Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 8

Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ESB- andstæðingar geta andað rólega. Allar líkur benda til að pósturinn Páll sitji fastur I bréfalúgu sambandsins út kjörtímabilið. Menntamálaráðherra um álit umboðsmanns um skráningargjöld Lagastoð fyrir gjaldinu en upphæð umdeilanleg BJÖRN Bjamason menntamálaráðherra sagði á Alþmgi í gær að ekki yrði séð af áliti umboðsmanns Alþingis áð Háskóli íslands hefði ekki heimild til að leggja á skrásetningargjald. Upphæðin sem Háskólinn innheimti væri hins vegar umdeilanleg og stofnunin yrði að taka á því máli í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, spurði menntamálaráðherra um viðbrögð hans við áliti umboðsmanns. Hann sagðist ítrekað hafa bent á það á síðasta kjörtímabili að ekki væri lagastoð fyrir skrásetningargjaldinu og nú væri umboðsmaður að staðfesta að sú gagnrýni hefði átt rétt á sér. Samstarf um skip- rúmfyrir ungmenni BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gengið verði til samstarfs við bæjaiyfirvöld í Kópavogi, Hafnar- fírði og Keflavík-Njarðvík-Höfn- um um skipsrúm fyrir ungmenni um borð í Haftindi HF 123. Samkomutagið gerir ráð fyrir 7-8 plássum samtímis fyrir ung- menni í starfsþjálfun um borð í fiskiskipinu. Kostnaður af hveiju plássi er um 30 þús. krónur á mánuði og er beinn kostnaður borgarinnar um 600-700 þúsund krónur auk trygginga. Lína og handfæri Veitt verður á línu og handfæri og verða laun þátttakenda 55 þús- und á mánuði. Að auki skiptist hlutur á handfæraveiðum til helm- inga milli þátttakenda og útgerðar eftir að aflað hefur verið sem nem- ur föstum launum. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi í minnst sex mánuði miðað við átta þátttakendur. Menntamálaráðherra sagði ekki rétt að umboðsmaður teldi að Há- skólanum væri ekki heimilt að leggja skrásetningargjald á nemendur og hvatti Svavar og aðra þingmenn til að kynna sér álitið. „í sjálfu sér er ekki dregið í efa að lagagrundvöllur sé undir álagn- ingu skrásetningargjaldsins. Hins vegar ræðir umboðsmaður það í þessu tilviki sem öðrum, þar sem um slíka gjaldtöku er að ræða, að stofn- unin þurfi að sýna fram á að gjaldið byggist á kostnaði sem hún verður fyrir. Um það snýst þetta mál að því er Háskóla íslands varðar og hann þarf að sjálfsögðu að taka á því i samræmi við álit umboðsmanns Al- þingis," sagði menntamálaráðherra. Svavar sagðist vera þeirrar skoð- unar að álit umboðsmanns Alþingis varðaði einnig álagningu skrásetn- BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu famkvæmdastjóra Bílastæða- sjóðs um að veita 20% afslátt af P-kortum í miðamæla. Greiðslukort- in eru seld á afgreiðslustöðum sjóðs- ins og innihalda hleðslu sem nemur 2.500 krónum. Gert er ráð fyrir að verð kortanna verði 2.000 krónur með afslætti. í tillögunni kemur fam að verið sé að koma til móts við starfsfólk í miðbænum sem noti gjaldsvæði 3. Lenging gjaldskyldu um 9 klukku- ingargjalds í framhaldsskólum og þúsundir námsmanna hefðu hugs- anlega rétt til að krefjast endur- greiðslu á þessum gjöldum. Svavar sagði óhjákvæmilegt að það mál yrði skoðað á þessu vorþingi. Björn vísaði þessu algerlega á bug og sagði ekkert í áliti umboðsmanns benda til að hann efaðist um lög- mæti þess að leggja áskrásetningar- gjöld í framhaldsskólum. Eyða þarf óvissu „Mér þykir eðlilegt að sterkum lagastoðum verði skotið undir inn- heimtu skráningargjalda við Háskól- ann, til að eyða óvissu þar um,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi menntamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Háskólinn á eftir að leggja fram mat á því á hvaða grunni fjárhæð skráningargjalda byggðist. Þegar ákveðið var að hækka skráningar- gjöldin voru ýmis rök nefnd, meðal annars að ef það yrði ekki gert þá myndi þjónusta skólanna, bæði Há- skólans og framhaldsskólanna, minnka. Það var því Háskólans og framhaldsskólanna að meta hvort heimild til skrásetningargjalda yrði nýtt og það var gert.“ stundir, úr 35 í 44 á viku samsvari tæplega 26% hækkun á langtíma- stæðum á því gjaldsvæði. Þá segir að viðbrögð notenda hafi verið góð og að nýting Miðbakkasvæðis hafí aukist eins og gert hafi verið ráð fyrir. Bent er á að með afslætti af P- kortum, sem aðeins ganga i miða- mæla, sé gerð tilraun til að koma til móts við þá sem leita eftir magn- afslætti af skammtímastæðum. 20% afsláttur af P- kortum Bílastæðasjóðs Bræður Ólympíumeistarar í skák Morgunblaðið/Þorkell Bragi og Björn Þorfinnssynir. Fáum aldrei leið á skákíþróttinni ISLENDINGAR eignuðust sína fyrstu Ólympíumeistara í skák á dögunum þegar landslið Islands vann glæsilegan sigur á Ólympíumóti landsliða 15 ára og yngri sem haldið var í Las Palmas á Kanaríeyjum. Sigurinn þótti koma talsvert á óvart en liðsmenn og fararstjóri höfðu vonast til þess að verða meðal tíu efstu sveita. í sveit íslands voru fimm vaskir piltar og þeirra á meðal voru bræður, Björn og Bragi Þorfinnssynir, margfaldir íslands- og Norðurlandameistar- ar í sínum aldursflokki. Þeir komu heim af mótinu í tæka tíð til að hefja stífan próflestur en þeir gáfu sér samt tíma til að svara nokkrum spurningum Morgunblaðsins. - Um leið og rétt er að óska ykkur til hamingju með sigvrinn þá má spyrja hver hafi verið gald- urinn á bak við sigur ykkar? Björn verður fyrri til að svara. „Við fengum í fyrsta lagi mjög góða þjálfun fyrir mótið hjá Mar- geiri Péturssyni stórmeistara. Síð- an lánaði Einar J. Skúlason okkur ferðatölvu með skákgagnagrunni sem við notuðum til að finna og skoða skákir andstæðinga okkar. Þá höfum við fengið góða þjálfun og fjölmörg tækifæri hjá Taflfé- lagi Reykjavíkur. Þar höfum við alist upp.“ - Hvað hafið tefit lengi, Bragi? „Við fórum á fyrstu æfinguna hjá TR þegar við vorum fimm og sex ára gamlir en gengum svo í félagið árið 1987. - Fáið þið aidrei leið á skák- inni? „Nei, alveg örugglega ekki. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt," segja þeir einum rómi. - Hvað er svona heiilandi við skákíþróttina, Björn? „Þetta er spennandi íþrótt sem gefur óteljandi möguleika. Við teflum til að mynda sjaldan eins stöður nema helst í byijununum." - Hvernig gengur að samræma nám ykkar og skáklífið? „Það gengur bara mjög vel. Við æfum alla daga að minnsta kosti 1-2 klukkutíma. -------- Við sækjum einnig æf- ingar 3-4 sinnum á viku. Yfirleitt verða engir árekstrar á milli náms og skákæfinga. Stundum getur þetta " verið erfitt, sérstaklega á próf- tímabilum. Vegna Ólympíumóts- ins þurftum við t.d. að fá tíu daga frí frá skólanum. En þetta redd- ast alltaf einhvern veginn,“ segir Bjöm. - Þið náið þannig alitaf að sinna heimaiærdómnum? „Við reynum að nýta vel tímann þegar við erum ekki að tefla eða æfa okkur,“ segir Bragi. „Við fáum einnig góða hvatningu frá foreldrum okkar og vinum.“ ► BjörnogBragiÞorfinnssynir eru fæddir í Reykjavík, Björn árið 1979 og Bragi árið 1981. Þeir eru synir Þorfinns Björns- sonar bankastarfsmanns og Aðalheiðar Bragadóttur kenn- ara. Bræðurnir stunda báðir nám í Æfingaskóla Kennarahá- skóla Islands og eru í miðjum prófum. Þeir hafa teflt frá barnæsku, eru félagar í Taflfé- lagi Reykjavíkur og hafa marg- sinnis keppt fyrir Islands hönd. Þeir hafa á undanförnum árum klifið ELO-skákstigalistann og um þessar mundir er Bragi með 2185 ELO-stig, en Björn með 2060 ELO-stig. Besti árangur þeirra er þó án efa sigur á Olympíumóti sveita 15 ára og yngri á dögunum. Bræðurnir náðu góðum árangri á mótinu. 1 Bragi fékk 5 vinninga í 7 skák- um á 2. borði en Björn 5Vi vinn- ing í jafnmörgum skákum á 4. borði. TR hefur stutt okkur mikið og komið okk- ur á mörg mót - Styðja foreidrar ykkur fylli- lega í skákiðkuninni. Hafa þau engar áhyggjur af náminu? „Nei, þau hafa litlar áhyggjur af náminu og styðja vel við bakið á okkur,“ segir Björn. „Við höfum einnig notið ómetanlegrar aðstoð- ar ömmu okkar, Kristbjargar Gunnarsdóttur, sem hefur safnað áheitum og styrkjum frá fjölmörg- um fyrirtækjum. Mörg þeirra hafa styrkt okkur reglulega og kunn- um við þeim bestu þakkir.“ - Eigið þið einhvert sérstakt takmark í skákinni? Hafið þið nokkuð spáð í að hætta á toppn- um? „Ég held að það sé lítil ástæða til að hætta núna. Við stefnum alltaf að því að ná lengra og gera betur,“ segir Bragi. „Flestir skák- menn stefna að því að verða stór- meistarar og það gerum við líka.“ - Er skákin vinsæl meðal jafn- aldra ykkar? „Hún er ekki mjög vinsæl með- al jafnaldra minna,“ sagði Björn, „en það er greinilegt að hún nýt- ur mikilla vinsælda hjá krökkum sem eru yngri en 14 ára. Að minnsta kosti er alltaf fullt, oft allt að 50 manns, á laugar- dagsæfingum sem eru sérstaklega 1 þeim ald- urshópi." - Eruð þið ánægðir með ungiingastarfið hjá Skák- sambandinu og skákfélögunum? „Taflfélag Reykjavíkur hefur stutt okkur mikið og gefið okkur ótal tækifæri á mótum. Skákskól- inn hefur einnig unnið gott starf fyrir okkur og það gerist einnig oft í samstarfí við Skáksamband- ið,“ segir Bragi. - Hver er fyrirmynd ykkar og átrúnaðargoð í skákinni? „Það er tvímælalaust Gary Kasparov, hann er iangbestur!"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.