Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Loftmyndir Þorgeir S. Helgason og Tryggvi Þorgeirsson. MYND tekin úr vesturátt úr lofti. Nesstofa er ofarlega fyrir miðju. A myndinni má greina fjórar einfaldar hringlaga rústir og eina tvöfalda lengst til vinstri, eina stóra og ílanga og fleiri útgáfur. IVETUR sem leið, nánar til- tekið 28. janúar, voru þeir Þorgeir S. Helgason jarð- fræðingur og Tryggvi Þor- geirsson hjá Verkfræðistof- unni Línuhönnun á flugi þarna og þá var samspil kvöldsólar og snjófalar með þeim hætti sem lesendur geta séð á meðfylgjandi myndum sem þor- geir tók er hann flaug ásamt syni sínum yfir svæðið við sömu skil- yrði tveimur dögum síðar. Rústim- ar eru óvenjulega greinilegar, svo greinilegar að það má kasta á þær tölu. Og ekki nóg með það, heldur er að sjá að þarna séu einnig ann- ars konar rústir. Það verður hver og einn sem skoðar myndimar að skera úr um hvað rústirnar eru margar. Greinilegastar eru þó fjórar ein- faldar hringlaga rústir, ein tvö- föld og ein stór og ílöng. Fleiri þústir em og þarna í túninu. Þeir Þorgeir og Siguijón Páll segja að loftmyndir hafi verið teknar af fyrirbærunum á árunum 1979 til 1981. Það var svo fyrir hálfgerða til- viljun að af myndatökunni í vetur varð. Siguijón var að koma til Reykjavíkur með flugi fimmtu- daginn 26. janúar. Heiðskírt var og sól lágt á lofti. Hann sá þá hringina óvenju skýrt. Tveimur dögum seinna var veðrið með svipuðum hætti og fóru feðgarnir fyrrgreinau þá í leiguvél yfir svæðið og tóku myndir sem hér birtast sumar hveijar. Nokkuð hafði verið fjallað um rústimar síðar, einkum árið 1993 þegar fyrsta fornleifarannsóknin var gerð á svæðinu. Það var Krist- inn Magnússon fomleifafræðingur og safnvörður Lækningaminja- safnsins í Nesstofu sem þar var á ferðinni og skráði hann skýrslu í kjölfarið, Verður það skoðað nánar á eftir. Arið 1994 yoru rústirnar enn í brennidepli er gerð var jarðsjár- Nokkrar undarlegar hringlaga rústir vestur á Gróttu vöktu athygli manna fyrir nokkrum árum. Bjöm Rúríksson ljósmyndari var að fijúga þar yfir og birtuskilyrði vom óvenju góð. Hann sá þessar þústir og festi þær á fílmu. Þetta var árið 1980. Nýjar loftmynd- ir frá síðasta vetri ollu því að Guðmundur Guðjónsson athugaði hvað menn hafa fund- ið út úr athugunum á rústum þessum, en aðeins hefur verið kíkt í þær. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson. KRISTINN Magnússon fornleifafræðingur situr á einni rústinni. mæling yfir hluta þeirra, en aðal- tilgangur þeirra mælinga var þó að afmarka kirkjustæðið forna í Nesi og voru þeir félagar Þorgeir og Siguijón Páll hjá Linuhönnun mennirnir sem unnu það verk. Þeir segja: „Áhugi okkar á hring- unum vaknaði þegar við unnum að þessum jarðsjármælingum. Það var vorið 1994 á vegum Seltjarn- amesbæjar og Læknafélags ís- lands að frumkvæði Rótarýklúbbs Seltjarnamess. Það var því kær- komið en heldur óvænt er við feng- um tækifæri til að taka loftmynd- imar í vetur.“ Hvað er á ferðinni? Kristinn Magnússon fornleifa- fræðingur kíkti í eina rústina haustið 1993. Hvað fann hann? „Það er rétt, ég gerði prufu- skurð í eina rústina. Maður rennir alltaf blint í sjóinn, en brýnt var að fá einhver svör, t.d. við því hvort þetta væru mannvirki eða náttúrufyrirbrigði. í ljós kom að þetta eru sannarlega mannvirki. Þetta eru torfhleðslur og virðast hafa verið einhvers konar opnar geymslur. En hvað hefur verið geymt þarna veit ég ekki. Ég gróf 18 til 19 metra langan og 1,5 metra breiðan skurð í rústina og fann ekkert sem gefið gæti vís- bendingu. Þetta liggur ofan á landnámslagi frá árinu 900 eða þar um bil, þannig að þetta er ekki eldra. Aldursgreining er hins vegar ekki fyrir hendi, en þama er lítil jarðvegsmyndum og ösku- lög,“ segir Kristinn. „Skemmtilega leyndardómsfullt" En hvað um munnmæli, annála og þess háttar? „Það virðist einskis vera að vænta úr þeirri átt. Sama hvar flett er. Hér rétt hjá Nesstofu býr meira að segja gömul kona sem á að baki áratuga langan búskap á þessum stað, hefur heyjað þessi tún. Hún býr yfir engri vitneskju um rústirnar. Það er eins og þær hafi algerlega gleymst.“ Hvað heldur þú að þetta sé, Kristinn? „Ja, ég veit það hreinlega ekki. Ég hef þó þá kenningu að þessar rústir hafi á sínum tíma verið not- aðar til að geyma gripi, svona hringlaga bygging til gripahalds er ekki óalgeng. Þetta hafa varla verið hús þar sem fátt bendir til þess að yfirbyggingar hafi verið á þeim. En þrátt fyrir að kenning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.