Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 53

Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 53 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Svar vegna Stuttmyndadaga Fri Inga R. Ingasyni: „STUTTMYNDADAGAR í Reykjavík 1995“ er fjórða stutt- myndakeppnin sem Kvikmyndafé- lag íslands stendur fyrir á jafnmörg- um árum. Vegna metfjölda inn- sendra mynda var ljóst að halda þyrfti hátíðina í stærra húsnæði en árinu áður. Vertar Hótel Borgar voru svo góðir að skjóta skjólshúsi yfír hátíðina í þetta skiptið með því að fá að selja þar veigar sem þar eru jafnan í boði. Alltaf hefur hátíðin verið haldin í húsnæði sem hefur vínveitinga- leyfí. Við sem að keppninni stöndum höfum ætíð skilgreint okkur á sama hátt og þeir sem standa t.d. að þeim myndlistarsýningum og álíka uppá- komum sem haldnar eru í sams konar húsnæði - án aidurstak- marks. Aldrei fyrr höfum við komist í kast við eftirlitsmenn vínveitinga- húsa þó hátíðin hafi ætíð verið hald- in í samskonar húsnæði áður. Ástæðan fyrir því er e.t.v. sú að hátíðin var nú betur auglýst og fjöl- mennari en áður. Vona ég að eftirfarandi svari spurningum þeirra Eiríks Inga Böð- varssonar og Valtýs Bergmann sem fram voru bomar í Morgunblaðinu þann 18. maí síðastliðinn: Ekkert aldurstakmark Hvergi var í auglýsingum getið um aldurstakmark einfaldlega vegna þess að ekkert aldurstakmark er á þátttakendum í keppninni. Ald- urstakmarkið kom ekki upp í okkar huga fyrr en eftirlitsmenn vínveit- ingahúsa sögðust ekki viðurkenna keppnina sem listviðburð á borð við myndlistarsýningar og settu því fyrstu tvö kvöldin 18 ára aldurstak- mark. Fyrir lokakvöldinu þurfti vegna langrar dagskrár að fá sér- stakt skemmtanaleyfi til kl. 02 frá embætti lögreglustjóra og sjálfkrafa skall þá á 20 ára aldurstakmark, okkur til mikillar undrunar. Vegna þessa bauðst eigandi Kaffí Læks í Lækjargötu með svo til eng- um fyrirvara til þess að lána sitt húsnæði undir þá sem ekki voru orðnir tvítugir og leyfa uppsetningu á tækjabúnaði til áhorfs. Þar voru tveir myndskjáir jafnstórir þeim sem voru á Skuggabar Hótel Borgar þar sem bæði sáust stuttmyndirnar og kynnir hátíðarinnar og prýðis hljóð- kerfi hússins sá um að koma hljóð- inu til skila. Ekki heyrðust kvart- anaraddir um gæði hljóðs og mynd- ar hjá gestum Kaffi Læks þá frekar en nú þar sem sömu skjáir sýndu fyrir stuttu gestum og gangandi leiki í nýlokinni Heimsmeistara- keppni. Matsölustaðurinn Subway og 01- gerðin Egill Skallagrímsson buðu gestum Hótel Borgar uppá samlokur og bjór á meðan dómnefnd stakk saman nefjum á lokakvöldinu. Miða- verð var með öllu óháð þessum veit- ingum sem allar voru í boði fyr- irtækjanna. Þar sem skiptingu áhorfendahópsins bar mjög brátt að var meiri áhersla lögð á að koma mynd og hljóði til skila en veiting- um. Reykjavíkurborg er styrktaraðili Reykjarvíkurborg hefur síðustu þrjú ár styrkt stuttmyndadagana með því að veita vegleg peninga- verðlaun. Að öðru leyti tengist hún ekki keppninni frekar en aðrir styrktaraðilar og því ekki hennar að svara hér spurningum varðandi framkvæmdina. Hrafn Gunnlaugsson, Þorgeir Gunnarsson og Inga Björk Sólnes, sem skipuðu dómnefndina, fengu í hendur dagskrá keppninnar. í hléum fengu þau aðstöðu til þess að skoða þær myndir sem þau báðu um og nýttu þau sér það. Eftir þessa keppni í ár eru uppi hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi Stuttmyndadaga í Reykjavík. Forval á myndum, tímatakmörk á þeim, staðaival o.m.fl. er í bígerð og verð- ur nánar auglýst síðar. Þakka ber þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við þessa viðamiklu fram- kvæmd. Starfsfólki, styrktaraðilum og hinum mikla fjölda ungra kvik- myndagerðarmanna sem sýndu verk sín kunnum við bestu þakkir fyrir. INGI R. INGASON, framkvæmdastjóri Stuttmyndadaga. Um rjúpuna Frá Olgeiri Jónssyni: ÉG UNDIRRITAÐUR Olgeir Jóns- son hef talað við marga menn í Suður:Þing. og vil láta friða ijúp- una. Ég hef nú lifað í rúmlega 90 ár og man marga harða og kalda vetur á þessum árum. Ég ætla að lýsa sérstaklega einum hörðum vetri árið 1936. Þá var aljarðlaust fyrir sauðfé þrem vikum fyrir vetur og harðindakaflinn stóð fram að pásk- um, eða í 18 vikur. Tvo fyrstu daga þorra var iðulaus stórhríð, svo fór að rofa til á milli élja. Élin stóðu allan þorrann en fór að birta fyrsta dag í góu. Eftir tvo stórhríðardaga sá ég að stór hópur af rjúpum var kominn í Höskuldsstaðabrekkuna en brekkan er hvít af holtasóleyjum á vorin sem er blómkróna rjúpnalaufs- ins. Þarna krafsaði ijúpan sig niður | rjúpnalaufið hvern dag, en á kvöld- >n hurfu þær svo upp á brún. Eitt kvöldið fór ég á eftir þeim til að gá hvað ég sæi. Þar sá ég að þær höfðu grafið sér snjóhús, en höfðu smágat sem höfuðið gægðist upp úr. Þessu héldu þær áfram þorrann út. Þá ætla ég að lýsa hörðu vori árið 1949. Þá kom góður kafli fram í aðra viku sumars og jörð roðnaði, en þá spilltist tíðin og gekk í látlaus- an byl fram til 17. júní. Tjörn utan við Höskuldsstaði varð íslaus í góðu tíðinni um sumarmál, en allur dalur- inn var snævi hulinn nema nokkur holt sunnan við þessa tjörn héldust auð og þar hélt sig mikið af heiðlóu sem komin var til landsins þegar veður spilltist. Þegar loks rofaði til þann 17. júní var fjöldi af dauðum lóum sem höfðu króknað úr kulda, en ijúpan var í brekkunum og krafs- aði niður á ijúpnalaufið og ég vissi ekki til að það félli ein ijúpa þetta vor og ég hef aldrei vitað til þess að það hafi fallið ijúpa hversu hörð sem tíðin hefur verið. Nú vildi ég óska þess að íslending- ar hættu að hafa ijúpuna sem skot- mark. Þar sem hún er mesta prýði íslenskra heiða. OLGEIR JÓNSSON frá Höskuldsstöðum, S-Þing. Verð Fashion Ðazaar eru fyrsta flokks vörur á viðráðan- legu verði. Þær fást f miklu úrvali lita og tegunda, en auk þeirra sem hér er getið, er fjöldi annarra fáanlegur. Fashion Bazaar eru ofnæmis- prófaðar snyrtivörur og tilraunir framleiðandans fara ekki fram á dvrum. Varalitir Varablýantar Naglalökk Litað dagkrem Fast Make Kinnalitir Laust púður Fast púður Sólarpúður Augnskuggar Augnblvantar | tilboð Athugið Næstu tólf daga fylgir vandaður ferðageislaspilari með þessum hljómtækjum, í kaupbæti. Kringlan 8-12 Sími 681000 Aiwa NSX-430 verðlaunahljómtæki Hljómtæki með geislaspilara, tvöföldu segulbandi, útvarpi, „front surround", karaoke kerfi með radddeyfi o.fl., o.fl. VERÐ KR. 69.900 STGR. MATREIÐSLUMAÐUR ARSINS Keppnin „Matreiðslumaður ársins" verður haldin 26., 27. og 28. maí í Matreiösluskólanum okkar, Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði á vegum Félags matreiðslumanna. Verðlaun gefa Ásbjörn Ólafsson hf. og Knorr. Á sama stað verður sýning á vörum fyrir hótel- og veitingarekstur, sérstaklega ætluð þeim sem starfa á því sviði. Sýningin er öllum opin frá kl. 14:00 -19:00 á föstudag og kl. 12:00 -19:00 laugardag og sunnudag. Aðgangur er ókeypis. FELAG MATREIÐSLUMANNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.