Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 64

Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 64
OPIN KERFI HF Simi: 567-1000 Œ HEWLETT® PACKARD HP umboðiö á íslandi Frá mögtileika ril veruMka Aifil :þega-r þörf IkæifuirS RISC System / 6000 (Ö> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(5>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fimm þúsund sjómenn lögðu niður vinnu á miðnætti Samningafundi var haldið áfram í nótt VERKFALL sjómanna hófst á mið- nætti í nótt, en þá stóð enn yfir fundur deiluaðila í húsnæði ríkis- sáttasemjara við Borgartún. Stað- an í deilunni var þá mjög óljós og treystu viðmælendur Morgunblaðs- ins sér ekki til að meta það hvort fundað yrði áfram um nóttina eða hvort skammt væri í að fundarhöld- um yrði hætt. Samningafundurinn hófst klukkan tíu í gærmorgun og stóð linnulaust í allan gærdag fyrir luktum dyrum. Verkfall sjómanna nær til allra sjómanna utan Vestfjarða á öllum skipum yfír 12 tonn að stærð, alls um 5.000 manns. Þá hafa félögin á Vestfjörðum boðað til samúðar- vinnustöðvana sem koma til fram- kvæmda 11. og 15. júní. Reiknað er með að um 6.500 manns vinni í fískvinnslu hér á landi og þykir sennilegt að áhrif sjómannaverk- fallsins nái til 4.500-5.000 manns, sem verða verkefnalausir strax í næstu viku ef verkfall stendur þá enn. Starfsemi lunga fískvinnslu- fyrirtækja utan Vestfjarða mun stöðvast í byijun næstu viku vegna hráefnisskorts. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist á Alþingi í gær hafna lagasetningu á verkfall sjó- manna og sagðist telja óheppilegt að setja löggjöf sem skyldaði að allur afli yrði seldur á fiskmörkuð- um. Samningur á Fáskrúðsfirði Kjarasamningur milli félaga sjó- manna og útgerðarfélagsins Búra hf. á Fáskrúðsfirði, sem rekur rækjuskipið Klöru Sveinsdóttur, tókst á tíunda tímanum í gær- kveldi. Skipið lét úr höfn á Fá- skrúðsfírði skömmu síðar og hélt á miðin á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Samningurinn er gerður af Verkalýðs- og sjómannafélagi Fá- skrúðsfjarðar, Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Sindra á Austur- landi og Vélstjórafélagi íslands. í samningnum, sem gildir aðeins í skamman tíma eða til júlíloka í sumar, er kveðið á um að útgerðin skuli ávallt tryggja skipveijum hæsta verð sem fáanlegt sé hjá óskyldum aðila. Eiríkur Stefánsson, formaður VSF, segir að með þessu sé tryggt að sjómenn fái hæsta verð fyrir aflann sem í boði sé hveiju sinni, en í þeim viðræðum sem nú standi yfír sé mest deilt um verðmyndun- ina. Að auki feli samningurinn í sér að tímakaup við vinnu við skip í höfn, búnað þess og veiðarfæri hækki úr 344 krónum í 500 krónur. Hann sagði að það hefði verið tímabært að reyna að ná til þeirra sem vildu gera samninga, en átti ekki von á að aðrir útgerðarmenn á Fáskrúðsfírði myndu gerast aðil- ar að þessum samningi. Þeir myndu láta Landssamband íslenskra út- vegsmanna sjá um sig. Hins vegar myndi grein eins og sú sem væri í samningnum varðandi það að sjó- menn fengju ætíð hæsta mögulegt verð sem í boði væri leysa deiluna hvað það varðar. ■ Fimmþúsund/6 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sett niður í skólagörðum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Byijað er að setja niður í skóla- garðana í Eyjum en tómstunda- ráð Vestmannaeyjabæjar sér um rekstur skólagarða á hveiju ári. Nemendur 4. og 5. bekkja grunnskólanna hafa rétt til þátt- töku og að þessu sinni eru yfir 70 börn þátttakendur í skóla- görðunum en það er meiri þátt- taka en áður hefur verið. Börnin fá úthlutað garði sem þau síðan sjá um. Byijað er að setja niður kartöflur og aððtoða foreldrar börnin við það Morgunblaðið/Halldór Ungfrú ís- land valin Selja upp fisk- vinnslu í Rússlandi VERKFRÆÐISTOFAN Meka hf. hefur gengið frá viðamiklum samningi við bandarískt fyrirtæki um sölu á vélum og tækjum fyrir niðursuðuverksmiðju í Rússlandi. Ennfremur sér Meka um uppsetn- ingu á lítilli fiskimjölsverksmiðju og reykhúsi. Verksmiðjan verður i borginni Dolzhanskaya við Azov- haf, sem gengur inn úr Svarta- hafí. Samningurinn hljóðar upp á um 4,5 milljónir dollara eða rúm- lega 290 milljónir króna. Að sögn Elíasar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Verkfræði- stofunnar Meka, er hér um að ræða svokallaða heildarlausn þar sem eru allar vélar og tæki í ofan- greindar verksmiðjur. Samningur- inn er viðamikill og hefur gerð hans staðið yfir í hátt á annað ár og farið fram hér á landi, í Banda- ríkjunum og Rússlandi. Áætlað er að umræddar vélar og tæki verði að miklu leyti fram- leidd hér á landi í málmsmiðjum sem þegar hafá getið sér gott orð við smíði fyrir fyrir innlenda og erlenda kaupendur. Elías segir í samtali við íslenzkan iðnað, frétta- bréf Samtaka iðnaðarins, að ætla megi að vinnsluvirði innanlands verði meira en helmingur af samn- ingsfjárhæðinni. ■ Meka reisir/18 HRAFNHILDUR Hafsteinsdóttir, 19 ára Reykvíkingur, var í gær- kvöldi valin fegurðardrottning íslands 1995. Margrét Skúladóttir Sigurz, ungfrú Island 1994, krýndi Hrafnhildi. Sigríður Ósk Kristinsdóttir, 18 ára Akureyringur, hreppti 2. sæt- ið í keppninni og Brypja Björk Harðardóttir, 20 ára Njarðvíking- ur, það þriðja en hún var einnig kosin vinsælasta stúlkan í keppn- inni. í 4. sæti varð Berglind Ólafs- dóttir, 17 ára Reykvíkingur, og í 5. sæti varð Guðlaug Harpa Gunn- arsdóttir, 23 ára Kópavogsbúi. Berglind Laxdal, 18 ára úr Mos- fellsbæ, var kjörin besta ljós- myndafyrirsætan. Mikil andstaða við kvóta á krókabáta ÞINGFLOKKUR Framsóknarflokks- ins frestaði að afgreiða frumvarp um breytingar á lögum um stjórn físk- veiða, en þingflokkur sjálfstæðis- manna heimilaði að frumvarpið yrði lagt fram. Mikil andstaða er þó við aðra grein frumvarpsins meðal sjálf- stæðismanna og segist Einar K. Guðfinnsson líta svo á að hún sé ekki afgreidd af hálfu stjórnarflokk- anna. „Það er ekki ágreiningur um þetta mál í þingflokki Framsóknarflokks- ins,“ sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra. „Það er samstaða um að bæta aflamarksbátunum upp þá miklu skerðingu sem þeir hafa orðið fyrir eða um 5.000 tonn. Það er líka samstaða um að halda afla svokall- aðra krókabáta við 21.500 tonn. Það má hins vegar fara ýmsar leiðir til þess að halda aflanum í skefjum og þar er engin ein leið rétt í því sam- bandi. Við ætlum okkur að fara bet- ur yfír þetta í samvinnu við sam- starfsflokkinn og vonandi næst nið- urstaða í því.“ Halldór sagði að ráðherrar Fram- sóknarflokksins hefðu í ríkisstjóm- inni staðið að því að heimila að frum- varpið færi fyrir þingflokka. Ráð- herrar flokksins hefðu hins vegar verið og væru reiðubúnir að skoða allar leiðir í þessu sambandi. Hann sagði að flokkurinn myndi taka sér skamman tíma í að skoða málið. Breytt yfir í róðrardagakerfi Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins væri ekki ágreiningur um að miða við 21.500 tonna markið, en það væri ágreining- ur um leiðir og margir væru ósáttjr við aðra grein frumvarpsins. „I frumvarpinu er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu. Það verður breytt úr banndagakerfí yfír í róðr- ardagakerfi. Meðan við höfum ekki meiri tök á að hafa eftirlit með því er gert ráð fyrir að það verði sett þak á hvern bát. Ég lýsti því yfír að ég væri tilbúinn til þess með laga- legri skuldbindingu, að koma með frumvarp sem fæli í sér að gervi- hnattaeftirlit myndi leysa þetta þak af hólmi um leið og tæknilegar að- stæður leyfa,“ sagði Þorsteinn. Andstaða meðal sjálfstæðismanna Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lýstu yfir fyrirvara við aðra grein frumvarpsins. Einar K. Guð- fínnsson sagðist llta svo á að þessi grein væri ekki afgreidd af hálfu þingflokksins og sagðist vonast eftir að sjávarútvegsnefnd breytti grein- inni þegar nefndin fengi í hendur upplýsingar um áhrif hennar. Það væri hægt að fara aðra leið á grund- velli banndagakerfisins sem skilaði sama árangri. „Ef litið er á frumvarpið í heild tel ég að mjög margt í því sé til bóta. Ég á þar við tilraunir til að koma böndum á sóknarmátt flotans og viðleitni til að bæta upp þeim bátum sem hafa orðið fyrir mestri skerðingu. Ég tel að önnur grein frumvarpsins sé mjög varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Þar er gert ráð fyrir því að hámark sé sett á þorskafla krókaleyfisbáta, en að það gildi einungis um tveggja ára skeið. Eg óttast að þessi tveggja ára til- raunastarfsemi geti reynst þessum útgerðarflokki ákaflega dýrkeypt og bakað honum tjón sem ekki verði bætt. Ég er þessari grein afskaplega andsnúinn. Eg tel að hún sé óskyn- samleg og muni hafa í för með sér óskaplegt óréttlæti," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.