Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 4

Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvær ferðaglaðar ungar stúlkur frá Neskaupstað í átta mánaða heimsreisu Geta vart beðið eftir því að ferðast meira Ætli ’ann vilji banana? HARPA Grímsdóttir reynir að gefa brasilískum páfagauki ban- ana en svo virðist sem hann sé ekkert yfir sig hrifinn. Myndin er tekin á Amazon-svæðinu í Brasilíu. TVÆR UNGAR stúlkur frá Nes- kaupstað, Kristín Ágústsdóttir og Harpa Grímsdóttir, lögðu upp í heimsreisu í september í fyrra og segja sjálfar að þær hafi ekki haft hugmynd um hvað þær væru að fara út í. „Við ferðuðumst um Evrópu sumarið 1993 en það var einhvem veginn ekki fullnægj- andi fyrir okkur,“ sögðu þær eft- ir heimkomuna til íslands í vik- unni. „Við létum okkur dreyma um lengri ferð, um sannkallaða ævintýraferð. Það kom einfald- lega ekki annað til greina en að láta drauminn rætast.“ ífiskitilað fjármagaa ferðina Stöllurnar unnu stíft í fiski og á bænum á Norðfirði í heilt ár til að fjármagna ferðina. „Ég fór af stað með 400 þúsund krónur og allir hlógu að mér,“ sagði Kristín. „í ljós kom að sú upphæð entist hér um bil alla ferðina. Það þarf ekki nærri því eins mikinn pening í heimsreisur eins og fólk held- ur,“ sagði hún og Harpa skaut því að að ferðakostnaður réðist allt eftir því hvert ferðast væri. Ferðalagið var alls ekki skipu- lagt í þaula. Stúlkurnar létu oft tilviljun ráða ferðaleið sinni og ferðamáta. Þær ferðuðust ýmist með lestum, bátum, rútum eða fílum og settu sér fljótt það mark- mið að heimsækja færri staði en fleiri og vera lengur á hveijum stað. Þær reyndu að forðast hefð- bundnar ferðaslóðir „túrista" og lögðu sig jafnframt fram við að kynnast menningu og siðum inn- fæddra í hveiju landi. Samt sem áður var það fernt sem stöllurnar ætluðu að fram- kvæma. Það var að heimsækja Kína, vera í Nýja-Sjálandi um jól- in, taka þátt í kjötkveðjuhátíð í Brasilíu og koma heim í tæka tíð til að mæta í sumarvinnuna nú í vor. Þær munu eflaust þurfa á sumarhýrunni að halda því þær hyggjast hefja nám í landafræði næsta haust í Háskólanum. Fjörið hófst í Kina Kristín og Harpa hófu ferðina í Kaupmannahöfn og flugu rak- leiðis til Bangkok í Thailandi. „ Við dvóldumst þar í nokkrar vik- ur, riðum um frumskóga á fílum, sváfum í bambuskofum og röltum um hrísgijónaakra," sögðu þær. Fjörið hófst þó fyrir alvöru í Kína. „ Við þvældumst um landið í lest- um og rútum. Okkur var sagt að það væri ekki hægt að ferðast á eigin vegum í landinu en við reyndum að afsanna það. Við skoðuðum Maó „í eigin persónu" í grafhýsi sínu í Peking, gengum um Kínamúrinn og furðuðum okkur á kínverskum mannasiðum. Á mörgum stöðum hafði fólk aldr- ei séð hvítt fólk áður. Okkur tókst loks að heimsækja gamla blak- þjálfarann okkar úr Þrótti, Nes- kaupstað," sagði Harpa. Jól en enginn snjór Kristín hafði sérstaka ástæðu til að heimsækja Nýja-Sjáland. Þar hafði hún dvalist á sveitabæ nærri Auckland fyrir fáeinum misserum sem skiptinemi. Þær l'Mwtawpstaður . J sept. ... og heiniír~>-<^Kaupmannahöfn & L-ÍA; ATLANTS- /5rrK v. , ffc- HAF ' " v W * ■- .^-•••- ; 1 ' INDLANDS- UPaT^ % xrÆí? HAf 'Sa6 Pauk) • c ' Wj’ kykkA- \ ChangMai HAF BrisbaneV i / feb.ogmaí-95 t ..v yfmei995Aires Heimsreisa Hörpu og Krístínar íóÍis®?1 .yflr Kyrrahaf Veiði dagsins KRISTÍN Ágústsdóttir heldur á veiði dagsins, „ósköp elsku- legum" krókódíl eins og Kristín kaus að kalla hann. Myndin er tekin á fenjasvæði í Pantanal í Brasilíu. ákváðu að halda jólin hátíðleg þar en þeim þótti þó miður að enginn var þar snjórinn. Á suðurhveli jarðar er sumar í blóma um jóla- leytið. Eftir þetta ákváðu þær stöllur að „skreppa" yfir til Suður-Amer- íku og heimsóttu þær jafnt stór- borgir sem smáþorp. Þær komu við í Buenos Aires í Argentínu, Sao Paolo í Brasilíu og La Paz í Bólivíu. Dansað allan daginn Ævintýralegust var aftur á móti dvöl þeirra í Natal í N-Brasil- íu og ferðalag um Amazon-svæð- ið. Þær komu í tæka tíð til að taka þátt í hinni frægu kjöt- kveðjuhátíð í febrúar. „Þeir sem best þekkja til fullyrða að þeim mun norðar sem menn eru í Bras- ilíu þeim mun betri sé kjötkveðju- hátíðin," sagði Kristín. „Þessa daga var stanslaust fjör og fólk dansaði allan daginn. Það var mikill kostur að við vorum þátt- takendur í hátíðinni en ekki áhorfendur líkt og i Ríó.“ Vinkonurnar segjast að mörgu leyti vera fegnar að koma aftur heim en þær hafi svo sannarlega haft úthald til að ferðast a.m.k. í eitt ár í viðbót. Þær segjast ekki geta beðið eftir því að komast út aftur og ferðast meira. „Við höf- um fundið svo marga staði sem við viljum skoða betur,“ sögðu þær einumTómi. „Viltu koma með?“ Morgunblaðið/Kristinn VERKFALLSVERÐIR stöðvuðu I gær ökumann rútu sem ók með leikskólabörn úr Reykjavík í Grímsnesið, en Sleipnir taldi að ökumaðurinn væri að fremja verkfallsbrot. Þegar hann hafði komið börnunum á áfangastað var eigandi rútunnar kvaddur á staðinn til að aka börnunum til baka. Skólarúta stöðvuð Ný skýrsla OECD um styrki til landbúnaðar Island úr öðru fjórða sæti BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGINU Sleipni bárust af því fregnir í gærmorgun að sumir viðsemj- enda félagsins væru famir að láta ættingja sína, sem ekki hafa réttindi til aksturs hópferðabif- reiða, stunda akstur fyrir þá með skólabörn. Þá mun eitthvað vera um það að réttindalausir aðijar séu farair að stunda akstur gegn gjaldi með farþega til Keflavík- urflugvallar. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði i samtali við Morg- unblaðið að einum aðila hefði verið veitt undanþága til aksturs með skólabörn á höfuðborgar- svæðinu ef félagsmaður í Sieipni sæi um aksturinn og eigandinn stundaði ekki annan akstur á meðan. Þetta hefði verið brotið og undanþágan því afturkölluð. Þá hefði bömunum verið ekið í og úr skóla í einkabíl eigandans af ökumanni sem ekki hefði rétt- indi til aksturs hópferðabíla. „Ég bendi fólki á að hafa sam- band við Sleipni til þess að það geti fengið upplýsingar um hvers konar fíflagangur er hér á ferð- inni. Ég bendi á það að komi eitt- hvað fyrir blessuð börain, þótt það sé alls ekki ætlun okkar, þá eru þau gjörsamlega ótryggð með svona fólki. Ég skora á skólastjóra að taka nú við sér og stöðva þetta,“ sagði Óskar. sætií ÍSLAND var það vestrænt ríki, sem á síðasta ári greiddi fjórðu hæstu styrkina til landbúnaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Stuðningur við landbúnað hafði minnkað um þrjú prósentu- stig frá því árið 1993, er íslenzka ríkið eyddi næstmestu fé hlutfalls- lega í stuðning við bændur. OECD reiknar út svokallað PSE- gildi, jafngildi niðurgreiðslna til framleiðenda, sem er heildarstuðn- ingur við landbúnaðinn. Stofnunin reiknar síðan út hlutfall stuðnings- ins af heildarverðmæti landbúnað- arframleiðslu hvers lands. Mestur stuðningur í Sviss Samkvæmt þessu er stuðningur við landbúnað mestur í Sviss, eða 82% af verðmæti framleiðslunnar. Noregur er í öðru sæti, þar sem niðurgreiðslur eru 75%. Japan er í þriðja sæti, greiðir framleiðendum samtals 74% af verðmæti fram- leiðslu. ísland kemur svo í fjórða sæti. Hér nemur stuðningurinn við land- búnaðinn 73% af heildarverðmæti Sama krónutala í landbúnaðar- styrki og á Nýja Sjálandi Þau styrkja sinn land- búnað mest í OECD Styrkir sem hlutfall / ^ af heildarverðmætí iXi landbúnaðarframleiðslu í hverju landi Land 1993 1994 Sviss 80% 82% Noregur 75% 75% Japan 73% 74% ÍSLAND 76% 73% Finnland 64% 67% Austurriki 59% 62% Svíþjóð 53% 51% ESB (12) 49% 50% landbúnaðarframleiðslunnar og hefur minnkað úr 76% árið 1993. Evrópusambandsríkin reka sam- eiginlega landbúnaðarstefnu og nam stuðningurinn þar 50% af framleiðsluandvirðinu á síðasta ári. Sami stuðningur í landi með 52 milljónir sauðfjár Athygli vekur að samkvæmt skýrslu OECD er stuðningur við landbúnað svipaður í krónum talið á Islandi og á Nýja Sjálandi. Nýja Sjáland er einn helzti útflytjandi ullar og kindakjöts í heiminum, enda er sauðfé þar um 52 milljón- ir. Nýsjálendingar eru 3,3 milljón- ir taísins. Samkvæmt tölum úr skýrslu OECD, sem Reuters-fréttastofan birtir, nema niðurgreiðslur í báð- um löndum um átta milljörðum króna. Á Nýja Sjálandi nemur hlutfall þeirra af verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar ekki nema 3% og er það minnsti stuðn- ingur við landbúnaðinn í ríkjum OECD. Nýsjálendingar gerðu rót- tækar breytingar á landbúnaðar- kerfinu fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.