Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Magnús Jóhannes- son ráðuneytisstjórí er einn af varaforset- um Umhverfisnefnd- ar Sameinuðu þjóð- anna, sem fylgir eftir framhaldi Ríó- ráðstefnunnar. Skipuleggur m.a. næsta fund vorið 1996 um óhemju mikilvægt mál fyrir Islendinga, vemdun hafsins og andrúms- loftsins. Magnús hefur því mikla yfír- sýn yfir stöðu um- hverfismála heims- byggðarinnar og veitti Elínu Pálma- dóttur í viðtali ör- litla innsýn í stöðu mála. Morgunblaðið/Kristinn HMHVERFISMÁL taka til hnattarins alls og eiga sér ekki landamæri. Fimm manna stjóm Umhverfis- nefndar SÞ er því hnatt- dreifð. íslendingur, Magn- ús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri, var í upphafi síðasta fundar í New York kjörinn einn varaforseta hennar. Er þar fulltrúi Vesturevrópuþjóða, Bandaríkjanna, Kanada og Nýja Sjálands. Þótt okkur virðist þessi heimshluti býsna stór, er hann í raun ekki nema 20% af heims- byggðinni. Forsetinn og hinir varaforsetamir þrír koma frá As- íulöndum, Afríku, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Þessi fímm manna stjóm stýrir starfínu á milli ársfunda. Nefndin var sett á stofn í kjölfar Ríóráðstefnunnar 1992 um umhverfi og þróun. Meg- inverkefnin em að fylgjast með hvemig gengur að framfylgja Ríó- samþykktunum og ýta á eftir. Auk ríkja heims hefur hún líka áhrif á fjölmargar stofnanir Sameinuðu þjóðanna. í New York er sérstök skrifstofa með 200 manna starfs- liði. Á nýafstöðnum fundi kom í hlut Magnúsar að stýra samninga- viðræðum um fímm málaflokka, þ.e. fjármál eða fjárhagsaðstoð við þróunarríkin, í öðm lagi við- skipti og umhverfismál, þriðja lagi fram- leiðslu- o g neysluhætti eða um sjálfbæra neysluhætti, í íjórða lagi upprætingu fátæktar og loks lenti mannfjölgun- arvandinn undir hans for- ustu. „Samþykktir Ríóráðstefnunnar snerta nánast alla mála flokka, því þær fjalla um sjálf- bæra þróun og allt okkar líf,“ út- skýrir Magnús.,, Þessvegna em allar stofnanir Sameinuðu þjóð- anna meira og minna innblandaðar í framkvæmd Ríósamþykktarinn- ar. Sérstaklega mikilvægt er að hafa þar með ýmsar alþjóðastofn- anir, svo sem peningastofnanimar Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og Þróunarstofnun Sþ, sem styrkir þróunarríkin. Nefndin er í samvinnu við allar þessar stofnanir, fær frá þeim skýrslur, MAGNÚS Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og stjórnarmaður í Umhverfisnefnd Sameinuðu þjóðanna. Með söniu neysluháttum allra hyrfti 10 Jarðir m metur það sem þær em að gera, gerir tillögur um áherslur og stefn- ur.“ Vegna gríðarlegs umfangs þessa starfs var í upphafí ákveðið að taka ekki fyrir á hveiju ári öll málin, sem samþykkt vom í Ríó, heldur skipta verkefninu á fimm ár. Því fjallar fundurinn á næsta ári einungis um loftið og hafíð. Árið 1997 verður aðalefni Allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna umhverfísmál og þá verður neftidin búin að fíalla um þetta allt. Allsheijar- þingið mun þá fara yfir skýrslur, fyrst og fremst frá nefndinni og frá einstök- um ríkjum, um allt sem kom frá Ríó.“ „Á fundin- um á næsta ári, sem nú er í undir- búningi, verður §allað um málefni, sem varða okkur íslendinga miklu, vemdun hafsins og vemdun andrúmsloftsins, og því skemmti- leg tilviljun að ísland skyldi fá fulltrúa í stjórn nefndarinnar ein- mitt nú,“ segir Magnús. Hann tek- ur fram að hann starfí í góðri samvinnu við íslensku fastanefnd- ina hjá Sþ í New York og utanrík- isráðuneytið. Það samstarf hafí styrkt framgang íslenskra sjón- armiða í nefndinni. Það sýnir e.t.v. best hve mikla áherslu Sameinuðu þjóðimar leggja nú á þennan málaflokk, að aðalframkvæmdastjórinn Boutros- Boutros-Ghali setti eftir Ríóráð- stefnuna upp sína eigin ráðgjafa- nefnd í umhverfísmálum. Magnús segir að stjóm umhverfisnefndar- innar skiptist á skoðunum við þá ráðgjafa. Ráðherrar taka líka þátt í fundum umhverfísnefndar. Sóttu 52 ráðherrar síðasta fund og vakti athylgi hversu margir þeirra komu úr öðrum ráðuneytum en umhverf- isráðuneytum. M.a. voru þar ráð- herrar landbúnaðarmála, þróunar- mála, félags- og atvinnumála og fjármála. Telur Magnús það mjög jákvæða þróun, þar sem aðgerðir krefjist margar hveijar víðtækrar þáttöku stjórnvalda, almennings og fyrirtækja. Sjónarmið atvinnulífsins „Viðfangsefni stjómarinnar næstu misseri verður m.a. að hvetja til sérfræðingafunda um umfjöllunarefni nefndarinnar á næsta ári og munu stjórnarmenn væntanlega skipta á sig þáttöku. Við samþykktum t.d. nú á þinginu ákveðna vinnuáætlun. Meðal fyrstu ákvarðana var að leggja sérstaka áherslu á þátttöku full- trúa atvinnulífsins á fjórða fundi nefndinnar 1996, því mikilvægt er að aðgerðir í umhverfísmálum og ákvarðanir til að byggja undir sjálfbæra þróun sé undirbúið í sem bestu samráði við fulltrúa þess. Verður hluta fundar nefndarinnar á næsta ári varið til kynningar og umræðu um sjónarmið einkageir- ans. Við leggum áherslu á að ein- stök ríki taki fmmkvæði í ákveðn- um málefnum og haldi sérfræð- ingafundi og væri gaman ef við íslendingar gætum haft frum- kvæði að sérfræðingafundi um einhver þeirra. Til dæmis er nú mjög í umræðunni hvernig við getum breytt neyslu okkar og þar hafa Norðmenn tekið ákveðið frumkvæði og haldið tvær ráð- stefnur um breytt neyslu- og fram- leiðslumunstur, þá fyrri í janúar 1994.“ Tveir vítahringir Eru menn ekki orðnir nokkuð sammála um helstu hættumar í umhverfismálum sem við blasa og hættir að deila um hvort þær séu fyrir hendi? Magnús kveðst vera bjartsýnismaður, en hins vegar verði ekki hjá því komist að tak- ast á við þennan vanda og snúa þróuninni við. Alheimsvandamál á borð við eyðingu ozonlagsins og gróðurhúsaáhrif eru nú mjög til umfjöllunar. „Menn deila að vísu enn um gróðurhúsaáhrifin, hver þau verða. Það er samt óumdeild- anlegt að styrkur koltvíildis í and- rúmsloftinu hefur verið að aukast mjög ákveðið og greinilega frá 1960. Ég held að það sé enginn í vafa um að við munum að óbreyttu koma að einhveiju marki, sem mun hafa hér veruleg áhrif á lífrí- kið og allt okkar umhverfí. Hvað það verður og nákvæmlega hvem- ig er ekki gott að segja. Ég segi stundum að það séu tveir vítahringir, sem við þurfum að ijúfa til að leggja grunn að sjálfbærri þróun og treysta fram- tíð lífs á jörðinni. Annar er víta- hringur núverandi neysluhátta, þar sem ótæpileg sóun hráefna og mengun era aðalsmerki. Þá er ég ekki endilega að segja að við þurf- um að minnka neysluna, en við verðum að breyta henni. Neyslan þarf að vera þannig að hún sé í takt við það sem náttúrart og jörð- in geta skapað okkur þegar litið er til lengri tíma. Hinn vítahringurinn snertir fyrst og fremst þróunarríkin. Það er vítahringur mannfjölgunar og fátæktar. Fátæktin og mannfjölg- unin auka við núverandi aðstæður hvort annað, eins og spírall.“ Mannfjölgun og fátækt Við tökum fyrst mannfjölgunina og setjum neysluvandann í sér- staka grein hér á síðunni. „Við erum 5 milljarðar á jörðinni í dag. Ef allir íbúar jarðar lifðu eins og við geram á Vesturlöndum þá þyrftum við 10 veraldir eins og þessa sem við lifum í nú. Það er erfítt að hafa stjórn á mannfjöld- anum og tekur töluverðan tíma að rétta sig af. Aðgerðir í dag skila sér ekki fyrr en eftir 20-30 ár.“ Hvaða aðgerða er þá helst verið að hugsa til? „Þær aðgerðir sem ræddar hafa verið í umhverfisnefndinni eru í fyrsta lagi stóraukinn þáttur kvenna, bæði aukin menntun þeirra og þátttaka í allri ákvarð- anatöku. Mikill barnafjöldi í þró- unarríkjunum er í mörgum tilfell- um eitthvað hliðstætt við al- mannatryggingakerfi okkar. En um leið og bæði félagsleg réttindi og efnahagslegt sjálfstæði aukast í þróunarríkjunum mun barneign- um fækka. Og fjölgunin er ekki í iðnríkjunum. Hluti vandans er líka sem kunnugt er trúarlegs eðlis. Viðfangsefnið er að ná ein- hveijum tökum á mannfjöldanum og stefna að sjálfbærri þróun. Auðvitað er þetta allt afstætt, en ljóst er að við núverandi lifnaðar- hætti eru íbúar jarðarinnar orðnir of margir og verði ekkert gert tel ég víst að innan 50 ára stöndum við frammi fyrir vistkreppu, sem enginn mun geta sagt fyrir um hvernig muni fara. “ Viðskiptafrelsi eykur sjálfbæra þróun Einn af málaflokkunum sem Magnús stýrði var viðskipti og umhverfismál. Hvað vilja þeir gera þar? Magnús segir að lögð sé áhersla á að aukið frelsi í viðskipt- um geti hjálpað þróunarríkjunum til að koma sér inn á markaði og þar með stuðlað að velsæld. Þróun- arríkin leggja mikla áherslu á að þessar nýju reglur alheims við- skiptastofnunarinnar (áður GATT), sem skrifað var undir í fyrra, verði notaðar til að stuðla að sjálfbærri þróun og að fram- kvæmd samningsins verði mjög opin. Ríki forðist einhliða ákvarð- anir sem hindri viðskipti. Kröfur séu um að þetta gildi jafnt um reglur Evrópusambandsins, að- gerðir Bandaríkjamanna og ann- arra. Var alger samstaða um það á fundinum að einhliða aðgerðir, eins og gerst hefði á undanfömum árum í sambandi við nýtingu sjáv- arspendýra, yrðu ekki teknar nema um það væri sem víðtækust sátt á alþjóðavettvangi og að við- komandi ríki væri raunverulega að bijóta gegn umhverfisvemd- arákvæðum. Markmiðið er eðlilega að ríki geti ekki í ljósi alþjóðlegra viðskipta gengið á sitt nánasta umhverfí og selt sína vöru á lægra verði á alþjóðamörkuðum á kostn- að þess. „I sambandi við viðskipti milli landa var töluvert rætt um um- hverfismerkingar á vörar, en þær fara mjög vaxandi í iðnríkjunum. Þróunarríkin hafa áhyggjur af þeirri þróun og af strangara eftir- liti með réttum merkingum af því að tæknilega séu þau ekki komin jafnlangt og iðnríkin. Var ákveðið að alþjóðlegar stofnanir á þessu sviði vinni saman að því að byggja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.