Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 23 FYRIRMYNDIN að „Nöktum manni, séðum aftan frá“ er talin vera skógarvörður, Font að nafni. KRÍTAR- eða blýantsteikn- ingin, „Kona með útréttar hendur“ er talin auðseljanleg- ust myndanna þriggja. HENDUR „Nakins sígauna- drengs" bera handbragð Pic- assos greinileg merki að mati sérfræðings í verkum hans. KOMIÐ hefur í ljós að tvö mál- verk og skissa sem keypt voru fyrir nokkur hundruð krónur á flóamarkaði í Barcelona fyrir fimm árum, eru eftir Pablo Pic- asso. Tveir helstu sérfræðingar í verkum Picassos eru sammála um að verkin séu eftir hann og að hann hafi verið 18 ára þegar hann málaði þau. Ekki er vitað hverjir voru eigendur verkanna síðustu 100 árin. Það var Enrique Garcia-Herra- iz, sem m.a. hefur gert sjónvarps- þætti um Picasso sem uppgötvaði eftir hvern myndirnar voru. Hann var einmitt að vinna við þættina, er hann sá myndirnar hjá upp- boðsfyrirtæki. Var í sturtu „Ég var í sturtu, morguninn eftir að ég sá myndirnar, og átt- aði mig þá á því að ég hafði séð mjög svipaðar teikningar áður, í þeim bókum sem ég hafði flett í gegnum er ég vann að þáttunum. Frá þeim tíma hef ég ekki verið í vafa um að myndirnar væru eft- ir Picasso. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér leið þegar ég fór á uppboðið. En ég bauð einn í myndirnar,“ segir Garcia-Herra- iz í samtali við The Daily Te- legraph. Hann bauð sem svarar 42.000 Verk Picassos finnast á flóamarkaði kr. ísl. í myndirnar og hófst svo þegar handa við að kanna upp- runa þeirra. Seljandinn var lista- verkasaii í Barcelona og hafði keypt myndirnar á flóamarkaði þar í borg fyrir slikk. „Hann hélt að þær væru dæmi um málaralist í borginni um aldamótin og seldi þær sem slíkar. Hann er mér ekki reiður vegna málsins," segir Garcia-Herraiz, sem kveðst ekki hafa sagt nokkrum lifandi manni hvað hann hefði fundið þar sem flestir hefðu talið sig óðan. Hann hefur ekki ákveðið hvað hann gerir við myndirnar en segir að vera kunni að ein verði sett á uppboð. Olíklegt er talið að olíumál- verkin seljist fyrir meira en 30 milljónir kr. hvort og skissan fyr- ir 15 milljónir. Þær myndir Pic- assos sem seldar eru á hæstu verði eru myndir frá bláa tímabilinu svokallaða sem hófst 1901. Mynd- ir málaðar fyrir þann tíma eru ekki sérlega eftirsóttar af söfnur- um. Fyrirmyndin þekkt Myndirnar bera það með sér að hafa verið geymdar lengi upprúll- aðar. Ekki er vitað hver átti þær, eða hver seldi þær á flóamarkaði. Olíumyndirnar kallast „Nakinn sígaunadrengur" 56x36 sm og „Nakinn maður, séður aftan frá“ 79x46 sm. Kola- eða blýantsteikn- ingin „Kona með útrétta hand- leggi" er 53x34 sm. Katalóninn Josep Palau, sem talinn er fremsti sérfræðingur heims í eldri verkum Picassos, rannsakaði sögu myndanna í hálft ár. Hann segir Picasso hafa málað myndirnar þegar hann var 18 ára, árið 1898, en það sumar dvaldi hann í Horta del Ebro þorpinu sunnan við Barcelona. Hendur sígaunadrengsins beri t.d. greini- legt handbragð Picassos, eins og sjáist í myndinni „Hendur Picass- os“ sem hann málaði 1921. Þá tel- ur Palau að fyrirmynd nakta mannsins sé skógarvörður, Font að nafni, en Picasso tók af honum ljósmynd rúmum áratug síðar. Annar Picasso-sérfræðingur, John Richardson í New York, hef- ur staðfest greiningu Palaus. Morgunblaðið/Sverrir FRA afhendingu verðlaunanna í gær. íslensku barnabókaverðlaunin afhent í gær Eplasneplar sigruðu ÞÓREY Friðbjörnsdóttir hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 1995 sem Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka veitir. Þórey tók við verðlaununum við athöfn í Þjóðar- bókhlöðunni en verðlaunasaga hennar, Eplasneplar, kom út á veg- um bökaforlagsins Vöku-Helgafells í gær. Þetta var í tíunda sinn sem barnabókaverðlaunin voru afhent, en að þessu sinni voru yfir þrjátíu handrit send inn í samkeppnina og er það svipaður fjöldi og á liðnum árum. í umsögn dómnefndar um Epla- snepla segir m.a.: „Sagan er sögð á nýstárlegan hátt og skrifuð af mikilli leikni. Höfundur hefur næm- an skilning á reynsluheimi íslenskra barna og unglinga og setur dagleg vandamál og spurningar sem vakna í einkar spaugilegt ljós.“ Þórey Frið- björnsdóttir er enskukennari í Hlíðaskóla í Reykjavík en hún hefur áður sent frá sér tvær ung- lingabækur og þýtt nokkur verk. Aðspurð sagði hún að Eplasneplar væri bók fyrir alla aldurshópa og þá ekki síður fullorðna en börn. „Bókin er bréfasaga og sögð út frá sjónarhóli drengs, Breka Bollason- ar. í sögunni reyni ég að fara inn í hinn saklausa hugarheim þessa drengs sem einkennist auðvitað fyrst og fremst af barnslegri ein- lægni en er um leið fullur af einstök- um húmor.“ Þórey segir að verðlaun sem þessi séu vissulega uppörvandi og hvetji sig til að halda áfram á sömu braut. Hún sagðist vera með ýmislegt í deiglunni en vildi hins vegar ekki gefa upp hvað það væri. Leikþættir úr Vestur- bænum Á MORGUN, föstudag verða tvær sýningar á leikþáttum, sem samdir voru sérstaklega fyrir Sögu- og menningarhátíðina í gamla Vestur- bænum. Fyrri sýningin verður kl. 17 og sú seinni kl. 21. Leikið er í húsnæði Frú Emilíu á annarri hæð Héðinshússins við Seljaveg. Fjögur leikskáld, sem búsett eru í gamla Vesturbænum, skrifuðu leikþætti fyrir hátíðina, innblásin af sögu hverfisins. Þau eru: Elísa- bet Kristín Jökulsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Sveinn Einarsson og Örnólfur Árnason. Einn þáttur- inn gerist í gamla Gúttó, sam- komustað Góðtemplarareglunnar undir síðustu aldamót. Annar segir frá morðmáli snemma á þessari öld. Sá þriðji gefur innsýn í lífið í Unuhúsi á þriðja áratugnum og sá síðasti, „Heimsstyijöld á Bakka- stíg“ gerist á heimili Skúla Hall- dórssonar tónskálds og konu hans, Steinunnar Magnúsdóttur, á stríðsárunum, þar sem m.a. koma við sögu Vilhjálmur frá Skáholti og Björn Bjarnason magister, Bjúsi. Helga Jónsdóttir er leikstjóri sýningarinnar, leikmyndina vann Jón Þórisson og 10 leikarar, flestir úr hverfinu, bregða sér í hlutverk genginna, núlifandi og ímyndaðra Vesturbæinga og vina þeirra. Aðeins þessar tvær sýningar verða á hátíðinni. Allt fyrir garðinn 26.-27. maí Nú tökum vlð létta sveiflu og höldum blóma- og garðmarkað í Kringlunni. Fjölmargir sýna og selja á mjög góðu verði. sumarblóm og fjölær blóm Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Sólblóm, Byggt og Búið grill, leiktæki og garðhúsgögn Jóhann Helgi & Co Hagkaup, BYKO pottaplöntur og afskorin blóm Sólblóm BYKO tré og runnar Fossvogsstöðin, BYKO garðverkfæri, áburður og sláttuvélar BYKO grænmeti Hagkaup tækjaleiga Hörkutól ráðgjöf Birgir Eiríksson skrúðgarðyrkjufræðingur Kynning á bókunum: Garðurinn og Trjáklippingar Ævintýra-Kringlan: Myndlistarsýning barnanna Dönsum saman blómavalsinn í Kringlunni. KRINGMN f>ar sem bestu blómin gróa Afgreiðslutími Kringlunnar: Mánudaga til fimmtudaga 10-18.30 föstudaga 10-19 laugardaga 10-16 HÓTEL ALEXANDRA AUGLÝSIi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.