Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ *EMERALD AFSLATTAR- FARGJÖLD FYRIR ALLA. Frá 23. júní -1. september (í sölu til 2. júní). Keflavík - Belfast frá kr 17.680* Kejflavík - London frákn 22.780 Flug og bíli Flug og gisting Flug og golf Flug og húsbátur Allt eftir þörfum hvers og eins. ‘Flugsæti meö flugvallargjöldum. feréáitr Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu) sími 623020. Vilcu rútuferð um N-írBand 30. júní-7. júlí. UR VERIIMU Meka reisir niðursuðu- verksmiðju fyrir 290 milljónir í Rússlandi VERKFRÆÐISTOFAN Meka hf. hefur gengið frá viðamiklum samn- ingi við bandarískt fyrirtæki um sölu á vélum og tækjum fyrir niðursuðu- verksmiðju í Rússlandi. Ennfremur sér Meka um uppsetningu á lítilli fiskimjölsverksmiðju og reykhúsi. Verksmiðjan verður í borginni Doiz- hanskaya við Azovhaf, sem gengur inn úr Svartahafi. Samningurinn hljóðar upp á um 4,5 milljónir doll- ara eða rúmlega 290 milljónir króna. Frá þessu er greint í Islenzkum Jung Chang, höfundur einhverrar vinsælustu og umtöluðustu metsölubókar síðustu ára, Villtir Svanir, er komin í heimsókn til íslands. Fjölmörgum íslenskum lesendum hennar gefst hér einstakt tækifæri til að sjá hana og heyra. Föstudaginn 26. maí, kl. 16:30 - 18:00 mun Jung Chting árita bók sína í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Af því tilefni er bókin væntanleg á ný, að þessu sinni í mjúku bandi, en þannig mun hún 2700 krónur. Notið tækifærið, því enginn vafi er á að þessi útgáfa mun seljast hratt upp eins og sú fyrri. 'Athugið að þeir sem eiga eldri útgáfuna mega líka taka bók sína með til áritunar. Þar les Hjörleifur Sveinbjörnsson ár þýðingunni, en síðan mun Jung Chang flytja erindi um bók sína og að því loknu svara fyrirspurnum viðstaddra. Athugið að dagskráin fer fram á ensku! Aðgangur ókeypis og allir velkomnir MÁL OG MENNING Vélar og tæki að mestu framieidd hér á landi iðnaði, fréttabréfi Samtaka iðnað- arins, sem er að koma út um þessar mundir. Að sögn Elíasar Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Verk- fræðistofunnar Meka er hér um að ræða svokallaða heildarlausn (turn- key) þar sem eru allar vélar og tæki í ofangreindar verksmiðjur. Samn- ingurinn er viðamikill og hefur gerð hans staðið yfír í hátt á annað ár og farið fram hér á landi, í Bandaríkj- unum og Rússlandi. Áætlað er að umræddar vélar og tæki verði að miklu leyti framleidd hér á landi í málmsmiðjum sem þeg- ar hafa getið sér gott orð við smíði fyrir fyrir innlenda og erlenda kaup- endur. Elías segir í samtali við frétta- bréfið að ætla megi að vinnsluvirði innan lands verði meira en helmingur af samningsfjárhæðinni. „Sölusamningurinn er til marks um árangursríkt starf Verkfræði- stofunnar Meka hf. að afla verkefna á alþjóðamarkaði fyrir íslenzk málm- iðnaðarfyrirtæki. Slíkt starf er að sönnu ómetanlegt og sýnir að mögu- leikarnir eru fjölmargir ef rétt er á málum haldið og traust skapast milli aðila. Samningurinn er einnig mikil traustsyfirlýsing á smíði þeirra inn- lendu málmsmiðja, sem standast þær miklu kröfur, sem gerðar eru í verk- um eins og þessu. Þess vegna er sérhver samningur af þessu tagi við- urkenning á íslenzku handverki og vitnisburður um að þrátt fyrir áföll síðustu ár er málmiðnaðurinn á ís- landi aibúinn að taka að sér krefj- andi verkefni," segir meðal annars . Um of sótt í humarinn „Eðlilegt svar að minnka kvótann44 NÝLOKIÐ er humarleiðangri Haf- rannsóknastofnunar og benda nið- urstöður hans til þess að um of sé sótt í humarstofninn og draga verði úr veiðum. „Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar, en það þarf ekki að koma á óvart, því það hefur jafnt og þétt verið að draga úr aflanum. Það fannst bæði minna af humri en áður og mjög lítið af stórum humri og mjög smáum. Þetta er þó ekkert meiriháttar áfall, en taka verður ákvörðun um það hvernig bregðast skuli við. Haldi fram sem horfir er eðlilegt svar að minnka kvótann," segir Sólmundur Einarsson, fiski- fræðingur. Humarveiðamar hafa farið mjög hægt af stað, einkuny fyrir austan Ingólfshöfða og segir Óli Björn Þor- bjömsson, skipstjóri á Sigurði Ólafs- syni SF, að þetta hafi aldrei verið eins lélegt og nú. Aflinn aðeins brot af því, sem var þegar bezt var og humarinn mjög smár. Heildarkvóti nú var ákveðinn í fyrra um 2.200 tonn, sem er nokkru minna en veiða mátti í fyrra. Mikið úrkast Sólmundur segir nú hafi lítið fengizt af humri á öllum veiðisvæð- um og humarinn sem fengizt hafi, hafrverið jafnsmærri en áður. Lítið hafi orðið vart við stóran humar og mjög smáan. Því sé mikið úr- kast úr aflanum, en það sem fer aftur í sjóinn, lifir sjaldast af. Því eigi sér stað veruleg grysjun í nýlið- uninni og hrygnum. Miðin fá aldrei frið Hlut skýringarinnar á slakri stöðu stofnsins sé umgegnin um auðlindina. Þessi mið fái aldrei frið, það sé verið að hamast á þeim allt árið með fiskitroll og snurvoð og auk þess hafi humarveiðar verið leyfðar á veturna. Miðin fái því aldr- ei frið. „Það verður fylgzt mjög grannt með framvindu mála og brugðizt við í samræmi við hana. Hins vegar hafa vertíðir áður farið illa að stað, svo hugsanlegt er að úr rætist," segir Sólmundur. Þing' um ónæmisfræði físka íslands í stjórn samtakanna er Sig- ríður Guðmundsdóttir, ónæmisfræð- ingur sem starfar á Tilraunastöð Háskóla íslands á Keldum. Auk Sig- ríðar eru fimm íslenzkir sérfræðing- ar í framkvæmdanefnd þingsins. Á annað hundrað sérfræðingar víðsvegar úr heiminum sækja ráð- stefnuna. Auk níu titilerinda, verða rannsóknamiðurstöður sjötíu verk- efna kynntar á þinginu. Þar á meðal eru merkar nýjungar, sem marka tímamót á fræðasviðinu. Þingið hófst síðastliðinn miðviku- dag og stendur það fram á laugar- dag. ÞESSA dagana stendur yfir í Reykjavík fyrsta þing nýstofnaðara samtaka um rannsóknir á ónæmis- fræði físki. Samtökin, sem nefnast á ensku The Nordic Society for Fish Immunology, eru hin fyrstu sinnar tegundar í heiminum, en þau eru eins og nafnið ber til kynna, norræn og eru öllum opin, Samtökin voru stofnuð að frum- kvæði samnorrænnar nefndar (Proj- ektstyregruppe for fiskeimmuno- logy) sem starfaði á vegum norrænu ráðherranefndarinnar 1990 til 1994 og vann að því að efla rannsóknir og samskipti á fræðasviðinu. Fulltrúi 1995 bældinguriim er komiim út! Fæst hjá okkur og á flestum bensínstöðvum. Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 562-3640/42/43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.