Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 14

Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Gróðurskemmdir í bæjarlandi Isfirðinga ísafirði - Svo virðist sem nýliðinn vetur hafí skemmt mikið af gróðri í bæjarlandi ísfirðinga og hafa tré og stærri plöntur orðið mun verr úti en áður hefur þekkst. Að sögn Ásthildar Cecil Þórðardóttur, garðyrkjustóra ísafjarðarkaup- staðar, hefur lægri gróður og yngri plöntur komið vel undan vetri en mikið er um að stærri tré hafi skemmst mikið. „Eldri tré eru víða illa farin og er sama hvar litið er yfir bæjarfé- lagið, engin einn staður hefur sloppið betur en annar. Hér er um mikið tilfinningatjón að ræða, sér- staklega fyrir fólk sem hefur verið með gömul og falleg tré í garðin- um hjá sér og í krónum talið er tjónið mikið, þótt erfítt sé að meta það á þessari stundu. Mörg tré eru illa farin en eiga sér þó lífsvon með réttri meðferð. Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum að undan- fömu og hef reynt að liðsinna fólki eftir bestu getu,“ sagði Áshildur Cecil. Ásthildur sagði gróður í skrúð- görðum bæjarins hafa sloppið nokkuð vel frá vetrinum en gera mætti ráð fyrir að önnur svæði í bæjarfélaginu, s.s. fyrir ofan Urð- arveg og inni í Tunguskógi, væru nokkuð farin að láta á sjá, þó að það hefði ekki verið kannað sér- staklega. „Það verður nóg að gera hjá okkur í garðyrkjudeildinni í sumar við að snyrta og fegra bæinn en auk þess er gert ráð fyrir að senda flokk inn til Súða- víkur til aðstoðar börnunum þar við hreinsun. Þá er á döfinni að senda hreinsunarflokk á ferða- mannastaði á Hornströndum en framhaldið ræðst af því hvort við fáum ókeypis siglingu norður, en litlum fjármunum er varið til þessa verkefnis og því þurfum við á öll- um stuðningi að halda. Við höfum rætt við Djúpbátinn um aðstoð við flutninga og bíðum eftir svari frá þeim. Verði það jákvætt förum við í_ hreinsunarferð norður,“ sagði Ásthildur. Morgunblaðið/Jóhannes Pálsson Landsbankahlaup í snjómuggu EINS og víðast hvar á landinu var hlaupið Landsbankahlaup á Reyðarfirði. Veðrið var ekki hið ákjósanlegasta til hlaupa, snjómugga og hiti við frost- mark. Krakkarnir létu það ekki aftra sér og hlupu af miklum krafti og hámuðu í sig grillaðar Austmatspylsur og Svala að loknu hlaupi. Fyrst í mark í yngri flokki voru Guðlaug Andrésdóttir og Oddur Sig- urðsson. Á myndinni eru þátttakendur í hlaupinu. ARNDÍS Berndsen, nem- andi frá Sauð- árkróki, sýndi gestum verk- efni í hand- mennt. HRAFNHILD- UR Valdimars- dóttir, úr Skagafirði, og Guðrún Teits- dóttir, frá Keflavík, tóku á móti gestum við innganginn. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Hallormsstað Handa- vinnu- sýning Egilsstöðum - Nemendur Hússtjórnarskólans á Hall- ormsstað héldu sýningu á verkum sínum, bæði í eldhúsi og handmennt. Um 250 manns heimsóttu skólann þennan dag, skoðuðu sýning- una og þáðu veitingar. Sýn- ing sem þessi er árlegur við- burður og um leið óformlegt tákn um lok skólastarfs. Margrét Sigbjörnsdóttir skólastjóri sagði að þessu sinni hafi 16 nemdendur lokið námi, en 6 aðrir hættu við nám í kjölfar verkfalls kenn- ara. Mjög góð aðsókn hefur verið að skólanum og koma nem- endur alls staðar af landinu. Umsóknir um nám við næsta skólaár eru farnar að berast og er útlit fyrir að færri kom- ist að en vilja. VILTU VÍKKA SJÓNÞEILDARHRINGINN? AFS Á ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Þú hefur tækifæri til að eignast nýjan f jölskyldumeðlim Við óskum eftir fjölskyldum fyrir skiptinema, á aldrinum 16-19 ára, frá lok ágúst '95 til byrjun júlí '96, eða hálft þetta tímabil. Hvort sem fjölskyldan er stór eða lítil, með ungbörn, unglinga eða engin börn, þá hefur hún möguléíka á að hýsa erlendan skiptinema. Nánari upplýsingar á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, sími 552 5450. ■BMMMBMHOTMMHaaHaHMMMmMMMMMMÉMaaMWMaJ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir TOYOTA Foreigner jeppinn sem lenti í ófærðinni á Hálsunum ásamt eigandanum Reinhard Reynissyni. Vorið lætur víða bíða eftir sér Fjallvegir ófærir á N orð-Austurlandi Þórshöfn - Vorið lætur bíða eftir sér hér á norðausturhorninu og snjókoma og kuldi hafa einkennt veðurfarið undanfarið. Óvenju mik- ið er af mófuglum í görðum fólks og virðist hart í ári hjá þeim. Ófært varð á Hálsunum milli Raufarhafnar og Þórshafnar um síðustu helgi og þurfti Toyota For- runner-jeppi aðstoð við að komast yfir ófærðina og fólksbíll komst alls ekki yfir Hálsana og var skilinn eftir. Ferðalangarnir höfðu lagt af stað með bjartsýni vorsins í huga; á blankskóm og ekki klætt til vetr- arferða og vitanlega enginn með skóflu því enginn taldi sig þurfa á henni að halda síðustu daga maí- mánaðar. Brekknaheiðin milli Þórs- hafnar og Bakkaijarðar var einnig orðin þungfær fyrir fólksbíla um helgina. Vorverkum bænda seinkar Að sögn bónda á Langanesi eru engin vorverk enn hafin, því tún eru flest undir snjó og ekki autt nema rétt meðfram sjónum. Fyrir- sjáanlegt er að ekki verður borið á fyrr en í júní og allar skepnur eru inni. Sauðburður er að komast í fullan gang og gengur þokkalega vel. Ekki er hægt að segja um kal í túnum ennþá, en þau hafa legið undir snjó og klaka frá áramótum. Nokkuð víst er þó að ekki er kal í túnum næst sjó. Óhemju mikill snjór er inn til landsins ennþá og árnar á ísi ennþá. Hafralónsá er ekki búin að ryðja sig enn, sem er óvenju seint. Bændur taka tíðinni með ró því þeir vita að ekki þýðir að deila við veðurguðina og alltaf kemur aftur vor. Oddastefna um Suðurströndina Hellu - Nýlega hélt Oddafélagið sína árlegu Oddastefnu í Félagsheimili Þykkvabæjar. Oddafélagið, sem er áhugamannafélag um að endurvekja forna frægð Oddastaðar, stendur fyrir slíkri ráðstefnu vor hvert sem næst Sæmundardegi sem er 22. maí en Sæmundur fróði Sigfússon í Odda lést þann dag árið 1133. Meginstef Oddastefnu í ár var Suðurströndin en að loknu erindi Þórs Jakobssonar, veðurfræðings og formanns Oddastefnu um hafís við Suðurland flutti dr. Páll Imsland, jarðfræðingur, fyrirlestur um eðli og þróun sandstrandarinnar og Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, um sjósókn við suðurströndina. Að lok- um fræddi Pálmi Eyjólfsson, fulltrúi á Hvolsvelli, ráðstefnugesti um strönd og skipaskaða. Að ráðstefnunni lokinni var gest- um ekið á Þykkvabæjarijöru að svo- kölluðum Snösum, en það er allstór hóll á vestanverðri fjörunni hvaðan útsýn er hin fegurst um allt Suður- landsundirlendið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.