Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tæpu hálfu ári fengu for- eldrar Kristjáns eða Didda eins og hann er kall- aður þann úr- skurð að hann væri einhverfur. Þá var Diddi nýorðinn þriggja ára, en það er sá aldur þegar hvað al- gengast er að einhverfa uppgöt- vist. Úrskurðurinn kom foreldrun- um, Karólínu Söebech og Halldóri Kristjánssyni, ekki í opna skjöldu því læknar höfðu nefnt þennan möguleika á greiningarferlinum, þrátt fyrir að í byijun hafí verið talið að heyrnarleysi væri ástæða þess að Diddi var ekki farinn að tala. Karólína segir að þrátt fyrir að þau hafi verið fegin að fá ákveðið svar hafí hún samt vonast í lengstu lög til að ekki væri um einhverfu að ræða. „Við gengum þó ekki í gegnum neitt sorgarferli, því við máttum hreinlega ekki vera að því. Það fæðast þijú einhverf börn á ári að meðaltali og því verða þrennir foreldrar að takast á við það verkefni. Hvers vegna skyld- um það ekki vera við?“ spyr hún. Mikil fötlun Karólína og Halldór vissu að vonum ekkert um einhverfu áður en Diddi greindist, en aðspurð seg- ir Karólína að eftir á hafí hún getað tengt ýmis merki, sem hann sýndi, við einhverfu. „Eg hélt að einhverfa væri bara sérkennilegir einstaklingar en gerði mér enga grein fyrir hversu mikil fötlun hún er. Diddi talaði ekki neitt, sagði ekki mamma eða pabbi, en í kring- um eins árs aldur myndaði hann hljóð og gat hermt eftir dýrum þegar bent var á þau í bók. En smátt og smátt þagnaði hann. Önnur einkenni einhverfu er að hann er ekki félagslyndur og það voru hjá honum áráttukenndir leikir,“ segir Karólina. Aðferð dr. Lovaas Fyrir tilstuðlan Sigríðar Lóu Jónsdóttur sálfræðings og for- stöðumanns sambýla einhverfra komst Diddi í meðferð eftir aðferð Dr. Ivar Lovaas. „Fyrstu vikuna voru orðin og athafnirnar „komdu“ og „sestu“ æfð aftur og aftur, þar til hann náði samheng- inu,“ segir Karólína. „Grunnurinn er að fá börnin til að sitja róleg og ná augnsambandi, sem þau reyna að forðast. Þess vegna æfð- um við lengi: „Sjáðu mig“ og juk- um sífellt tímann sem hann horfði á okkur.“ Þolinmæði og sífelld þjálfun er það sem skiptir hvað mestu máli í samskiptum við einhverf börn og segir Karólína að bara það að læra að herma eftir að lyfta hönd- unum upp hafi kostað mörg hund- ruð skipti. „Það tókst þó að lokum og við sjáum að því fleiri fyrir- mæli sem hann lærir þeim mun fljótari er hann að læra.“ „Snúa í hring“ Greinilegt er að samskipti þjálf- ara og foreldra verða að vera náin til að árangur verði sem bestur. Þannig hringdi þjálfari Didda tví- vegis meðan á viðtalinu stóð, fyrst til að láta vita hversu vel gengi og í síðara skiptið til að útfæra nánar hvaða orðasambönd ætti að nota eins og til dæmis: „Snúa í hring“, „snúa við blaði“ eða „snúa í hring — kringum stól.“ Karólína hrósaði samstarfsfólk- Morgunblaðið/Þorkell NAUÐSYNLEGT er að öll fjölskyldan taki þátt í þjálfun einhverfa einstaklingsins. F.v. Kristján, Halldór Kristjánsson, Karólína Söebech og Hanna. Þolinmæði „Vid getum ekki beðid eftir að styrkjakerf i verði byggt upp í kringum þessa með- ferð. Mjög nauðsynlegt er að börnin hefji þjálfun sem allra fyrstá ævinni.“ inu á leikskólanum Heiðarbóli og sálfræði- nemunum Onnu Lind Pétursdóttur, Ragnari Ólafssyni og Jóhönnu Hjartardóttur mikið fyrir þeirra framlag. „I þjálfuninni felst mikil tækni og það kom okkur verulega á óvart hversu nákvæm hún er. Stöðugt þarf að gefa barninu vitn- eskju um hvort það er að gera rétt eða rangt,“ útskýrir Karólína og bætir við að aðaláherslan byggist á málþroska eða talkennslu. Þjálfun- in er undir stjórn Sigríðar Lóu, sem tekur einnig beinan þátt í henni. Hanna, stóra systir sem verður sex ára í haust, hefur komið að spjalla við mömmu sína öðru hveiju á milli þess sem hún leikur við vinkonu. Karólína segir að- spurð að Hanna hafi ekki þurft á neinni stuðningshjálp að halda eins og oft vill verða með systkini þar sem alvarlegir sjúkdómar eða fötl- un eru til staðar. Vel sé passað upp á að hún fái sína athygli og hún hjálpi til við þjálfun Didda. „Hún er búin að standa sig mjög vel,“ segir Karólína og í framhaldi af þessari umræðu fær blaðamað- ur á tilfinninguna að systkinin hafi verið heppin að fæðast einmitt hjá þessum foreldrum. Aukin hæfni Karólína segir að reynslan hafi sýnt að meðferð dr. Lovaas geri alltaf gott. „Greindar- vísitala barnanna mælist að meðaltali 30 stigum hærri eftir meðferð. í könnun sem gerð var 1987 tókst níu börnum af 19 að ná fullum bata, þannig að þegar þau komu í skóla sást enginn munur á þeim og öðrum nemendum. Kennarar vissu ekkert um fortíð þeirra, þau blönduðust vel við aðra nemendur og náms- árangur var eins. Börnunum var Hvað er einhverfa? NÝJUSTU rannsóknir sýna að 10-14 börn af hverjum 10.000 greinast með einhverfu á ári. Böm fæðast einhverf, en ekki er vitað af hverju sú truflun er á taugakerfinu sem raun ber vitni og leiðir til alvarlegr- ar röskunar á vitsmuna-, fé- lags- og tilfinningalegum þroska barnsins. í sérstökum tilvikum læra börain ekkert, sýna engin við- brögð, hjala ekki og því er algengt að foreldrar álíti börain heyrnarlaus ogjafnvel blind. Þó geta sum börn sýnt framför á einhveiju sviði tímabundið, en falla síðan aft- ur í eigin heim. Þegar þau eldast leika þau sér ekki með dót eins og önnur börn og um tveífgja til þriggja ára aldur sýna þau engan áhuga á leik- félögum. Þegar foreldrar reyna að kenna böraum ein- földustu atriði bregðast þau oft við með mikilli reiði og/eða þau draga sig í hlé. Stundum byrja þau að rugga sér fram og aftur, snúa sér í hringi, hrista eða veifa hönd- um, stara upp í ljós eða ein- blína á hendur sínar. Langtímarannsóknir hafa sýnt að batahorfur eru yfir- leitt slæmar og að flestir sem greinast með þessa fötlun þurfi á meiri og minni aðstoð að lialda allt sitt líf. Að sögn Sigríðar Lóu Jónsdóttur, sál- fræðings og forstöðumanns sambýla einhverfra, er mis- jafnt eftir rannsóknum hve margir einhverfir teljast geta lifað nokkurn veginn sjálf- stæðu lífí á fullorðinsaldri eða frá 4-17%. Þetta fólk ber þó allt einhver einkenni fötlunar sinnar áfram utan 1-2%. Rannsókn, sem fram hefur farið við sálfræðideild Kalifor- níuháskóla í Los Angeles undir stjórn prófessors Ivar Lovaas, sýndi aftur á móti að 45% baraa náðu bata, þ.e. við upp- liaf skólagöngu sýndu þau eng- in frávik frá öðrum börnum. SUNNUDAGUR §8. MAÍ 1995 11 fylgt eftir og átta þeirra eru ekk- ert frábrugðin öðrum börnum." Meðferðin byggist á að þjálfa barnið markvisst og stöðugt í 40 tíma á viku, en þar fyrir utan að viðhalda þjálfuninni og leyfa því ekki að hverfa inn í eigin heim. Það er gert með því að ná athygli barnsins þegar það byijar að sýna einkenni þess að loka sig af. „Diddi fær sex tíma stöðuga þjálfun í leikskólanum á dag, auk þess sem við höldum áfram hér heima á kvöldin og um helgar, því það er nauðsynlegt að yfírfæra þjálfunina inn á heimilið," segir Karólína. Aðspurð um álag sem þjálfun- inni fylgir segir hún að í raun hafi álagið verið meira áður en Diddi var greindur vegna þess að þá var það hann sem stjórnaði. „Við vorum sífellt að forðast þær aðstæður sem komu honum í upp- nám og halda honum góðum. Við vorum ómeðvitað að styrkja slæma hegðun hans og það var álag. Nú er allt aftur á móti farið að ganga betur.“ Eru vongóð Karólína og Halldór hafa ástæðu til að vænta góðs af með- ferð Didda, því hann getur nú myndað öll hljóð nema tvö í staf- rófinu og hermt eftir nokkra tugi orða. „Hann er einnig farinn að tengja á milli orða og athafna. Okkur finnst þetta mjög góður árangur meðal annars vegna þess að við höfum þurft að byggja þessa þjálfun upp frá grunni hér á landi. I Osló fá börnin til dæmis topp- þjálfun frá byijun, en við erum að læra að verða þjálfarar. Það hefur komið bakslag í þjálfunina vegna þess að við höfum ekki gert rétt,“ segir Karólína. Orðum sínum til útskýringar bendir hún á að þau séu í símasam- bandi við norskan þjálfara einu sinni í viku, auk þess sem hann komi til landsins á fjögurra vikna fresti. í síðustu ferð vakti hann athygli þeirra á að Diddi hefði of mikla stjórn á foreldrum sínum. „Þess vegna var svo lítil svörun á tímabili. I meðferðinni í Osló er í upphafi lögð áhersla á að það er þjálfarinn sem ræður.“ Fjárhagslega hliðin Kostnaður er mikill við þjálfun Didda eins og hún fer fram. „Við höfðum mikla trú á meðferðinni og ákváðum þrátt fyrir kostnaðinn að prófa hana. Samband okkar við Noreg er kostnaðarsamt en mjög nauðsynlegt, þvi í hvert skipti sem norski þjálfarinn kemur hingað fara hlutirnir að ganga betur aft- ur. Við höfum því ekki látið kostn- aðinn stoppa okkur. Við megum ekki heldur eyða tíma í að bíða eftir að styrkjakerfi verði byggt upp í kringum þessa meðferð, því mjög nauðsynlegt er að börnin hefji þjálfun sem allra fyrst á ævinni. Nauðsynlegt er að viður- kenna þörfina og að opinberir aðil- ar kosti þjálfunina," segir Karó- lína. Garðabær hefur veitt þeim góð- an stuðning, en á næsta ári von- ast þau til að fá styrk úr norræn- um vísindasjóði, sem Norðmenn hafa fengið til þessara mála. „Við vonumst til að skilningur á nauð- syn öflugrar þjónustu fyrir ein- hverfa á forskólaaldri aukist og öllum ungum einhverfum börnum geti staðið hún til boða. Stjórnvöld verða að taka þessi mál fastari tökum, því til mikils er að vinna,“ voru lokaorð Karóiínu í spjalli sínu við blaðamann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.