Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 40

Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR íslenskri ljóðahörpu, er lesandinn virðir því meir sem hann heyrir hann oftar. Inn milli fjallanna - Rocky Mountains Leiðin frá Calgary til frægasta þorps Klettafjallanna, Banff, liggur meðfram Bogafljóti, sem rennur um samnefndan dal, Bow Valley. Eftir rúman klukkustundar akstur er komið í Banff-þjóðgarðinn, fyrsta friðaða svæði Kanada frá seinni hluta 19. aldar. Ástæða þótti að varðveita hinar heitu lindir, Banff Springs, í útjaðri þorpsins, sem fljótt varð samgöngumiðstöð eftir lögn kanadísku járnbrautanna fyrir rúmri öld. í jafnstóru og stijálbýlu landi ollu járnbrautirnar straumhvörfum í samgöngum, viðskiptum og allri gerð þjóðfélagsins. Ekki varð saga þeirra átakalaus og framkvæmdin dýr. Aðalhvatamaður Canadian Pacific Railways var fyrsti forsætisráðherra landsins, John A. Macdonald, fæddur í Skotlandi á ári falls Napoleons við Waterloo, 1814, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Kanada. Hann flæktist að ósekju inn í fjármálahneyksli við öflun fjár til að leggja járnbrautina yfir þvera Kanada, og var það kosningabeita hans fyrir kosningar árið 1872. Hann vann kosningarnar en missti bæði embætti og æru, eftir að andstæðingar hans fundu höggstað á honum í járnbrautarmálinu og ljóstruðu upp í dagblöðum gegn mútum. Við hinar heitu lindir Banff reisti Kanadíska Kyrrahafs járnbrautarfélagið lúxushótel í skoskum hallarstíl fyrir 100 árum. Hótelið, eitt hið stærsta í Kanada, hefur nýlega verið stækkað og endurbyggt, enda heimsfrægt, Banff Springs Hotel. Þarna liðast Bogafljótið niður dalinn með hægum nið. Loftið er ferskt og tært einsogN íslenskt fjallaloft, hlýrra á þessum árstíma og nokkru sætara af gróðurilmi. Grenitrén þekja allar hlíðar fjallanna í kring, og Banff er öll blómum skrýdd, hver ljósastaur er jafnframt stórt potthengi með marglitum blómum, en sami siður ríkir einnig í Bresku Kolumbíu, að ógleymdum litskrúðugustu görðum, sem ég hef augum litið. Listamiðstöðin Banff Centre er eins konar Salzburg Klettafjalla með hátíð sína sumarlangt að skemmta gestum við æðri listir í galleríum og konserthöllum með óperu, dönsum og leikhúsi. Frá Banff liggur leiðin áfram inn Bogadalinn í átt að Dal hinna tíu tinda, þar sem himinhá fjöllin speglast og standa á höfði í safírbláu eða smaragðsgrænu vatninu. Nöfnin bera lögun þeirra vitni, svo sem Musteristindur eða Babelstum. Form fjallanna er myndrænt, svo að af ber, en á leiðinni þangað er ekið undir Kastalafjalli, sem minnir á hvern kastalann af öðrum eftir því hvert sjónarhornið er. Bakkar Bogafljóts eru loðnir af grasi þar sem fagurhyrndir hirtir eru á beit, en ofar tekur barrskógurinn við. Vegurinn endar við Moraine-vatnið, og við taka fegurstu göngustígar en loftið fullt af furuilmi. Vart getur að líta fegurri ramma fyrir útivistarfólk, nema ef vera kynni við Lovísuvatnið undir Viktoríujökli, en þangað er förinni heitið tií gistingar á öðm frægu kastalahóteli, Chateau Lake Louise. Að sjálfsögðu er nafngiftin Viktoríu Breta-drottningu og Lovísu dóttur hennar til heiðurs, enda hefur gistingin þar verið mesta þjóðhöfðingja heimsins samboðin og er enn, eftir að allt hótelið hefur verið endurbyggt. Fjallasýnin þaðan yfír spegilskyggnt vatnið til Viktoríujökuls er svo hrífandi, að hann telst til fegurstu útsýnisstaða í heimi og eftir því vinsælt myndamótíf, síbreytilegt eftir sólarfari og birtu. Höfundur er forstjórí ferðaskrífstofunnar Prima hf. Ég fínn einhveija skyldleikatilfínningu innra með mér, segir Ingólfur Guðbrandsson, þegar Kanada ber á góma. CALGARY hefur vaxið hratt upp í loftið síðan olían fannst í Alberta fyrir tveimur áratugum. Sérstök borg, kanadísk ímynd nútímavelgengni. KANADA er mikið land, sem kemur á óvart í sterkum andstæðum náttúra og mannlífs af mörgum toga, stærsta ríki jarðar eftir Sovét. Jafnvel Kanadamenn sjálfír viðurkenna að þeir þekki aðeins brot af landinu sökum stærðar þess og fjarlægð- anna, sem spanna sléttuna óendan- legu frá hafí til hafs, Atlantshafi í austri allt að strönd Kyrrahafs í vestri. Það er y« stærra en samanlögð Bandarík- in, nærri 10 milljón ferkm að flatarmáli, en íbúarnir aðeins 27 milljónir. Að fráskild- um tengslum við ís- lensku landnemana fyrir rúmri öld og af- komendur þeirra þekkja fáir íslenskir ferðamenn enn þetta fjarlæga nágrannaríki ví vestri nema af óljósri aféþum. Þegar stálfuglinn grái lækkar flugið í átt að Edmonton, sem er höfuðborg næstvestasta fylkis- ins, Alberta, blasir við sléttan allt um kring. Græn er hún og bú- sældarleg, og nú skil ég orð bónd- ans og skáldsins Stephans G. Step- hanssonar í kvæinu „Norður Slétt- una“: „Sjálft landið var útlits sem endalaust borð, ... heflað og málað svo grænt." Þetta er sú mynd af Kanada, sem íslendingar þekkja, bæði af heim- sóknum til Manitoba og frásögnum Vestur-íslendinga, en þar er fjöl- mennust byggð fólks af íslensku bergi utan föðurlandsins. Þess vegna fínn ég einhveija skyldleikatilfínn- ingu innra með mér, þegar Kanada ber á góma, eða er það samkenndin með Stephani G., baráttu hans, hug- sjónum og ættjarðarást? „Þar blasti við útsýnið einkennalaust, nema aðeins þar skóggyðjuhönd á sléttuna lagði um lækjanna barm sín laufguðu kniplingabönd." Víst er að flatneskjan réð ekki ríkjum í huga hins vestur-íslenska skálds. Var það óyndið við „ein- kennalaust útsýnið", sem olli því að hann brá tvisvar búi í Vestur- heimi, hið síðara sinnið frá Gardar- byggð í Norður-Dakota og fluttist til Alberta í Kanada í nánd við Markerville við austurbrún Kletta- íjalla árið 1889, þar sem hann bjó til dauðadags. Aldrei varð hann sáttur við örlög sín, en mikilfengleg náttúran og fjallasýnin vöktu hon- um gleði og kraft til sköpunar. „í kvöld er sumarveður úti í geimnum öllum, slík unaðskyrrð í byggðum, slík sólskins blíða á ijöllum." Þannig hefst kvæði hans Sumar- jcvöld í Alberta, tónninn óvenjulétt- ur og vonglaður. Frá bæ sínum sá hann Klettafjöllin í fyrsta sinn og orti á landnámsárinu fyrsta eitt magnaðasta náttúrljóð sitt um „vestlægar fylkingar fjallanna", kvæðið KlettaQöll: „Skörðótt og hnjúkótt við himininn bera þau. Helming af vesturátt þversundur skera þau.“ Hin stórbrotna, ægifagra náttúra Vestur-Kanada varð Stephani upp- spretta margra nýrra yrkisefna. Má auk fyrrgreindra kvæða nefna Greniskóginn, Vetrarríki, lóur í akri og ljóðin Lækurinn og Áin. Tign og töfrar náttúrunnar speglast í viðkvæmu geði skáldsins. Hrifning hans og samkennd _fá útrás í ljóði á andvökunóttum. í Dagsetri spyr hann: „Léðu fjöll þér litinn sinn ljósa og dökka forðum - á hennar bláu og hvítu kinn kveld, er aleinn sast þeim hjá?“ Kvæðið „Áin“ hefst sem ástaijátning: „Eg lagði ungur ást á þig, ... og enn til ljóða laðar mig þín lygna og straumur þýði.“ Næst er framundan að skoða og njóta þeirr- ar fegurðar, er varð hvati slíks skáldskapar hjá manni, sem skynj- aði líf sitt sem útlegð frá föðurlandinu, feg- urðar sem í augum ferðamanns þykir einna mest á jörðu. Á brún sléttunnar - Calgary Hlið ferðamannsins að fegurð Klettafjallanna í Kanada er fyrst og fremst borgin Calgary, sem gnæfír háreist upp af sléttunni. Skjannahvíta skýjakljúfa ber við himin einsog skörðóttar jöklagnípur, tindar nútímans af mannahöndum úr efni steypu, stáls og glers. Hér er hið „villta vestur" Kanada, athvarf kúreka og ævintýramanna á dögum gullæðisins, en síðasta aldarfjórðunginn breyttist ásýnd hennar og hlutverk eftir fund „svarta gullsins", auðugra linda olíu hennar og gass, svo að vöxtur hennar og uppgangur síðan á sér fáar hliðstæður en stundum er henni líkt við Texas. Rétt við Palliser hótelið frá bernsku járnbrautanna rís nærri 200 m hár úsýnisturn með vinsælu veitingahúsi á toppnum, þar„ sem gott er að setjast niður, snúast í hring einsog í Perlunni og njóta í senn matar og útsýnis í allar áttir yfir hina hvítu borg, græna sléttuna í austri og allt til tinda Klettafjalla í vestri. Keppni í vetraríþróttum Ólympíuleika fór fram í Calgary 1988 og skildi eftir stór mannvirki, glæsileg tónleikahöll, söfn og listmiðstöðvar setja svip á andlit borgarinnar, sem þrátt fyrir unglegt yfirbragð heldur í gamla kúrekastílinn með stærstu „rodeo“-keppni heims, „Stampede" í júlímánuði. Einkennilegt sambland af virðulegum stíl viðskiptalífsins og bönkum með heimsbrag í líkingu við City of London og kúrekastílnum með kögruðum leðurfatnaði og „Stetson“-höttum vekur furðu og forvitni ferðamanns. En Calgary státar af fleira með meiri fortíð, svo sem merkustu steingerðum leifum risaeðlanna, sumpart í söfnum og einnig í jarðlögum í Red Deer River Valley, sem fundust í nágrenni Calgary við leit að kolum árið 1884. Otrúlegt er að geta virt fyrir sér forsögulega tíma jarðarinnar fyrir 65 milljónum ára á 45 km langri ökuleið eftir Dinosaur Trail í Midland Park við gamla kolanámubæinn Dramheller. En í hina áttina er tæplega tveggja stunda akstur til Markerville á slóðir Stephans G., og bíður sú lýsing haustsins. Heimsókn þangað varpar ljósi á líf hans og kjör og leiðir dýpri skilnings á sérstæðum, djúphugsuðum skáldskap hans, þessum einstaka, hijúfa streng í HORFT frá blómagrundum við Lovísuvatn til Viktoríujökuls. Ferðamenn eru að vonum tortryggnir við sterkar lýsingar eins og „yfimáttúruleg fegurð“, „supernatural" eins og Kanadamenn komast að orði um draumkennda fegurð landslags í Klettafjöllum, en orðlausir af hrifningu taka þeir undir það. Ingólfur Guðbrandsson Sumarkvöld í Klettafjöllum og dýrðardagar við Kyrrahaf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.