Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 27 tsýnir ingn Næstu hús utan við þeirra sópuð- ust burt í snjóflóðinu og er raunalegt að horfa yfir allt það svæði og þá eyðileggingu sem þar blasir við og ómögulegt að gera sér grein fyrir þeim missi sem íbúar þeirra hafa orðið að þola, ástvinamissi og eigna- tjóni sem aldrei verður hægt að bæta þótt tryggingar og aðrir fjármunir létti undir. Er það í raun ekki undar- legt að menn veigri sér við að búa á þessu svæði þegar staðið er þarna og reynt að gera sér í hugarlund það sem gerðist. Frosti er aðalvinnuveitandinn í Súðavík og starfa þar flestir bæj- arbúar fyrir utan þá sem eru hjá Kaupfélaginu, skólanum, Pósti og síma og bæjarfélaginu. „Hér starfa hátt í 100 manns og við höfum alltaf haft nóg að gera fyrir mannskap okkar,“ segir Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri Frosta en starf- semi var komin í gang um hálfum mánuði eftir flóðið. Frosti gerir út fimm skip sem öll eru á rækju. Vinnslu á bolfiski var hætt í júní á síðasta ári og keyptur nýr vélakostur til rækjuvinnslunnar og einbeitir fyr- irtækið sér að henni nú meðan hún gefur góðar tekjur. „Ég vona að hér verði byggt upp það sama samfélag sem var því að hér er engin uppgjöf í fólki — menn eru farnir að brosa nú þegar sólin sést. En það er ljóst að fyrirtæki eins og þetta verður ekki rekið nema í bæjarfélagi af ákveðinni stærð. Meirihluti fólksins vill búa hér áfram og þegar búið verður að reisa byggð á hinu nýskipulagða svæði hef ég trú á að Súðavík eigi góða framtíð fyrir sér.“ ■ugur manna inlegur Verður ekki fullþakkað „Það var ómetanlegt að finna þann hlýhug sem allir landsmenn sýndu Súðvíkingum strax eftir snjóflóða- ------- dagána og verður ekki full- þakkað. Það á við um áfallahjálpina sem við fengum strax og aðhlynn- ingu og hjálp á sjúkrahús- inu á Isafirði og allt það sem gert hefur verið varðandi bætur og aðra fjárhagsaðstoð, kaupin á sumarbústöðunum, skipulagninu nýju byggðarinnar og allt sem gert hefur verið til að hjálpa mönnum að taka upp dagleg störf á ný hvort sem menn hafa kosið að gera það hér í Súðavík eða annars staðar þótt það sé vitað mál að við verðum ekki söm og áður. Það gildir um okkur öll. En við erum bjartsýn á að hér verði áfram sama góða mannlífið ef uppbyggingin á nýja staðnum tekst vel í sumar.“ Hinn 8. maí eru 50 ár liðin frá ósigri Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari Hátíðar- höld eða minningar- athöfn? Hvemig munu Þjóðverjar minnast stríðsloka í Evr- ópu? Hart er deilt um þetta í Þýskalandi en hópur manna á hægrivængnum heldur því fram að stríðs- lokin hafi markað upphaf hörmunga fyrir þýsku þjóðina þrátt fyrir að opinberlega séu þau túlkuð sem frelsun undan oki nasismans. Helmut Kohl Klaus Kinkel Richard von Weizsiicker TÁKN sigurs Bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari: Hermaður með sovéska fánann yfir Berlín sem stendur í Ijósum logum, vorið 1945. Gengið hreint tilverks ANN 8. maí næstkomandi mun Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, taka á móti þjóðhöfðingjum Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa til að minnast þess að fimmtíu ár verða þá liðin frá því að Þjóðverjar biðu ósigur í heimsstyrjöldinni síðari. Gestirnir munu fagna sigri sínum á nasistum. En hvers munu Kohl og aðrir Þjóðveijar minnast? Var 8. maí 1945 dagur ósigurs Þjóðverja eða dagurinn sem þeir voru frelsaðir und- an nasismanum? Kannski bæði? Eða var hann upphaf að skelfilegu tíma- bili sem gerði milljónir Þjóðveija að flóttamönnum, klauf landið og dæmdi hluta þjóðarinnar til að sæta stjórn kommúnista í fjóra áratugi. Þetta eru þær spurningar sem sækja á þýsku þjóðina, þjóð sem þarf að sigrast á sögunni í stað þess að geta stært sig af henni. Samkvæmt skilgreiningu póli- tískrar rétthugsunar er 8. mai dagur frelsunar. Þjóðverjar eru sífellt minntir á voðaverk nasista og að þeir, foreldrar þeirra eða afar og ömmur, hafi fylgt nasismanum að málum. Þrátt fyrir þetta er nú deilt um hvað það sé nákvæmlega, sem ekki megi gleymast. Kristilegi demókratinn Kohl biður íjóðveija um að gleyma ekki helför- inni. Það eru hinsvegar fyrst og fremst pólitískir andstæðingar hans sem taka undir þessa skoðun. Flokkssystkin hans og fijálsir demókratar hafa ver- ið mun hallari undir sjónarmið sem nefnt hefur verið „Gegn gleymsku“. Kohl hefur því reynt að fara bil beggja með því að gefa til kynna að hann líti á 8. maí bæði sem dag skelfilegs ósig- urs og nýfengins frelsis fyrir Þýska- land. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra og leiðtogi fijálsra demókrata, stöðv- aði hins vegar þessa umræðu á meðal flokksmanna sinna og lagði áherslu á að þeir tengdu hana ekki flokknum á nokkurn hátt. Kohl hefur ekki reynst samkvæmur sjálfum sér. í fyrra kvartaði hann sáran yfir því að honum skyldi ekki vera boðið til hátíðahalda í tilefni inn- rásarinnar í Normandí. Fyrir skömmu ákvað hann hins vegar að útiloka meðal annarra Lech Walesa, forseta Póllands, frá þátttöku í hátíðahöldun- um í Berlín en Walesa óskað eftir því að fá að tala fyrir hönd fórnarlamba nasismans við það tækifæri. Dagur frelsunar Fyrir fáeinum mánuðum virtist svo sem Þjóðveijar myndu minnast stríðslokanna á svipaðan hátt og Ric- hard von Weizsácker, fyrrverandi forseti Þýskalands gerði fyrir tíu árum. „8. maí var dagur frelsunar, hann losaði okkur undan hinu kal- drifjaða stjórnkerfi Þjóðernissósíal- ista (nasista),“ sagði hann í ræðu sem oft hefur verið vitnað til en hún gaf tóninn fyrir afstöðu flestra Ijóðveija. „Frelsun" var þó áreiðanlega ekki það orð sem Ijóðveijar hefðu notað til að lýsa stríðslokum fyrir fimmtíu árum. Nýleg skoðanakönnun hefur leitt i ljós að þetta sé breytt, um 72% Ijóðveija telja að 8. maí hafi landið verið frelsað úr klóm harðstjóra. „Gegn gleymsku“ Ekki eru allir sáttir við skilgrein- ingu forsetans fyrrverandi. Fyrir skömmu tóku 280 íhaldsmenn, allt frá miðjumönnum til þjóðernissinna, sig til og lögðu fram stefnuskrá sem þeir kalla „Gegn gleymsku" þar sem hvatt er til endurmats á 8. maí. „Þessi dagur markaði ekki aðeins endalok harðstjórnar íjóðernissósíalista held- ur einnig byijun á hryllingi, nýrri kúgun í austri og upphafið að skipt- ingu landsins," segir m.a. í stefnu- skránni. Fyrir utanaðkomandi virðist þetta enduróma þann ósigur sem margir Þjóðveijar upplifðu er herir Banda- manna þrömmuðu um landið og 12 milljónir Þjóðveija voru reknar frá löndum í Austur-Evrópu. Að baki liggur tilraun hægrimanna til að end- urskilgreina sektarkennd Þjóðveija frá því á stríðsárunum með því að leggja áherslu á þjáningar almenn- ings í kjölfar stríðsins. Flestir Þjóð- veijar hafi verið saklaus fórnarlömb „ENGIN þjóð hefur gengið eins hreint til verks eins og Þjóðveijar í að gera upp fortíð sína. Þeir vilja komast til botns í því sem átti sér stað á þeim tíma og draga aljt fram í dagsljósið," segir Þröstur Ólafs- son, sem var við nám í Þýskalandi á sjöunda áratugnum. Þröstur kveðst telja að hinn al- menni Þjóðverji taki undir þau sjónarmið sem hér hafa verið nefnd, að stríðslokin hafi táknað allt í senn frelsun, ósigur og upp- haf hörmunga. Töluverður munur hljóti þó að vera á viðhorfum þeirra sem muna stríðið og hinna sem fæddir eru eftir stríð hvað þetta varði. Þá kunni vel að vera að mörgum þyki sú umræða sem upp hefur komið vera óviður- kvæmileg. „Reynsla Þjóðvetja af þriðja rík- inu er svo djúpstæð og mikil að henni lýkur ekki í bráð. Sífellt koma fram nýjar upplýsingar. Nú er til dæmis mikið rætt um þátt þýska hersins í ýmsum ógnarverk- um en hingað til hefur verið full- yrt að einungis nasistar og stofn- anir á þeirra vegum hafi staðið fyrir grimmdarverkum. Þá er rætt um afstöðu liðhlaupa úr hernum sem ekki hafa fengið uppreisn æru en mörgum þykir í Ijósi þessara upplýsingar að það eigi að veita þeirn hana. Þessi umræða virðist nánast óendanleg. Þjóðveijar byij- uðu ekki fyrir alvöru að gera upp stríðsárin fyrr en rúmum áratug eftir að því lauk en frá þeirn tíma hafa þeir gengið hreint til verks.“ Þröstur segir að sá skuggi sem hvíli yfir hernaðarafskiptum Þjóð- veija og valdi því að þeir geti ekki sent. herlið sitt t.d. til Bosniu, sé nokkuð sem þeir hafi sjálfir valið sér. Mikill þrýstingur sé á Þjóðveija að senda hermenn til friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann sé hins vegar sam- mála því mati Þjóðveija að ekki sé rétt að senda herinn til ríkja sem þeir hersátu þar sem íbúum þeirra muni reynast óskaplega erfitt að sjá þýska herinn gráan fyrir járnum i landinu að nýju. nasistaklíku og Bandamanna, sér- staklega Sovétmanna, sem hafi fram- ið hroðalega stríðsglæpi. Helförin gleymist ekki Margir, ekki síst gyðingar hafa orðið til þess að gagnrýna það harð- lega að íhaldsmenn nefni ekki hryll- inginn sem Þjóðveijar kölluðu yfir aðra eða ábyrgðina sem Þjóðveijar beri með því að hafa stutt Adolf Hitl- er til valda. „Allt það sem gerðist eftir 8. maí var einungis afleiðing þess sem átti sér stað 30. janúar 1933,“ segir Ignatz Bubis, talsmaður gyðinga í Þýskalandi en þann dag var Hitler kjörinn kanslari. Margir eldri Þjóðveijar, sem ekki hafa blandað sér í opinberar umræð-' ur, segjast hafa fundið fyrir miklum létti er stríðinu lauk og depurð vegna allrar eyðileggingarinnar. Fáum fannst þeir hafa verið frelsaðir, lík- lega vegna þess að margir fylgdu nasistum að málum og upplifðu stjórn Hitlers ekki sem ógnarstjórn. „Ég fann ekki að skeið dögunar væri að renna upp þann 8. maí 1945,“ segir Giinther Nenning, umdeildur austurrískur rithöfundur sem barðist með þýska hemum. „Þessi pólitíska málhvíld er nokkuð sem hugmynda- fræðingar til hægri og vinstri bjuggu til eftirá.“ „Ég, fæddur 1954...“ Tilraunir ýmissa til að að túlka hina flóknu fortíð hefur leitt til líflega bréfaskrifta, m.a. í lesendadálki Frankfurter Allgemeine, virðulegs íhaldsblaðs, sem hefur reynt að hrekja viðhorf fijálslyndra til stríðslokanna. Lesandi frá Köln, Rolf Joachim Siegen kvartaði í síðasta mánuði yfír því að blaðið legði of mikil pláss undir bréf eldri lesenda sem ásökuðu aðra um það sem illa hefði farið. „Ég, fæddur 1954, er ósammála. Kynslóð foreldra okkar gerði samning við djöfulinn óg hefur ekki styrk til að viðurkenna þessa sögulegu staðreynd, hálfri öld síðar.“ Bréf Siegen vakti hörð við- brögð eldri Þjóðveija sem sökuðu Si- egen um að vera grunnhygginn og óupplýstan og hófu margir bréf sín á „Ég, fæddur 1924...“ eða „Ég, fæddur 1936...“. „Hugsið ykkur hvað allt hefði nú gengið vel ef fólk eins og hann hefði verið uppi þá,“ svaraði Hans-Georg von Weitzel Siegen. „Hann hefði leyst allt, vitað allt og getað spáð fyrir um allt. Gestapo, útrýmingarbúðir, áróðursvél nasista; hann hefði auðveldlega séð við þeim, ef til vill með því að skrifa bréf til Völkisher Beobachter [dagblaðs nas- ista], sem hefði gert Göbbels [áróðurs- meistara nasista] orðlausan. Þá hefði’’ allt orðið öðruvísi." „Eðlilegt“ Þýskaland Viðhorf Kohls kanslara landsins er það að Þjóðveijar hafi framið hryllilega glæpi en að hegðun Þjóð- veija síðustu fimmtíu ár hafí orðið til þess að þeir geti núorðið litið á sig sem „eðlilega". Og á yfírborðinu er það sjálfsagt rétt. Landið er ekki lengur klofið. Það er einn hornsteinn Evrópu og krefst sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það hefur meira að segja gert kröfur um lýð- ræðisúrbætur í öðrum löndum, svo sem Rússlandi og Tyrklandi. Enda eru tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar - fæddir eftir stríð og líta á sig sem nútíma-Evrópumenn, ekki gamal- dags Þjóðveija. Ekkert fyrrverandi nasista- eða fasistaríki hefur lagt sig eins fram um að horfast í augu við fortíðina og Þjóðveijar. Ótrúlegt rná þó teljast að þjóðin geti gleymt algerlega hversu hroðalega glæpi nasistar frömdu. Staða þeirra er enda afar viðkvæm, slái þeir eina feilnótu fer allt í háaloft. Vikublaðið Die Zeit túlkar stöðu Þjóðvetja svo: Þýskir hermenn mega ekki beijast á Balk- anskaga, vegna þess sem gerðist í Auschwitz; en vegna Auschwitz verða þeir að beijast til að aðstoða hina kúguðu. Málið er ekki hægt að leysa. Þjóðveijar gera sér grein fyrir því að það er ekki í þeirra valdi að ákveða hvað sé „eðlilegt". Það verði aðrar þjóðir að gera. Byggt á: Economist og Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.