Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ
___________AÐSEIMDAR GREINAR
Hagkvæmni í heiisu-
gæslu Reykvíkinga
36 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
Telepower
Rafhlöður i") © ■ w' •••
í þráðlaus - ••• a ••• AAA
síma jw w w,
Dofhn v y inn $/#
ndiuu Rauöarárstíg 1 il 8 /f
Sími: S6Z2130 Fax: 562 2151 1
HEILSUEFLING
- hefst hjá þér
Fjölskyldudagur
laugardaginn
27. maí
um land allt
Reykjavík, Akureyri,
Akranes, Húsavík,
Hafnarfjörður,
Hveragerði,
Hornafjörður,
Isafjörður, Þingeyri,
Selfoss, Hvammstangi,
Klaustur, Laugaland í
Holtum og víðar.
Leiðsögn, leikir og
léttar œfingar.
Heilsuefling hefst
hjá þér
í STEFNUYFIRLÝSINGU nýrrar
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks er greint frá meg-
inmarkmiðum stjórnarinnar í hinum
ýmsu málaflokkum. í heilbrigðismál-
um er ætlunin „að stuðla að hag-
kvæmni og auka fjölbreytni í rekstri
heilbrigðisstofnana".
Fyrstu orð og athafnir Ingibjargar
Pálmadóttur í starfi heilbrigðisráð-
herra lofa vissulega góðu, því með
varfærnislegum yfirlýsingum sínum
hefur hún lagt grunn að betra sam-
starfi við heilbrigðisstéttir þessa
lands en fyrirrennari hennar átti. í
viðtali við DV 29. apríl sl. sagðist
hinn nýi heilbrigðisráð-
herra vilja „sjá meiri
nýtingu á þeirri góðu
menntun og þeim
tækja- og húsakosti,
sem við þegar eigum.“
Einokunarstefna í
heilsugæslunni
Ég vil taka undir orð
ráðherrans hér á und-
an, enda eru þáu í sam-
ræmi við þær áherslur,
sem ég hef beitt mér
fyrir, sem fulltrúi
Reykvíkinga í stjórn
heilsugæslu og heilsu-
verndar á undanförn-
um árum, þ.e. að sá
mannauður og stofnkostnaður, sem
er fyrir hendi í heilsugæslunni, sé
nýttur með sem hagkvæmustum
hætti. í því felst m.a. að áhersla sé
fremur lögð á þjónustu við borg-
arbúa en dýrar byggingarfram-
kvæmdir, en eins og vikið verður
að hér á eftir hafa síðustu ákvarðan-
ir í heilbrigðisráðuneytinu miðað að
miklum fjárfestingum í byggingar-
framkvæmdum. Tiigangurinn virðist
ekki einungis sá, að leysa húsnæðis-
vanda heilsugæslustöðva, heldur
einnig að stuðla að einokunarfyrir-
komulagi í heilsugæslunni.
í upphafi þessa áratugar sneru
Svíar af braut miðstýringar og ein-
okunar opinberra aðila á rekstri heil-
brigðisþjónustu. Aratuginn á undan
höfðu þeir lagt niður ýmsa sjálf-
stæða starfsemi í heilbrigðisþjón-
ustunni og kostnaðurinn við að
byggja þessa þjónustu upp aftur
undir merkjum einokunarfyrirkomu-
lags var tvö- til þrefaldur á við fyrri
kostnað. Samt skyldi siglt í sama
kjölfarið hjá okkur í stað þess að
læra af reynslu annarra. Það kom
skýrt í ljós, þegar lagt var fyrir Al-
þingi frumvarp urtí breytingar á lög-
um um heilbrigðisþjónustu árið
1989, en þar var m.a. gert ráð fyrir
því, að starfsemi Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur og heimilis-
lækna utan heilsugæslustöðva yrði
lögð niður. Þessar áætlanir voru
óraunhæfar og tóku ekki tillit til
sérstöðu Reykjavíkur í heilbrigðis-
málum og því var horfið frá þeim.
Heilsugæsla utan
heilsugæslustöðva
í lögum um heilbrigðisþjónustu,
sem afgreidd voru frá Alþingi í maí
1990, var þess getið að skipuð yrði
bráðabirgðastjórn til að annast
rekstur Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og gera tillögur um
framtíðarhlutverk stofnunarinnar.
Undirritaður var tilnefndur í þessa
stjórn af Reykjavíkurborg og lauk
bráðabirgðastjórnin hlutverki sínu
með því að skila tillög-
um um framtíð Heilsu-
verndarstöðvar Reykja-
víkur í nóvember 1991.
Síðan hefur ný bráða-
birgðastjórn verið sett
yfir stofnunina í eitt ár
í senn, án þess að
Heilsuverndarstöðin
fengi lögbundið hlut-
verk samkvæmt
ákvörðun Alþingis. Hin
óráðna framtíð Heilsu-
verndarstöðvar Reykja-
víkur er fyrir löngu orð-
in að vandamáli við
stjórn og skipulag
heilsugæslu í Reykja-
vík.
Starfsfólk heilsugæslustöðva mið-
svæðis í borginni þrýstir stöðugt á
um að fá nýtt og stærra húsnæði
undir starfsemi sína. Það gerir til-
kall til þess, að sinna allri heilsu-
gæslu á tilteknum „upptökusvæð-
um“ heilsugæslustöðvanna og er þá
gjarnan viðhöfð þröng túlkun á lög-
um um heilbrigðisþjónustu. Sú túlk-
un gerir ekki ráð fyrir því, að mið-
svæðis í Reykjavík er rekin um-
fangsmikil heilsugæsla utan heil-
sugæslustöðva. Þar á ég við þá þjón-
ustu, sem veitt er af Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur og sjálfstætt starf-
andi heimilislæknum í borginni, en
þeir starfa nær allir í -Domus Medica
og Kringlunni. Starfsfólk Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur sinnir
árlega um 11.000 af um 18.000
mæðraskoðunum utan sjúkrahúsa í
Reykjavík (og á Seltjarnarnesi). Það
sinnir jafnframt um 75% heima-
hjúkrunar og um 25% ungbarna-
verndar innan heilsugæslunnar í
Reykjavík. Sjálfstætt starfandi
heimilislæknar veita yfir þriðjungi
borgarbúa heimilislæknaþjónustu.
Heilsugæsla í Reykjavík verður ekki
skipulögð með skynsamlegum og
hagkvæmum hætti, nema þessar
staðreyndir séu hafðar í huga og að
eldra og nýrra kerfi heilsugæslu í
borginni starfi saman.
Mun vandasamara er að skipu-
leggja heilsugæslu miðsvæðis í
Ef hagkvæmni á að
nást fram í heilsugæsl-
unni í Reykjavík, segir
__ _____
Olafur F. Magnússon,
þurfa eldra og nýrra
kerfi heilsugæslu að
starfa saman.
Reykjavík en í úthverfum borgarinn-
ar af þeim ástæðum, sem hér hafa
verið raktar. í úthverfum borgarinnar
hefur heilsugæslan hins vegar byggst
upp með líkara sniði og á landsbyggð-
inni, enda sjálfsagt bæði vegna vega-
lengda og þeirrar staðreyndar að
umtalsverð uppbygging eldra kerfis
heilsugæslu var ekki fyrir hendi í
úthverfunum. Þar vantaði bæði ná-
læga þjónustu og þann „tækja- og
húsakost", sem áður er nefndur.
Nýjustu áform í
heilsugæslunni
Nýjustu áætlanir heilbrigðisyfir-
valda í uppbyggingu heilsugæslunn-
ar í Reykjavík eru flutningur Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Fossvogi úr
Borgarspítalanum yfir á lóð Ríkisút-
varpsins, en þar er ætlunin að reisa
6-8 lækna heilsugæslustöð á horni
Efstaleitis og Listabrautar. Heilsu-
gæslulæknar á Fossvogsstöð eru nú
3, þannig að gert ér ráð fyrir fjölgun
um 3-5 lækna. Norðan Listabraut-
arinnar starfa 8 sjálfstætt starfandi
heimilislæknar, þannig að alls verða
14-16 heimilisíæknar stafandi á
Fossvogs- og Kringlusvæðinu sam-
kvæmt þessum áætlunum, en íbúar
á þessu svæði eru um 11.400. Heim-
ilislæknar í Kringlunni hafa ítrekað
óskað eftir auknu samstarfi við
stjórn heilsugæslunnar og heilbrigð-
isyfírvöld á undanförnum árum, en
án árangurs. Slíkt samstarf gæti
sparað ríkinu mikla fjármuni í lækk-
uðum kostnaði við byggingar heilsu-
gæslustöðva. Sparnaður virðist hins
vegar ekki hafa verið helsta áhuga-
mál heilbrigðisyfirvalda á undan-
förnum árum, heldur ríkisrekstur! Á
sama tíma og sjúkradeildum er lokað
og hæfu starfsfólki sagt upp störfum
eru teknar ákvarðanir um miklar
byggingaframkvæmdir í heilbrigðis-
þjónustunni.
Ef staðið verður við áform um
byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar
á Utvarpslóðinni, þarf að tryggja
sem besta nýtingu á þeirri fjárfest-
ingu, sem sú framkvæmd felur í
sér. Til dæmis mætti athuga breytta
skiptingu heilsugæsluumdæma í
Reykjavík og hvort leysa mætti hús-
næðisvanda tveggja heilsugæslu-
ÓlafurF.
Magnússon
rtiiar
at
sian
eium
STIGA Collector
sláttuvél, 3,75 ha.,
4 hæðastillingar.
52 Itr uppsafnari.
Einstök heimilisvél.
STIGA Dino
sláttuvél
3,7 ha„
3 hæðastillingar.
Góð heimilisvél.
geroir
og sláttuorfum.
STIGA sláttuvélarnar eru
þrautreyndar viö íslenskar
aðstæður. Traust varahluta-
og viðgerðaþjónusta.
Umboð: Vetrarsól hf.
VETRARSÓL
Hamraborg 1-3, norðanmegin
Kópavogi. 564 18 64 |
STIGA aksturssláttuvélar.
Fjöldi fylgihluta fáanlegur.
Frá kr160.200 stgr.
vélorf, 0,9 ha.
Fyrir heimili
og sumarbústaði.
^ Kr. 16.055 stgr.
stöðva með einni og sömu fram-
kvæmdinni. Á ég þar við hugsanlega
sameiningu heilsugæslustöðvanna í
Fossvogi og í Drápuhlíð.
Ef af þessu gæti orðið, væri hægt
að ljúka uppbyggingu heilsugæsl-
unnar miðsvæðis í borginni með því
að koma á fót heilsugæslustöð í
Voga- og Heimahverfi, en íbúar
þessa svæðis hafa lengi þurft að
sækja heimiiislæknaþjónustu í önnur
hverfi borgarinnar. Það er æskilegt,
að allir Reykvíkingar eigi kost á
heilsugæslu og heilsuvernd í þeim
hverfum borgarinnar sem þeir búa,
en það er jafnframt nauðsynlegt að
tryggja, að íbúar borgarinnar geti
valið sér heimilislækni án tillits til
þess hvar þeir húa í borginni. Um
fimmtungur Reykvíkinga flytur bú-
ferlum árlega og ef allur þessi fjöldi
skipti jafnoft um heimiiislækni
myndi það valda mikilli röskun og
óþægindum og koma í veg fyrir, að
traust samband skapaðist á milli
heimilislækna og skjólstæðinga
þeirra.
Nýtum „tækja- og húsakost“
Að mínu mati er óþarfi að reisa
heilsugæslustöð á svæðinu næst
Heilsuverndarstöðinni og Domus
Medica. Þarna er þegar fyrir hendi
mannafli og stofnkostnaður, til að
þjóna nærliggjandi svæði vel varð-
andi heilsugæslu og heilsuvernd. Sé
það sérstakt áhugamál heilbrigðisyf-
irvalda, að koma á fót heilsugæslu-
stöð á þessu svæði, er húsnæði þeg-
ar fyrir hendi í Heilsuverndarstöð-
inni. Byggingarframkvæmdir vegna
heilsugæslustöðvar á þessu svæði
eru varla réttlætanlegar með tilliti
til hagkvæmrar nýtingar almanna-
fjár. Vert er að geta þess, að sjálf-
stætt starfandi heimilislæknar í Do-
mus Medica hafa reist húsnæði yfir
sig sjálfir og án kostnaðarþátttöku
almennings. Auk heimilislæknaþjón-
ustu er rekin fjölbreytt sérfræðiþjón-
usta og öflug rannsóknar- og rönt-
genþjónusta í Domus Medica. Heil-
brigðisyfirvöldum ber að stuðla að
aukinni samvinnu milli lækna í Do-
mus Medica og Heilsugæslunnar í
Reykjavík, ef þau hafa raunveruleg-
an áhuga á hagkvæmni í rekstri
heilsugæsælu í Reykjavík.
Enginn hefur talað um að leggja
niður heilsugæslustöðvar. Hins vegar
eru stöðugt uppi kröfur um að starf-
semi Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur og heimilislækna utan heilsu-
gæslustöðva verði lögð niður, Sterk
íjárhagsleg og fagleg rök mæla þó
gegn slíku. Stærstu deildir Heilsu-
vemdarstöðvarinnar eru hagkvæmar
í rekstri og nýting starfskrafta góð.
Heilsuverndarstöðin er auk þess
nauðsynlegur samræmingaraðili í
heilsugæslunni í Reykjavík. Starf-
semi heimilislækna utan heilsugæslu-
stöðva er einnig rekstrarlega hag-
kvæm og það væri heilsugæslustöðv-
unum ekki hollt faglega, að fá algera
einokunarstöðu í heilsugæslunni. Það
er vafalítið hagkvæmara að byggja
upp heilsugæslu í Reykjavík á þeim
grunni, sem fyrir er, en að leggja
eldra kerfi niður og reisa nýtt á
rústum þess. Ósk hins nýja heilbrigð-
isráðherra um „nýtingu á þeirri góðu
menntun og þeim tækja- og húsa-
kosti, sem við þegar eigum" á svo
sannarlega við í þessu sambandi.
Höfundur er varaborgarfulltrúi í
Reykjavík.
HUGO