Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 1
112 SÍÐUR B/C/D/E
117. TBL. 83.ÁRG.
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kvennaráðstefnan
Reuter
SÞ setur úrslitakosti
RUPERT Smith hershöfðingi og
yfirmaður gæsluliðs Sameinuðu
þjóðanna í Bosníu skipaði í gær
bosníska stjóraarhernum og her-
sveitum Serba að hætta stórskota-
liðsátökum við Sarajevo og af-
henda vopnin eða sæta ella loft-
árásum NATO-flugvéla. Gaf hann
þeim frest til að þagga niður i
vopnunum til klukkan 10 í dag að
ísl. tíma og ennfremur, að öll
þungavopn í 20 km fjarlægð frá
borginni yrðu komin í vörslu SÞ
fyrir hádegi á morgun. í gær gagn-
rýndi Bandaríkjastjórn SÞ harð-
lega fyrir að heimila ekki loftárás-
ir á stórskotalið Serba en talið er,
að þeir hafi skotið fosfórsprengi-
kúlum á Sarajevo í gær. Þær eru
bannaðar sem árásarvopn í Genf-
arsáttmálanum. Hér eru tveir
starfsmenn SÞ í birgðastöð sam-
takanna í Sarajevo en hún er illa
farin eftir átökin síðustu daga.
Olíuborpallurinn
Sveitir Tsjetsjena
ráðast inn í Grosní
Viðræður um frið áttu að hefjast í borginni í dag
Moskvu. Reuter.
HARÐIR bardagar brutust út í
Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær
þegar herflokkar Tsjetsjena réðust
inn í úthverfin í norðurhlutanum.
Lét rússneska herliðið undan síga
fyrir sókninni að sögn talsmanns
Tsjetsjena og talsmaður rússneska
varnarmálaráðuneytisins staðfesti,
að átökin væru mjög hörð. í dag
áttu að hefjast friðarviðræður milli
Tsjetsjena og Rússa.
„Tsjetsjensku sveitirnar eru
komnar inn í norðurhluta borgar-
innar og rússnesku hermennirnir
hörfa undan þeim,“ sagði Movladi
Udugov, talsmaður Tsjetsjena, í
gær og í yfirlýsingu rússneska
varnarmálaráðuneytisins sagði, að
hart væri barist í borginni.
Rússar náðu Grosní á sitt vald
í febrúar og töldu, að þá væri stutt
í að Tsjetsjenar gæfust upp. Það
hefur ekki gengið eftir og árásin á
borgina virðist hafa komið Rússum
í opna skjöldu. Hafa þeir dreift
heraflanum að undanförnu vegna
árása á skæruliða í fjöllunum i
suðurhluta landsins.
Saka Rússa um samningsbrot
Friðarviðræður milli Rússa og
Tsjetsjena áttu að hefjast í Grosní
í dag fyrir milligöngu ÖSE, Örygg-
is- og samvinnustofnunar Evrópu,
en óvíst var í gær hvort af þeim
yrði. Tsjetsjenar saka Rússa um
að hafa haldið sókn sinni áfram í
suðurhluta landsins þvert ofan í
samkomulag um að greiða fyrir
viðræðunum með því að stöðva
hernaðinn.
Pavel Gratsjov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, hefur lofað að
koma Tsjetsjenum í skilning um,
að þeirra bíði ekkert nema að gef-
ast upp en þeir heita á móti að
stunda skæruhernað gegn Rússum
svo lengi sem þarf.
Aukin ásókn
í skinnin
Ekki lengur bannað
að kyssa Rússa
Moskvu. The Daily Telegraph.
EINHVERJUM síðustú leifum áður að bera sína kalda stríðs-
Helsinki. Reuter.
LOÐDÝRABÆNDUR geta líklega
gert sér nokkrar vonir um bjarta
tíma framundan því að eftirspurn
eftir minka- og refaskinnum er að
aukast. Þá sætir það tíðindum, að
Rússar og Kínverjar eru að koma
inn á markaðinn sem kaupendur.
Rússar og Kínveijar hafa hingað
til verið sjálfum sér nægir með
skinn en á lokadegi skinnauppboðs-
ins í Helsinki í gær voru þeir meðal
kaupenda og áttu þátt í að hækka
verðið. Er eftirspurn eftir minka-
og refapelsum að aukast í Rúss-
landi og Kína og hún hefur aukist
verulega í Suður-Kóreu og á Ítalíu.
Meðalverð á uppboðinu í Helsinki
var raunar aðeins lægra nú en í
fyrra en frá því sölutíminn hófst í
mars sl. hefur minkurinn hækkað
um 15-25% og refurinn um 40-50%.
kalda striðsins var varpað fyrir
róða í gær'þegar talsmaður
bandariska sendiráðsins i Moskvu
tilkynnti, að hér eftir mættu
bandarískir sendimenn kyssa
Rússa hvar sem þá væri að finna,
í Rússlandi og annars staðar.
Starfsmenn bandariska sendi-
ráðsins fögnuðu tilky nningunni
innilega og sérstaklega karlpen-
ingurinn, sem hefur Iengi haldið
því fram, að rússneskar stúlkur
hafi yfirleitt hugann við annað
en baráttuna gegn heimsvelda-
stefnunni. Það var þó einn hópur
starfsmanna, sem sá enga
ástæðu til að kætast, en það eru
hermennirnir, sem gæta sendi-
ráðsins. Þeir verða eftir sem
grímu.
Beina leið til „ Ougadougou “
Breska sendiráðið í Moskvu tók
þessa sömu ákvörðun þegar árið
1991 og starfsmenn þess og
bandaríska sendiráðsins geta nú
þess vegna kvænst rússneskum
konum. Er eitt dæmi um það í
breska sendiráðinu en viðkom-
andi starfsmaður var þó af ein-
hverjum ástæðum fljótlega flutt-
ur annað. Er það raunar haft
eftir sendimönnunum, að það að
kvænast rússneskri konu sé
stysta leiðin’til „Ougadougou" en
sá staður er einhvers staðar suð-
ur af sól og austur af mána og
framavonirnar sömuleiðis.
Verður
ekkií
Peking
Pekinjj. Reuter.
STJORNVÖLD í Kína eru ákveðin í
að vísa alþjóðlegri ráðstefnu óháðra
kvennasamtaka burt frá höfuðborg-
inni, Peking, þrátt fyrir hótanir um,
að hætt verði við hana. Vilja þau,
að hún verði haldin í litlum bæ nokk-
uð frá borginni.
„Það eru engar áætlanir um að
breyta þeirri ákvörðun að halda ráð-
stefnuna í Huairou," sagði talsmaður
kínversku kvennasamtakanna í gær,
en þau eru gestgjafi ráðstefnunnar.
Er litið á þessa yfirlýsingu sem beina
ögrun við undirbúningsnefndina en
10. maí sl. hafnaði hún ákvörðun
yfirvalda í Peking um að flytja ráð-
stefnuna frá leikvangi í miðborginni
til bæjarins Huairou. Hafði hún gef-
ið þeim frest til gærdagsins til að
aftUrkalla breytinguna á fundar-
staðnum.
Ottast mótmæli
Búist hefur verið við, að allt að
40.000 manns muni sækja kvenna-
ráðstefnuna en hana á að halda frá
30. sept. til 8. ágúst. 4. apríl til-
kynntu hins vegar kinversku kvenna-
samtökin, að leikvangurinn í Peking
væri svo ótraustur, að flytja yrði
ráðstefnuna. Síðan hefur leikvangur-
inn verið notaður fyrir knattspyrnu-
leiki en sagt er, að það, sem að baki
búi, sé ótti ráðamanna við mótmæla-
aðgerðir einhverra kvennahópa á
Tiananmen-torgi. Hafa margir hvatt
til, að hætt verði við ráðstefnuna og
hefur til dæmis verið mikið um slíkar
áskoranir á Intemetinu.
Dagur hins
ritaða máls
I DAG er uppstigningardagur
hjá flestum kristnum kirkjudeild-
um en ekki þjá rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni, sem styðst
við annað tímatal. Hún hélt hins
vegar gærdaginn hátíðlegan,
„Dag hins ritaða máls“, til minn-
ingar um þá bræður Kirill og
Mefodi, sem boðuðu Búlgörum
kristni og lögðu grunn að hinu
slavneska ritmáli, kirílska letr-
inu. Hér er hópur presta á Rauða
torginu með krossa og íkona,
rússneskar helgimyndir.
Reuter
Þjóðverjar
mótmæla
Bonn, London. Reuter.
ÞÝSKA stjómin ætlar að mótmæla
áformum Breta um að sökkva göml-
um olíuborpalli á hafi úti og telur,
að réttara sé að rífa hann í brota-
járn. Verður þetta mál tekið upp á
Norðursjávarráðstefnunni í Esbjerg
í næsta mánuði.
Angela Merkel, umhverfisráð-
herra Þýskalands, hefur sent bresk-
um stjórnvöldum bréf vegna þessa
máls og nefnir þar, að samkvæmt
þýskum lögum er framferði af þessu
tagi bannað. í síðustu viku skoraði
Evrópuþingið á Breta að hætta við
að sökkva pallinum.
Eitruð úrgangsefni
Um 20 grænfriðungar voru tekn-
ir og fluttir burt af olíuborpallinum
í fyrradag en þeir segja, að hann
sé fullur af eitruðum úrgangsefn-
um, sem muni valda mikilli mengun
verði honum sökkt í sjó miðja vegu
millí Hjaltlandseyja og Noregs.