Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 17 i ) ( I I | I > > > > > i HORFT til suðvesturs. Nesstofa er til vinstri, Bakkatjörn og Suðurnes efst. Þrátt fyrir að tún hafi verið slétt út á svæðinu næst byggðinni má sjá móta fyrir einu og öðru. NÆRMYND af svæðinu tekin úr lofti. Útlínur sjást betur og nú er það spurningin, hvað var þarna í árdaga? mín reyndist rétt, þá er þetta samt svolítið dularfullt, bæði vegna heimildaskortsins sem ég gat um áðan og einnig vegna þess að þarna eru margar sams konar rústir á litlu svæði,“ svarar fomleifafræð- ingurinn og heldur síðan áfram: „Svo er annað sérkennilegt og til að auka á dulúðina, að stærsta og greinilegasta rústin kemur nán- ast ekki fram á infrarauðum loft- myndum sem Landmælingar ís- lands hafa tekið af svæðinu. Skýr- ing kann að vera sú að hún er úr öðru efni heldur en hinar rústirnar á svæðinu. Og þá vakna enn spurningar." Verður ekki að fletta ofan af þessu? „Það væri vissulega mjög gam- an að taka ofan af svo sem hálfum hring og sjá hvað hann hefur að geyma. Auðvitað þarf að finna út hvað þarna er á ferðinni. Ég ímynda mér að það væri sumar- langt verkefni með nokkra starfs- menn að kanna rústirnar til hlítar. Það er hins vegar ljóst að það verður að bíða betri tíma, því annað verður sett á oddinn í sumar.“ Hvað er það? „Það er verið að vinna í þessum fornleifamálum að frumkvæði bæjarins og í því skyni voru þeir Þorgeir Helgason og Sig- uijón Páll ísaksson hjá Línuhönnun að leita með tækjum sínum í fyrrasumar að hugsanlegri staðsetningu kirkj- unnar fornu í Nesi. Niðurstöðurnar voru að kirkjan gæti hafa staðið héma rétt austan við Nesstofu og verður kíkt á það í sumar. En það kemur að því að rústimar í túninu verða skoðaðar betur. Of mörgum spurningum er ósvarað um tilurð þeirra til þess að kyrrt megi liggja," segir Kristinn Magnússon. Hringlaga rústir vid Nesstof u vekja f leiri spurn- ingar en svör isæga mm Höggmynd: Voruintiurinn Ödauðleíkinn byggir ekki ó skyndílausnum heldur úthugsaðri blöndu noeringar- og styrkingareFna sem jafnvel timinn vinnur ekki á. Blandan er Woodex, viðarwörn sem ver gegn veðrun og víðbeldur náttúrulegum eiginleikum viðarins. «SKAGFJORÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.