Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið: Söngleikurinn • WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bernsteins Kl. 20.00: Fös. 2/6 - mán. 5/6 - fös. 9/6 - lau. 10/6 - sun. 18/6 - fös. 23/6. Sýningum lýkur í júní. íslenski dansflokkurinn: • HEITIR DANSAR I kvöld næstsiðasta sýning - fim. 1/6 síðasta sýning. „Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins": Freyvangsleikhúsið sýnir • KVENNASKÓLAÆVINTÝRIÐ eftir Böðvar Guðmundsson Sun. 11/6 kl. 20.00 uppselt. Smíðaverkstæðið: • TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00: Mið. 31/5 - fim. 1/6 - fös. 2/6 - fim. 8/6 - fös. 9/6 - iau. 10/6 - fim. 15/6 - fös. 16/6 - fös. 23/6 - lau. 24/6 - sun. 25/6 - fim. 29/6 - fös. 30/6. GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OGSKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Grnna línan 99 61 60 - Greióslukortaþjónusta. STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • VIÐ BORGUM EKKI - VID BORGUM EKKI eftir Dario Fo Aukasýning fös. 2/6. Síðasta sýning á leikárinu. Muniö gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir ísíma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFELAG AKUREYRAR • DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson. Sýn. fös. 2/6 kl. 20.30, lau. 3/6, kl. 20.30. Sfðustu sýningar. Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Simi 24073. Nemendaleikhúsið Lindarbæ, sími 21971 MARÍUSÖGUR eftir Þorvald Þorsteinsson í leik- stjórn Þórs Túliníusar. Sýn. í kvöld kl. 20.00. Allra, allra sfðasta sýning. líaífiLeiKhúsið Vesturgötu 3 IHLADVAKPANUM Herbergi Veroniku í kvöld Id. 21 fáein sætí laus fm. 1/6, kl. 21 lou. 3/6 kl. 21 Miði m/mat kr. 2000 Sópa tvö: Sex við sama borð aðeins ein aukasýning vegna mikillar oðsóknar fim 8/6 kl. 21 Miðim/matkr. 1.800 Eldhúsið og barinn opin fyrir & eftir sýningu •BSiðasala allan sólarhrmginn í síma 551-9085 MOGULEIKHUSI0 Hlemm Leikfélaglð LEYNDIR DRAUMAR sýnlr. eftir Hlfn Agnarsdóttur I samvinnu við leikhópinn Sýningar þri. 30/5 - fös. 2/6 - lau. 3/6 — sun. 4/6 - þri. 6/6 kl. 20.30. MiAapantanir I sfmsvara 5625060 allan sólarhringlnn. MiAasala f vlA inngang alla sýningardaga frá ki. 17.00-20.30. Reykhyltingar Útskrifaðir 1964 og 1965 ásamt starfsfólki. Munið nemendamótið 24. júní n.k. Hafið samband við Addý, sími 94-3197, Ásu, sími 94-3821 eða Valda, sími 93-51165. ^ I;U kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM Fats þjáist af ofþreytu Morgunblaðið/RAX FATS Domino við píanóið á Broadway árið 1987. FÓLK reis úr sætum sínum hvað eftir annað á tónleikum Domin- os og félaga hér um árið. FATS Domino var fluttur á sjúkra- hús í síðustu viku, að loknum tón- leikum í Sheffield á Englandi, þar sem hann kom fram með rokk- bræðrum sínum Chuck Berry og Little Richard. Þessir þrír voru í hópi vinsælustu söngvara á blóma- skeiði rokktónlistarinnar á árunum fyrir 1960 og njóta enn mikillar hylli rokkaðdáenda, en þeir hafa að undanförnu verið á tónleika- ferðalagi um Bretlandseyjar. Úr- skurður lækna á sjúkrahúsinu í Sheffíeld var að Fats þjáðist af ofþreytu og varð hann þar af leið- andi að hætta við frekara tónleika- hald að sinni. Samkvæmt þeirri skilgreiningu, að allir útlendingar sem hér drepa niður fæti séu sérstakir vinir þjóð- arinnar, er Fats harður „íslands- vinur“ því hann kom hingað í tví- gang á árunum 1987 til 1989 og söng þá í veitingahúsinu Broadway að viðstöddu miklu fjölmenni við afar góðar undirtektir samkomu- gesta. Fats fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum 10. maí 1929 og er því farinn að nálgast sjötugt, en hann hefur fram til þessa verið ódrepandi í tónlistinni og ferðast vítt og breitt um heiminn á löngum og litríkum ferli. I frásögn Morg- unblaðsins frá komu hans hingað til lands segir meðal annars: „Fats Domino hefur svo sannar- lega ekki valdið aðdáendum sínum vonbrigðum á tónleikum sínum í Broadway undanfarin kvöld. Allt var þetta á sínum stað: röddin, lögin, píanóið og brosið og stór- sveit Dominos frá New Orleans fór hreinlega á kostum. Mikil stemmn- ing ríkti í salnum og reis fólk úr sætum sínum hvað eftir annað auk þess sem dansað var uppi á borð- um. Líklega hefur ekki í annan tíma ríkt meiri fögnuður á tónleik- um hér á landi og í rauninni er erfítt að lýsa því sem menn urðu vitni að á tónleikum Domino og félaga. Tilfinningin og sálin sem fylgir þessum mönnum verður ekki skilgreind með orðum. En eitt er víst, þetta gerist ekki öllu betra.“ Vonandi verður Fats fljótur að ná sér af ofþreytunni og hver veit nema hann eigi þá eftir að birtast aftur á sviði hér á landi. Víst er að margir aðdáendur hans bíða þeirrar stundar með óþreyju. FÓLK Eastwood Stone við öllu búin geríst útgefandi CLINT Eastwood, kvikmyndaleik- ari og fyrrum bæjarstjóri, stígur nú aftur inn í sviðsljósið og í nýju hlutverki. Hann hefur stofn- að fyrirtæki um hljóð- ritun, Malap- aso Records, og fyrsta verkefni þess verður að útbúa tónlist fyrir kvikmynd hans Brýrnar í Madi- son sýslu. Tónlistin ætti að falla Eastwo- od vel í geð því Dinah Washington og Johnny Hartman syngja þar léttan jazz. Fyrirtækinu var hleypt af stokk- unum með viðhöfn á veitingastað Eastwoods í Los Angeles. Það mun einkum fást við út- gáfu á jazz, blues og gospeltónlist auk þess að endurútgefa gamlar hljóðritanir. Aðsetur Malapaso Records verður í höfuð- stöðvum Warner Bros. risans í Hollywood. Reiknað er með að út- gáfan fari hægt af stað og að tvær til fjórar hljóð- ritanir komi út fyrsta árið. Dreifíng og markaðssetn- ing verður í höndum Wam- er Bros. ►ÞAÐ FER vel á því að aðalhlut- verk vestrans „The Quick and the Dead“ sé í höndum Sharon Stone, því hún lærði þeg- ar í æsku hvernig á að með- höndla skotvopn. „Ég ólst upp við að skjóta bjór- flöskur aftrjáb- útum,“ segir hún í nýlegu viðtali. Hún hefur alltaf tvær hlað- nar byss- ur á heimili sínu. „Ég geymi aðra undir rúm- inu,“ segir hún, „vegna þess að ef einhver kemur í óvænta næturheim- sókn mun ég skjóta hann“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.