Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 36
* - 36 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR gátum við haldið áfram að spjalla eins og þeir einir geta sem eiga sameiginlegar minningar og hafa gengið samhliða langt eða stutt á lífsins braut. Þá var sama hvort "umræðuefnið var kvensemin í Hagabræðrum, heyskapurinn A Höfða, lífið á Sandinum eða barna- bömin. Við skildum hvort annað. Og þau skildu líka hvort annað hún Þórhildur litla Sigurðardóttir langömmubarnið hans sem var hon- um svo einkar kær. Hún kom til hans hveija stund sem hún gat og hún talaði fyrir þau bæði, sagði langafa sínum frá öllu sem fyrir hana bar og gaf honum hlutdeild í litla lífinu sínu. Þegar honum vom bomar kveðjur hennar stuttu áður en hann dó hmndu tárin niður kinn- ar hans. Sumir skilja meira eftir sig en aðrir, meira af minningum, gleði og góðvild sem yljar okkur sem eftir stöndum. Þannig var vin- ur minn Siggi. Blessuð sé minning hans. Guðfinna Ragnarsdóttir. Þegar ég hugsa til hans langafa míns, Sigurðar Þórðarsonar (Sigga langafa) er margs að minnast. Þegar ég var lítil og átti að hætta með snuðið, gekk það frekar illa, því ég vildi alls ekki hætta. En langafi geymdi alltaf eitt snuð fyrir mig uppi á lofti hjá sér í Hátúninu og þegar ég kom í heim- sókn hljóp ég alltaf upp til hans og fékk snudduna mína hjá honum í smástund án þess að mamma eða pabbi vissu. Seinna þegar ég varð eldri og kom í heimsókn spiluðum við oft saman á spil, ólsen ólsen, eða þá að ég fór inn í stofu og glamraði eitthvað á píanóið því ég kunni ekkert að leika á píanó en langafi kom fast á eftir og hlustaði hug- fanginn á, því hann var sá eini sem vildi hlusta á mig spila. Síðan löbb- uðum við saman út í Nóatún þar sem langafi keypti eitthvað gott handa okkur. Mér þykir mjög vænt um hann langafa minn, hann var alltaf svo góður og alltaf brosandi. Einu sinni gaf hann mér bókina Barnavers og læt ég hér fylgja með vers úr þeirri bók: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs engiar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þórhildur Rut Sigurðardóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Heiðar Agnarsson og Pétur Júl- íusson hafa nú tekið forystuna í aðaltvímenningnum en nú er lokið 14 umferðum af 23. Pétur og Heið- ar hafa skorað 105 stig yfir meðal- skor en röð efstu para er annars þessi: Kjartan Ólason - Óli Þór Kjartansson -KarlG.Karlsson _ 103 Guðjón Jenssen - Gísli ísleifsson 87 GarðarGarðarsson-EyþórJónsson 80 Birkir Jónsson - Bjami Kristjánsson 76 Dagur Ingimundarson - Siguijón Jónsson - Halldór Aspar_ 55 Reynir Óskarsson og Arnar Arn- grímsson voru með langhæstu skor síðasta spilakvöld eða 93 en annars skoruðu eftirtalin pör mest: Heiðar Agnarsson - Pétur Júlíusson 63 Kjartan ólason - óli Þór Kjartansson 40 Grethe íversen - Bryndís Þorsteinsdóttir 33 Randver Ragnarsson - Svala Pálsdóttir 24 Næstu fimm umferðir verða spilað- ar á mánudaginn kemur (frídegi verkamanna). Spilað er í Hótel Kristínu og hefst spilamennskan kl. 19.45. Félagar í bridsfélaginu og Brids- félaginu Muninn í Sandgerði eru hvattir til að mæta í félagsheimilið á laugardaginn í sjálfboðavinnu en það á að einangra húsið um helg- ina. Byijað verður kl. 10. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 24. apríl lauk 3. kvölda einmenningi, spilað var á 8 borðum. í þremur efstu sætum urðu: Omar Oskarsson 346 Sveinbjöm Axelsson 311 Meyvant Meyvantsson 304 I lok vetrar er öllum spilurum þakk- að samstarfið í vetur með ósk um að sjá þá alla á komandi hausti. Bridsfélag Akureyrar Sunnudaginn 23. apríl lauk ein- mennings- og Firmakeppni félagsins. Úrslit í Einmenningskeppninni voru mjög jöfn, en Akureyrarmeistari varð Sigurbjöm Haraldsson. Staða efstu spilara varð þessi: Sigurbjörn Haraldsson 217 Kristján Guðjónsson 216 Gissur Jónasson 215 S.S. Byggir sigraði í Firmakeppn- inni en úrslit urðu annars þessi: S.S. Byggir—Stefán G. Sveinsson 117 Laxárfóður — Sigurbjöm Haraldsson 116 Strýta — Magnús Magnússon 113 Brautinn, Smiðjan - Haukur Grettisson 112 Kjötiðnaðurstöð KEA - Stefán Vilhjálmss. 112 Þórshamar—Jónas'Róbertsson 111 Fatahr.Vigfúsar / Áma-KristjánGuðjóns. 110 Akureyrarbær — Gissur Jónasson 108 Bridsfélagið þakkar öllum þeim fyr- irtækjum sem þátt tóku í þessari keppni.Þriðjudaginn 25. apríl hófst síð- asta mót félagsins á þessu starfsári, en það er Alfreðsmót sem er tvímenn- ingskeppni með Butlerútreikningi. Staðan að loknum 7 umf. af 21 erþessi: Preben Pétursson - Mapús Magnússon 90 ReynirHelgason-SiprbjömHaraldsson 77 Jón Sverrisson - Hermann Huijbens 62 Stefán Vilhjálmsson - Vilhjálmur Pálsson 36 SverrirÞórisson-ÆvarÁrmannsson 23 Bridsdeild Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var tvímenningur föstu- daginn 21. apríl. 20 pör mættu, og var spilað í tveim riðlum. Úrslit í A- riðli: Þorsteinn Erlingsson - Þorleifur Þórarinsson 140 BerprÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 128 Jósef Siprðsson—Júlíus Ingibergsson 116 Meðalskor 108 B-riðill: Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 127 Cyrus Hjartarson - Garðar Sigursson 124 ÁmiJónasson-ÞórólfurMeyvantsson 120 Meðalskor 108 Spilaður var tvímenningur þriðju- daginn 25. apríl. 22 pör mættu, tveir riðlar, A-B. Urslit í A-riðli: Þorleifur Þórarinsson - Sigurður Karlsson 204 Ásthildur Sigurgísladóttir—Lárus Amórsson 195 Hulda Hjálmarsdóttir — Stígur Herlufsen 183 Meðalskor 165 B-riðill: Jósef Sigurðsson — Júlfus Ingibergsson 142 BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 138 Heiður Gestsdóttir - Stef án Bjömsson 122 Meðalskor 108 KAOAUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Heilsugæslustöðin Borgarnesi Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir og/eða sjúkraliði óskast til afleysinga í sumar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-71400. Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn í Lágmúla 5, 4. hæð, fimmtu- daginn 4. maí og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Fiskmarkaðarsins í Þorlákshöfn hf. verður haldinn í Duggunni, Þorlákshöfn, laugardaginn 6. maí 1995 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. Stjórnin. Barnaheimilið Ós Framtfðarstörf Barnaheimilið Ós auglýsir eftir leikskólastjóra. Leikskólakennaramenntun áskilin. Einnig vantar okkur starfskraft í fullt starf. Ós er foreldrarekið barnaheimili nálægt mið- borginni, heimilislegurog hlýlegurvinnustaður. Umsóknarfrestur er til 4. maí. Upplýsingar í síma 552 3277 virka daga kl. 13-15. Aðra daga kl. 13-15 í síma 551 0846, Guðrún, og 551 0221, María. Lausafjáruppboð Uppboð á óskílamunum í vörslu lögreglunnar í Árnessýslu verður haldið við bifreiðageymslu lögreglunnar, Hörðuvöllum 1, Selfossi, laugardaginn 20. maí nk. og hefst kl. 14.00. Boðin verða upp reiðhjól, útilegubúnaður og aðrir óskilamunir, sem verið hafa í vörslu lögreglu í a.m.k. eitt ár. Greiðsla við hamarshögg. Skorað er á þá aðila, er sakna lausafjármuna sem kunna að vera f vörslu lögreglu, að sýna fram á eignarrétt sinn eigi síðar en föstudag- inn 19. maí fyrir kl. 15.00. Selfossi, 24. apríl 1995. Sýslumaðurinn á Selfossi. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar verður haidinn í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 6. maí kl. 13.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 28. apríl. Stjórn Dagsbrúnar. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR REYKJAVÍK Aðalfundur Styrktarfélags Tónskóla Sigursveins verður haldinn í Hraunbergi sunnudaginn 30. apríl kl. 17.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Morena Costa Dr. Nicolas Demetry í fyrsta skipti á íslandi Bandarískur miðill, geðlæknir og sálfræðing- ur, dr. Nicolas Demetry, og brasilískur hug- læknir, Morena Costa, starfa í Pýramídanum dagana 28. apríl-5. maí, að báðum dögum meðtöldum, og verða með einkatíma og námskeið. Námskeiðið er 6 dagar og byggir á þróun landlegs sveigjanleika, könnun „enneagrams" (níu þátta form) eða hinar nýju eigindir persónuleikans 1. vitundarver- an, 2. tilfinningaveran, 3. afrekandinn, 4. umannandinn, 5. tjáandinn, 6. hugsjóna- maðurinn eða sjáandjnn, 7. engillinn. Pýramídinn, Dugguvogi 2, símar 588 1415 og 588 2526. Frœðsla fyrir fatlaSa og aðstandendur FFA Að flytja að heiman Námskeið fyrir þroskahefta, 18 ára og eldri, sem búa í foreldrahúsum eða á sam- býlum, og foreldra þroskahefta. Tími: Laugardagur 6. maí kl. 9.00-17.00. Staður: Menningarmiðstöðin Gerðubergi. Fyrirkomulag: Námskeiðið verður að hluta til sameiginlegt fyrir þroskahefta og foreldra og hluta til aðskilið. Dagskrá: Kl. 09.00 Búsetumál þroskaheftra. Umsjón: Björg Karlsdóttir, Dísa Guðjónsdóttir, félagsráðgjafar, og Kristín Sigurjónsdóttir og Kristján Sigurmundsson, þroskaþjálfar. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Að flytja að heiman. Reynslusögur foreldra og fatlaðra. Kl. 13.45 Hópvinna með hópstjórum. Kl. 14.30 Að flytja að heiman. Erindi: Sólveig Steinsson, þroskaþj. Kl. 15.15 Kaffi. Kl. 15.30 Hópvinna með hópstjórum. Kl. 16.15 Niðurstaða hópvinnu - námskeiðsslit. Frekari upplýsingar og skráning þátttak- enda sjá Landssamtökin Þroskahjálp um í síma 88-93-90. Útsala Borðlampar, skermar og loftljós. Aðeins þrenn verð: 1.000 kr., 3.000 kr. og 5.000 kr. Allt á að seljast. Oplð kl. 13-18 í dag og kl. 10-16 laugardag. Ljós og hiti, Laugavegi 32, risið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.