Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
2
/r /
fs/L kÁsr
íslenskir tómatar eru safaríkir,
bragðmiklir og hollir.
Þeir eru ómissandi í salöt, sem álegg,
grillaðir eða sem ferskur biti
á milli máltíða.
Mundu eftir íslenskum tómötum,
rnzst þegarþú verslar.
4«i)
ÍSLENSK
GARÐYRKjA
é>
ÍSLENSKUR
LANDBUNAÐUR
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Ljóð eignað
öðrum
MIG langartil þess að biðja
Velvakanda að koma á
framfæri smáleiðréttingu í
blaðinu. Fyrir nokkrum
árum var ég beðin að gera
lítið minningarljóð eftir
látna konu og varð ég við
þeirri beiðni. Ekki löngu
síðar fór fyrsta erindi
þessa ljóðs að birtast í
minningargreinum Morg-
unblaðsins og upphaflega
með fangamarki að undir-
skrift. En nú fyrir skömmu
brá svo við að ljóðið er
eignað Davíð Stefánssyni.
Mig langar vinsamlegast
til þess að fá þetta leið-
rétt. Mér þykir ekki við
hæfi að ljóð eftir mig séu
eignuð þjóðskáldi okkar
Davíð Stefánssyni. Svo er
annað, þetta litla erindi
hefur aldrei komið rétt, þar
sem það hefur verið notað
í minningagreinum, sem
birst hafa í Morgunblaðinu
og langar mig einnig til
þess að fá það leiðrétt. Frá
minni hendi var ljóðið
þannig:
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum er fengu
að kynnast þér.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Frábært á
Nausti
AÐ gefnu tilefni langar
okkur að fá að þakka sér-
staklega fyrir frábæra
kvöldstund sem við áttum
á Naustinu þann 19. maí
í tilefni afmælis eins okk-
ar. Það var okkur strax
ljóst að þarna var fag-
mennska og ánægjan í fyr-
irrúmi til að láta öðrum
líða mjög vel á þessum
skemmtilega stað að
ógleymanlegt verður. Eftir
að hafa borðað þama mjög
svo góðan mat með góðum
drykkjum og við farin að
sýna á okkur fararsnið var
okkur boðið að líta inn á
Naustkrána sem við gerð-
um þar sem kvöldið var
enn ungt og þar reyndist
sama ánægjan vera hjá
starfsfólkinu til að þjóna
og láta fólki líða vel þó
margt fólk væri á staðnum.
Þetta var í fyrsta en örugg-
lega ekki í síðasta skipti
sem við veljum veitinga-
húsið Naust til að láta
stjana við okkur.
Lára Björgvinsdóttir,
Guðný Tómasdóttir,
Þórhallur Einarsson,
Jón Pálsson.
Tapað/fundið
Myndvél
tapaðist
MYNDAVÉL tapaðist 11.
febrúar sl. í samkomuhúsi
í Borgarnesi. Vélin er grá
Splash-myndavél.
Finnandi er vinsamlegast
beðinn um að hafa sam-
band við Hildi í síma
15792.
Bakpoki tapaðist
BRÚNN bakpoki með
sunddóti í, ómerktur, tap-
aðist sunnudaginn 14. maí
sl. á leiðinni frá Sundhöll-
inni og niður á Miklubraut.
Finnandi vinsamlegast
hafí samband í síma 989-
61806.
Sólgleraugu
fundust
KVENMANN SSÓLGLER-
AUGU fundust í Ljárskóg-
um laugardaginn 20. maí.
Uppl. í síma 5670995.
Rafmagnsrakvél
tapaðist
SEM ný rafmagnsrakvél
með hleðslusnúru í svörtu
leðurhulstri tapaðist sl.
föstudag. Finnandi vin-
samlegast hafi samband í
síma 626640.
Reiðhjól tapaðist
SVART þriggja gíra gam-
aldags SCO kvenreiðhjól
með barnastól tapaðist fyr-
ir réttri viku frá Garða-
stræti 43. Finnandi vin-
samlegast hafi samband í
síma 13662 á kvöldin.
Ulpa tapaðist
BLÁ og lillablá úlpa
gleymdist á leikvellinum
við Hlíðarskóla sl. föstu-
dagskvöld. Finnandi vin-
samlegast hafí samband í
5683163.
(2.645), 26 ára, var með
hvítt, en gamli bragðarefur-
inn Lajos Portisch (2.585)
var með svart og átti leik.
Sokolov var að leika gróf-
lega af sér með 31.
Dc2-e2??, en eftir
31. Dd2 eða 31.
Ddl hefði hann átt
vinningsstöðu. Nú
sá Portisch sér leik
á borði: 31. -
Hxcl! 32. Hxcl?
(Sokolov er svo
brugðið að hann
fmnur ekki 32.
Bxb7! sem hefði
dugað til jafnteflis)
32. - Dh6 (með
tvöfaldri hótun á cl
og h2) 33. g3 -
Dxcl+ og Sokolov gafst
upp því hann hefur tapað
manni. Þrátt fyrir þetta
náðu Bosníumenn öðru sæti
á mótinu.
SKÁK
Umsjön Margeir
Pétursson
SVARTUR á leik
Staðan kom upp_ í mikil-
vægri viðureign á Ólympíu-
skákmótinu í Moskvu í des-
ember. ívan Sokolov
Með morgunkaffinu
Ast er...
Þegar hann spillir
þér.
TM Reg. U.S. Pat. Ofl — Bll riflhta mserved
(c) 1995 Los Angotes Tlmos Syndicato
ÉG vil gjarnan fá að
hugsa málið.
Víkverji skrifar...
AÐ verður varla kallað annað
en afrek, það þrekvirki sem
læknarnir unnu í flugvél British
Airways í fyrradag, á leiðinni frá
Hong Kong til London, með því að
framkvæma skurðaðgerð á farþega
sem var í lífshættu, vegna þess að
annað lungað hafði fallið saman.
Eins og sást á forðsíðu Morgunblað-
isins í gær, þar sem atburðinum
var lýst, voru aðstæður afar erfiðar
fyrir læknana, sem urðu að notast
við herðatré, skæri, gosflösku og
koníaksdreitil, í stað hefðbundinna
skurðstofuáhalda. Það er alltaf
ánægjulegt að frétta af atburðum
sem þessum, ekki síst þegar svo
vel tekst til.
xxx
UPPHAF íslandsmótsins í
knattspymu virðist ætla að
lofa góðu um knattspyrnuna í sum-
ar, því í fyrstu fimm leikjunum, sem
allir voru leiknir á þriðjudag, voru
skoruð hvorki fleiri né færri en 19
mörk og flest i leik Eyjamanna
gegn Val í Vestmannaeyjum, þar
sem heimamenn tóku Valsara í
kennslustund, sem lauk með því að
Eyjamenn skoruðu 8 mörk gegn
einu marki Valsmanna. Liklega
komu nýliðarnir í 1. deild, Leiftur
frá Ólafsfirði, þó mest á óvart í
viðureign sinni við Fram, þar sem
nýliðarnir lögðu Frammara að velli
með fjórum mörkum gegn engu.
Það getur ýmislegt óvænt og
skemmtilegt átt eftir að koma á
daginn í knattspyrnuleikjum sum-
arsins, sem hlýtur að vera knatt-
spymuáhugamönnum fagnaðar-
efni, því fátt er meira óspennandi
en leikir þar sem hægt er að segja
fýrir um úrslitin.
xxx
VIÐ hér á höfuðborgarsvæðinu
erum fyrir allnokkru hætt að
hugsa um vetrarhörkur, ófærð og
fannfergi og Víkveiji hyggur að
tilhugsunin um snjóflóð sé orðin
ærið fjarlæg þeim sem á mölinni
búa, nú þegar mánaðamót maí og
júní nálgast. Það er þó síður en svo
að slíkt eigi við um landsmenn alla.
Fyrir nokkrum dögum birtust hér
í Morgunblaðinu myndir að norðan,
sem sýna að víða er enn mikill snjór
í byggð. Á baksíðu Morgunblaðsins
í gær gat svo að líta litla frétt sem
greindi frá því að snjóflóð féll í
Óshlíðinni í fyrrakvöld og lokaði
veginum milli Bolungarvíkur og
Hnífsdals. Það er ljóst að ákveðinn
hluti landsmanna má búa við vetr-
arhörkur langt fram á sumar.
xxx
EINHVERS staðar var því haldið
fram að áhugi almennings á
handknattleik í Svíþjóð hefði aukist
til muna við það að Svíar komu hing-
að til lands og kepptu i riðlakeppn-
inni á Akureyri. Því hefur verið
gaukað að Víkveija, af áhugamanni
um sænsku pressuna, að hann hafi
ekki orðið þessarar aukningar var í
þeim sænsku blöðum sem hann rýn-
ir gjarnan í. Hann sýndi Víkveija
til dæmis íþróttakálf úr sænsku dag-
blaði máli sínu til sönnunar og viti
menn: Þar gat að líta glæsilega
umfjöllun um Ameríkubikarinn á
heilli síðu, með tilkomumikilli mynd
af skútu á siglingu. Áfram var flett
í íþróttakálfinum, á næstöftustu síðu
gat að líta litla eindálksfrétt á vinstri
síðu, efst í vinstra horni af gengi
Svíanna á Akureyri! Skyldi hið sama
hafa verið upp á teningnum í öðrum
þátttökulöndum í HM-keppninni og
hér á iandi?!