Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 47

Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ1995 47 FRETTIR AÐALLEIKARAR myndarinnar Eitt sinn stríðsmenn. Regnboginn for- sýnir myndina Eitt sinn stríðsmenn Athugasemd um þýfi í Kolaporti REGNBOGINN forsýnir Nýsjá- lensku verðlaunamyndina „Once Were Warriors" eða Eitt sinn stríðs- menn. Myndin hefur hlotið yfir 20 aiþjóðleg verðlaun á kvikmyndasýn- ingum þ.á m. allar helstu viður- kenningar á hátíð í Montreal í Kanada. Myndin byggir á sam- nefndri og afar umdeildri skáldsögu Alan Duff. Segir sagan frá örlögum fjölskyldu af kynstofni maoría sem voru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Hjónin Jake og Beth, sem hafa verið gift í 18 ár og eiga fimm börn, búa í félagslegri íbúð í út- hverfi Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands. Jake er skapstyggt vöðvaijall sem helst illa í fastri vinnu en eyðir því meiri tíma með vinunum á pöbbinum. Beth annast heimilið og börnin en þau elstu eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Ást- arblossi hjónabandsins er enn til staðar en lítið má út af bera til að allt fari í bál og brand. Skapofsi og drykkja Jake ágerist sífellt og drykkjuveislur draga þungan dilk á eftir sér. Það kemur að því að Beth verður að gera upp hug sinn: Ætlar hún að þola að bæði hún og börnin séu kúguð eða beijast á móti með kjafti og klóm, hugrekki og reisn? Leikkonan Rena Owen, sem leik- ur Beth, mun heimsækja Reykjavík um hvítasunnuhelgina og verða við- stödd frumsýningu kvikmyndarinn- ar hérlendis sem Regnboginn mun tileinka Kvennaathvarfinu. Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Kolaportinu: í Morgunblaðinu 24. maí birtist frétt um það að þýfi hafi fundist á sölubás í Kolaportinu og að þetta hafi verið þriðja tilfellið á skömmum tíma sem slíkt hafi gerst. Það kom hins vegar ekki fram að í tveimur þessara tilfella voru það starfsmenn Kolaportsins sem létu lögregluna vita af grunsemdum um slíkt, og að gott samstarf hefur ætíð verið með Kolaportinu og Rannsóknarlög- reglu ríkisins. „Kolaportið er opið öllum til að selja hvað sem er (innan ramma laga og velsæmis)“, eins og þetta hefur verið orðað í greinum og auglýsing- Ráðstefna um ölvunarakstur NORRÆN ráðstefna Bindindisfélags ökumanna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 26. maí.frá kl. 9-16. Á ráðstefnunni halda margir sér- fræðingar erindi og má nefna norsk- an vísindamann, Asbjörg S. Christof- fersen, frá Statens Rettstoksilogiska Institut í Osló í Noregi. Þá mun Jak- ob Kristinsson, deildarstjóri rann- sóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla íslands flytja erindi og Gylfi Ás- mundsson við Geðdeild Landspítal- ans segir frá rannsóknum sem hann hefur gert um akstur og áfengi. Högni S. Kristjánsson, fulltrúi frá Dómsmálaráðuneytinu mun tilgreina lög og reglugerðir. Daníel Hafsteins- son, tæknifræðingur frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, flytur er- indi og Sigurður Helgason frá Um- ferðarráði. um. Þegar litið er á skoðanakannan- ir sem ÍM Gallup hefur þrívegis gert fyrir Kolaportið kemur í ljós að seljendur og gestir eru nánast þverskurður af þjóðfélaginu í heild. Það er því ekki að furða að einstaka svartir sauðir séu innan um fjöldann eins og gengur og gerist í þjóðfélag- inu yfirhöfuð. En með tilliti til þess að um 10% þjóðarinnar, eða um 26.000 manns, hafa prófað að selja í Kolaportinu einu sinni eða oftar má kannski segja að ótrúlega sjald- an hafi slík tilfelli komið upp sem vitnað er til hér að framan. Það má kannski þakka því hve starfs- menn markaðstorgsins eru vel á varðbergi. Helgarferðir Ferðafélags íslands FARIN verður helgarferð föstudag- inn 26. maí kl. 20 til Þórsmerkur. Boðið upp á gönguferðir. um Mörk- ina. Á laugardaginn verður gengið yfir Eyjaijallajökul. Sú ganga tekur um 8 klst. og verður komið niður hjá Seljavallalaug en þangað sækir bíll hópinn, gist verður aftur í Þórs- mörk og báðir hópar koma til baka á sunnudag. Laugardaginn 27. maí verður jarð- fræðiferð um Reykjanes. Sunnudaginn 28. maí verður hinn árlegi Göngudagur Ferðafélagsins. Ferðir verða kl. 10.30 og kl. 13. Myndakvöld með ferðakynningu verður þriðjudagskvöldið 30. maí kl. 20.30. íslandsferðir fyrir hlé og Grænland eftir hlé. Afmælisget- raun ístaks í TILEFNI af byggingadögum Samtaka iðnaðarins og 25 ára afmæli ístaks í ár stóð ístak fyr- ir afmælisgetraun. Getrauna- kassar voru rneðal annars í íbúð fyrir 63_ára og eldri að Þorra- götu 7. íbúðin var sýnd fullbúin húsgögnum og húsbúnaði og yfir 700 manns lögðu leið sína í Þorragötuna. Dregið var úr rétt- um svarseðlum á sunnudaginn. Hinn heppni vinningshafi er Laufey Sólmundardóttir. Hún svaraði bæði spurningunni um aldur og starfsmannafjölda ís- taks hárrétt. Á myndinni sést Þórunn Pálsdóttir, fjármála- sljóri ístaks afhenda Laufeyju vinninginn í afmælisgetrauninni, Sterling-gasgrill frá Skeljungi. -----» ♦ ♦---- ■ FÉLAG fósturforeldra boðar til félags- og fræðslufundar í mötu- neyti Hafnarhússins, Tryggva- götu 17, föstudaginn 26. maí kl. 20. Gestur fundarins verður Guðjón Bjarnason frá Barnaverndarstofu sem kynnir nýlegar breytingar á lögum um vernd barna og unglinga. ATVIN NUAUGIÝSINGA R Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Lausar eru til umsóknar stöður við eftirtalda grunnskóla í Reykjvík skólaárið 1995-1996. Laugalækjarskóli: Kennarastaða, aðal- kennslugreinar íslenska, danska og samfé- lagsfræði í 8. bekk. Hagaskóli: Staða aðstoðarskólastjóra. Melaskóli: Staða aðstoðarskólastjóra. Umsóknarfrestur er til 9. júní 1995. Fræðslustjórinn íReykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, sími 562 1550. Framhaldsskóla- kennarar - bóka- safnsfræðingar Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir framlengdan umsóknarfrest um eftirfarandi störf: Kennarastöður í þýsku (3A), íslensku (V2) og stærðfræði. Einnig í rafvirkjun, rafeinda- virkjun, sálfræði og viðskiptagreinum. Þá er laus til umsóknar stundakennsla í raun- greinum, ensku, grunnteikningu og tjáningu. Ráðið verður í kennarastöður frá 1. ágúst nk. Bókasafnsfræðing vantar í fullt starf á safn skólans frá 1. september nk. Umsóknarfrestur er framlengdur til 2. júní. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Skólameistari. „Au pair“ - Island 21 árs þýsk „au pair“ óskar eftir að komast á íslenskt heimili sem fyrst, í sex mánuði til að byrja með. Talar ensku og eilítið í frönsku. Upplýsingar í síma 91-13449 á kvöldin eða í síma 0049-511-958-5949, Janice Wilke. Tryggingafulltrúi Laust er til umsóknar starf tryggingafulltrúa við embætti sýslumannsins Vík í Mýrdal. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Umsóknir skulu sendar á embættið, Ránarbraut 1,870 Vík, fyrir 1. júní nk. Laun skv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Starfið felst í afgreiðslu fyrir Tryggingastofnun ríkisins, og að auki öll almenn afgreiðslustörf, og er reynsla af tölvum nauðsynleg. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal. Sigurður Gunnarsson. Prentsmiðja Óskum eftir starfskröftum í eftirtalin störf: 1. Prentsmiður, þarf að hafa kunnáttu á Macintosh og geta hafið störf fljótlega. 2. Frágangsstarf í bókbandi. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf þurfa að sendast fyrir 2. júní. Upplýsingar ekki veittar í síma. Litlaprent, Nýbýlavegi 26, 200 Kópavogi. r? Gerðaskóli í Garði Sérkennari - almennur kennari Gerðaskóli óskar eftir áhugasömum sérkenn- ara til að skipuleggja og leiða sérkennsluúr- ræði við skólann og einnig góðum almennum kennara í eldri deildir. í skólanum eru- um 220 nemendur í 1.-10. bekk og samhent kennaralið. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Upplýsingar um aðstöðu og húsnæði gefur Eiríkur Hermannsson, skólastjóri í síma 92-27020 (vs.) eða 92-27048 (hs.). Skólanefnd. PRENTSMIÐJAN ODDI HF. Kanntu að reikna rétt? í stóru og öflugu fyrirtæki er laust starf við tilboðsgerð og útreikninga. Unnið er á tölvu, sérsmíðað forrit. Við leitum að aðila, sem er glöggur á tölur, hefur góða framkomu, getur tekið ákvarðan- ir sjálfstætt og hefur þekkingu á vinnslu prentgripa (þó ekki skilyrði). Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Vinsamlega sendu umsókn, með upplýsingum um þig, til okkar merkta: „Sölumennska - tilboðsgerð" fyrir 30. maí nk. Öllum umsóknum svarað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.