Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ I t Ástkær eiginmaður minn, ODDUR SIGURÐSSON iðnrekandi, Bólstaðarhlíð 41, lést á hjartadeild Landspítalans 25. apríl. Guðfinna Björnsdóttir. t Eiginmaður minn, SIGURJÓN BJÖRNSSON, Vík í Mýrdal, andaðist á dvalarheimilinu Hjallatúni miðvikudaginn 26. apríl. Sigurbjörg Guðmundsdóttir. t Sonur okkar, bróðir og vinur, LEIFUR EINAR LEÓPOLDSSON, er látinn. Olga, Leópold, systkini, fjölskyldur og vinirhins látna. t Eiginmaður minn, KRISTINN KRISTINSSON, Gíslholti, Holtum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 25. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Hagakirkju laugardaginn 6. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Dyrving. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐFINNA JÓHANNESDÓTTIR frá Seljalandi á Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl. Dóróthea Stefánsdóttir, Jónas Guðlaugsson. t Sonur minn óg bróðir, HARALDUR INGI INGVARSSON, varð bráðkvaddur 13. apríl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Ingvar Magnússon, Þórey Ingvarsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EMILS MARTEINS ANDERSEN, Heiðarvegi 13, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Þórdi's Jóelsdóttir, Guðbjörg Októvia Andersen, Borgþór Pálsson, Jóhanna Emilfa Andersen, Kristján Bogason, Júlía Petra Andersen, Hjalti Elfasson, Jóel Þór Andersen, Þuríður Jónsdóttir, Mardís Malla Andersen, Sigurður Kolbeinn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. SIGURÐUR KRIST- INN ÞÓRÐARSON + Sigurður Krist- inn Þórðarson fæddist 30. mars 1904 að Votmúla í Flóa. Hann lést 21. apríl sl. Foreldrar hans voru Anna Lafransdóttir frá Norðurkoti í Votm- úlahverfi, f. 2. okt. 1872, d. 11. maí 1957, og Þórður Þorvarðarson bóndi og hreppsnefndar- maður ættaður frá Litlu-Sandvík, f. 16. ágúst 1875, d. 28. apríl 1942. Systkini Sigurðar voru: 1) Svanhildur, f. 2. nóv. 1897, d. 13. okt. 1981. Hún átti eitt barn, Svövu Sigurðardótt- ur; 2) Margrét, f. 21. maí 1899, d. 2. maí 1985; 3) Þorvarður, f. 21. nóv. 1900, búsettur á Sel- fossi. Hans kona er Þóra Magn- úsdóttir, f. 7. nóv. 1920; 4) Sveinbjörg, f. 29. sept. 1905, d. 8. des. 1957; 5) Sigríður, f. 30. júní 1907, húsfrú á Selfossi. Hennar maður var Björgvin Þorsteinsson, f. 15. sept. 1901, d. 29. mars 1968, og áttu þau tvo syni, Þórkel Gunnar og Sig- urð Björgvin. Þórkell er kvænt- ur Friðsemd Eiriksdóttur; 6) Jónína, f. 2. febr. 1912. Hennar maðut var Þórður Jasonarson byggingarfræðingar, f. 11. maí 1907, d. 1. sept. 1980. Þeirra börn voru Auður, sem lést um aldur fram 13. jan. 1973, aðeins 31 árs, og Þórður Markús. Hans kona er Jenny Ein- arsdóttir. Sigurður kvæntist 14. nóv. 1932 Sesselju Þór- dísi Víglundsdótt- ur, f. 4. júlí 1907, Helgasonar bónda og búfræðings í Biskups- tungum. Sigurður og Sesselja eignuð- ust tvær dætur, Helgu og Þórhildi Vigdísi. Helga er fædd í Hafnarfirði 2. jan. 1933. Fyrri maður hennar var Elís Vilberg Arnason mat- reiðslumaður og kaupmaður, f. 2. des. 1932, en lést af slysför- um 29. júlí 1970. Þau áttu einn son, Árna, sem giftur er Álf- hildi Hallgrimsdóttur. Þau eiga þtjú börn: Elís Vilberg, Óðin, og Helgu Völu. Seinni maður Helgu er Hörður Pétursson kaupmaður. Þórhildur Vigdís fæddist 17. júlí 1943. Hennar maður var Jón Hjaltason, f. 2. maí 1941. Þau slitu samvistir en þeirra börn eru: 1) Sigurð- ur. Hans sambýliskona er Krist- ín Sigurðardóttir og eiga þau eina dóttur, Þórhildi Rut; 2) Hjalti. Hans kona er Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir og þeirra börn eru Jón Ándri og Svala Rakel; 3) Hlynur; 4) Selja Dís. Útför Sigurðar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 28. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. LÍFIÐ slokknar, minningin lifir. Lífshlaupi frá Flóa til Reykjavíkur, með viðkomu í Hafnarfirði, er lok- ið. Hann afi er dáinn. Frá fyrsta degi hef ég verið þeirrar gæfu að- njótandi að búa í nálægð við afa og ömmu. Stundum í sama húsi, annars í næsta nágrenni. Siggi í Tungu eins og hann var oft kallað- ur, var félagslyndur gleðimaður, kærleiksríkur og réttlátur. Sam- ferðamönnum var hann góð fyrir- mynd. Ef hallað var á lítilmagn- ann, hvort sem það var barn, út- lendingur eða þroskaheftur stafs- maður frystihússins, var hann óð- ara búinn að taka málstað þess sem erfitt átti með að veija sig. Hann afi hafði gaman af að glettast og slá á létta strengi, þess minnast mýmargir samstarfsmenn og vinir. Smá glettni í önn dagsins getur verið sem besta vítamínsprauta við tilbreytingarsnautt færiband frystihússins. Margar stundimar höfum við afí setið og rætt um lífsins gagn og nauðsynjar. Síðustu árin hafa þess- ar nær daglegu stundir verið án margra orða, en það gerði ekkert til, við nutum þeirra báðir þó málið vantaði. Raunar hafa samvistir mínar við hann afa verið minn skóli. Ekki að hann hafi verið svo óskap- lega lesinn, heldur hitt að mannleg- ur skilningur var meiri en ég hef kynnst hjá nokkrum öðrum. Barnagæla var hann meiri en flestir aðrir. Böm drógust að hon- um og hann dróst að bömum. Öll börn voru góð í hans augum, öll börn voru falleg, óþægð var dugn- aður. Allir þessir angar nutu sömu virðingar og fullorðnir. Að um- gangast böm, svo lengi sem heilsa entist, gaf honum mesta lífsfyll- ingu. Á heimili afa og ömmu var oft utanaðkomandi heimilisfólk og stundum langdvölum. Námsmenn bjuggu þar um vetur og einstæð- ingar áttu þar heimili. Einn af mörgum námsmönnum sem þar áttu athvarf, minnist þeirra ára síðar í bréfi og það með miklu þakk- læti. Hann notar orð frelsarans og segir: „Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gest- ur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég veit að margir aðrir geta tekið undir þessi þakkarorð. Tæplega er hægt að minnast hans afa án þess að nefna trú hans, svo samofin var hún lífi hans. Hann hafði mikla trúarvissu og naut þess að fara í kirkju, ekki síst með bam sér við hlið. Ekki reyndi hann að kristna samferðamenn með prédik- un, en hann gerði það með eigin breytni. Ekki kveið hann vistaskipt- unum, heldur var hann tilbúinn að fylgja kalli skaparans. Lokabiðin varð nokkuð strembin, en henni var tekið með sama lítillætinu og æðru- leysinu. Engar kröfur gerðar, að- eins brosað og beðið. Nú er kallið komið og sannfærður er ég um að vel hefur verið tekið á móti honum. Minningar um hið jákvæða vara lengur. Minningin um afa minn mun vera mér nálæg alla tíð. Afi, þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar. Árni Elísson. Hann afi í Hátúni var mér svo miklu meira en orðið eitt kann að gefa til kynna. Ég var átta ára gamall þegar foreldrar mínir fluttu ásamt systkinum mínum úr Hátúni í Garðabæinn. Ég fékk afa og ömmu í lið með mér til þess að telja foreldra mína á að fá að vera hjá þeim fram á vor til þess að ljúka skólanum. Svo kom sumar og brátt leið að hausti. Einhvern veginn fór á þann veg að ég flutti aldrei, held- ur varð eftir hjá afa og ömmu. Það rifjast upp fyrir mér ótal fagrar minningar er ég sest niður og festi á blað nokkur fátæk orð í kveðju- og þakkarskyni. Oft spiluðum við afí á spil eftir kvöldmatinn og þá helst marías eða manna. Skemmti- legast þótti mér þó þegar afí lét hugann reika upphátt um liðna tíma og sagði mér sögur. Þótti mér furðu sæta hversu vel hann var minnugur á nöfn, staðhætti og ein- staka atburði. Afí var lundargóður og skipti sjaldan skapi. Ég minnist þess að- eins einu sinni að okkur hafi orðið sundurorða. Reiddist afí þá mjög og sagðist ekki vilja hafa svona óþægðarknytti í sínu húsi. Átti ég skammirnar sannarlega skildar. Þá þrettán ára gamall, strunsaði ég úr húsi og kvaðst vera fluttur að heiman. Ekki fór ég þó lengra en í túnbrekku eina sem lá í nokkurri fjarlægð gegnt húsinu okkar og gætti þess að vera vel í augsýn afa úr stofuglugganum. Þar sat ég á þriðja tíma og beið átekta því einsk- is óskaði ég heitar en að afi sækti mig og segði að allt væri orðið í lagi. Loks kom hann og brast ég þá í grát. Ótal sinnum hafði ég séð rútuna koma yfir Nóatúnshæðina og bruna niður brekkuna í átt að húsinu okkar. Fimm mínútur yfir hálfátta. Þetta var starfsmannarútan sem sótti fólk í hverfinu og ók til vinnu á Kirkjusand, en þar vann afí í marga áratugi. Afí sat alltaf í fremsta sæti. Stundum fylgdi ég honum að rútunni og hélt svo í skólann. Það var mér stór stund þegar ég, rétt að verða íjórtán ára, fékk að fara með honum í rútunni. Ég var á leið til vinnu í mitt fyrsta „alvöru" sumarstarf og ég sat fremst í rútunni við hliðina á afa, fullur af stolti. Hann hafði farið með mig til Braga verkstjóra dag- inn áður og spurt hvort ekki væri eitthvað að gera fyrir strákinn um sumarið. Þar vann ég með afa og eldri bróður mínum næstu sumur. Þá var afí sjötíu og þriggja ára gamall og enn átti hann eftir að vinna þar í nær sjö ár. Mér varð fljótt ljóst hversu mikils hann var metinn í vinnunni. Hann var ósér- hlífinn dugnaðarforkur og átti það oft til að vinna hálfan matartímann og jafnvel í kaffínu. Létt lund, hnyttin tilsvör og skemmtilegar frásagnir áttu sinn ríka þátt í að öllum á Kirkjusandi féll vel við afa. Þar átti hann marga félaga. Afí var elskur að fjölskyldu sinni og vildi helst hafa alla nálægt sér. Mér er minnisstætt þegar ég hélt fyrst erlendis til náms fyrir um átta árum. Mamma bað mig að kveðja afa vel því óvíst væri hvort ég sæi hann aftur. Þá átti afí erf- itt og ætlaði varla að geta kvatt mig. En við áttum eftir að sjást oft síðan. Nú hin síðustu árin veitti honum mesta gleði að fá bama- barnabörnin sín í heimsókn í Hát- ún. Ómissandi hluti af hverri heim- sókn var að gægjast í skúffuna hjá afa því þar átti hann alltaf eitt- hvert góðgæti til að stinga upp í litlu munnana. Það þótti krökkun- um spennandi. Kirkjan og trúin voru afa hug- leikin. Hann var vel að sér í kristn- um fræðum og kunni ógrynni sálma. Biblían átti sér ávallt vísan stað á náttborðinu hans og oft las hann fyrir mig úr henni á yngri ámm. Þær eru óteljandi gönguferð- irnar hans til messu úr Hátúni upp í Háteigskirkju, en þar var okkar sókn. Skírnarathöfnina þótti hon- um mest um og alltaf sagði hann mér hversu mörg börn hefðu verið skírð í messunni þann sunnudaginn og hvaða nöfn þeim voru gefín. Ást hans á börnum og trú á guð lýstu sér vel í þeim orðum sem fyrst komu upp í huga afa þegar ég kom til hans og ömmu af fæð- ingardeildinni eftir að konan mín og ég eignuðumst okkar fyrsta barn. „Maður kemst aldrei nær guði heldur en þegar honum fæðist heilbrigt barn í þennan heim,“ sagðiafí og er það hveiju orði sann- ara. í dag sækir afi Háteigskirkju heim hinsta sinni í sínu líkamlega gervi. Mörgum hefur hann fylgt síðasta spölinn en er nú sá sem fylgt er. Ekki munum við njóta söngs hans við þessa athöfn en víst er að hann verður með okkur í anda og fylgist vel með því sem fram fer. Vertu sæll, elsku afi minn. Þakka þér fyrir allt. Ég veit þú vakir yfir okkur öllum eins og þú hefur alltaf gert. Megi guð vera með þér. Hjalti, Illinois, Banda- ríkjunum. Þeim fer nú óðum fækkandi sem fæddust um og upp úr seinustu aldamótum. Er næsta ótrúlegt hvað seiglan og hraustleikinn hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.