Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 41
AÐSENDAR GREINAR
Umbúðir matvæla
Hagsmunir neytenda og innra eftirlit matvælafyrirtækja
Á SÍÐUSTU árum
hefur orðið ör þróun í
vinnslu og gerð um-
búða fyrir matvæli,
einkum þó umbúða úr
plastefnum. Neyslu-
venjur og lifnaðar-
hættir þjóðarinnar
hafa á sama tíma verið
að breytast og kallar
það einnig á nýjar
vinnslu- og pökkunar-
aðferðir og aðlögun
matvælaiðnaðarins að
kröfum neytenda. . í
ljósi aukinnar notkun-
ar á ýmsum tegundum
umbúða er mikilvægt
að lögð sé áhersla á
samsetningu þeirra og notkun með
tilliti til heilsufarslegra þátta. Til
þess að slíkt sé mögulegt þurfa að
vera til skýrar reglur og neytendum
jafnframt leiðbeint um notkun um-
búðanna.
í þessari grein er ekki ætlunin
að fjalla ítarlega um gerð og eigin-
leika umbúða heldur fyrst og fremst
að vekja athygli á nýjum reglum
um efni og hluti sem er ætlað að
komast í snertingu við matvæli og
ræða hvernig heppilegast er að
hátta eftirliti með þeim hér á landi.
Notkun og merking umbúða
Umbúðir matvæla gegna marg-
þættu hlutverki og ýmsir þættir
hafa áhrif á val á umbúðum hveiju
sinni. Helsta hlutverk þeirra er að
varðveita gæði og öryggi matvæl-
anna. Er hér átt við útlit, samsetn-
ingu og næringargildi og að vemda
þau fyrir utanaðkomandi mengun
og skemmdum. Einnig er æskilegt
að varan sé meðfærileg, auðveld í
flutningum og aðlað-
andi í augum neytenda.
Á umbúðum þurfa
jafnframt að koma
fram ákveðnar upplýs-
ingar um innihaldið.
Síðast en ekki síst þarf
að gæta þess að um-
búðirnar sjálfar valdi
ekki mengun matvæl-
anna, þ.e. að ekki séu
óæskileg efni í þeim
sem geta borist í mat-
vælin og hugsanlega
valdið heilsutjóni.
Fyrir rúmu ári tóku
gildi fimm reglugerðir
um efni og hluti í snert-
ingu við matvæli. Með
Umbúðir matvæla
gegna margþættu hlut-
verki, segir Astfríður
M. Sigurðardóttir,
sem hér fjallar um innra
eftirlit matvælafyrir-
tækja.
efnum og hlutum er átt við hvers
konar umbúðir, ílát, áhöld, tækja-
búnað, borðbúnað og öll efni sem
slíkir hlutir eru samsettir úr. Und-
anskilin eru vatnsveitukerfi og efni
sem eru hluti af matvælum, s.s efni
til að hjúpa eða húða osta, unnar
kjötvörur eða ávexti. Þessar reglur
eru byggðar á löggjöf Evrópusam-
bandsins og eru nýjar hér á landi
í þeim skilningi að mjög takmarkað-
ar reglur hafa verið í gildi hér fram
að þessu. í þeim eru mjög almenn
ákvæði um þær kröfur sem umbúð-
ir skulu uppfylla, m.a. merkingará-
kvæði, þar sem fram kemur að
umbúðir, sérstaklega ætlaðar mat-
vælum, skulu auðkenndar með
áletruninni ,fyrir matvæli" eða með
þar til gerðu merki eða ákveðnum
leiðbeiningum um notkun. Mikil-
vægt er að umbúðir séu notaðar á
réttan hátt og aðeins í samræmi
við merkingar. Ef umbúðum er
aðeins ætlað að geyma ákveðna
tegund matvæla er mikilvægt að
slíkt komi fram þar sem röng notk-
un, t.d. pökkun fituríkari matvæla
og/eða geymsla við of hátt hita-
stig, getur leitt til þess að efni úr
umbúðum berast í of miklu magni
í matvælin. Helstu þættir sem geta
haft áhrif á slíkt flæði eru eigin-
leikar og-samsetning umbúðanna
sjálfra, hitastig við geymslu og
tími, gerð matvælanna, einkum
magn fitu og stærð yfirborðs sem
er í snertingu við matvælin. Dansk-
ar og sænskar rannsóknir hafa
sýnt að mýkingarefni í ákveðinni
tegund plastfilmu berast í matvæli
við ranga notkun og eru fituinni-
hald, hitastig og tími helstu þættir
sem ákvarða í hve miklum mæli
þetta gerist.
Plastumbúðir
í reglunum koma fram kröfur
um leyfileg efni við framleiðslu
umbúða, samsetningu þeirra, há-
marksgildi fyrir innihaldsefni og
fleira þess háttar. Þar ber helst að
nefna reglur um plastumbúðir, en
þar er jákvæður listi fyrir þau efni
(einliður) sem nota má við fram-
leiðslu plastefna og mörk fyrir flæði
(migration) einstakra efna sem og
Ástfríður M.
Sigurðardóttir
heildarflæði efna í matvæli. Þess
ber þó að geta að plastefnin sjálf,
einkum fjölliður, eru mjög stöðug
og berast að litlu eða engu leyti í
matvæli. Enn sem komið er hafa
ekki verið settar reglur um há-
marksmagn annarra efna, t.d. mýk-
ingarefna, í plasti, en unnið er að
slíkum lista. Það eru einkum slík
efni sem talið er að geti borist í
matvæli. Einnig eru sett ákveðin
skilyrði fyrir mælingar á plastum-
búðum, sem gerðar eru til að kanna
eiginleika þeirra og við hvaða að-
stæður þær henti.
Á undanförnum árum hefur orðið
breyting á efnasamsetningu plast-
filma sem ætlaðar eru fyrir mat-
væli og tækni við framleiðslu hefur
einnig tekið framförum. PVC film-
ur, sem margir þekkja til og unnar
eru úr vinýlklóríði (VC), eru nú
betri en áður. Einnig hafa ný efni
komið til og er nú minni hætta á
að efni í umbúðum berist í mat-
væli en áður var. Framleiðendur
hafa þannig brugðist við hertum
reglum á þessu sviði og er það til
hagsmuna fyrir neytendur.
Opinbert eftirlit með umbúðum
matvæla hér á landi hefur hingað
til fyrst og fremst falist í skoðun
umbúða með tilliti til merkinga og
lítið sem ekkert um beinar mæling-
ar á umbúðum eða flæði efna úr
þeim í matvæli. Slíkar mælingar
krefjast tækjabúnaðar, fjármagns
og aðstöðu sem skortir á að sé full-
nægjandi hér á landi enn sem kom-
ið er.
Innra eftirlit
Eins og flestum matvælafram-
leiðendum er kunnugt, eru áherslur
í matvælaeftirliti að breytast með
tilkomu krafna um innra eftirlit í
fyrirtækjum. Fyrir lok ársins 1995
eiga fyrirtæki að koma á slíku eftir-
litskerfi, sem einkum beinist að því
að koma í veg fyrir vandamál í stað
þess að uppgötva þau í lok fram-
leiðsluferils. I þessum tilgangi þurfa
framleiðendur m.a. að tryggja að
þær umbúðir, sem þeir framleiða
Hvert stefnir í ís-
lenskri ferðaþjónustu?
EFTIR nokkuð
annasaman vetur í ís-
lenskri ferðaþjónstu,
iná telja að sumarið
verði okkur gjöfult
hvað snertir fjölda
ferðamanna sem koma.
Því hefur verið fleygt
að ef aukning ferða-
manna á íslandi verði
svipuð næstu árin og
verið hefur, munum við
árið 2010 taka á móti
nokkrum milljónum er-
lendra ferðamanna. Þá
er ótalinn allur sá fjöldi
Islendinga, sem reikna
má með að ferðast
muni um eigið land. Þó
svo að aukningin ver
Sigríður Þrúður
Stefánsdóttir
'i ekki svo breytingar
hefur einnig sínar
slæmu hliðar. Atvinnu-
greinin er ekki til þess
fallin að horfa á í gegn-
um rósrauð gleraugu,
með glampa í augum
yfir fyrirsjáanlegum
gullmolum. Gulleplinu
má mjög auðveldlega
glopra niður og afleið-
ingamar eru þurrausn-
ar náttúrauðlindir og
fjárfestingar komnar i
þrot.
Neikvæð áhrif
ferðaþjónustu
Eftir heimsstyijöld-
ina síðari urðu miklar
í Evrópu á sviði ferða-
mikil, ferðamönnum haldi áfram að
fjölga. Að því má spyija, hvort slíkt
sé varhugavert? Er æskilegt t.d. að
ferðamenn verði hér fleiri heldur en
við íslendingar til samans? Hvað
þolir landið og hvað þolir þjóðin?
Það er ekki að ástæðulausu, sem
opinber yfirvöld hinna ýmsu þjóð-
landa líta á ferðaþjónustu sem já-
kvætt afl til uppbyggingar og verð-
mætasköpunar. Ferðaþjónusta hef-
ur marga kosti, ekki síst þá að er-
lendir ferðamenn bera með sér er-
lendan gjaldeyri og ferðaþjónusta
er mannfrek atvinnugrein. Á tímum
samdráttar og erfiðleika í efnahags-
lífí þjóðar, hefur enda oft verið til
þess litið að nýta ferðaþjónustu á
þann hátt að hún þjóni sem undir-
staða uppbyggingar annarra at-
vinnugreina. Það má hins vegar
ekki gleyma því að ferðaþjónusta
4
þjónustu. Ferðamennska jókst til
muna, fólk flykkist til Spánar, Ítalíu
og annarra landa við Miðjarðarhafíð.
Tímabil þetta hefur stundum verið
nefnt tímabil fjöldaferðamenns-
kunnar. Smám saman breyttist þó
ferðamunstrið, fólk fékk nóg af sól,
sandi og öðru því sem ofangreind
lönd buðu upp á, nú lá leiðin til
Skandinavíu og annarra norðlægra
landa í Evrópu, til annarra heim-
sálfa og fjarlægra landa í Asíu,
Afríku og Suður-Ameríku. Áfanga-
staðir sem áður voru svo vinsælir
lutu nú í lægra haldi fyrir nýjum
og spennandi valmöguleikum. Á hin-
um fyrrum vinsælu áfangastöðum
fóru neikvæðar hliðar ferðaþjón-
ustunnar nú að láta á sér kræla.
Ef tekin eru nokkur dæmi þá er
ástandið þannig á sumum stöðum
í t.d. Suður-Evrópu að náttúruauð-
Stefnumótun íslenskrar
ferðaþjónustu er verk-
efni, segir Sigríður
Þrúður Stefánsdóttir,
sem löngu er tímabært.
lindir eru niðurníddar og heilu
landssvæðin hafa verið lögð undir
hótelbyggingar og skemmtigarða.
Baðstrendur eru annað hvort yfir-
fullar af fólki eða auðar og ónýtar
eftir ágang þúsunda undanfarin ár.
Fjallahéruð eru mörg hver full af
fólki og það er örtröð á akvegum.'"
Ekki er ástandið betra í svokölluð-
um þriðja heims löndum, sem þó
mætti flokka undir „tískuáfanga-
staði“, þar eiga erlendir fjárfestar
auðæfin sem ferðamennirnir skilja
eftir, innfæddu íbúarnir flýja ferða-
mannastrauminn eða það sem verra
er eru lokaðir af í úthverfum. Þeir
fá ekki tækifæri til að versla í búð-
um, borða á veitingastöðunum né
gista á hótelunum, sem byggð hafa
verið í kjölfar aukins ferðamanna-
straums. Mjög margir hinna inn-
fæddu komast næst uppbyggingu
ferðaþjónustu með því að vinna í
láglaunastörfum, betla á götum úti
eða jafnvel selja sjálfan sig og sína.
Án þess að alhæfa og segja að
slíkt muni gerast hér á landi, má
spyija hvernig staðan sé á íslandi.
Eru neikvæðar afleiðingar ferða-
þjónustu farnar að koma í ljós? Og
ef svo er, hvernig ætlum við að
takast á við vandann, hvaða stefnu
fylgjum við til þess að draga úr
neikvæðum áhrifum og efla sem
mest þau jákvæðu?
Stefnumótun íslenskrar
ferðaþjónustu
Lög íslendinga um ferðamál eru
20 ára gömul. Alhliða stefnumótun
fyrir atvinnugreinina er ekki til,
rannsóknarstarfsemi er einungis til
í orði, það sama gildir um heildar-
skipulag fyrir ferðaþjónustuna til
framtíðar. Miðjarðarhafslöndin og
þau önnur, sem hér hafa verið tekin
sem dæmi, tóku á móti þúsundum
ferðamanna án þess að slíkt væri
skipulagt markvisst. Þau bera þess
merki og glíma nú í dag við menn-
ingarleg, félagsleg og umhverfísleg
vandamál.
íslensk ferðaþjónusta hefur þró-
ast mjög hratt. Á 10 árum hefur
erlendum ferðamönnum fjölgað um
rúmlega 100%. íslensk stjórnvöld,
forsprakkar atvinnulífsins og jafn-
vel hinir almennu borgarar lofa at-
vinnugreinina í hástert. Það er mik-
ið rætt um hvað ferðaþjónusta sé
nú arðbær atvinnugrein, sem skilar
tekjum í efnahagskerfið og sem
nýta mætti til uppbyggingar í fé-
lags- og velferðarkerfinu. Svo
skrýtið sem það þó er, virðist sem
það sé meira um orð en efndir.
Þær aðferðir sem fræðimenn í
ferðaþjónustu leggja nú mesta
áherslu á í stefnumótun, eru ekki
bundnar við það að ákveða hvar
skuli byggja hótel t.d. eða hvort
setja skuli af stað kynningarátak.
Markmiðin eru mun víðtækari og
gefa meiri gaum að umhverfísþátt-
eða nota fyrir matvæli, uppfylli þær
kröfur sem til þeirra eru gerðar.
Það er gert ráð fyrir því að ábyrgð-
in verði þannig fyrst og fremst hjá
framleiðandanum sjálfum, en hlut-.
ur opinbers eftirlits verði einkum
að sjá til þess að innra eftirliti sé
við haldið.
Stefnt er að því af hálfu opin-
berra eftirlitsaðila, að komið verði
á góðu samstarfí við framleiðendur
umbúða og innflytjendur. Slíkt starf
mun felast í söfnun upplýsinga í
gagnabanka um samsetningu um-
búða fyrir matvæli á markaði hér-
lendis og um þau efni sem notuð
eru við framleiðslu þeirra. Ef vel
tekst til, gætu slíkar upplýsingar
nýst bæði eftirlitsaðilum og fram-
leiðendum í innra eftirliti og sparað"
tímafrekar og kostnaðarsamar
mælingar. Eins og fyrr segir er
einnig mjög mikilvægt að umbúðir
séu rétt merktar og neytendur séu
upplýstir um viðeigandi notkun
þeirra hveiju sinni.
Opinberir aðilar eiga í lok ársins
að endurskoða starfsleyfí matvæla-
fyrirtækja með hliðsjón af kröfum
um innra eftirlit. Þá mun verða
gerð krafa um að matvælafyrirtæki
geti lagt fram upplýsingar um um-
búðir sem notaðar eru við pökkun
matvæla. Einnig verður lögð
áhersla á að matvælafyrirtæki geri
sambærilegar kröfur til framleið-
enda eða dreifenda umbúða og hrá-
efna sem notuð eru við matvæla-
framleiðslu. Því er nauðsynlegt að
þessir aðilar afli nauðsynlegra upp-
lýsinga um gerð og samsetningu
umbúða, fyrir hvaða vörur þær eru
ætlaðar og hvernig merkingum
þeirra er háttað.
Innra eftirlit tekur mið af því að
tryggja öryggi matvæla og þar með
hagsmuni neytenda. Umbúðir sem
neytendur kaupa til nota á heimilum
eiga að uppfylla sömu kröfur og
er mikilvægt að gæta vel að merk-
ingum og notkun þeirra.
Höfundur er mutvælafræðingur
hjá Hollustuvemd ríkisins.
um, félagslegum þáttum og menn-
ingarlegum þáttum. Afstaða íbúa,
eða þeirra innfæddu, er einn megin-
þáttur þessara nýju aðferða svo og
sjálfbær þróun auðlinda ferðaþjón-
ustu. Markaðslögmálin eru ekki þau
einu sem gilda. Það sem hér um
ræðir er að skapa jafnvægi milli
alls þess sem byggir það kerfi, sem
kallað hefur verið ferðaþjónusta.
Gildi rannsókna
Skipulagning sem þessi kallar á
sífellda endurskoðun. Þó sett séu
ákveðin markmið og að þeim stefnt,
má vera að breyta þurfí aðferðum
á grundvelli niðurstaða rannsókna,
kannana og utanaðkomandi áhrifa.
Stefnmótun byggir á rannsóknum
og því að það sé virkt upplýsinga-
streymi og samstarf milli allra sem
að málinu ættu að koma. Ákvörðun-
artaka og mótun stefnunnar fer
ekki einungis fram hjá opinberum
aðilum í ferðaþjónustu, heldur þurfa
fyrirtæki og einstaklingar innan
greinarinnar, almenningur og jafn-
vel aðilar í öðrum atvinnugreinum
að leggja sitt til málanna. Til að
vita hug þeirra og vilja, þarf að
gera rannsóknir til að byggja nýjar
ákvarðanir og stefnumótun á.
Ferðaþjónusta er ung atvinnu-
grein og það á ekki síst við um
Island. Það hafa samt orðið þátta-
skil og nú má spyija hvort ekki sé
kominn tími til breytinga í upp-
byggingu greinarinnar. Hvert
stefnum við og hvernig náum við
settum markmiðum? Stefnumótun
íslenskrar ferðaþjónustu er verk-
efni, sem er löngu tímabært. Við
emm núna í lykilaðstöðu til verk-
efnis sem þessa. Aðstaða til rann-
sókna er góð m.a. vegna þess að
fjöldi ferðamanna er hvorki of mik-
ill né of lítill. Stefnumótun sem
þessari, verður hins vegar aldrei
fullkomlega lokið, því uppbygging
ferðaþjónustu á að vera stöðugt
ferli, sem tekur breytingum en lýk-
ur aldrei.
Höfundur er ferðamálafræðingur.