Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 43 JÓHANNES JÓNSSON + Jóhannes Jóns- son frá Geita- bergi var fæddur I Klettstíu í Norður- árdal I Mýrasýslu þann 2.1. 1923. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi 19. maí sl. og verður jarðsunginn að Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd föstudag- inn 26 þ.m. Foreldr- ar Jóhannesar voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1984, d. 26.10. 1973, og Sæunn E. Klemens- dóttir f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985. Jóhannes átti þrjá bræður, sem allir eru á lífi, en þeir eru: Karl, fyrverandi bóndi í Kletts- tíu og síðar starfsmaður vega- gerðarinnar í Borgamesi, f. 19.2. 1918. Kona hans er Lára Benediktsdóttir; Klemenz, leik- ari, búsettur í Reykjavík, f. 29.2. 1920, kæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur; Elis, f. 3.4. 1931, umdæmissljóri Vega- gerðar ríkisins á Suðvestur- landi, búsettur í Borgarnesi. Kona Elisar er Brynhildur Benediktsdóttir. Jóhannes stundaði nám í gamla Ingimars- skólanum í Reykjavik á árunum 1940-1943. Þá var hann einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri vorið 1945. Eftir það starf- aði hann við kennslu næstu árin og var kennari í Norðurárdal í Borgarfirði á árunum 1945- 1947 og síðar í Strandahreppi á Hvalfjarðarströnd 1948-1957. Það ár kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Ernu Jónsdótt- ur frá Geitabergi í Svínadal og hófu þau hjónin búskap á Geita- bergi það sama ár og hafa búið þar miklu rausnar- búi allt til þessa, en hin síðari ár í sam- býli við son sinn Pálma. Foreldrar Emu vora Stein- unn Bjarnadóttir og Jón Pétursson, sem lengi bjuggu á Geitabergi í Svínadal. Eftir að Jóhannes hóf bús- skap á Geitabergi gegndi hann ýms- um trúnaðarstörf- um fyrir sveitarfé- lag sitt. Sat m.a. í hreppsnefnd í fjölda ára og í skólanefnd Leirárskóla á áran- um 1966-1974. Jóhannes og Erna eignuðust fjögur böm. Elst þeirra er Sigríður, f. 23.5. 1958 og á hún einn son, Kára Eyþórsson að nafni. Næst barna þeirra er Pálmi, f. 2.10. 1959. Kona hans er Asgerður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvo syni: Jóhannes Om og Jón Hauk. Fyrir hjónaband eignað- ist Pálmi Erlu Björk og Ásgerð- ur Katrínu Ingu. Þriðja barn Jóhannesar og Ernu er Jón, f. 6.9. 1960, skrifstofustjóri hjá Búseta í Reykjavík kvæntur Kristínu Sif Jónínudóttur og eiga þau einn son, Bjart Örn. Yngstur er Einar Stefán, f. 23.3. 1962, trésmíðameistari, kvæntur Fjólu Ágústu Ágústs- dóttur. Bam þeirra er Steinunn Marín. Útför Jóhannesar fer fram frá Saurbæjarkirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 14. VIÐ BRÓÐURMISSI koma ýmsar gamlar minningar fram í hugann. Mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar fæðingu þessa yngra bróð- ur. Með því tel ég að ég muni fyrst eftir mér í þessari jarðvist, því svo fast hefur sá atburður greipst í hugskot mitt. Eitthvað óvænt og um leið dularfullt var í vændum í litlu baðstofunni í Klettstíu. Það var áliðið kvölds í svartasta skammdeg- inu og samt gat ég ekki sofið. Eg mun hafa verðið með ærsl og læti svo mér var komið fyrir í „holunni“ hjá honum afa mínum og hann sagði mér sögur til að róa ærslafull- an dreng. Enn man ég vísuna sem hann var að reyna að kenna mér, en hún var gamall húsgangur í Borgarfirði. Árin liðu og þegar ég hafði þroska og þrek til fól móðir mín mér að vagga þessum litla bróður í svefn, -en það gekk ekki alltaf þrautalaust. Eg var óeirinn og þótti þetta ekki skemmtilegur starfi. Hann vildi alltaf að ég segði sér fleiri og fleiri sögur, sem afi hafði kennt mér, enda var drengurinn snemma fróðleiksfús. Um leið og hann lagði aftur augun læddist ég á tánum út úr herbergiskompunni og reyndi að leggja hurðina hljóð- lega að stöfum. Þá kallaði hann ævinlega: „Ég er ekki sofnaður enn, segðu mér fleiri sögur.“ Venju- lega fór ég volandi í burtu og móð- ir okkar varð að leysa mig af hólmi. Jóhannes var snemma skýr og athugull. íslenskt sveitalíf og gróð- ursæld fijórrar gróðurmoldar átti brátt hug hans allan. Hann unni friðsæld íslenskra dala og það var eins og sá eiginleiki í fari hans ágerðist eftir því sem árin liðu. Jóhannes var ágætur námsmaður og varð _gagnfræðingur frá Ingi- marsskólanum í Reykjavík eftir þriggja ára nám. Þá stundaði hann ginn vetur nám í Menntaskólanum í Reykjavík. En sveitalífið og bú- skapur heillaði hann ætíð svo hann hætti við að fara í langskólanám í menntaskóla og á háskólastigi þótt hann ætti þess kost. Þess í stað fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræð- ingur vorið 1945. Með þeirri ákvörðun voru örlög hans ráðin. Jóhannes og kona hans Erna tóku við búsforráðum á kostajörð- inni Geitabergi í Svínadal vorið 1957. Þau endurnýjuðu allar bygg- HELGIEINAR PÁLSSON + Helgi Einar Pálsson fæddist 12. desember 1916 í Hóla- koti í Fljótum. Hann lést á Siglufirði 13. apríl sl. og var jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju 22. apríl. MIG LANGAR til að minnast í örfá- um fátæklegum orðum, frænda míns og vinar, Helga Einars Páls- sonar frá Hvammi í Fljótum. Ég var tveggja ára þegar ég kom fyrst til Imbu móðursystur minnar og Helga í Hvammi, en þau önnuð- ust mig þá um tíma í veikindum móður minnar. Seinna var ég í Hvammi á sumrin til fimmtán ára aldurs og taldi þar vera mitt annað heimili. Eg verð þakklátur fyrir það alla tíð að hafa átt þess kost að vera hjá þeim hjónum. Þau voru mér ævinlega góð og ekki spillti Ingveldur móðir Helga fyrir, en hún eyddi ævikvöldinu hjá syni sínum og tengdadóttur. Eftir að ég eignaðist sjálfur mína BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Lokahóf og bæjarkeppni á Suðurnesjum LOKAHÓF Bridsfélags Suðurnesja og Bridsfélagsins Munins verður í Vitanum nk. laugardagskvöld kl. 19.30. Miðaverð er 2000 krónur fyrir hjónin og er innifalinn matur og fordrykkur. Veitt verða verðlaun fyrir keppni vetrarins í báðum fé- fjölskyldu'var oft farið í sunnudags- bíltúr í Fljótin og þá gjarnan komið við í Hvammi. I Hvamm var alltaf gaman að koma. Þetta var rausnar- heimili, sem ævinlega ljómaði af snyrtimennsku og myndarskap. Þar ríkti gestrisni, eins og hún gerist best í íslenskri sveit. Húsbændurnir voru sammála um að ekkert væri gestum of gott. Ánægjuna af því að taka á móti gestum höfðu þau með sér þegar þau brugðu búi í Hvammi og fluttust til Sigluíjarðar. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra. Eftir að til Siglufjarðar kom, vann Helgi í Hraðfrystihúsi ísafold- ar hf. og var þar afar vel látinn, enda ósérhlífinn og ljúfur í allri umgengni. Helgi var glæsimenni í sjón. Hann hafði ágæta söngrödd og kunni, eins og títt er um Fljóta- fólk, býsn af sönglögum. Hann hafði líka mikla ánægju af spilum og ekki síður af því að tefia. Hesta- mennsku stundaði hann svo lengi, sem heilsan leyfði og átti alltaf lögum. Hljómsveit á vegum hússins spilar fram á rauðanótt en húsið verður opnað almenningi um mið- nætti. Á laugardeginum verður bæjar- keppni milli Keflavíkur og Sand- gerðis. Keppnin hefst kl. 13 og verður spilað í sal á Suðurgötunni í Sandgerði. Spilað er um veglegan bikar. Síðasta keppniskvöld vetrarins hjá Bridsfélagi Suðurnesja var sl. mánudag. Spilaður var eins kvölds tvímenningur og sigruðu Garðar Garðarsson og Eyþór Jónsson með 172 stig. Arnar Arngrímsson og Reynir Oskarsson urðu í öðru sæti með 166 stig og þrjú pör voru með 163 stig. ágætis hross. Hann var laginn hestamaður og afskaplega skemmtilegur ferðafélagi. Við eig- um góðar minningar frá skemmti- legum ferðalögum á hestbaki yfir Siglufjarðarskarð til Fljóta. Þá voru klárarnir oft látnir spretta úr spori seinasta spölinn í Hvamm. Þessar minningar verða ekki frá okkur teknar og munu ylja alla tíð. Nú ertu farinn fyrir fullt og allt, Helgi. Síðast þegar við sáum þig, kvöldið áður en kallið kom, grunaði okkur ekki að þú værir kominn svona nærri landamærunum. Víst vissum við að þú varst þjáður, en þú kvartaðir aldrei og harkaðir þjáningar þínar af þér með ótrú- legri karlmennsku. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta vináttu þinnar og það er alveg víst að þín er sárt saknað. Megi góður Guð hugga eftirlifandi konu þína, dóttur þína og aðra ástvini, sem nú syrgja þig. Gestur Halldórsson og fjölskylda. Spilarar eru hvattir til að mæta í bæjarkeppnina og lokahófið en þátttökugjaldi er mjög í hóf stillt. Bridsfélag kvenna SL. MÁNUDAG var síðasta spila- kvöld vetrarins, spilaður var Mitchell- tvímenningur með þátttöku 17 para og urðu úrslit þannig: NS-riðill Hulda Hjálmarsdóttir - Ólína Kjartansdóttir 250 Sigrún Pétursdóttir—Guðrún Jörgensen 239 Hertha Þorsteinsdóttir - Elín Jóhannsdóttir 232 Kristín Jóndóttir ■- Erla Ellertsdóttir 224 AV-riðill Sigríður Möller - Preyja Sveinsdóttir 247 Lilja Halldórsdóttir - Oskar Karlsson 242 Jón I. Jónsson - Haraldur Hermannsson 228 Inga L. Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir 226 ingar og færðu alla búskaparhætti á jörðinni í nýstískulegt form til þess að svara kröfum tímans. Allt var tæknivætt og nýjar og full- komnar búvinnuvélar voru keyptar til að létta undir við búskaparstrit- ið. Nú má segja að Geitaberg sé stórbýli með öllum nýtískulegum búnaði. Allt þetta ber vitni um myndarskap og framsýni þeirra hjóna. í all mörg ár hefur Pálmi sonur þeirra búið félagsbúi með foreldum sínum. Hann hefur byggt reisulegt íbúðarhús fyrir fjölskyldu sína svo nú er þar tvíbýli. Fagurt er heim að líta að Geitabergi í friðsæla fjalladalnum og þar er mjög staðar- legt. Fyrir tæpu ári kenndi Jóhannes þess illvíga sjúkdóms sem leiddi hann til dauða. All oft dvaldist hann á sjúkrahúsum og gekkst undir erf- iðar skurðaðgerðir. Þangað kom ég í heimsóknir til hans og varð þess var að hann bjó yfir mikilli hugarró og andlegum styrk. Hann æðraðist aldrei og sætti sig við sitt erfiða hlutskipti. Lengi bar hann þá von í bijósti að sér mundi batna og að hann kæmist aftur heim að Geita- bergi. En þegar honum var ljóst hvert stefndi tók hann því með miklu æðruleysi og sagði eitt sinn við mig: „Öll töpum við síðustu or- ustunni við sláttumanninn slynga.“ Nú að leiðarlokum sendum við hjónin Ernu, börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum nánum ættingjum hugheilar samúðarkveðjur. Um sjötíu ár eru liðin frá því að móðir mín fól mér að vagga litla bróður mínum í væran svefn. Þess gerist ekki þörf lengur því nú er hann sofnaður svefninum langa. Hann er horfinn inn í vorið og gró- andann. Far þú í friði kæri bróðir. Blessuð sé minning Jóhannesar á Geitabergi. Klemenz Jónsson. t Ástkaer faðir minn, sonur og bróðir, ÁRNIÞÓR JÓNSSON frá Skógum f Öxarfirði, til heimilis á Faxabraut 5, Keflavtk, lést 20. maf. Sigrfður Árnadóttir, Sigrfður Guðmundsdóttir og systkini. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EGGERT JÓNAS GUÐMUNDSSON, Hjaröartúni 3, Ólafsvfk, lést í St.Fransiskusspítalanum, Stykkis- hólmi J3. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Vilborg Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HÁKON KRISTINSSON kaupmaður, Heiðarbrún 6, Keflavík, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 23. maí. Hafdís Jóhannsdóttir, Guðrún Hákonardóttir, Stefán Jónsson, Rakel Lárusdóttir, Hákon Stefánsson. + Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SIGURÐSSON, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést 15. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hans. Helga Hannesdóttir, Hrund Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Árni Óli Ólafsson, Rannveig Auður Jóhannsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson, Margrét Runólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.