Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 15

Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 15 Nýr útibús- stjóri Lands- banka ísafirði - Bankaráð Landsbanka íslands ákvað á fundi sínum í síð- ustu viku að ráða Brynjólf Þór Brynjólfsson sem svæðisútibús- stjóra Landsbanka íslands á ísafírði í stað Birgis Jónssonar, sem gegnt hefur starfínu í tæp tíu ár. Brynjólf- ur Þór, sem er 46 ára að aldri, hefur undanfarin ár starfað í aðal- stöðvum Landsbankans í Reykjavík, þar sem hans aðalstörf hafa verið fyrirtækjaviðskipti og útlánaeftirlit. Hann gegndi um tíma stöðu úti- bússtjóra Landsbanka íslands á Bíldudal en hefur auk þess starfað í útibúi bankans í Keflavík, í nokkr- um útibúum i Reykjavík og hin síð- ari ár í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti. Ákveðið er að Brynj- ólfur Þór taki við hinu nýja starfi 13. júní og hann er ráðinn til tveggjá ára, eða til 1. maí 1997. Staða svæðisútibússtjóra Lands- bankans á ísafírði var auglýst í tvígang og voru sex umsækjendur um stöðuna í síðari umferð. Brynjólfur Þór er kvæntur Ragn- heiði Jónsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn á aldrinum 12, 20 og 23 ára. SR. MAGNÚS Erlingsson, sóknarprestur á Isafirði, Gunnar Steinþórsson, for- maður byggingarnefndar kirkjunnar og sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur á Bíldudal og fyrrum sóknar- prestur á ísafirði, við hið nýja Kristslíkneski. Ný kirkja vígð á ísafirði ísafirði - ísafjarðarkirkja verður formlega vígð í dag, uppstigningar- dag. Það verður herra Ólafur Skúla- son, biskup yfír íslandi, sem mun vígja hina nýju kirkju en viðstaddir athöfnina verða allir núlifandi prest- ar sem þjónað hafa á ísafirði auk heimamanna og annarra gesta. Á þriðjudag var kirkjan tilbúin að miklu leyti en þá átti eftir að setja upp altari og sæti í aðalsalinn. Þegar ljósmyndari blaðsins leit inn í kirkjuna þann dag var verið að setja upp Kristslíkneski, líkt og var í gömlu kirkjunni og var meðfylgj- andi mynd tekin eftir að því hafði verið komið á sinn stað. naturecaré er skrásett vörumerki fyrir þá bómull sem við notum í fötin okkar. Bómullin er handtínd og við framleiðsluna er notað eins lítið af skaðlegum efnum og mögulegt er. Þess vegna eru Naturecare fötin okkar sérstaklega góð fyrir viðkvæma ungbarnahúð og alla þá sem þola illa aukaefni í fatnaði og vilja hugsa um umhverfi sitt. £> u ma rti I boð Hneppt peysa kr. 1.000 Duxur kr. 1.000 Alveg instök SUMAfflllBOD Þegar gamla ryksugan sýgur sitt síðasta, þá er kominn tími til að endurnýja. Er þá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana. 4EG Ryksuga Vampyr 7400 1400 w. Þrjár sogstillingar. Sexföld síun.Ultrafilter skilar 99.97% hreinu lofti. Pokastær& 4 L. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt sogrör. Fylgihlutageymsla. Verb á&ur 18.720,- eða 17.789,- stgr. Verð nú 15.900,- stgr. BRÆÐURNIR =)] QKMSSON HF Lágmúla 8, Sími 553 8820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.