Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknir hafa sýnt að allt að 17% ein- hverfra geta lifað nokk- um veginn sjálfstæðu lífí á fullorðinsárum, en bera þess þó flest ætíð merki. Hildur Frið- ríksdóttir ræddi við prófessor Ivar Lovaas, sem farið hefur aðrar leiðir í meðferð ein- hverfra og náð góðum árangri með ung böm. Einnig var rætt við Sig- ríði Lóu Jónsdóttur sál- fræðing sem nam hjá honum í Bandaríkjunum og er með íslenskt bam í tilraunameðferð. íMéMesKMj, f'; Morgunblaðið/Þorkell ÚTLIT ungra einhverfra barna bera það sjaldnast með sér að þau eigi við fötlun að stríða. Systkini gegna mikilvægu hlutverki í þjálfun einstaklinganna. Losnað úr lok uðum heimi „Börnunum hefur mistekist þau þrjú ár sem þau hafa lifað og því er nauðsynlegt að setja hlutina þannig fram að þeim geti ekki mistekist.“ Morgunblaðið/Kristinn SIGRIÐUR Lóa Jónsdóttir sálfræðingur og dr. Ivar Lovaas. R. IVAR Lova- as prófessor við Kalifomíu- háskóla (UCLA) hefur á undanföm- um árum farið aðrar leiðir í meðhöndlun einhverfra en þekkst hefur. Sýndu samanburðarrann- sóknir að 47% þeirra bama sem fengu þjálfun eftir hans leiðsögn náðu bata. „Við notum ekki orðið að „læknast“ vegna þess að við breytum ekki uppbyggingu tauga- kerfisins, sem er orsök ástandsins," sagði dr. Lovaas í samtali við Morg- unblaðið í vikunni. Fyrir tilstuðlan Sigríðar Lóu Jóns- dóttur, sem stundaði nám og störf undir handleiðslu dr. Lovaas í Bandaríkjunum, flutti dr. Lovaas fyrirlestur um atferlismeðferð sina fyrir íslenska foreldra, fagfólk og háskólanema. Þess má geta að til- raunameðferð fer fram á einu ís- lensku bami í samstarfí við aðila frá Ósló, og er hún hluti af alþjóðlegri meðferðarrannsókn, sem unnin er undir yfírstjóm Kalifomíuháskóla. Að mati dr. Lovaas er möguleiki á að greina einhverfu hjá bömum á öðru ári, en hann bendir á að oft spjari þessi böm sig vel fram til 18-20 mánaða og þá verði breyting á hegðun þeirra. „Einstaklingur sem er með eðli- legt taugakerfí lærir hluti án þess að vita nákvæmlega hvemig hann fór að því. Til þess að hjálpa ein- hverfum bömum að læra verður að búa til sérstakt námsumhverfí, sem hentar taugakerfí þeirra," sagði dr. Lovaas. Þjálfun hafi á unga aldri Sú atferlismeðférð sem hann notar byggist á því að hefja þjálfun hjá börnum meðan þau eru mjög ung vegna þess að þá er auðveld- ara að kenna þeim. í öðru lagi segir hann að gengið sé út frá því að einhverf börn séu í raun ekki ólík öðrum börnum heldur sé um stigsmun á getu að ræða. Hann bendir jafnframt á að al- mennt læri einstaklingar hlutina vegna þess að þeir fá viðurkenningu eða hrós fyrir það sem þeir gera rétt. „Einhverf böm geta ekki lært flókna hluti. Því verðum við að einfalda þá vemlega og gefa þeim stöðugt hrós eða annars konar verðlaun þegar þau gera rétt. Bömunum hefur mistekist þau þijú ár sem þau hafa lifað og því er nauðsynlegt að setja hlutina þannig fram að þeim geti ekki mis- tekist. Þannig fetum við okkur áfram hægt og sígandi í 40 klukkustundir á viku. Þar fyrir utan veita foreldr- amir þjálfun heima.“ Ekkert líf án gagnrýni Þrátt fyrir einstaklega góðan árangur sem náðist í rannsóknar- meðferðinni og almennt jákvæð við- brögð fræðimanna er rannsóknin ekki enn laus við alla gagnrýni og efasemdir. Dr. Lovaas gerir lítið úr þeirri gagnrýni og segir að þannig sé lífið. „Það er ekki hægt að setja fram kenningar án þess að þær séu gagnrýndar. Ekki síst í þessu tilviki þar sem niðurstöður kornu mjög á óvart. Flestir, sem hafa með einhverf börn að gera, halda því fram að fötlunin sé ólæknandi og vilja þar af leiðandi eflaust ekki vekja upp of miklar væntingar hjá foreldrum eða að þeir em hreinlega afbrýðis- amir. Geðlæknar sem stunda sál- könnun hafa í miklum meirihluta stundað þessi börn. Þeir trúðu því statt og stöðugt að þeir gætu á einhvern hátt hjálpað þeim, en það tókst því miður í of fáum tilfellum. Staðreyndin er sú, að ég var mjög heppinn við þessa rannsókn," segir hann og bætir við: „Óendan- lega heppinn. Það er nú oft þannig að þegar verið er að gera rannsóknir leiðir það til óvæntra uppgötvana á öðm en því sem verið var að leita eftir. Við gerðum rannsóknir á börnum í kringum 1960 sem tókust ekkert sérlega vel nema hjá tveimur yngstu börnunum í hópnum. Það varð til þess að við gerðum síðari tilraunir eingöngu á ungum böm- um.“ Norskur að ætt og uppruna Dr. Lovaas er Norðmaður að ætt og uppruna en flutti til Banda- ríkjanna fyrir nokkrum áratugum. Hann starfaði sem sálfræðingur með áherslu á sálkönnun um lang- an tíma og kveðst hafa tekið starf sitt alvarlega. „Það kom fólk til mín í ráðgjöf en vandinn var bara sá að það náði ekki bata. Mér fannst ég ekki geta starfað á þeim grundvelli alla ævi, svo að ég hætti og leitaði fyrir mér á öðru sviði,“ segir hann. Hann var meðal annars í námi í Washingtonháskóla í Seattle og segir að á þeim tíma hafi hluti sál- fræðinga litið til sálkönnunar með tortryggni. „Ég lærði að það yrði alltaf að setja spurningu við það sem ég var að fást við og ganga ekki út frá því að það væri endilega allt rétt sem meirihlutinn segði. Við sem erum fædd á Norðurlöndum þekkjum þennan hugsunargang einnig vel,“ segir hann svo hlæjandi. 53% þurfa frekari aðstoð Dr. Lovaas bendir á að þrátt fyr- ir góðan árangur með aðferð sinni muni 53% bama þurfa á hjálp að halda til frambúðar. „Þau em ennþá í slæmu ásigkomulagi, þó að þau geti verið betur stödd en fyrir með- ferð, en þau munu alltaf þurfa áframhaldandi meðferð. Sigríður Lóa Jónsdóttir var um eins eins árs skeið í atferlisnámi og starfi hjá dr. Lovaas. „í gegnum það starf heillaðist ég af meðferð- inni sem var beitt og sá ótrúlegar framfarir á skömmum tíma hjá mörgum börnum. Þó svo að mér hafí boðist að vera þarna áfram langaði mig til að kynna meðferðina hér á landi,“ segir Sigríður. Hún kveðst hafa kynnt þetta mál viða meðal faghópa og foreldra í vetur. Vaxandi áhugi sé á að bjóða upp á þessa meðferð hér á landi, en ekki liggi fyrir á hvaða vett- vangi það geti orðið. „Vonandi verð- ur þó fljótlega tekin akvörðun um það,“ segir hún. Hún tekur fram að hér sé ekki boðið upp á neina kraftaverkameð- ferð eða meðferð sem beinist að einum ákveðnum þætti og á að bæta ástandið í heild, eins og stund- um hafí viljað brenna við á þessu sviði. „Hér er boðið upp á meðferð sem krefst óhemju vinnu með bam- ið strax frá unga aldri og benist að mörgum þáttum samtímis. Þjálf- unin fer fram mestallan vökutíma þess í að minnsta kosti tvö ár. Hins vegar geta þeir sem velja þessa leið gert það í trausti þess, að meðferð- in hefur verið þróuð í meira en þijá áratugi og hvílir á traustum og viða- miklum rannsóknum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.