Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT BAKSVIÐ Ottinn við veirnrnar Ebola-faraldurinn í Zaire hefur ýtt mjög undir hræðslu víða um heim við veirusjúkdóma. Hann er mönnum þörf áminning um hvað hefði getað gerst, hefði verið um aðra og skæðari veiru ----------?------------------------------------------------ að ræða. Aður óþekktar veirur greinast með reglulegu millibili og eru sérfræðingar sammála um að alnæmi sé ekki síðasti veirufaraldurinn NÝJAR veirur hafa stungið upp kollinum með óhugnanlega reglulegu millibili á undanfömum áratugum. Flestar bera undarleg heiti, eiga uppruna sinn á afskekktum stöðum og valda ekki mjög miklum skaða. En þar sem um er að ræða veir- ur, er engin meðferð til við þeim og alnæmi er líklega skelfílegasta dæmið um hvemig veimr geta náð fótfestu og útbreiðslu, séu réttar aðstæður fyrir hendi. Vísindamenn em flestir sam- mála um að alnæmi verði ekki síðasti veirufaraldurinn og al- menningur virðist einnig hafa meðtekið þessi skilaboð. Kvik- myndir og metsölubækur, svo sem „Hot Zone“ eftir Richard Preston, vekja mikla athygli og menn gleypa í sig fréttir af ebola-far- aldrinum í Zaire. Ástæðan er aug- sýnilega ekki eingöngu umhyggja fyrir íbúum borgarinnar Kikwit, þar sem veiran stakk upp kollin- um, heldur sú að fólk vill vita hvort að það kunni að vera í hættu. Hvort að ebola-veiran muni breið- ast út til höfuðborgar Zaire og þaðan um heim allan, og hvort veiran, sem smitast við snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa, kunni að stökkbreytast og smitast með andrúmslofti, eins og t.d. berklabakterían. Lifa ekki sjálfstæðu lífi Það er ólíklegt, því veirur eru sníklar. Þær lifa ekki sjálfstæðu lífí, ólíkt bakteríum. Veirur eru í raun aðeins bútur af erfðaefni, sem getur borist inn í frumur og notfært sér starfsemi þeirra til að margfaldast. Tilgangur þeirra, ef svo má að orði komast, er ekki að skaða hýsilinn, heldur að fjölga sér. Ef veirur fjölga sér of hratt og valda dauða hýsilsins, binda þær þar með enda á eigið líf, sam- anber ebola-faraldurinn. Þetta á þó ekki við um þær veirur sem geta lifað utan hýsilsins. Maðurinn hefur mest áhrif Vísindamenn töldu lengi vel að veirusjúkdómar væru afleiðingar stökkbreytinga. Nú eru þeir hins vegar mun hræddari við hvaða áhrif breytingar á umhverfi mannsins hafa. Dæmi um það er alnæmi en nú er talið að alnæmis- veiran hafí fyrirfundist í áratugi, jafnvel aldir áður en hún hóf að berast með ógnarhraða um heims- byggðina á áttunda og níunda áratugnum. Allt fram á sjöunda áratuginn var hún einangruð í myrkviðum Afríku. Sókn manna lengra inn í frumskóginn, lagning vega og vændi stuðluðu hins veg- ar mjög að útbreiðslunni. Stundum þarf ekki annað til en lítils háttar breytingu á veðurfari til að veira valdi áður óþekktum usla. Veturinn 1993 var óvenju mildur í Suðvesturríkjum Banda- ríkjanna og það varð til þess að músum fjölgaði gríðarlega. Hanta-veira, sem mýs bera í sér, barst yfír í menn en hún var með öllu óþekkt til þessa. Alls létust 55 manns af völdum veirunnar. Slíkt heyrir þó til undantekn- inga, veirufræðingar segja menn- ina sjálfa hafa mest áhrif; land- búnaður, bygging stórborga og ferðalög heimshorna á milli. Dæmi um þetta má nefna Argentínu. Þegar bændur hófu að plægja upp graslendi til að rýma til fyrir kor- nökrum í kjölfar heimsstyijaldar- innar síðari, ijölgaði músum af tegundinni calomys musculinus mjög. Þar af leiddi að junin-veir- an, sem þrífst í saur músanna, barst í menn um öndunarveginn. Þúsundir manna veiktust á hverju ári og lést einn af hverjum fímm. Þá hafa borgarsamfélög haft mikil áhrif á útbreiðslu sjúkdóma, t.d. mislinga, sem þekktust ekki, byggju menn ekki í borgum. Auka verður eftirlit En hvað er til ráða? Sérfræðing- ar eru sammála um að menn verði að veita því athygli hvemig þeir greiða nýjum veirum leið og að menn hafí meiri gætur á er óvenju- legir sjúkdómar stinga sér niður. Með þessu móti hafí menn þó ein- hveija stjórn á örlögum sínum. Fyrsta skrefíð er að koma upp eftirlitsstöðvumm til að fylgjast með heilbrigðisvandamálum sem upp kunna að koma. Með því tekst ef til vill að hefta útbreiðslu veiru- sjúkdóma á borð við alnæmi. Svo óheppilega vill hins vegar til að á mörgum þeirra svæða sem mestr- ar aðgæslu er þörf, er heilsugæsla og heilbrigðiseftirlit í molum. Byggt á Newsweek. HEIMUR VEIRANNA Á síðastliðnum áratugum hefur yfir tugur hættulegra veira stungið upp kollinum. Ástæðan hefur ýmist verið sókn manna inn á áður óbyggð svæði, tíðari ferðalög eða aðrar óþekktar ástæður. Nokkur þekktustu dæmin eru sýnd á þessum uppdrætti. V Marburg Skyld eboia-veirunni. Greindist fyrst árið 1967 er 31 veiktist í Vestur-Þýskalandi og í Júgóslavíu. Veiran barst úr öpum frá Úganda. Sjö létust. OHanta-veira Ný tegund af þessari veiru, sem berst með nagdýrum, kom upp í suðvesturhluta Bandarikjanna 1993. Þá kostaði hún 12 mannslíf en frá þeim tíma hafa 106 tilfelli greinst í 23 rikjum og hefur helmingurinn látist. HIV Veiran sem veldur alnæmi hefur nú þegar sýktum 13 milljónir manna. Búist er við að þeir verði allt að 40 milljónir um aldamótin. R ú s s I a n d O Bandaríkin O V ©' Kosta Rica © HTLV O Berst á sama hátt millí manna og HlV-veiran en er ekki eins hættuleg. Hún veldur hvítblæði í 1 % þeirra sem smitast. Talið er að veiran fyrirfinnist í öllum heimsálfum. VSabiá Ný veira sem greindist fyrst í Sao Paulo í Brasilíu árið 1990. Á síðasta ári smitaðist starfsmaður á tilraunastofu í Banda- rikjunum af veirunni fyrir slysni en lifði af. .Honduras Kúba Sérhvert punkttákn V Fyrrum V Júgóslavla merkir alvarlegan O veirufaraldur A Egyptaland Indland Jgg O S-Kórea O © Puerto Rico SS Taíwan Venezúela .a?s © © ^ Kólumbía ®®FranskaGuyana □ „ Brasilía Sierra Leone A. Ubería ^ Nígería Súdan ❖ V Akenýa Zaíre úganda O Kambódía Ebola Allt að 90% þeirra sem sýktust í Zaire og Vestur- Súdan 1976 og 1979 létust. Vfir 100 manns hafa látist í Kikwit í Zaire sl. mánuð af völdum ebola-veirunnar. I n d ó n e s í a Bólivía o V Á s t r a 11 a 1J Machupo Veira sem berst með nagdýrum. Hún stakk að nýju upp kollinum í Norður-Bólivíu á síðasta ári er 7 manna fjölskylda smitaðist. Sex létust. OJunin Greindist fyrst í Argentínu árið 1953, nærri Junin-fljóti. Berst með hagamúsum og er banvæn í um 20% tilfella. Argentína © Oropouche Greindist í Belém I Brasiliu árið 1961 en fyrstu einkennin minna á flensu. Um 11.000 manns véiktust. Veiran berst á millí með bitmýi eða sandflugum. ALassa A Sigdalsveiki Veiran sem veldur miklum Á sjötta áratugnum greindist blæðingum. Hún er útbreidd þessi veira, sem berst með © Dengue í Vestur-Afríku, þar sem moskítóflugum, í Norður-Kenýa. Veira sem borist hefur úr frum- 200.000-400.000 manns Hún olli faraldri I Nílardalnum I skógum með moskítóflugum og kemur annað slagið veikjast á hverju ári. Þar af Egyptalandi árið 1977 en þá upp upp í Ástralíu, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku. látast um 5.000 manns. veiktust yfir 10.000 manns. Á einu ári, 1990, veiktust 116.000 manns í Ameríku. Dönsk rannsókn bankamálsins Engin samvinna við Færeyinga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin hyggst nú rann- saka færeyska bankamálið upp á eigin spýtur, þar sem færeyska landstjómin heldur fast við kröfur sínar um hvemig rannsóknin eigi að vera. Einn af leiðtogum danska íhaldsflokksins segir að svo virðist sem einhvetjir f Færeyjum viiji í raun koma í veg fyrir rannsókn málsins. Færeyjamálið var tekið til um- ræðu í danska þinginu í vikunni. Þar sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra að danska stjóm- in hygðist láta fara fram rannsókn á bankamálinu fram til janúar 1994, þegar færeysku bankamir tveir, Færeyjabanki og Sjóvinnu- bankinn voru sameinaðir. Vinstriflokkur (Venstre) Uffe Ellemann-Jensens og Framfara- flokkurinn krefjast hins vegar að rannsóknin verði einnig látin ná til þess hvemig ríkisstjómin hefur síðar upplýst þingið um málið. Flokkamir tveir hyggjast halda þessu til streitu og vonast til að Ihajdsflokkurinn leggi þeim lið. Ýmsir danskir stjómmálamenn hafa látið að því liggja að á Færeyj- um séu einhveijir, sem í raun óski ekki eftir að bankamálið verði rannsakað og það sé ástæðan fyrir einstrengingslegri afstöðu Færey- inga. Síðast í gær komst Anne Birgitte Lumholt þingmaður íhaldsflokksins svo að orði í út- varpsviðtali. Undanfarið hafa bor- ist fréttir frá Færeyjum um að ein- hveijum í færeysku landstjórninni hafi í raun þegar haustið 1992 verið kunnugt um slæma stöðu bankanna. Segja heimildarmenn að þetta gæti verið skýringin á því að land- stjórnin standi svo fast á ákveðnu fyrirkomulagi rannsóknarinnar í stað þess að taka höndum saman við dönsku stjómina í málinu. Þú skalt ekki skattsvik fremja Rém. Reuter. ÍTALIR kunna að komast upp með skattsvik og mútugreiðslur í þessum heimi en í næsta lifi bíður þeirra eldur og útskúfun iðrist þeir ekki. Þessi er niðurstaða kaþólsku kirkjunnar á Ítalíu. Gefin hefur verið út ný leið- sagnarbók fyrir fullorðna kaþó- likka á Ítalíu og er þar að finna lista yfir syndir þær sem varast skal, vilji menn tryggja sér himna- vist. Bókin færir skattsvikurum miður gleðilegar fréttir en sú iðja hefur löngum þótt sjálfsögð á ítal- íu. SpiIItir stjórnmálamenn eiga heldur ekki von á góðu þegar jarðvistinni lýkur, ef má marka má þessa merku bók. Auk skattsvika er að finna þar iista yfir ýmsar aðrar prýðilega nútimalcga syndir. Kosningasvik eru syndsamleg, auk mútu- greiðslna, spákaupmennsku, fikniefnasölu og umhverfismeng- unar. Dagblaðið Ln Repubblica hafðj eftir presti einum að erfitt myndi reynast að sannfæra hina trúuðu um að spilling væri syndsamlegt athæfi. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa nokkru sinni heyrt syndara játa á sig að hafa greitt mútur. „Fólk hefur vanist því að mútur séu nauðsynlegar, að menn þurfi alltaf að þekkja einhvern til að fá einhverju framgengt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.