Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 29 horfum á eftir okkar ástkæra afa. Við fráfall afa leitar hugurinn til baka og minningar hrannast upp, minningar sem eru okkur svo kær- ar. Óskar afi og Fríða amma byggðu sér ásamt foreldrum okkar hús í Kópavogi fyrir 36 árum, og þar voru heimsóknir kærkomnar. Ung að árum vorum við systkin- in farin að trítja upp stigann til afa og ómmu, þar sem afi tók á móti okkur með bros á vör, fór með okk- ur inní eldhús og gaf okkur sykur- mola sem hann bleytti í kaffibollan- um sínum. Afi var mikill áhugamað- ur um harmonikkutónlist og þeir voru ófáir taktamir sem hann sló. Öll nutum við þess á yngri árum m.a. að sitja í lqoltu hans og hlusta á hann raula fyrir okkur. Óskar afi var sá afi sem öll börn þrá, þ.e. alveg ekta, góður félagi og sá alltaf eitthvað jákvætt í fari fólks. í kring- um 1980 byggði afi sumarbústað austur í Fljótshlíð þar sem hann og amma eyddu ófáum stundum. Þegar vora tók og sól hækkaði á lofti sást mikil breyting á afa, það birti yfir honum, því nú var hægt að fara austur í bústaðinn. Þar sem hann hafði plönturnar sín- ar til að hlúa að og gróðursetja nýjar. Okkur er það mjög minnisstætt þegar afi gekk um sumarbústaða- landið í fallegu veðri og horfði yfir til Vestmannaeyja, sem voru hans æskustöðvar. Hann var mikil upp- spretta fróðleiks og hann lét okkur svo sannarlega njóta þess, svo skemmtilega sagði hann frá að ekki var hægt að láta sér leiðast. í hádeginu á laugardögum sá afi um að alltaf væri til nóg af skyri og harðfiski því hann var þess viss að eitthvert okkar systkinanna myndi koma. Ein af föstum venjum afa var að fara í sund. Stundaði hann sund- ið á hveijum degi og eignaðist þar góða vini sem honum var tíðrætt um. Minningin um okkar ástkæra afa með kærleiksríka brosið mun lifa í hjörtum okkar allra. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þorbjörn Helgi, Kristín Anna, Hanna Dóra, Árný Jóna og Hólmar Þór. Það hefur verið hljótt í heitasta pottinum í Sundlaug Kópavogs und- anfama morgna. Hann Óskar er dáinn. Ekki svo að skilja að Óskar hafi verið svo hávær, þvert á móti var hann prúður og stilltur maður. Ég var að reyna að muna hve lengi við hefðum hist klukkan sjö á morgnana í „heitasta" pottinum, við þrjú: Óskar, Kurt og ég. Ég man það ekki. Auðvitað hafa fleiri komið í þennan pott — komið og farið. En við vorum svona eins og krakkamir segja „grúppa“. Við mættum hvern einasta morgun og ef við ekki mættum þá var skrifað skróp og við urðum að gera grein fyrir fjarvem okkar. Og það varð að vera alvöru afsökun til að okkur væri fyrirgefið. Þessi pottur varð að vera mjög heitur svo að Óskar væri ánægður. Væri rétt hitastig, var talað um að nú væri Óskarshiti í pottinum. Og þá voru ekki margir sem hættu sér ofan í pottinn. Þá fengum við gjarnan sendar allskonar athuga- semdir og skemmti Óskar sér þá konunglega. Hinir strákamir voru heldur ekkert hrifnir þegar ég var að hrósa „strákunum mínum“ fyrir hvað þeir væru miklu hraustari og duglegri en allir hinir strákarnir, þeir fóm nefnilega hvern einasta dag í göngutúr tvo hringi í kringum sundlaugina sama hvernig viðraði. Já, það var oft glatt á hjalla, margt brallað og spjallað. Ég veit að hinir morgunhanarnir taka undir með mér, þegar ég segi að við kveðjum góðan vin með sökn- uði og umfram allt þakklæti fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með honum. Ástvinum hans sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Guðrún Helga Jónsdóttir Hann Óskar er dáinn! Við vomm samankomin öll fjöl- skyldan að taka á móti Möggu syst- ur sem var að koma heim úr út- skriftarferð sinni frá Prag, þegar síminn hringdi og færði okkur þessa helfregn, okkar kæra vinar. Mér, sem varð ailtaf hlýtt í hjart- anu við að hitta Óskar, varð skyndi- lega kalt. Óskar átti virðingarsæti í hjört- um okkar, því hann var svo spes. Alltaf glaður, og svo góður fannst okkur við allt sitt fólk. Það var gaman að heyra hann segja frá atburðum í „gamla daga“ og hvern- ig lífið var þá. Hann var kommún- isti og átti sínar hugsjónir. Það sem mér fannst einkenna hann vom heilindi hans varðandi menn og málefni. Hann mátti ekki vamm sitt vita. Þau vom samrýnd hjón, Óskar og Fríða og óhugsandi að nefna annað án þess að nefna hitt um leið. Það var okkur mikil tilhlökkun úti á Spáni að vita að von var á þeim en þá var hann nýlega áttræð- ur. Það var yndislegt að sjá og heyra hvað þau vom ánægð með alla hluti og við Alla töluðum um hvað við gætum lært margt af þeim. Á hveijum morgni gekk hann með Rikka upp á „Gráa svæðið" sem var aðallega upp í móti, en Óskar var mjög vel á sig kominn og reffi- legur, og blés ekki úr nös. Þau vom höfðingleg heim að sækja á Spáni og margar skemmtilegar stundimar sem við áttum þar. Að leiðarlokum, þakka ég þér Óskar minn fyrir alla hlýju í minn garð og fjölskyldunnar, alla tíð. Elsku Fríða, þú hefur mikið misst, en maður eins og Óskar skil- ur svo mörg gullkom og lífsspeki eftir í minningum ástvina sinna, fjársjóð, sem er huggun harmi gegn. Fjölskyldunni allri vottum við samúðarkveðjur og sendum ykkur ljóssins kveðjur á sorgarstund. Jóna Ágústa og fjölskylda. í byijun marsmánaðar sátum við Óskar og ræddum um hvemig væri besta að ganga frá rafgeymnum í sumarbústaðnum þannig að hann þyldi sem mesta veðran. Síðan lét- um við hugann reika um hvað við ætluðum að hafa það gott á Spáni í sumar. Hann ætlaði að vakna á hveijum morgni með 3 ára dóttur minni og fara með hana í göngutúr svo við hin gætum kúrt aðeins leng- ur. Við ræddum um hvemig ætti að setja sundkútana á stelpuna, því hann ætlaði að passa börnin á Spáni í sumar og kenna þeim að meta sitt lífsyndi, sundlaugar. Þetta er lifandi dæmi um mann sem lét sér ekki líðandi stund nægja heldur var alltaf að skipuleggja langt fram í tímann. Um miðja síðustu viku kom litla dóttir mín til mín og sagði, pabbi ég er með flís í hendinni._ Hvað varstu að gera, spurði ég. Ég var að hjálpa Óskari afa að smíða skáp niðri kjallara. Varstu ekki að fikta? spurði ég. Nei, bara að rétta afa spýtur. Hann er að smíða skáp sem hann ætlar með upp í sumarbústað og ég má eiga eina hillu þegar ég kem í heimsókn. Óskar afi er besti afinn í öllum heiminum. Þetta mun hafa verið eitt af síðustu veraldar- verkum Óskars því helgina á eftir fór hann með skápinn í sumarbú- staðinn sinn sem er staðsettur á æskustöðum hans í Butralandi í Fljótshlíð, setti hann upp og þreif síðan húsið undan vetrinum. Oft höfum við setið á veröndinni þarna upp frá og hann sagt mér frá harðri Legsteinar Krossar Skildir Málmsteypan kaplahraunib TTTJT T Á Uf 220 HAFNARFJÖRDUR nLLLil m. SlMI 565 1022 FAX 565 1587 lífsbaráttu sinni í æsku, og ungl- ingsáram sínum í Vestmannaeyjum sem gnæfa upp úr sæ þaðan sem við sátum. Fögur er hlíðin, ég fer ekki fet, sagði mikilmennið hér forðum. Af þessum stuttu kynnum mínum af Óskari held ég að hann hefði viljað segja þessi orð því allt- af fannst mér hann vera með hug- ann við Fljótshlíðina. Á sunnudag- inn síðastliðinn komu Óskar og Fríða í bæinn, búin að snurfusa bústaðinn sinn eftir veturinn og setja upp nýja skápinn, hlúa að tijánum og gera klárt fyrir sumar- ið. Óskar, hamingjusamur með helgarvinnuna á æskustöðvunum og endumýjuðu tengslin við uppeld- isstaðinn eftir veturinn, fór inn í rúm að sofa. Menn velja sér ekki dánarstund en ef ég mætti velja mér dánardag þá held ég að hann gæti ekki verið fallegri. Nú þarf ég að útskýra fyr- ir litlu stelpunni minni að Óskar afi sé hjá Guði. Þannig er húsum háttað í Lyng- brekkunni þar sem Óskar bjó að á hæðinni fyrir neðan búa Stebbi afi og Ólöf amma (dóttir Óskars) og þar er litla stelpan mín oft í pöss- un. Þegar hún heyrir í bréfalúgunni hleypur hún og sækir Dagblaðið og segir: Ég þarf að fara með blaðið til afa og fá kandís. Ég kvíði því næst er bamið spyr, hvar er afi. Fríða mín, við viljum votta þér okkar dýpstu samúð í sorg þinni. Megi Guð geyma minninguna um ástvin þinn og eiginmann. Logi Dýrfjörð, Arna Dýrfjörð. Hún mamma hringdi í mig á sunnudagskvöldið og sagði mér að hann Óskar væri dáinn. Mig setti hljóða, upp í hugann komu fallegar minningar um góðan mann. Ég minnist allra góðu heimsóknanna i Stórholtið og seinna í Kópavoginn til Fríðu og Óskars þegar ég var bam, alltaf var gott að koma til þeirra. Alltaf átti Óskar hlý orð og klapp á lítinn koll og ófá vora þau skiptin sem hann tók okkur systkin- in í fangið og réri með okkur þegar við voram þreytt eða eitthvað bját- aði á. Elsku Öskar, megir þú eiga góða heimkomu og Guð launi þér öll gæðin við mömmu og okkur systkinin. Elsku Fríða, Ólöf, Fríða systir og öll hin, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Ég vil kveðja Óskar með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Rebekka Ragnarsdóttir. Blómastofa FríÖfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðil kvöid tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. + Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, vinur og afi, MÁR EGILSSON, Vesturgötu 53, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 10.30. Egill Másson, Þorgerður Hanna Hannesdóttir, Már Másson, Erna Agnarsdóttir, Steingrfmur Dúi Másson, Árni Egilsson, Dorette Egilsson, Kristfn Egilsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, og barnabörn. t Við þökkum öllum innilega, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AURÓRU ÖLDU JÓHANNSDÓTTUR, Eyjahrauni 9, Vestmannaeyjum. Sigfús Guðmundsson, Jóhann G. Sigfússon, Gunnvör Valdimarsdóttir, Guðmundur Þ. Sigfússon, Jóna Ó. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR skipstjóra frá Göröum, Ægissíðu 50. Ólöf Jónsdóttir, Þórarinn Friðjónsson, Sigurður Jónsson, Helgi Jönsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför ástkærs mannsins míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BJARNA GUÐMUNDSSONAR fré Drangsnesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Suður- lands, Selfossi. Bjarnfrfður Einarsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda hluttekningu og virðingu við andlát og útför, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Espigerði 4, Ásgeir Magnússon, Jón Ma. Ásgeirsson. + Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, GUÐMUNDAR BJARNASONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Margrét Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Þórlína Sveinbjörnsdóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Guðrún Ólafsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Sigmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vináttu við fráfall, ÓLAFÍU EYJÓLFSDÓTTUR, áður Reykjavíkurvegi 35, Hafnarfirði, Agnar Aöalsteinsson, Ester Haraldsdóttir, Rannveig Aðalsteinsdóttir, Svavar Gunnarsson, Guðrfður Aðalsteinsdóttir, Ottó Karlsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.