Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 25

Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 25 SNEGLA Listhús Slæðudagar í Sneglu SLÆÐUDAGAR verða opnaðir í Sneglu Listhúsi við Klapparstíg á laugardag kl. 15. Slæðurnar eru handmálaðar og þrykktar á silki og eru engar tvær eins. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakonum Sneglu List- húss; Björk Magnúsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Slæðudagarnir standa til 16. júní og er opið mán.-föst. kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Höfundur Villtra svana á íslandi JUNG Chang, höf- undur einnar vin- sælustu og umtöluð- ustu bókar siðari ára, Villtir svanir, er væntanleg til landsins. í Villtum svönum, segir höf- undurinn í senn sögu fjölskyldu sinnar og sögu Kína á þessari öld frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna; sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Fjölmörgum ís- lenskum lesendum hennar gefst hér einstakt tækifæri til að sjá hana og heyra. Föstudaginn 26. maí kl. 16.30-18 mun Jung Chang árita bók sína í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Bókin kom út lyá Máli og menningu á hausti sem leið, hlaut góðar móttök- ur lesenda hér og seldist þá upp. í til- efni af komu Jung Chang til landsins hefur bókin nú ver- ið endurprentuð, að þessu sinni í rnjúku bandi, en þannig mun hún kosta 2.700 kr. Laugardaginn 27. maí kl. 14 verð- ur dagskrá með Jung Chang í Há- skólabíói, sal 2. Þar les Hjörleifur Sveinbjörnsson úr þýðingu sinni á Villtum svönum, en síð- an mun Jung Chang flytja er- indi um bók sína og að því loknu svara fyrirspurnum við- staddra. Dagkráin fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jung Chang Allt bendir til þess að vegna góðra skilyrða í sjónum og góðs seiðabúskapar í ám á Suður- og Vesturlandi muni laxveiðin verða mjög góð á þessu svæði. Beðið hefur verið eftir sumri sem gefur afburða veiði. Er það nú komið - sumarið 1995? Fiskifræðingar hafa verið varkárir, í að spá í laxveiði sumarið 1995, en þeir hafa þó óformle- ga gefið ýmislegt í skyn. Skoðum hvað er laust hjá okkur í SVFR: Norðurá I: Af sérstökum ástæðum eru fáeinar stangir lausar á topp” tíma í þessari verðlaunaá (júlí 3.-6. og 24.-27.) sömuleiðis örfáar stangir í ágúst. Nú er lag. Hítará I: Þessi silungs- og laxveiðá með sitt sögufræga veiðihús á eftir að koma verulega á óvart í sumar. Verðinu er stillt í hóf og það er ekkert skyldufæði. Veiöileyfi eru enn fáanleg á besta tíma í júlí og ágúst. Hítará II: Stórbrotið umþverfi, falleg á, fallegir hylir, lax og silungur. Veiðileyfi í Hítarvatni fylgir hverju leyfi. Gljúfurá: í sumar verður að öllum líkindum nóg vatn í Gljúfurá. Þessi þriggja stanga á er vinsæl af þeim sem til þekkja Ágætis gistiaðstaða er fyrir 8-10 manns og ein stöng í Langavatni fylgir hverri stöng. Nokkrar stangir lausar. Miðá í Dölum: Aðalástæðan fyrir minni laxveiði í Miðá undanfarin ár er vatnsleysi. Allir sem þekkja til vita að ef nóg vatn er í Miðá er góð laxveiði, Ekki vantar hylina og vatnasvæðið er stórt. Nú er mikið af snjó, algjört forðabú, svo yfirgnæfandi líkur eru á að Miðá verði með gott vatn í sumar og því nóg af laxi og þá bónusinn - silungur. Þetta er tilvalin fjölskyldu á því veiðihúsið tekur 12 manns. Veiðileyfi eru fáanleg. Sogið: Svæðið við Sog eru: Alviðra, Ásgarður I og II, Bíldsfell og Syðri-Brú. Við Alviðru, Ásgarð og Bíldsfell eru stórglæsileg veiðihús. Miðað við þær væntingar sem, menn hafa vegna laxveiði á Suður- og Vesturlandi, er líklegt að Sogið verði fengsælt í sumar. Þetta svæði er steinsnar frá Stór-Reykjavíkursvæðinu og ekki skemmir að vita að þar veiðast „þeir stóru”.Laus veiðileyfi á öllum svæðunum. Önnur svæði sem við höfum á boðstóium : Norðurá II, Norðurá/Flóðatangi, Tungufljót, Stóra Laxá I, II, III og IV, Snæfoksstaðir og Laugabakkar. Hægt er m.a. að greiða með greiðslukorti, raðsamningum eða á anna þann hátt sem um semst. Allar upplýsingar eru gefnar á afgreiöslu Stangaveiöifélags Reykjavikur, Háaleitisbraut 68 eöa í síma 91-568 6050, fax. 91-553 2060. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18 e.h. SVFR PR0FUTURA Þú þarft ekki að vera hrsedd við hrukkur lengur, þvi hafinn er nýr kafli i umhirðu húðarinnar. Með Profutura kremi, sem flytur 30 sinnum meira af A og E vitaminum inn i húðina en lipósóm. Það þýðir meiri vörn og aukinn raka. Hrukkur myndast síður og húðin verður fallegri dag fró degi. MARBERT - og þú lítur vel út! Við seljum MARBERT Líhía, Mjódd; Spes, Háaleitisbraut; Sandra, Laugavcgi; Brá, Laugavegi; Bylgjan, Kópavogi; Snyrtihöllin, Garðabæ; Gallery Förðun, Kcflavík; Krisma, ísafirði; Vöruhúsið, Akureyri; Apótckið, Vestmannaeyjum. í þaki og veggjum er öryggisgler. Valkostur er gler, sem ver gegn ofhitun á sólardögum og hefur tvöfalt einangrunargildi tvöfalds glers. Burðarrammar úr áli eða viði. Glerjað er með állistum undir og yfir glerið. Seljum einnig glerið eftir máli. SÝNINGARHÚS Á STAÐNUM. KIRKJULUNDI 13 v/VÍFILSSTAÐAVEG GARÐABÆ SÍMI 565 6900 - Opið í dag frá kl. 13-17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.