsa fólk upp með hrópum og auglýsingaskrumi. Snúið ykkur að heilbrigðari íþrótt- um einsog skíðaíþrótt, sundi, róðraríþrótt, göngu og útiveru. Góða fólkið láti dómarana dæma. Hugsið um taugakerfið í ykkur. SIGDÓR Ó. SIGMARSSON, Skipasundi 79, Reykjavík. Austan- tj aldsmórar Frá Jóhanni Gunnari Arnarssyni: TILEFNI þess að ég ræðst fram á ritvöllinn er grein sem Guðsteinn Þengilsson læknir ritar í Morgun- blaðið miðvikudaginn 8. mars sl. svo og furðuleg viðbrögð fyrrverandi (núverandi?) kommúnista við þætti Áma Snævarr og Vals Ingimunda- sonar í sjónvarpinu fyrir skemmstu. Af viðbrögðunum mætti halda að þessar hetjur SÍA-skýrslnanna og fleiri sem um var fjallað hefðu verið hópur nytsamra sakleysingja sem urðu fyrir því „óláni“ að lenda í námi austantjalds og njóta fyrirgre- iðslu í einu eða fleiri „sæluríkjum“ kommúnismans. Nú eru þetta allt saman saklaus brek ungra manna, saklaus brek eftirstríðsárakynslóðarinnar sem trúði á eitthvað annað en gæði Marshall-hjálparinnar, veitta undir grímu kapítalismans. Hver man ekki orðalagið? í dag er það illmennska að rifja þetta upp þegar gríma kommúnist- ans er fallin og helgríman hrotta- legri en öll „Morgunblaðslygin" blasir við. I dag hafa þessir sömu menn gleymt því að þeir sjálfir jafnvel stunduðu rannsóknarblaðamennsku gegn mönnum eins og Davíð Ólafs- syni, Birgi Kjaran, Siguijóni Sig- urðssyni og þeim öðrum sem glöpt- ust til að dást að einkavini Stalíns, Hitler. Nú á ekki að fletta upp í gömlum skjölum og nudda mönnum aðeins upp úr sannleikanum Nú má ekki minna menn á morð- æði Stalíntímans, eða jafnvel að þeir hinir sömu sem gegna ábyrgðarstöðum í íslensku samfé- lagi í dag lögðu drög að byltingu á íslandi og sáu logann í austri sem bjarma yfír Sovét-íslandi og spurðu eins og skáldið „Hvenær kemur þú?“. Sem betur fer kom það aldrei. Ef þetta er rifjað upp þá er það kallað að kynda undir kolum kalda stríðsins og það má ekki vegna hinna nytsömu sakleysingja, mór- anna, sem enn eru á ferð í samfé- lagi okkar. „Jarmaðu nú Móri minn,“ segir Guðsteinn Þengilsson læknir og fínnst mér þar, sem hann snúi mál- inu upp í andhverfu sína. Því hverj- ir eru „mórarnir" aðrir en þeir sem á sínum tíma voru þess albúnir að selja föðurland sitt undir ok þræla- ríkisins í austri? Hafi menn verið kommúnistar þá víkja þeir sér ekkert undan því og þeirri ábyrgð frekar en nasistamir gömlu. Þeir sem sjá að sér biðjast afsök- unar og reyna að byggja upp hörm- ungina sem kommúnisminn hefur skilið eftir sig um allar jarðir. Hinir, sem aldrei læra neitt, halda áfram að lifa í heimi blekkingarinn- ar, og birtast í annarri sauðargæru. JÓHANN GUNNAR ARNARSSON, nemi. Gættu réttar þíns Sköttum aflétt af lífeyrisiðgjöldum Með kjarasamningum landssambanda innan Alþýðusambands íslands og atvinnurekenda frá 21. febrúar sl. fylgdi yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um niður- fellingu skatta á lífeyrisiðgjöldum (þ.e. afnám tvísköttunar lífeyrisiðgjalda) í áföngum á næstu tveimur árum. Frá 1. apríl sl. átti að draga 2% af 4% framlagi launafólks í lífeyrissjóði frá tekjum fyrir álagningu skatta í staðgreiðslu. Þessi breyting tekur til launa fyrir aprílmánuð og á að vera komin til framkvæmda gagnvart öllu launafólki í síðasta lagi nú um mánaðamótin. Alþýðusamband íslands hvetur allt launafólk til þess að vera vel á verði gagnvart því að þessi frádráttur komi til framkvæmda. Frádrátturinn mun ekki koma skýrt fram á launaseðli, heldur á að taka tillit til hans við ákvörðun skattstofnsins. Af þessari ástæðu er sérstaklega mikilvægt að launafólk fýlgist vel með fram- kvæmdinni og leiti eftir leiðréttingu ef þörf krefur. Viðkómandi stéttarfélög eru reiðubúin til þess að aðstoða félagsmenn sína við að fylgjast með framkvæmdinni og aðstoða að öðru leyti ef þess verður óskað. Hinn 1. maí halda 65.000 félagsmenn ASÍ og þölskyldur þeirra hátíðlegan al- þjóðlegan baráttudag launafólks. Alþýðusamband íslands var stofnað 1916 og hefur nú í hart nær átta áratugi barist fyrir bættum kjörum, góðum aðbúnaði á vinnustöðum, starfsmenntun, jafnrétti og áhyggjulausu ævikvöldi, svo nokkur dæmi séu tekin. Mörg verkefni bíða úrlausnar, en mikill árangur hefur náðst í baráttu samtaka launafólks fýrir betri kjörum og auðugra mannlífi. Dæmið hér að ofan er enn ein sönnun þess að ASI stendur vörð um hagsmuni launafólks. Baráttukveðjur á 1. maí. ALÞÝÐ USAM BAN D ÍSLANDS Samstáðan er afl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.