Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 21 Fjöldi jarðarbúa frá 1750-1990 og þróun til ársins 2100 Á Æ T L A Ð *air®ar Heimurinn, samtals Iðnríki 1750 1800 1850 1900 1950 2000 2050 2100 Orkunotkun í heiminum 1971-91 Hlutfall hreinna og endumýjanlegra orkugjafa, vatnsorku, vindorku, sólarorku og jarðhita var um 2,8% árið 1991 350 exajúl--------------------- Heimurinn, samtals 300 250 200 150 100 50 0 1970 1975 1980 1985 1990 Breytt skattastef na til umhverfisverndar Núverandi neysluvenjur ganga ekki og mikilvægt að komast út úr þeim víta- hring, þannig að neyslan verði í takt við það sem jörðin getur ur látið í té, segir Magnús Jóhannesson. Nefnir sem dæmi að ef allir jarð- arbúar hefðu sömu neysluhætti og við hér á Vesturlöndum, þá þyrfti um það bil tíu Jarðir eins og þessa. Ef við ætlum að Iifa með þessari orkusóun og svipaðri auðlynda- nýtingu, þá geti ekki nema helmingur okkar, um 500 milljónir manna, búið á jörðinni. Þetta sé nokk- uð óumdeilt mat. Til að bregðast við þessu verður að koma til breyting á neysluháttum og framleiðslu- háttum. T.d. verður að draga úr orkunotkun, hrá- efnanotkun. úrgangsnlyndun, notkun hættulegra efna og minnka koltvíildi sem veldur gróðurhúsa- áhrifum. Þetta snýst um sjálfbæra þróun, að fara inn á braut sem við getum búið við til frambúðar og tryggt möguleika komandi kynslóða til að lifa hér. Breytt neyslumunstur Og hvernig í ósköpunum á að fara að því breyta hegðun mannskepnunnar? Magnús segir að flestir séu sammála um að boð og bönn séu ekki virk- asta leiðin til að breyta hegðun. Þeir vilji nota umhverfisgjöld og umhverfisskatta til þess að hafa áhrif og breyta viðhorfum, svo að raunverulega verði farið að meta umhverfíð til fjár. Að við förum í raun að meta gæði umhverfisins, til dæmis hvers virði hreint loft er. Að þeir sem menga loftið borgi fyrir það. Þetta er eitt af því sem verið er að skoða núna með meiri áhuga og þunga en áður. Magnús kvaðst hafa lesið grein frá World Watch Institut undir heitinu: Hver mun fæða Kína? „Þar eru menn að velta fyrir sér áhrifum af þeim mikla efnahagsvexti sem orðið hefur í Kína, um 40% á síðustu þremur árum. Hann hefur leitt af sér að þar í landi eru fæðuvenjur fólks þegar famar að breytast. Nú borðar fólk meira af kjöti. Mörg kíló af komi þarf til að framleiða eitt kg af kjöti. Á sama tíma og kjötneysla eykst þá er í Kína verið að fara út í ýmsar breytingar, sem taka land sem áður var nýtt til kornræktar, undir vegalagningar og iðnað. Augljóst er að um leið og þörfin er að aukast fyrir kom, þá er verið að minnka möguleik- ana á að framleiða það heima fyrir. Þetta gæti vel orðið í svo ríkum mæli að ekkert komfram- leiðsluland gæti uppfyllt þarfir Kína í framtíðinni. Þama er eitt dæmi um þann raunverulega vanda sem menn standa andspænis í þróunarlöndunum, hvemig neyslan verður um leið og efnahagsgetan eykst. Því er mikilvægt að þróunarríkin fari ekki í það neyslumynstur sem við á Vesturlöndum erum í nú í dag. Það skiptir því miklu máli að iðnríkin vinni nú þegar kappsamlega að því á næstu ámm að breyta núverandi neysluháttum". En munu þróunarríkin ekki elta fyrirmyndimar og krefjast þess sama? „Vafalítið", segir Magnús. „En málið er að mínum dómi einfalt. Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að hætta að skoða hlutina í skammtímaljósi. Við verðum að skoða þá til lengri tíma. Ef við gerum það ekki emm við að fara inn á braut, sem fyrr eða síðar kemur í bakið á okkur. Verður miklu dýrari en einhver önnur leið sem kann fyrst um sinn að virka ódýrari en er það ekki af því að hún er ekki sjálf- bær og mun fyrr eða síðar leiða til hmns. Við verðum að víkja til hliðar þessum skammtímasjón- armiðum, sem við höfum fyrst og fremst látið ráða til að byggja upp okkar veröld, allt frá upphafi iðnbyltingarinnar. Breytt skattaáhersla getur verndað umhverfið Kemur þá ekki þetta mikla atvinnuleysi, sem fylgir því að framleiðslan minnkar? „Það er rétt“, svarar Magnús.„Það er eitt af því sem nú er í umræðunni og við höfum rætt. OECD er einmitt að skoða sérstaklega breitta áherslu í skattamálum í þá átt að draga úr launasköttum og flytja skattaá- herslur yfir í framleiðsluskatta. Þannig að vinnuafl- ið verði ódýrara, en áherslan verði á að nýta betur hráefni og orku. Ef ekki þarf að borga skatt af vinnuaflinu, getur það þýtt að betur borgi sig að ráða mann í vinnu og spara í stað þess dýrari orku og hráefni. Nokkur ríki hafa þegar breytt svona áherslum. Ég get nefnt að danska ríkisstjórn- in hækkaði skatt á bensíni sem kolsýringsskatt, en lækkaði tekjuskatt á fólk. í samþykktum frá fundinum okkar núna var skorað á ríkisstjórnir að endurskoða skattastefnuna hjá sér með það fyrir augum að breyta grundvelli skatta til að efla atvinnu. Þessi umræða er búin að vera í gangi erlendis í 2-3 ár og er að koma fram með vaxandi þunga og miðar bæði að því að draga úr atvinnu- leysi og auka umhverfisvernd. Þetta gæti hugs- anlega farið saman. Á fundinum voru sérstakar panelumræður með þáttöku fulltrúa atvinnulífsins um umhverfismál og atvinnu." Falskt öryggi á íslandi í sambandi við breytta neyslu- og framleiðslu- hætti komum við að þætti, sem snertir okkur ís- lendinga mjög. Er eitt af okkar megináhugamálum í alþjóðaumhverfisvemd, þ.e. vamir gegn mengun hafsins. Magnús bendir á að þar höfum við lang- samlega mestar áhyggjur af hinum svonefndu líf- rænu þrávirku efnum sem ógna hafsvæði okkar. „Mörg þessara efna berast heiminn á enda. Hættu- leg þrávirk efni berast með loftstraumum og falla með úrkomu til sjávar. Sum þesara efna hafa það eðli að þau fara upp í andrúmsloftið við miðbaug eða á tempraða svæðinu og setjast ekki fyrr en þau koma inn á kaldari svæði. Þessi efni era að mínum dómi mesti ógnvaldur við lífríki hafsins í dag. íslensk stjómvöld unnu að því á ráðstefnunni í Ríó að haldin yrði sérstök ráðstefna um megnun hafsins, í Washington í október næstkomandi og var lokaundirbúnigsfundurinn hér í Reykjavík nú í marsmánuði. Þar tókum við þetta mál upp og náðum inn samþykkt um aðgerðir, sem ráðstefnan í Washington á eftir að staðfesta. Þetta mál um hin lífrænu þrávirku efni er einn angi af umræð- unni um breytt neyslumunstur og framleiðslu.“ „í sjálfu sér stöndum við íslendingar vel í um- hverfismálum að því leyti að hér er ekki mikið um hættulega mengun, en að vissu leyti lifum við í ákaflega vemduðu umhverfi", bætir Magnús við. „Við eram fámenn og hér er tiltölulega lítil meng- un. En að sumu leyti er þetta umhverfí okkar dálítið falskt. Mengun er hraðvaxandi í veröldinni og verði þróuninni ekki snúið við á hún eftir að koma mun harðar niður á okkur en öðram, því við byggjum alla okkar afkomu á því að nýta það sem náttúran gefur. Ef okkur tekst ekki að koma í veg fyrir bæði gróðurhúsaáhrif og vaxandi mengun á 30-40 áram, þá munu áhrifin af því hafa mun meiri áhrif á okkur íslendinga heldur en flestar aðrar þjóðir. upp þekkingu fyrir þróunarríkin. Þróunarríkin ætlast til þess að lit- ið sé til þess í einhvem tíma að þeirra innra kerfi sé vanbúið og að ekki verði tekið eins hart á þeirra vörum fyrst í stað. Iðnríkin vilja á móti sjá að þróunarríkin séu raunveralega að fara í um- hverfisvemd. Á Ríóráðstefnunni vora þær framkvæmdir í umhverfismálum sem þróunarríkin þyrftu að fara í næstu 20 árin, fram til 2010, metnar á um það bil 600 milljarða dollara á ári. Var talið eðlilegt að megnið af þessu fjármagni kæmi frá þeim sjálfum en umtalsvert fjármagn, u.þ.b. 20%, frá iðnríkj- unum. Eitt af því sem ekki hefur gengið eftir, er loforð iðnríkjanna í Ríó um 0,7% framlag til þróunar- hjálpar. Hefðu þau náð því marki þá hefði orðið til þetta fjármagn, 120 milljarðar dollara á ári, til umhverfísverndar í þróunarríkjun- um. Það sem hefur þó gerst jákvætt í þessu efni er að fjárfesting- ar einkageirans hafa aukist umtalsvert í þróunarríkjum á síðustu tveimur áram. Á þessum fundum var ákveðið að kanna hvernig þessar einkafj- árfestingar hefðu stuðlað að því að efla umhverfis- vernd og sjálf- bæra þróun í þróunarríkjun- um. Mun Al- þjóðabankinn og aðrar fjármálastofnanir skila skýrslu um það fyrir næsta fund að ári.“ Stöðvuð aukning loftmengunar Við víkjum talinu að loftslags- breytingum, en nýafstaðinn er fundur í Berlín um það mál, þar sem tekin var ákvörðun um mun ákveðnari vinnu til styrktar skuld- bindingum þjóðanna frá Ríóráð- stefnunni. Þar skuldbinda þjóðirn- ar sig til að auka ekki fram að aldamótum losun koltvíildis, en brennsla kolefna er langsamlega stærsti mengunarvaldurinn í and- rúmsloftinu. íslendingar hafa fullgilt þann sáttmála. „Það kann að verða okkur ís- lendingum dálítið erfitt að draga úr koltvíildi," segir Magnús. „Það byggist á því hve fljót við voram að draga úr olíunotkun í landi þar sem það var mögulegt. Strax á 8. áratugnum tókum við t.d. upp jarðhita- og rafmagnsnotkun í allri húsahitun. Samningurinn gengur út á það að iðnríkin auki ekki koltvíildislosun árið 2000 miðað við 1990. Þetta er í umræðu og á fundinum í Berlín var ákveðið að vinna að gerð bókunar við samn- inginn um útfærslu á þessu. Á það má benda að engin þjóð í iðnríkjun- um er með jafnhátt hlutfall af hreinum orkugjöfum sem íslend- ingar. 67% af okkar orkunotkun era endumýjanlegir orkugjafar. Næstir okkur koma Norðmenn með 46%, en meðaltalið hjá OECD- ríkjunum er um 3% af orkunotkun- inni. Við erum hins vegar með mjög mikla orkunotkun á íbúa, vegna þess að við notum það mikið af olíu á fiskiskipaflotann. Á hinn bóginn má benda á að við erum að sækja eggjahvíturíka fæðu fyrir aðra íbúa veraldar með físki- skipum okkar. Við teljum það í sjálfu sér eðlilegt. Auðvitað er langhagkvæmasta lausnin og væntanlega um leið orkuminnsta aðferðin að við íslendingar nýtum sjóinn og sækjum þennan afla, sem er hér í kring um landið, til fæðuöflunar. Auðvitað sér maður fyrir að í framtíðinni koma aðrir orkugjafar sem ekki gefa frá sér koltvíildi, eins og t.d. vetni,“ bætir Magnús við. Verðmiðar á umhverfið Er þá ekki skrýtið að heimurinn skuli ekki vilja kaupa meira af þessu ómengandi rafmagni? „Meðan verðið á kolefnaeldsneyti er svona lágt þá er óraunhæft að hugsa sér að við sjáum einhverjar umtalsverðar breytingar í notkun eldsneytis á bíla eða skipaflota. En það mun væntanlega breytast um leið og farið er að skoða bet- ur hver sá kostnaður er sem við beram endanlega af því að nota bæði hráefnin og þessi orkugef- andi efni eins og nú er gert. Sem dæmi get ég nefnt að talið er að loftmengun í Los Angeles kosti hvern íbúa 60 þús. krónur á ári í auknum heilbrigðisútgjöldum, en þessa mengun má rekja fyrst og fremst til bílaflotans. Þegar verður farið að verðleggja um- hverfið, setja raunsanna verðmiða á hlutina, þá munu mögu- leikar annarra orkugjafa, bæði sólarorku og annarra orkuforma, aukast. Miðað við þróun í verði olíu und- anfarin misseri og ár og ráð- andi viðhorf í olíufram- leiðsluríkjun- um, virðist það að vísu ekki vera alveg á næsta leyti.“ Á þessu sviði náðist loks sá merkilegi áfangi á fundi umhverf- isnefndarinnar í New York að samkomulag varð um að setja niður sérstaka nefnd um verndun og nýtingu skóga, sem ætlað er að vinna að lagalega bindandi samningi er gangi í gildi 1997. En skógarnir eru mjög mikilvæg- ir til að vinna kolefni úr loftinu. Eftir því sem þeir eru meiri binda þeir meira af koltvíildi og draga þarmeð úr gróðurhúsaáhrifum. Auk þess sem með eyðingu skóga eyðast lífverur og fækkar tegund- um á jörðinni. Næstu áratugir afdrifaríkir „Þessar deilur, sem hafa verið undanfarið um auðlindanýtingu í Norður-Atlantshafi, era að mín- um dómi aðeins sýnishorn af því sem hugsanlega kann að gerast ef okkur tekst ekki að finna sátt milli iðnríkjanna og þróunarríkj- anna í umhverfismálum á næstu 2-3 áratugum. Þá munum við ekki bara beijast um fískinn, menn munu beijast um réttinn til að anda að sér hreinu lofti, um vatnið og önnur lífsþægindi," seg- ir Magnús.,, Auðvitað er þetta viðfangsefni, að tryggja sjálfbæra þróun í veröldinni, risavaxið. En ég held að það sé ekki óvinnandi og það er að vissu leyti heillandi. Auðvitað þurfum við að breyta mörgu. Til þess þarf talsverðar viðhorfsbeytingar og einnig verð- ur að koma til meiri jöfnuður. Nu er það svo að neyslunni er ákaflega misskipt. Við erum að- eins 20% af veröldinni á Vestur- löndum en við notum um 80% af allri orku og 80% af öllum hráefn- um í heiminum. Ef við náum ekki tökum á þessum vanda á næstu áratug- um, þá held ég að ekki sé nein spurning um að við stöndum and- spænis vistkreppu, sem mun kannski ekki koma niður á okkur heldur næstu kynslóð. Það sem gerir viðfangsefnið svolítið fjar- lægara er að okkur er ekki tamt að hugsa til langs tíma. Við hugs- um helst ekki mikið meira en um daginn í dag,“ sagði Magnús í lokin. Verður að koma til breyting á neyslu- háttum og fram- leiðsluháttum. Þetta snýst um sjálfbæra þróun, að fara inn á braut sem við getum búið við til frambúð- ar og tryggt mögu- leika komandi kyn- slóða til að lifa hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.