Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Réttarhöld yfir plútonsmyglurum
Leyniþjónustan
sögð hafa greitt
fyrir smygl
Bonn. Reuter.
MIKILVÆGT vitni í réttarhöldum
yfir þrem mönnum, sem hafa verið
ákærðir fyrir smygl á piútoni til
Þýskalands í ágúst, sagði í gær
að þýska leyniþjónustan BND hefði
greitt honum fyrir að útvega efnið.
Sewarion Kirkitadse, verjandi
eins sakborninganna, skýrði
fréttamönnum frá þessu, en réttað
er í málinu fyrir luktum dyrum.
Mennimir þrír eru sakaðir um að
hafa smyglað 363 grömmum af
plútoni, sem hægt er að nota í
kjamavopn, frá Moskvu til
Múnchen með farþegaþotu.
Á mála hjá þýsku
ley niþj ónustunni
Veijendur þeirra ætla að reyna
að sanna að mennimir hafí verið
fómarlömb leynimakks BND. Vitn-
ið, sem kveðst hafa verið á mála
hjá leyniþjónustunni undir nafninu
„Rafa“, kveðst hafa farið í þýska
sendiráðið í Madrid' og samþykkt
að hafa samband við plútonsmygl-
ara. „Ég gerði það af hugsjón til
að koma þessu hættulega efni úr
umferð," hafði veijandinn eftir vitn-
inu.
Vitnið kvaðst hafa hitt plúton-
smyglara tvisvar sinnum, en ekki
var ljóst í gær hvort hann hefði
átt við sakborningana þijá.
Leyniþjónustan neitar
Leyniþjónustan hefur neitað því
að hafa staðið fyrir plútonsmyglinu
og kveðst hafa látið lögregluna
vita af því eftir að hafa fengið
upplýsingar um það frá óþekktum
manni.
Tveir sakbominganna eru Spán-
veijar og sá þriðji er Kólombíumað-
ur. Annar Spánveijanna, sem er
kaupsýslumaður, sagði að þrír
menn, þeirra á meðal Þjóðveiji,
hefðu beðið hann um að útvega
plúton.
Rannsókn hafin á
vegum þingsins
Þýska þingið hefur hafið rann-
sókn á ásökunum um að leyniþjón-
ustan hafi staðið fyrir plútons-
mygli til að sýna hversu öryggis-
eftirlit Rússa væri lélegt. Tímaritið
Der Spiegel hefur fjallað um þess-
ar ásakanir og rússneskir emb-
ættismenn hafa staðfest þær.
Reuter
Siglingamönnunum fagnað
TVEIR úr áhöfn Svartagaldurs,
sigurvegara Ameríkubikarsins,
Peter Blake skútustjóri og Russ-
ell Coutts, stýrimaður veifa sigri
hrósandi til mannfjöldans sem
tók á móti þeim er þeir sneru
til síns heima í Auckland á Nýja-
Sjálandi í gær. Um 300.000
manns fögnuðu þeim við kom-
una til „Seglaborgarinnar" en
áhöfnin bar sigurorð af Banda-
ríkjamanninum Dennis Connor
í keppninni er lauk fyrir tíu
dögum.
*
Oboðinn gestur á lóð
Hvíta hússins
Tveir
hlutu
skotsár
Washington. Reuter.
LÍFVORÐUR og vopnaður maður,
sem klifraði yfir girðingu við Hvíta
húsið í Washington, særðust þegar
þeir tókust á um 30 metrum frá
aðsetri forsetans seint á þriðju-
dagskvöld.
Bill Clinton forseti og fjölskylda
hans voru í Hvíta húsinu en aldrei
í hættu. Mennirnir tveir voru flutt-
ir á sjúkrahús en særðust ekki al-
varlega.
Ekki er vitað hvers vegna
maðurinn klifraði yfir girðinguna,
sem er um 2,4 metrar á hæð.
Maðurinn, Leland William Modj-
eski, er 37 ára pitsusendill og
bandarískir saksóknarar sögðu í
gær að hann yrði sóttur til saka.
Lífverðir urðu Modjeski varir
þegar hann gekk í átt að Hvíta
húsinu. Einn þeirra skipaði honum
að nema staðar og skellti honum
þegar hann gegndi því ekki. Líf-
vörðurinn sá að maðurinn var með
skammbyssu og hrópaði: „vopn!“.
Annar vörður skaut þá á Modjeski
og særði hann á hendi, en kúlan
lenti einnig á hendi lífvarðarins.
Hert öryggisgæsla
Ekki er óalgengt að menn klifri
yfir girðinguna en þetta er í fyrsta
sinn sem skotvopni er beitt við slík-
ar aðstæður frá árinu 1978.
Undanfarin misseri hefur nokkrum
sinnum verið skotið að bygging-
unni, auk þess sem flugvél lenti á
lóðinni. Öryggisgæslan hefur verið
hert vegna þessara atburða, svo
og vegna tilræðanna í World Trade
Center og Oklahomaborg.
Blöð í íran ljá máls
á sáttum víð Iraka
Teheran. Reuter.
DAGBLÖÐ í íran sögðu í gær að
mögulegt væri_ að koma á sáttum
milli írans og íraks og nefnd hátt-
settra íranskra embættismanna er
í Bagdad til að bæta samskipti ríkj-
anna.
Stjómvöld í íran og írak hafa
„sameiginleg sjónarmið í nokkrum
mikilvægum málum sem snerta
þennan heimshluta", sagði dagblað-
ið Iran, sem íranska fréttastofan
IRNA gefur út. „íran og írak geta
ekki haft ólík sjónarmið um hlut-
verk þeirra innan OPEC [Samtaka
olíuútflutningsríkja]... um erlend-
ar hersveitir í þessum heimshluta
og jafnvel um þörfina á sameigin-
legu öryggiskerfi allra ríkjanna á
svæðinu.“
Blaðið sagði þó að ekki væri
hægt að koma á eðlilegum sam-
skiptum milli ríkjanna nema írakar
vísuðu hreyfingu íranskra stjómar-
andstæðinga úr landi.
„Gullið tækifæri“ til sátta
Stjórnin í Teheran sendi embætt-
ismannanefndina til íraks á mánu-
dag. Dagblaðið Iran News, sem er
gefið út á ensku, sagði að ferð
nefndarinnar veitti ríkjunum „gullið
tækifæri" til að sameinast á gmnd-
velli sameiginlegra hagsmuna
þeirra. Blaðið gaf til kynna að íran-
ir gætu stutt Iraka í baráttu þeirra
fyrir því að refsiaðgerðum Samein-
uðu þjóðanna frá innrásinni í Kú-
veit árið 1990 yrði aflétt.
Blöðin ítrekuðu einnig kröfu Ir-
ana um að írakar leystu hundmð
íranskra stríðsfanga úr haldi. írak-
ar neita því að hafa hermenn úr
Persaflóastríðinu á árunum
1980-88 í haldi.
íranir krefjast þess ennfremur að
írakar aðstoði þá við að fjarlægja
jarðsprengjur af írönsku landsvæði
og tryggi sítum í íran trúfrelsi.
Embættisbústaður
Ingvars Carlssons
Gertað
greiða
aukaskatt
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svía, er fluttur í nýjan emb-
ættisbústað og er ástæðan sú, að
öryggislögreglan segir mun auð-
veldara að gæta ráðherrans í þessu
húsnæði en ef hann byggi úti í bæ.
Nú hefur ráðherrann hins vegar
fengið tilkynningu um að hann verði
að greiða skatt af nýja heimilinu
en flestir frammámenn í sænskum
stjómmálum hafa farið fram á laga-
breytingu til að til þess þurfi ekki
að koma.
Ingvar Carlsson hefur í áratugi
leigt íbúð í íbúðahverfi utan við
Stokkhólm eins og fjöldi Svía gerir.
Fyrir nokkrum ámm var hins vegar
hafist handa um að innrétta gam-
alt hús fyrir embættisbústað for-
sætisráðherra, rétt við þinghúsið.
Hugmyndin var að það yrði líkt og
Downingstræti 10, þar sem breski
forsætisráðherrann býr. í húsinu
er 300 fermetra einkaíbúð forsætis-
ráðherrans og síðan vistarvemr fyr-
ir gesti.
100 þús. kr. aukaskattur
Carlsson var mótfallinn því að
flytja þarna inn en beygði sig fyrir
þeim röksemdum að öryggislögregl-
an sparaði sem samsvaraði tæpum
tuttugu milljónum íslenskra króna
til öryggisgæslu ef hann byggi í
bústaðnum og ekki í íbúð sinni.
Eins og góður Svíi spurðist hann
fyrir hjá skattstofunni hvernig væri
með skatt af embættisbústaðnum
áður en hann flutti inn. Nú hefur
borist svar þar sem segir að metin
verði hlunnindin við að búa í húsinu
og sú upphæð lögð við mánaðarlaun
ráðherrans og af þessu öllu eigi
hann að greiða skatt.
Gert er ráð fyrir að matið verði
tæpar 170 þúsund íslenskar á mán-
uði og skattur af því nemur um 100
þúsundum. Forsætisráðherrann
hefur um 650 þúsund í laun en eft-
ir skatt fær hann tæplega helming
í vasann. Það er því dijúg viðbót
að eiga að borga skatt af bústaðn-
um, sem hann er skyldaður að búa
í, því eftir sem áður verður hann
að borga leigu af eigin íbúð.
Sænskir stjórnmálaleiðtogar
leggja nú til að lögum verði breytt
til að koma í veg fyrir þessa skött-
un og það án þess að ráðherrann
sjálfur þurfí að koma þar nærri.
Carlsson segir þetta ekki alvarlegt
vandamál og vill ekki gera mikið
veður út af því.
Hópur þýskra þingmanna í heimsókn í boði Sjálfstæðisflokksins
Ahugasamir um af-
stöðu íslands til ESB
FIMM þingmenn Kristilega
demókrataflokksins
(CDU), Claus Peter Grotz,
Andreas Krautscheid, Ruprecht
Polenz, Christa Reichard og
Andreas Storm hafa dvalið hér á
landi í vikunni á vegum Konrad
Adenauer-stofnunarinnar ásamt
þeim Klaus Welle, framkvæmda-
stjóra Evrópska alþýðuflokksins
(EPP) og Ludger Eling, yfírmanns
skrifstofu Konrad Adenauer-
stofnunarinnar í London.
Að sögn Ásdísar Höllu Braga-
dóttur, framkvæmdastjóra þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur Konrad Adenauer-stofnunin
lagt aukna áherslu á að efla sam-
skipti Þýskalands við Norður-
löndin og er það skrifstofa stofn-
unarinnar í London, sem sér um
að rækta þessi tengsl. Hefur
stofnunin m.a. boðið fulltrúum
norrænna hægriflokka í heim-
sókn til Þýskalands og fór Ásdís
Halla til Þýskalands í tengslum
við kosningarnar þar sl. haust.
„í kjölfar þessa ræddum við um
að efla samstarf Sjálfstæð-
isflokksins og kristilegra demó-
krata og kom upp sú hugmynd
að bjóða hingað nokkrum þing-
mönnum," segir Ásdís Halla.
Hún segir þýsku sendinefndina
hafa kynnt sér efnahagsástandið
á íslandi, starfsemi NATO hér og
„ Morgunblaðið/Emilía
ÞÝSKA sendinefndin á fundi með Davíð Oddssyni, forsætisráð-
herra og formanni Sjálfstæðisflokksins.
afstöðu íslendinga til utanríkis-
mála. Hún segir að þeir hafi verið
áhugasamir um afstöðu íslands
til Evrvópusambandsins og fund-
ist gagnlegt að heyra hver við-
horf forsætisráðherra til ESB
væru og fundist afstaða Islend-
inga mun skiljanlegri eftir að hafa
gert sér grein fyrir mikilvægi físk-
veiða hér á landi. Á meðan á heim-
sókninni stóð áttu þingmennirnir
m.a. fundi með Davíð Oddssyni
forsætisráðherra, Birni Bjarna-
syni menntamálaráðherra, Geir
H. Haarde, formanni þingflokks
Sjálfstæðisflokksins og Kjartani
Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
flokksins.