Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 38

Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kirkjustarf aldraðra MARKMIÐ Elli- málaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma sem stofnað var 1982 er að vinna að kristilegri öldrunarþjónustu í söfnuðum. Ráðið hefur gengið í broddi fylking- ar og gengist fyrir ýmsum nýjungum í öldrunarstarfi safnað- anna. Einnig hefur ráð- ið gengist fyrir fræðslufundum og ráð- stefnum um málefni aldraðra. Á aðalfundi sínum í apríl 1992 voru samþykkt lög og starfs- hættir Ellimálaráðs. Lögin eru í 7 greinum, í 3 gein seg- ir að tilgangur ráðsins sé að: a) gera öldruðum kleift að rækta trúarlíf sitt á heimilum sínum, í kirkjum, á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum. b) efla mannleg samskipti og tengja þau kristilegu starfi. c) vera söfnuðum til ráðgjafar og styrktar í öldrunarstarfí. Mark- miðum sínum hyggst ráðið ná með því að: a) virkja aldraða í safnaðarstarfi b) vera málsvari aldraðra i próf- astsdæmunum c) standa fyrir námskeiðum fyrir starfsmenn d) gefa út fréttabréf. Fræðsla, uppbygging, helgihald Kirkjustarf aldraðra víðs vegar um landið er mjög fjölbreytt. í boði er ýmiss konar fræðsla, opið hús þar sem fólk kemur saman að spila, föndra, biblíulestrar og hópstarf. I sumum kirkjum er boðið upp á fót og hársnyrtingu. Kórastarf er í nokkrum kirkjum. Hópstarf með er í nokkrum kirkj- um. Efnið sem notað er í því starfi eru hefti er nefnast „Vinafundir" og „Við saman í kirkjunni" sem eru sérstaklega samin fyrir hópastarf með öldruðum. í þeim er fjallað um ýmis svið mannlegs lífs s.s. gleði, fyrirgefningu og sorg og það tengt Biblíunni, bæn og helgihaldi. Um- ræðurnar byggjast á reynslu og tilfínning- um þátttakenda, þann- ig að allir hafa mikið að gefa, sem er eigin reynsla. EUimálanefnd þjóðkirkjunnar hefur gefið út sálmakver með stækkuðu letri og nú í vor kom út fræðsl- umappa með ýmiss konar fræðsluefni til notkunar í kirkjustarf- inu s.s frásagnir, sög- ur, sálmar og bænir. Heimsóknar- þjónusta Mikill og vaxandi áhugi er hjá söfnuðum hér í Reykja- vík og annars staðar í þéttbýli að heíja heimsóknaþjónustu til aldr- aðra eða annarra sem um lengri eða skemmri tíma eru einangraðir, s.s vegna sjúkdóma eða fötlunnar. Margir búa einir heima og búa við öryggisleysi og vonleysi. Kærleiks- þjónustan á að vera veigamikill þáttur í starfi safnaðanna. Fólk lif- ir lengur en áður og við sjáum fleiri og fleiri einkenni stórborgar, mann- lífið einkennist af annríki. Æ færri gefa sér tíma til að heimsækja fólk og spjalla. Einsemd hefur aukist og margir eru einangraðir. Mark- mið þjónustunnar er að ijúfa ein- angrun, skapa samfélag og glæða von. Heftið „Að glæða von“ var sam- ið fyrir Ellimálaráð Reykjavíkur- prófastsdæma -, þar er teírið á flest- um þeim atriðum sem hafa þarf í huga við undirbúning heimsókna- þjónustu í söfnuði og framkvæmd hennar. Boðið hefur verið upp á námskeið fyrir starfsmenn og sjálf- boðaliða. Nokkrir söfnuðir í Reykjavíkurprófastsdæmum sinna heimsóknaþjónustu og tveir söfnuðir eru að undirbúa slíka þjónustu. Heimsóknaþjónusta kirkjunnar kemur alltaf sem viðbót við þá þjónustu sem opinberir aðil- ar veita nú þegar. Margir bíða eft- ir að njóta þessarar þjónustu og þeir sem njóta hennar nú þegar eru mjög ánægðir. Sigrún Gísladóttir Vaxandi áhugi er hjá söfnuðum, segir Sigrún Gísladóttir, að hefja heimsóknarþjónustu til aldraðra og annarra, sem búa einangraðir. Sumardagar í kirkjunni Sú nýbreytni var tekin upp á síð- asta sumri að bjóða upp á sérstaka sumardagskrá í kirkjunni. Alla mið- vikudaga í júnímánuði verða sam- verur í hinum ýmsu kirkjum. Hu- gleidd verða vers úr 121. Davíðs- sálmi, kórar aldraðra syngja og á eftir verður boðið upp á kaffi og spjall. Dagskráin verður nánar aug- lýst. Samstarf Samvinna hefur verið við Öldrun- arþjónustudeild félagsmálastofnun- ar um sumardvöl bæði í Skálholti og á Löngumýri í Skagafirði. Einn- ig hefur kirkjan tekið þátt í sameig- inlegri fræðslu og fleiru og átt gott samstarf við prest aldraðra hjá öldr- unarþjónustudeild Félagsmála- stofnunnar og fleiri aðila s.s. Öldr- unarráð íslands. Lokaorð Ég hef komið inn á helstu þætti kirkjustarfs aldraðra. Starfið er fjölbreytilegt og verkefnin óþijót- andi, en við viljum sjá öflugra öldr- unarstarf í kirkjunni. Þjónustan er eitt' af hlutverkum kirkjunnar. Mjög brýnt er að kirkjan efli heim- sóknarþjónustuna í framtíðinni. Niðurskurður í þjóðfélaginu kemur niður á þjónustu við aldraða. Eflaust eru margir einstaklingar í sóknum landsins sem vilja leggja kirkjunni sinni lið. Forsenda þess að sjálfboðaliðar fáist til starfa er að fastur starfsmaður sjái um og beri ábyrgð á starfinu og skipu- leggi heimsóknir, leiti að sjálfboð- aliðum og styðji þá í starfinu. Sjálf- boðaliðum sem þykir viðfangsefnið gefandi, finnst eftirsóknavert að vera með í starfinu fái þeir stuðn- ing og gott samfélag. í verki heyr- ist rödd kirkjunnar með þjónustu við aldraða og umhyggju fyrir ná- unganum. Höfundur er framkvæmdnstjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma. ARGENTÍNA AUSTURRÍKI ÁSTRALÍA BANDARÍKIN BELgIa BÓLIVÍA BRASILÍA BRETLAND f% X AFS vill gera kleift að gerast SKIPTINEMAR Yfír 25 lönd eru í boði í öllum heimsálfum. Ogleymanleg reynsla. Eykur þroska og víðsýni. Gagnlegt tungumálanám. 50 ára reynsla af nemendaskiptum. íslenskir nemar og fararstjóri í Venezuela. ^ OÍtfÖF ÍVISVar a 01Í. Þess vegna hýður félagið mjög viðráðanleg greiðslukjör. Erum að taka á móti umsóknum til Astralíu og S-Ameríku mcð brottför eftir áramót. AFS Á ÍSL4NDI Upplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á Islandi, Laugavegi 26, 3. hæö, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 552-5450 Alþjóðieg fræðsla og samskipti PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÍTALÍA INDÓNESÍA HOLLAND GVATEMALA m O > Z S o 90 * O oj s z 5» x > < o < m r O 5 m x 0 o O 90 Kærur Magnúsanna í Hafnarfirði NÚ HEFUR ríkis- saksóknari hafnað al- farið lögreglurannsókn á hendur bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins eins og Magnús Jón Árnason oddviti Al- þýðubandalagsins og Magnús Gunnarsson oddviti Sjálfstæðis- flokksins kröfðust. í þrígang hefur kæru þeirra verið hafnað fyrst af félagsmála- ráðuneytinu, eða dómsmálaráðherra, settum félagsmálaráð- herra í málinu, og síð- an í tvígang af ríkis- saksóknara. Þessi kærumál verða Magnúsunum til ævarandi háðung- ar og skammar en því miður hefur Hafnarijarðarbæ sett niður við all- an þennan málatilbúnað „forystu- manna“ Hafnarfjarðarbæjar. Fyrst kærðu Magnúsarnir bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins fyrir meint glæpsamleg samskipti við verktaka- Magnúsarnir halda áfram ærumeiðingum sínum, segir Tryggvi Harðarson. I stað þess að skammast sín. fyrirtækið Hagvirki/Klett til félags- málaráðherra. Málið endaði í hönd- um Þorsteins Pálssonar dómsmála- ráðherra sem vísaði ákærunum á bug en benti á að ákæruatriðin, ef rétt væru, sneru að almennum hegningarlögum. Því ákváðu Magn- úsarnir að kæra bæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins til ríkissaksóknara. Hann hafnaði kæru þeirra með bréfi dagsettu 11. apríl 1995. Þeim úr- skurði héldu Magnúsarnir vandlega leyndum og kærðu aftur, þá tvo fyrrverandi bæjarstjóra Alþýðu- flokksins og fjármálastjóra bæjar- ins. Umræddir einstaklingar fengu ekki nokkra vitneskju um það fyrr en þeir lásu um kæruna í blöðunum eftir að úrskurður lá fyrir. Magnús- arnir kröfðust að umræddir aðilar yrðu dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi. Enn var ákæruatriðum þeirra hafnað. Pólitískt ofstæki Nú mætti ætla að Magnúsarnir viðurkenndu villu sína og bæðu bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins og starfsmann þeirra afsökunar fyrir að bera á þá rangar sakargiftir. Svo var þó ekki. Enn þverskallast þeir við og lýsa því yfir að bæði ríkissak- sóknari og Þorsteinn Pálsson, settur félagsmálaráðherra í málinu, hafi Sœvar Karl Ólason Bankastræti 9, slmi 551-3470. ekki verið vanda sínum vaxnir. Þannig halda þeir til streitu ásökun- um sínum um glæp- samlegt athæfi bæjar- fulltrúa Alþýðuflokks- ins, nánast þjófkenna þá, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Magnúsarnir halda því ærumeiðingum sínum áfram í stað þess að skammast sín. Varðandi ákæru Magnúsanna segir í bréfi saksóknara, dag- settu 9. maí sl. að ekki sé unnt að telja lögreg- lurannsókn „falla að markmiðum slíkra rannsókna og enn síður vera lfkleg til sakfellis í refsimáli. .Því sé erindi þeirra hafnað. í bréfi ríkisaksóknara frá 11. apríl segir m.a. um málatilbúnað Magnúsanna. „Af hálfu ákæru- valdsins verður sérstaklega að and- mæla auðkenndri setningu í niður- lagi tilvitnana í bréf yðar þar sem fram kemur ályktun, sem gengur lengra en lesið verður úr úrskurði félagsmálaráðherra . . .“ Af þessu má ráða að málatilbúnaður Magn- úsanna stjórnast fremur af sjúklegu pólitísku ofstæki en málefnalegum rökum. Magnúsarnir ómerkingar Það er hart fyrir okkur bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins að sitja undir endalausum falsásökunum af hálfu forkólfa bæjarins. Auðvitað hefur hvarflað að okkur að hreinlega kæra Magnúsana fyrir síendurtekin ærumeiðandi ummæli. En við sem lifum og hrærumst í pólitík látum ýmislegt yfir ganga. Við kjósum að vinna að heill og velferð bæjarbúa í stað þess að standa í sífelldum málaferlum og kærum. Við rekum okkar pólitík ekki í gegnum lög- fræðinga eða löggilta endurskoð- endur. Það sem eftir stendur í þessu málaþrasi öllu er að Magnúsarnir hafa gert sig að algerum ómerking- um í augum bæjarbúa. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti, því í málum listahátíðar voru Magnúsarnir ólmir í að kæra einhvern, þeir vissu bara ekki hvern ætti að kæra eða fyrir hvað. Löggiltir endurskoðendur hf., sem enn eru á mála hjá meirihluta Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisfokks, eiga líka sinn þátt í þessu máli og skyldu vanda sig betur í framtíð- inni. Þá hefur Davíð Oddsson forsæt- isráðherra haft lítinn sóma af af- skiptum sínum í þessu máli en hann tók efnislega undir ákærur Magnús- anna á opinberum vettvangi. Það er mannlegt að skjátlast og ekki ætla ég að úthrópa umrædda aðila sem glæpamenn. Þeim væri hins vegar sæmst að biðja afsökunar á aðdrótt- unum sínum í minn garð og félaga minna í Alþýðuflokknum í Hafnar- firði. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. 'kripalujógá' Byrjendanámskeið 29. maí—19. júní. Leíðbeinandi. Helga Mogensen. Jógastöðin Heimsijós, Ármúla 15, s. 588 9181 og 588 4200. Einnig símsvari. v J Tryggvi Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.