Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MINNINGAR -i i + Sigairmundur Jónsson fæddist á Brjánsstöðum á Skeiðum 8. desem- ber 1910. Hann lést á heimili sinu í Reykjavík 15. apríl sl. Foreldrar hans voru Jón Sigurðs- son, f. 1865, d. 1934, bóndi á Brjánsstöðum og eiginkona hans Helga Þórðardótt- ir, f. 1876, d. 1949. Þau hjón eignuðust átján börn en fjög- ur þeirra létust í barnæsku. Systkinin sem upp komust voru: 1) Þórður f. 1896, d. 1986, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Þorbergsdóttur og eru börn þeirra Sigurður og Helga. 2) Guðmundur, f. 1898, d. 1967, bóndi á Brjánsstöðum, ókvænt- ur og barnlaus. 3) Samúel, f. 1905, d. 1992, bóndi í Þingdal, kvæntur Stefaníu Eiríksdóttur, þeirra börn eru Eyrún og Jón. 4) Guðmundur Helgi, f. 1906, d. 1974, mjólkurbílstjóri og síð- ar starfsmaður við jarðboranir og bóndi á Bijánsstöðum, ókvæntur og barnlaus. 5) Sigur- laugur, f. 1907, d. 1989, bjó í Hveragerði og síðast í Reykja- vík. Fyrri kona hans var Jónína Eiríksdóttir og þeirra sonur Ingólfur. Síðari kona Sigur- laugs er Aðalheiður Halldórs- dóttir. 6) Kjartan, f. 1908, d. 1984, lengst af bónd í Bitru, kvæntur Sesselju Gísladóttur. Þeirra börn eru Rögnvald, Grétar, Jón og Jóhanna. 7) Anna Eyrún, f. 1909, d. 1970, ógift og barnlaus, bjó á Bijáns- stöðum. 8) Sigurmundur. 9) Guðlaug, f. 1912. 10) Svanborg Pálfríður, f. 1913, báðar ógiftar MEÐ þessum línum vil ég minnast Sigurmundar Jónssonar tengdaföð- ur míns. Hann ólst upp í stórum og búa í Reykjavík. 11) Guðni, f. 1915, starfsmaður við jarðboranir og síð- ar bóndi á Bijáns- stöðum, býr nú i Reykjavík. 12) Jón, f. 1916, var bóndi á Brjánsstöðum en býr nú í Reykjavík. 13) Jóhanna, f. 1919, d. 1938. 14) Rannveig, f. 1922, gift Axel Guð- mundssyni í Reykjavík. Sigurmundur gerðist starfsmaður Jarðbor- ana ríkisins við stofnun fyrir- tækisins um miðjan fimmta ára- tuginn og vann þar um nær 40 ára skeið, lét af störfum 1986. Árið 1953 kvæntist hann Eddu Kristjánsdóttur kennara og hafa þau alla tíð átt heimili sitt í Reykjavík og síðustu 32 árin í Hvassaleiti 97. Þeim varð sex barna auðið og eru þau: 1) Kristján, f. 1954, kvæntur Önnu Elísabetu Ólafsdóttur. Hennar sonur er Ólafur Halldór Haf- steinsson. 2) Helga, f. 1955, gift Guðjóni Þorkelssyni. Þeirra synir eru Sigmundur, Þorkell og Páll. 3) Anna, f. 1959. Maki Helgi Tómasson, synir þeirra eru Tómas og Einar. 4) Jón, f. 1961, kvæntur Sjöfn Guð- mundsdóttur, þeirra börn eru Stígur, Edda Björk og Kristján. 5) Friðrik, f. 1963. Maki Vigdís Klemenzdóttir, þeirra börn eru Klemenz Freyr og Rebekka. 6) Einar, f. 1968. Maki Svanhildur Gunnarsdóttir, sonur þeirra er Amar Steinn. Sigmundur verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, 28. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. systkinahóp og fór ungur að vinna fyrir sér. Hann vann að almennum bústörfum á Bijánsstöðum og eftir að hann fluttist þaðan vann hann ýmiss konar verkamannastörf. Mundi var einn af fyrstu bormönn- um íslands og vann við borun á heitu og köldu vatni á Reykjavíkur- svæðinu og víða um land m.a. við Kröflu, í Vestmannaeyjum, á Reykjanesi og Nesjavöllum. Hann vann hjá Jarðborunum ríkisins til sjötíu og sex ára aldurs og settist þá í helgan stein eftir langa og farsæla starfsævi. Mundi var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann ólst upp á góðu bændaheimili hjá góðum foreldrum í hópi samheldinna systkina. Hann var mjög heilsuhraustur og ungleg- ur fram á síðustu ár. Hann kynnt- ist Eddu Kristjánsdóttur frá Akur- eyri í Hveragerði árið 1952 og stofnuðu þau heimili árið 1953. Þau bjuggu farsælu hjónabandi í Reykjavík, fyrst á Vífilsgötu og frá árinu 1963 í Hvassaleiti 97. Múndi og Edda eignuðust sex börn, Krist- ján, Hejgu, Önnu, Jón, Friðrik og Einar. Á heimilinu bjó einnig faðir Eddu, Kristján Ásgeirsson skip- stjóri frá Hvítanesi við ísafjarðar- djúp. Mundi var barn síns tíma og uppruna. Hann var heimakær, hlé- drægur og hógvær, skapgóður en fastur á sinni meiningu. Þá sjaldan hann reiddist var það úr honum um leið. Hann var stríðinn og hafði gaman af að æsa upp andstæðinga sína í Stjórnmálum. Sá sem fékk mest að kenna á þessu var tengda- faðir hans enda lá hann vel við höggi, gallharður sjálfstæðismaður með vestfírska skapgerð, en Mundi var eins og allir sannir Skeiða- menn, rótgróinn framsóknarmaður. Samt gátu þessir höfðingjar ekki hvor án annars verið. Hann lagði mikla áherslu á að vera sjálfstæður og óháður. Hann átti m.a. fjöldann allan af gömlum tækjum og tólum sem hægt var að taka í sundur og nýta til viðgerða og endurbóta á bifreiðum og heimilistækjum. Þegar hann byggði heimili sitt í Hvassa- leiti vann hann flest störf sjálfur með dyggri aðstoð Sigurlaugs bróð- ur síns. Hann var sveitamaður í sér og undi hvergi betur á sólríkum sumardegi en með fjölskyldunni með nesti í skjólgóðri laut. Átti hann gamlan sumarbústað í bolla undir rafmagnsmastri við Suður- landsveg við Hólmsá. Þar undi hann sér á sumrin og dundaði við ýmis- legt fram eftir degi og gerði frægar tilraunir í kartöflurækt. Þegar ég kom inn á heimilið var Mundi tæplega sjötugur og vann enn fulla vinnu. Það gerði Kristján einnig þá um áttrætt og Edda var í fullu námi vi öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð. Börnin bjuggu öll heima, en þau eru eins og systkinin frá Brjánsstöðum mjög samheldin, og mikill gestagangur var á heimilinu. Ekki var í fyrstu auðvelt að átta sig á þessu heimili sem var eins og stórt sveitaheimili í miðri Reykjavík nútímans og ég komst fljótt að raun um að makan- um fylgdi stórfjölskylda sem ég lærði fljótt að meta að verðleikum. Ég kynntist einkennum Munda sem að ofan eru talin. Auk þess var hann barngóður svo af bar. Því fengu ótal börn að kynnast. í Hvassaleiti áttu strákarnir okkar Helgu skjól á meðan við stunduðum okkar vinnu og fórum út að skemmta okkur eða í ferðalög. Mjög ákveðin verkaskipting var á milli gömlu mannanna. Kristján sat og gekk um gólf með yngstu börnin en þegar þau urðu eldri og voru farin að tala tók söguafinn Mundi við og spann upp fyrir þau ævin- týri og sögur sem þau hlustuðu dolfallin á og biðu alltaf spennt eftir framhaldinu næsta dag. Yfir þessu var mikil ró og friður sem hafði mjög bætandi áhrif á börnin okkar. Verður það seint fullþakkað. Þau Edda ferðuðust nokkrum sinnum til útlanda og þá fyrst til ísraels og Grikklands. Þá var Mundi sextíu og níu ára og hafði ferðin mikil áhrif á hann. Seinna ferðuð- ust þau um mörg Evrópulönd. Mundi var mikill áhugamaður um dulspeki og trúmál. Hann trúði á framhaldslíf og kveið ekki dauðan- um. Hann veiktist illa af heilablóð- falli fyrir fimm árum en náði nokkr- um bata og var svo lánsamur að geta eftir það dvalið á heimili sínu þar sem Edda annaðist hann. Hann var mjög þakklátur fyrir þann tíma sem hann fékk til að sjá böm sín þroskast og fleíri barnaböm fæðast og vaxa upp. Hann fékk hægt and- lát á heimili sínu laugardaginn fyr- ir páska og er nú horfinn í annan heim þar sem hann fær svör við mörgum þeim spurningum sem á honum brannu. Guðjón Þorkelsson. Tengdafaðir okkar, hann Sigur- mundur Jónsson eða „Mundi“ eins og börnin kölluðu hann, er látinn. Við minnumst Munda með þakk- læti fyrir alla þá hlýju og um- hyggju sem hann sýndi fjölskyldum okkar. Hlýja, kímni og gott lundar- far voru sterk persónueinkenni hans, sem komu best í ljós í um- gengni hans við börnin. Fyrstu minningar okkar um Munda eru tengdar sambandi hans við elstu bamabörnin. Hvernig hann gat endalaust sagt þeim frumsamdar sögur, sungið vísur og útskýrt allt milli himins og jarðar frá hinu smæsta til þess stærsta. Þegar afi var að starfa heima við vora oftar en ekki litlar hendur sem hjálpuðu til og fengu sína fyrstu leiðsögn í ýmsu handverki. Þannig sýndi Mundi okkur hversu gefandi og ómetanlegt það getur verið fyrir börnin að vera með þeim sem eldri era. Síðustu árin átti Mundi við mikla fötlun að stríða, en það kom þó ekki í veg fyrir að hann ætti sínar stundir með börnunum. Um leið og við vottum innilega samúð okkar, viljum við þakka Eddu, tengdamóð- ur okkar og börnum þeirra fyrir að hafa með samstöðu sinni gert Munda kleift að búa heima til hinstu stundar. Og þar með gefið börnum okkar tækifæri til að eiga með hon- um margar ómetanlegar stundir á undanförnum árum. Sjöfn Guðmundsdóttir, Vigdís Klemenzdóttir. Nú er hann afi minn og nafni dáinn. Hann var góður maður og koma margir til með að sakna hans. Þegar ég var yngri sagði hann mér oft sögur sem hann samdi jafnóð- um. Það voru sögur um álfa og tröll sem hann færði í nútímalegan búning. Stundum fórum við tveir upp í Fagrahvamm, sumarbústað sem amma og afi eiga, og náðum í kartöflur og rabbarbara. Þá ókum SIGURMUNDUR JÓNSSON KLARA ÓLAFSDÓTTIR + Klara Ólafs- dóttir fæddist á bænum Skoruvík á Langanesi 13. nóv- ember 1913. Hún lést á Droplaugar- stöðum 21. apríl sl. Hún var elsta barn hjónanna Margrét- ar Kristjánsdóttur og Ólafs Sigfússon- ar. Yngri systkini hennar, sem öll eru látin, hétu Ásta, Kristbjörg, Helgi, Guðrún og Sigfús. Auk þess ólu Mar- grét og Ólafur upp Sveinbjöm Jóhannessen, sem lifir fóstur- systkini sín. Árið 1931 kynntist Klara Karli Vilberg Karlssyni frá Nesi í Norðfirði og hófu þau búskap á Skálum á Langanesi ári síðar. Karl lést 6. ágúst 1961. Þau eignuðust tvö börn: MIG langar að minnast móður minnar Klöru Ólafsdóttur með nokkrum orðum. Mamma mín var alltaf besta mamman sem til var. Þegar ég var lítill strákur þótti mér gott að hjúfra mig að henni og var faðmur hennar ávallt hlýr og nota- legur og þar var skjólið og öryggið sem litli snáðinn þurfti. Við urðum strax miklir mátar og fann ég fljótt, að allt vildi hún gera fyrir drenginn sinn. Þegar árin liðu varð þetta gagnkvæmt og fannst mér ekkert sjálfsagðara en hjálpa mömmu við hin ýmsu störf innan dyra og utan. É'g man eftir því að ég fékk að 1) Jón ísfeld, f. 26. febrúar 1935. Hans kona er Eileen Karlsson og eiga þau fjögur börn, Pétur, Stefán, Markús og Katrínu. Áður hafði Jón eignast soninn Karl með Magnúsínu Guðmundsdóttur. 2) Steinunn ísfeld, f. 13. janúar 1941. Fyrri maður hennar var Ólafur Birgir Árnason. Þau eign- uðust eina dóttur, Svölu. Þau skildu. Seinni maður Steinunnar er Árni Grétar Ferdinandsson og eiga þau eina dóttur, Klöru. Klara Ólafsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 28. apríl, og hefst athöfn- in kl. 13.30. rétta hjálparhönd við bakstur og matargerð. Einnig hjálpuðumst við að, þegar heyskapur stóð yfir á sumum eða kartöflur voru teknar upp úr görðum á haustin. Ég tók fljótt upp hanskann fyrir mömmu á heimilinu, og vildi rétta hlut henn- ar þar. Hún dekraði við mig bæði hvað varðaði matartilbúning, og eins að sauma handa mér skyrtur, þegar ég var unglingur. Stundum þurfti að taka upp og laga skyrtukraga til þess að ég yrði ánægður, en ég var ákaflega pjatt- aður á þessum árum, og virtist hún ein skilja það. Mörgum klukkutím- um eyddi hún í að harðstífa skyrtuflibba uppúr kartöflumjöli, en það var til siðs á þessum tírna. Ekki má gleyma umhyggjunni þeg- ar ég fór í burtu í skóla, fyrst að Eiðum og síðar í Verzlunarskólann. Þá útbjó hún allt svo vel og vand- lega, pakkaði niður í tösku, fyrir öllu var séð. Síðar þegar allt var orðið óhreint, þá var sent heim til mömmu og svo kom allt til baka þvegið og strokið. Mamma skrifaði mér ávallt sendibréf, eftir að ég fór að heiman, og var þá miðað við að koma bréfi með ákveðnu skipi sem var að fara suður. Þar var sagt frá helstu fréttum, og oft fylgdi böggull, með ýmsu góðgæti, sem hún vissi, að vel yrðr þegið. Eftir að námi lauk í Verszlunar- skóla, vann ég heima við verslun föður míns í nær tvö ár. Hann var þá á Landakotsspítala vegna lang- varandi veikinda. Þegar hann kom heim, fór ég til Einars Sigurðsson- ar, sem framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Keflavíkur. Alltaf var þó farið heim á jólum og sumram, og alltaf jafngott að koma heim til mömmu. Veturinn 1961 var pabbi aftur köminn á sjúkrahús, og í mars var sýnt hvert stefndi með hans heilsu. Hann lést í ágúst sama ár. Mamma hringir til mín í apríl og biður mig að koma heim og hjálpa sér með verslunina, og olíu- sölu fyrir Skeljung. Ég ræddi við Einar, og fékk hjá honum leyfi til að fara austur, þá hafði ég verið í þrjú og hálft ár í Keflavík. Ýmis- legt hafði farið úrskeiðis fyrir aust- an, og var mamma fegin að fá mig heim. Ekki var meiningin að stoppa lengi fyrir austan, tímann átti að nota til að losa hana við verslunar- rekstur og olíuumboð, en forlögin höguðu því þannig til að útgerðar- menn í Neskaupstað báðu mig að standa fyrir síldarsöltun er þeir höfðu þá nýlega stofnað, það varð til þess að ég ílengdist þar. Mamma fór suður í júní og var hjá pabba þar til hann lést í ágúst. Á síldarárunum voru mikil um- svif hjá mér, sfldarsöltun, útgerð, olíusala, verslun, umboð fyrir Síld- arútvegsnefnd og fl. Oft þurfti mamma að bíða með matinn, stund- um langt fram á nótt. Alltaf átti hún næga þolinmæði, og aldrei kvartaði hún. Oft þurfti hún að svara fyrir mig í síma og taka skila- boð. Allt þetta leysti hún af hendi með prýði. Það má segja að við höfum átt heimili saman þangað til að ég gifti mig 1967. Fyrst í Neskaupstað og síðar á Rauðalæk 27. Það varð fljótt föst regla, að við systkinin Steinunn og ég byðum mömmu til okkar á sunnudögum. Var hún þá annan hvem sunnudag hjá okkur. Oft fórum við í ökuferð saman, og var þá margt spjallað. Hugurinn hvarflaði þá norður í Skoravík þar sem hún var fædd, eða inn á Þórshöfn þangað sem fjölskyldan fluttist. Systkinahópur- inn var stór, mamma elst, og látin bera nokkra rbyrgð á yngri systk- inum sínum. Frændgarður stór og mikill samgangur og samskipti. Þá var rætt um árin í Neskaupstað, góðu árin áður en pabbi veiktist, erfiðu árin eftir að hann varð veik- ur, og loks tómarúmið sem skapað- ist eftir að hann lést. Mamma sætti sig aldrei við að missa pabba svo fljótt. Hún aðeins 48 ára gömul. Henni fannst tilganginum með lífi sínu lokið við andlát hans. Þó má segja að árin sem hún gætti Svölu, dóttur Steinunnar systur, hafí gefið henni nýjan tilgang og hamingju. Mamma var trúuð köna og veit ég að hún er nú komin til fyrirheitna landsins. Þar með er létt af henni þeirri vanlíðan og kvíða, er hijáði hana hin síðari ár. Megi góður guð geyma hana. Blessuð sé minning hennar. Hennar einlægur sonur. Jón ísfeld Karlsson. Þá er ástkær amma mín Klara Ólafsdóttir látin, 81 árs að aldri. Amma var fædd á bænum Skoru- vík á Langanesi, elsta barn hjón- anna Margrétar Kristjánsdóttur og Ólafs Sigfússonar bónda. Margrét móðir ömmu var ein af fjórtán systkinum og dóttir hjónanna Kristjáns Þorlákssonar, sem lengi var vitavörður á Langanesi og konu hans, Kristbjargar Maríu Helga- dóttur. Ólafur faðir ömmu var einn af sjö börnum hjónanna Sigfúsar Jónssonar frá Hermundarfelli í Þistilfirði, sem síðar settist að á Þórshöfn og annaðist póstflutninga í héraðinu, og Guðrúnar Guð- mundsdóttur frá Sandfellshaga í Axarfirði. Amma ólst upp í svonefndum Fremribæ sem var dálítið vestan við Skoruvík og sleit þar barns- skónum. Hún varð þó snemma að fara að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist og minntist oft síðar á hve henni hafi leiðst og þótt erfið fyrsta vistin sem hún var send í strax eftir fermingu, þá aðeins 13 ára gömul. Foreldrar ömmu flutt- ust síðar til Þórshafnar á Langa- nesi og var amma þar í vist hjá ágætisfólki og líkaði það vel. Árið 1931 þegar amma var 17 ára réð hún sig sem vinnukonu sumarlangt til ungra hjóna sem bjuggu á Skálum á Langanesi. Stundaði eiginmaðurinn þar útgerð og fiskverkun yfir sumartímann ásamt bróður sínum og fleirum, en konan var heilsuveil og þurfti að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.