Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 1
112 SÍÐUR B/C/D/E 117. TBL. 83.ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kvennaráðstefnan Reuter SÞ setur úrslitakosti RUPERT Smith hershöfðingi og yfirmaður gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu skipaði í gær bosníska stjóraarhernum og her- sveitum Serba að hætta stórskota- liðsátökum við Sarajevo og af- henda vopnin eða sæta ella loft- árásum NATO-flugvéla. Gaf hann þeim frest til að þagga niður i vopnunum til klukkan 10 í dag að ísl. tíma og ennfremur, að öll þungavopn í 20 km fjarlægð frá borginni yrðu komin í vörslu SÞ fyrir hádegi á morgun. í gær gagn- rýndi Bandaríkjastjórn SÞ harð- lega fyrir að heimila ekki loftárás- ir á stórskotalið Serba en talið er, að þeir hafi skotið fosfórsprengi- kúlum á Sarajevo í gær. Þær eru bannaðar sem árásarvopn í Genf- arsáttmálanum. Hér eru tveir starfsmenn SÞ í birgðastöð sam- takanna í Sarajevo en hún er illa farin eftir átökin síðustu daga. Olíuborpallurinn Sveitir Tsjetsjena ráðast inn í Grosní Viðræður um frið áttu að hefjast í borginni í dag Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar brutust út í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær þegar herflokkar Tsjetsjena réðust inn í úthverfin í norðurhlutanum. Lét rússneska herliðið undan síga fyrir sókninni að sögn talsmanns Tsjetsjena og talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins staðfesti, að átökin væru mjög hörð. í dag áttu að hefjast friðarviðræður milli Tsjetsjena og Rússa. „Tsjetsjensku sveitirnar eru komnar inn í norðurhluta borgar- innar og rússnesku hermennirnir hörfa undan þeim,“ sagði Movladi Udugov, talsmaður Tsjetsjena, í gær og í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði, að hart væri barist í borginni. Rússar náðu Grosní á sitt vald í febrúar og töldu, að þá væri stutt í að Tsjetsjenar gæfust upp. Það hefur ekki gengið eftir og árásin á borgina virðist hafa komið Rússum í opna skjöldu. Hafa þeir dreift heraflanum að undanförnu vegna árása á skæruliða í fjöllunum i suðurhluta landsins. Saka Rússa um samningsbrot Friðarviðræður milli Rússa og Tsjetsjena áttu að hefjast í Grosní í dag fyrir milligöngu ÖSE, Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu, en óvíst var í gær hvort af þeim yrði. Tsjetsjenar saka Rússa um að hafa haldið sókn sinni áfram í suðurhluta landsins þvert ofan í samkomulag um að greiða fyrir viðræðunum með því að stöðva hernaðinn. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, hefur lofað að koma Tsjetsjenum í skilning um, að þeirra bíði ekkert nema að gef- ast upp en þeir heita á móti að stunda skæruhernað gegn Rússum svo lengi sem þarf. Aukin ásókn í skinnin Ekki lengur bannað að kyssa Rússa Moskvu. The Daily Telegraph. EINHVERJUM síðustú leifum áður að bera sína kalda stríðs- Helsinki. Reuter. LOÐDÝRABÆNDUR geta líklega gert sér nokkrar vonir um bjarta tíma framundan því að eftirspurn eftir minka- og refaskinnum er að aukast. Þá sætir það tíðindum, að Rússar og Kínverjar eru að koma inn á markaðinn sem kaupendur. Rússar og Kínveijar hafa hingað til verið sjálfum sér nægir með skinn en á lokadegi skinnauppboðs- ins í Helsinki í gær voru þeir meðal kaupenda og áttu þátt í að hækka verðið. Er eftirspurn eftir minka- og refapelsum að aukast í Rúss- landi og Kína og hún hefur aukist verulega í Suður-Kóreu og á Ítalíu. Meðalverð á uppboðinu í Helsinki var raunar aðeins lægra nú en í fyrra en frá því sölutíminn hófst í mars sl. hefur minkurinn hækkað um 15-25% og refurinn um 40-50%. kalda striðsins var varpað fyrir róða í gær'þegar talsmaður bandariska sendiráðsins i Moskvu tilkynnti, að hér eftir mættu bandarískir sendimenn kyssa Rússa hvar sem þá væri að finna, í Rússlandi og annars staðar. Starfsmenn bandariska sendi- ráðsins fögnuðu tilky nningunni innilega og sérstaklega karlpen- ingurinn, sem hefur Iengi haldið því fram, að rússneskar stúlkur hafi yfirleitt hugann við annað en baráttuna gegn heimsvelda- stefnunni. Það var þó einn hópur starfsmanna, sem sá enga ástæðu til að kætast, en það eru hermennirnir, sem gæta sendi- ráðsins. Þeir verða eftir sem grímu. Beina leið til „ Ougadougou “ Breska sendiráðið í Moskvu tók þessa sömu ákvörðun þegar árið 1991 og starfsmenn þess og bandaríska sendiráðsins geta nú þess vegna kvænst rússneskum konum. Er eitt dæmi um það í breska sendiráðinu en viðkom- andi starfsmaður var þó af ein- hverjum ástæðum fljótlega flutt- ur annað. Er það raunar haft eftir sendimönnunum, að það að kvænast rússneskri konu sé stysta leiðin’til „Ougadougou" en sá staður er einhvers staðar suð- ur af sól og austur af mána og framavonirnar sömuleiðis. Verður ekkií Peking Pekinjj. Reuter. STJORNVÖLD í Kína eru ákveðin í að vísa alþjóðlegri ráðstefnu óháðra kvennasamtaka burt frá höfuðborg- inni, Peking, þrátt fyrir hótanir um, að hætt verði við hana. Vilja þau, að hún verði haldin í litlum bæ nokk- uð frá borginni. „Það eru engar áætlanir um að breyta þeirri ákvörðun að halda ráð- stefnuna í Huairou," sagði talsmaður kínversku kvennasamtakanna í gær, en þau eru gestgjafi ráðstefnunnar. Er litið á þessa yfirlýsingu sem beina ögrun við undirbúningsnefndina en 10. maí sl. hafnaði hún ákvörðun yfirvalda í Peking um að flytja ráð- stefnuna frá leikvangi í miðborginni til bæjarins Huairou. Hafði hún gef- ið þeim frest til gærdagsins til að aftUrkalla breytinguna á fundar- staðnum. Ottast mótmæli Búist hefur verið við, að allt að 40.000 manns muni sækja kvenna- ráðstefnuna en hana á að halda frá 30. sept. til 8. ágúst. 4. apríl til- kynntu hins vegar kinversku kvenna- samtökin, að leikvangurinn í Peking væri svo ótraustur, að flytja yrði ráðstefnuna. Síðan hefur leikvangur- inn verið notaður fyrir knattspyrnu- leiki en sagt er, að það, sem að baki búi, sé ótti ráðamanna við mótmæla- aðgerðir einhverra kvennahópa á Tiananmen-torgi. Hafa margir hvatt til, að hætt verði við ráðstefnuna og hefur til dæmis verið mikið um slíkar áskoranir á Intemetinu. Dagur hins ritaða máls I DAG er uppstigningardagur hjá flestum kristnum kirkjudeild- um en ekki þjá rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni, sem styðst við annað tímatal. Hún hélt hins vegar gærdaginn hátíðlegan, „Dag hins ritaða máls“, til minn- ingar um þá bræður Kirill og Mefodi, sem boðuðu Búlgörum kristni og lögðu grunn að hinu slavneska ritmáli, kirílska letr- inu. Hér er hópur presta á Rauða torginu með krossa og íkona, rússneskar helgimyndir. Reuter Þjóðverjar mótmæla Bonn, London. Reuter. ÞÝSKA stjómin ætlar að mótmæla áformum Breta um að sökkva göml- um olíuborpalli á hafi úti og telur, að réttara sé að rífa hann í brota- járn. Verður þetta mál tekið upp á Norðursjávarráðstefnunni í Esbjerg í næsta mánuði. Angela Merkel, umhverfisráð- herra Þýskalands, hefur sent bresk- um stjórnvöldum bréf vegna þessa máls og nefnir þar, að samkvæmt þýskum lögum er framferði af þessu tagi bannað. í síðustu viku skoraði Evrópuþingið á Breta að hætta við að sökkva pallinum. Eitruð úrgangsefni Um 20 grænfriðungar voru tekn- ir og fluttir burt af olíuborpallinum í fyrradag en þeir segja, að hann sé fullur af eitruðum úrgangsefn- um, sem muni valda mikilli mengun verði honum sökkt í sjó miðja vegu millí Hjaltlandseyja og Noregs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.