Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 25. MÁÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Bugðustöðum,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 19.
maí sl., verður jarðsungin frá Áskirkju
föstudaginn 26. maí kl. 15.00.
Kristján Samsonarson, Fanney Samsonardóttir,
Jón Samsonarson, Helga Jóhannsdóttir,
Kolbeinn Magnússon, Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Ómar Árnason, Ingibjörg Oskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, mágs, föður, tengdaföður,
afa og langafa.
ÁRNA ELfASSONAR,
Laugavegi 12 A,
Reykjavík,
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks
sjúkradeildar Elliheimilisins Grundar
fyrir góða hjúkrun og aðhlynningu.
Áslaug Hafberg,
Ingólfur Hafberg,
Elías Árnason, Jette Svava Jakobsdóttir,
Guðlaug Björg Björnsdóttir,
Gunnar Viðar Árnason, Bjarnveig Valdimarsdóttir,
Bjarney Anna Árnadóttir, Friðfinnur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför,
GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR
frá Skárastöðum,
Unnur Sveinsdóttir,
Ása Sigríður Stefánsdóttir,
Herborg Ólafsdóttir,
Anna Ólafsdóttir,
Pétur Seastrand.
t
Irinilegt þakklæti til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför hjartkærrar eigin-
konu minnar, systur okkar, mágkonu
og móðursystur,
HULDU HELGADÓTTUR,
Akraseli 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkirtil Sigurðar Björnsson-
ar, læknis og starfsfólks á deild 3B í
Landakotsspítala.
Pálmi Sigurðsson,
Fjóla Helgadóttir, Björn Ólafur Þorfinnsson,
Guðmundur Helgason, Elsa Guðmundsdóttir,
Ingi R. Helgason, Ragna M. Þorsteins,
Sigdór Helgason, Guðrún Eggertsdóttir,
Erna Björnsdóttir, Sigurður Grétarsson.
t
Ég þakka öllum vinum og kunningjum fyrir auðsýnda samúð og
vinahug, við andlát og útför bróður míns,
JÓNS JÓNSSONAR,
Túngötu 15,
ísafirði.
Sigurður Jónsson.
t
Þökkum innilega samúð, hlýhug og vin-
áttu við fráfall,
REYNIS ALFREÐS SVEINSSONAR,
skógræktarmanns,
Breiðagerði 31,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún E. Bergmann,
börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
JÓHANN
SIGURÐSSON
+ Jóhann Sigurðs-
son fæddist í
Dal í Miklaholts-
hreppi á Snæfells-
nesi 24. apríl 1913.
Hann lést á Borgar-
spitalanum 15. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Rannveig Jakobs-
dóttir frá Laxár-
holti á Mýrum, f. 13.
nóv. 1877, d. 3. júní
1947, og Sigurður
Jóhannsson frá
Oxney, f. 6. apríl
1879, d. 6. júlí 1974.
Jóhann átti tvo bræður, Ingvar
og Jakob Einar, sem báðir eru
látnir.
Árið 1941 kvæntist Jóhann
eftirlifandi eiginkonu sinni
Helgu Olgu Hannesdóttur, f.
17. apríl 1914, frá Sveinsstöð-
um í Neshreppi á Snæfellsnesi.
Þau eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Hrund, f. 14. nóv. 1941,
maki Gunnar Jónsson. Þau eiga
tvö börn. 2) Hanna Birna, f. 1.
okt. 1944, maki Arni Óli Ólafs-
son. Þau eiga þrjú börn. 3)
Rannveig Auður, f. 7. ágúst
1949. Hennar maki var Sverrir
S. Einarsson. Þau skildu. Þau
eiga tvær dætur. 4) Sigurður
Rafn, f. 26. júní 1951, maki
VIÐ systkinin höfum margs að
minnast og þakka, elsku pabba sem
alltaf var til staðar fyrir okkur,
sönn fyrirmynd og besti ráðgjafi.
Lítil kveðja í ljóði segir hug okkar
með þökk fyrir allt.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi
hin ljúfu og hjjóðu kynni
af alhug þökkum vér
þinn kærleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi
og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
(Davíð Stefánsson)
Hrund, Hanna Birna,
Rannveig Auður
og Sigurður Rafn.
Það er mánudagskvöld, logn og
heiður himinn, kyrrð og ró að fær-
ast yfir. Sólin hans afa var að setj-
ast. Það var honum líkt að velja
slíka veðurdýrð til ferðalagsins
langa og halda á vit nýrra ævin-
týra. Nú líður honum vel, fijáls eins
og fugiinn. Nú getur hann flogið
vestur á Mýrar og vitjað æskustöðv-
anna. Nú er gatan greið, engar
hindranir sem hefta för. Nú er hann
elsku afi allt sem hann vill vera og
ég veit að þá líður honum vel.
Samband mitt við afa var sér-
stakt. Ég man vel þegar við fórum
út að keyra í gamla Ópelnum og
ég, óvitinn, fékk að sitja fram í og
sá ekkert út. Það kom ekki að sök,
því ég fylgdist bara betur með afa,
sem handlék stýri og stjómtæki
eðalvagnsins eins og fyrsta flokks
fagmaður. Þá er það ekki síður eft-
irminnilegt þegar afi leyfði mér að
kíkja með sér í vinnuna, en þá var
hann starfsmaður slökkviliðs
Reykjavíkurflugvallar. Mikla virð-
ingu bar ég fyrir brunabflunum og
ekkert var skemmtilegra en að fá
einkennishúfuna hans afa lánaða,
setjast undir stýri og lifa sig inn í
ævintýraheim slökkviliðsmanna,
sem drýgðu hetjudáðir alla daga.
Afi var líka þannig, án þess kannski
að gera sér grein fyrir því sjálfur.
Hann drýgði hetjudáðir alla daga.
Fyrir mig sem óharnaðan ungling,
á hraðbraut til fullorðinsára, var
afi ómetanleg stoð og stytta.
Það var alltaf gott að setjast nið-
ur í Safamýrinni og ræða framtíðar-
draumana, sem margir hverjir voru
háleitir og slælega ígrundaðir. Allt-
af brosti afi út í annað og reyndi
að beina unglingnum inn á réttu
Margrét Runólfs-
dóttir. Börn þeirra
eru fjögur. Barna-
börn Jóhanns eru
ellefu og barna-
barnabörn fimm.
Jóhann dvaldist
ungur með fjöl-
skyldu sinni á Ökr-
um á Mýrum. Hann
ólst upp með móður
sinni á heimili
móðurbróður síns
Sigurðar Einars-
sonar og konu hans
Guðrúnar Árna-
dóttur í Vogi á Mýr-
um. Á fullorðinsárum fluttist
Jóhann til Rvk. og átti síðan
heimili sitt þar. Frá árinu 1991
bjuggu Jóhann og Helga í Hæð-
argarði 33. Á yngri árum var
Jóhann verkstjóri í heildversl-
un Eggerts Kristjánssonar.
Hann starfaði síðar í Slökkviliði
Reykjavíkur á Reykjavíkur-
flugvelli og var næturvörður í
Alþingi þar til hann lét af störf-
um. Jóhann tók virkan þátt í
stjórnmálum. Hann gegndi
lengi ýmsum trúnaðarstörfum
og átti sæti í nefndum og ráðum
á vegum Sjálfstæðisflokksins.
Útför Jóhanns fór fram í
kyrrþey, samkvæmt ósk hans,
frá Fossvogskapellu 24. maí.
brautina. En svo fór gamanið fyrst
að kárna, fyrir afa, þegar ég fékk
ökuskírteinið í hendur. Sú stað-
reynd að faðir minn var og er at-
vinnubílstjóri, gerði það að verkum
að ekki reyndist auðvelt að fá lán-
aða bifreið, þegar ég nauðsynlega
þurfti að sýna elskunni minni sólar-
lagið eða skjótast á rúntinn með
misblanka félaga mína. Hvert var
þá að leita, annað en til afa sem
af einhveijum óskiljanlegum ástæð-
um sá alltaf aumur á stráknum og
lagði til einkabifreið sína, endur-
gjaldslaust. Þolinmæði afa var engu
lík. Þegar ég, skömmustulegur,
skilaði bílnum beygluðum í fyrsta
sinn, fannst hoflum það ekkert stór-
mál, það myndu allir lenda í svona
löguðu einhvern tíma á ævinni.
Þegar ég hins vegar skilaði bílnum
í þriðja skiptið, klesstum að fram-
an, ákvað afi að strákur skyldi í
þetta sinn borga brúsann sjálfur,
þó ekki væri nema til að auka
ábyrgðartilfinningu og kenna hon-
um að öruggur akstur getur borgað
sig. Á þessum tímapunkti áttaði ég
mig á því, að afi var að gera heiðar-
lega tilraun til að manna mig, lífið
er ekki leikur endalaust og því
skyldi hann sitja uppi með mínar
gjörðir, þó þolinmóður væri. Sumar-
hýran fór í afborganir. Ég heim-
sótti afa vikulega og greiddi skuld
mína, hægt og sígandi. Afa fannst
hins vegar nóg komið, er skuldin
var hálfnuð. Hann spurði mig, á
sinn yfirvegaða máta, hvort ég teldi
mig hafa lært eitthvað. Ég hélt það
nú og sá fram á betri tíð og blóm
í haga. Síðan bauðst hann til að
lána mér bílinn og þar með var
þetta útrætt mál. Svo ekki fannst
honum það neitt tiltökumál að setja
strákinn undir stýri á ný, þrátt fyr-
ir afleitan feril fram að þessu.
Stundum var líka gagn af aksturs-
lagi mínu, sem nýtt var í þágu póli-
tískra aðgerða. Afi gerði nefnilega
grín að því, þegar hann fékk mig
til að skjótast eftir kjósendum á
kjördag, að þeir þyrðu ekki annað
en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef
hann segði þeim að ég yrði látinn
aka þeim heim líka, ef þeir kysu
ekki rétt. Það var alltaf stutt í húm-
orinn.
Afi var mikill sjálfstæðismaður
og sinnti þingmennsku fyrir flokk-
inn, ásamt trúnaðarstörfum ýmiss
konar. í seinni tíð var hann nætur-
vörður í Alþingishúsinu og þau voru
ófá skiptin sem leitað var á náðir
afa að næturlagi um helgar, þegar
hrammur íslenskrar vetrarveðráttu
barði okkur félagana sundur og
saman. Veikindi afa fóru að há
honum meira nú síðustu árin. Alltaf
tók hann þó á öllu með stakri ró
og aldrei man ég eftir að hafa heyrt
hann kvarta. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með honum þegar hann
ók ömmu til vinnu sinnar í Þjóðleik-
húsinu, kvöld eftir-kvöld. Hann ók
alltaf sömu leiðina, alltaf á sama
tíma og sótti hana svo eftir vinnu
og ók heim, ailt eftir settum regl-
um. Heiðarleiki, stundvísi, ábyrgð
og að standa við gefin loforð, var
nokkuð sem afa fannst ómissandi
í fari hvers manns. Þetta voru hans
aðalsmerki. Það sannaðist með eft-
irminnilegum hætti, þegar hann
lagði í langferð vestur á Mýrar fyr-
ir nokkrum árum, til að finna hent-
uga steina sem nota mætti á leiði
Jakobs, bróður síns. Þessu hafði
hann lofað og þá var að standa við
það. Ekki voru allir sáttir við þessa
ferð, enda farin að vetrarlagi og
gamli maðurinn ekki í stakk búinn
til að takast á við vetur konung,
einn og óstuddur, að mati sumra.
Hann gaf lítið út á þrasið í fjölskyld-
unni þegar heim var komið eftir
árangursríka helgarferð vestur á
Mýrar. Þetta loforð var efnt. Innst
inni veit ég að gamli maðurinn fór
þessa ferð ekki síður til að kveðja
æskustöðvarnar, hann vissi að degi
tæki að halla og ekki væri víst að
tækifæri gæfíst síðar til að skjótast
heim að Vogi og Ökrum. Það var
líka akkúrat í hans anda að fara
þetta sjálfur, hann vildi aldrei vera
upp á aðra kominn. Ég hafði alltaf
á tilfmningunni að það skipti engu
hversu oft afi veiktist og legðist á
spítala síðustu árin, hann reis alltaf
upp á ný. Hann var eins og klettur-
inn sem reis úr sænum, er flóðið
flaraði. Hann var eins og sólin sem
reis að morgni, þó þungbúið hafi
verið kvöldið áður. Hann var stoltur
og barðist fyrir sínu alla tíð. Hann
lék aldrei neitt annað en hann var.
Hann var til staðar fyrir mig. Hann
var hetja alla daga. En þreyta sagði
til sín og að lokum var elsku afi
bugaður. í hjarta mínu skiptir það
engu máli, afi verður áfram hetja
alla daga um ókomna framtíð.
Vertu sæll, ljúfur.
Jóhann Gylfi.
Elsku afi.
Þá hefurðu fengið hvíldina og ég
trúi því að þér líði vel núna, og
hafir verið tilbúinn í þessa ferð.
Veikindi þín og innlagnir á spítala
undanfarin ár hafa oft á tíðum ver-
ið svo mikil, að ekki var alltaf vitað
hvort þú hefðir það af. En á ótrúleg-
ustu stundum var eins og þú fengir
einhvern aukakraft til að byggja
þig upp aftur. Þú varst alveg ein-
stakur maður, og aldrei heyrði
maður þig kvarta, þó erfiðir tímar
væru. En hvers vegna græt ég þá?
Ætti ég ekki að gleðjast þín vegna
að vera laus við allar þjáningar, jú
ég græt sjálfs mín vegna, því sorg-
in og söknuðurinn er alltaf jafn
sár, þegar fólk deyr. Það er margs
að minnast um þig, afí minn, og
þá sérstaklega áhugi þinn fyrir
stjórnmálum og umræðum tengdum
þeim, á meðan heilsan leyfði, það
voru ógleymanlegar stundir fyrir
mig sem barn að hlusta á. Eins
átti ég alltaf athvarf hjá þér og
ömmu í Safamýrinni, og var ekki
annað tekið í mál en að ég kæmi
alltaf til ykkar í hádegismat þegar
ég þurfti að ferðast ofan úr Breið-
holti til að stunda skóla í Ármúlan-
um, ekki gat bamið (þó unglingur
væri orðinn), verið matarlaust. Ég
veit, að síst af öllu viltu að það sé
verið að skrifa einhveija lofgjörð
um þig,' því vil ég bara fá að þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, og núna seinni ár fyrir
fjölskyldu mína einnig, og ég veit
að það verður tómlegt að koma í
Hæðargarðinn núna, og finna þig
ekki í stólnum þínum, ekki bara
fyrir mig, heldur einnig Sævar Inga
sem hafði mjög gaman af heim-
sóknum okkar til ykkar ömmu.
Hvíl í friði, elsku afi.
Rannveig, Sigurður
og Sævar Ingi.